Kreppa í byrjun og í endan

Jæja maður kom í heiminn í kreppu.(1938)Og maður yfirgefur hann í kreppu.En maður fer ja ég veit ekki hvað mörgum miljónum skuldugri en maður kom.Og á hreinlega enga sök á því.Það þykir mér verst.Faðir minn og móðir voru smiðir að mínu lífi.En ég sjálfur að mínu líferni og hef orðið að bíta í hið súra epli gerða minna.

 

Það neyddi mig enginn til þess að lifa því lífi sem ég lifði.En þessum skuldum er neitt upp á mig af mönnum sem ég,allavega flesta aldrei hef séð.Og það finnst mér með endemum Það var líka hægara að fæðast inn í kreppuna sem ég fæddist í en fyrir barn sem fæðist á þessu landi í dag.Og því miður held ég að það eigi eftir að versna.

 

Nýfædda barnið á eftir að verða skuldugra eftir nokkra mánuði,miklu skuldugra.Og foráðamennirnir virðast vera að byrja á"afréttaranum"ef marka má nýjustu fréttir.Ég heyrði fyrir nokkrum dögum að de Code væri gjaldþrota.Nei nú fá þeir hvað,1,4 milljarð að láni.Gaman að vita hvaða veð eru sett.Ég hef nú alltaf verið hliðhollur þessu fyrirtæki og talið það vera að gera góða hluti.

 

En mér finnst að jafnt skuli yfir alla ganga.Er þarna um að ræða einn"vinargreiðan"enn? Ég bara spyr.En svona í framhjáhlaupi það verður gaman að vita hvaða dóm"kókosbolluþjófarnir"fá.Svo er ég eiginlega viss um að það verður farið að"þagga"niður í Indriða H Þorlákssyni.eða hvað hann heitir fv ríkisskattstjóri sem furðar sig á Jómfúareyja samningum og sennilega tilbúnum erlendum auðmönnum.Beitning var og er starf í sjávarútvegi og þá er yfirleitt beitt síld eða loðnu.Á bankahluthafaveiðum er beitt sh.... já ekki meir um það

Það má ekki styggja fínu bankaræningana.Þó ég sé andvígur ópum og öskrum og eggja og skyrkasti þá skil ég hreint ekki doða stjórnvalda.Geta þeir ekki skilið að þolinmæði fólksins er á þrotum.Ég óttast að eitthvað alvarleg eigi eftir að ske.Hver er þá ábyrgur?Hverjir eru upphafsmenn að öllu saman?Læt þetta nægja af krepputali í bili.Kært kvödd


mbl.is Búið að rýma Alþingisgarðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Ólafur, ég er nú bara farin að bíða eftir byltingu, það er ljótt að segja það en ég er hræddur um að það verði raunin.

Kær kveðja úr Áshamrinum.

Helgi Þór Gunnarsson, 22.1.2009 kl. 00:26

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll félagi Helgi Þór.Sammála.Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 22.1.2009 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 535992

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband