Helv.... órættlæti

Ég er fæddur 29 ágúst 1938.Byrjaði að vinna fyrir peningum sennilega ca 9-10 ára við að hræra í blóðinu í Sláturhúsi Verslunarfélags Borgarfjarðar.Fór síðan til sjós 1953 og var sjómaður stanslaust má segja til 2004 að ég neyddist til að hætta vegna krabbameins.Fjandans krabbin var skorinn úr mér.Svo að ég reyndi aftur við sjómennskuna en þá sagði"pummpan"stopp,Og nú var sængin útbreidd,

 

 

Ekki ætla ég að vera að stæra mig af mínu lífi en ég rifja þetta upp vegna þess að mér finnst ég órétti beittur af hinum háu herrum/frúm í Tryggingarstofnun.Ég flutti til Svíþjóðar 1990 en þá voru stjórnvöld hér blóðug upp að öxlum við útrýmingu á farmannastéttini.En henni tilheyrði ég.Ég byrjaði svo að fá eftirlaun frá Svíaríki 2003 þá 65 ára.Eftirlaun mín hér á Íslandi reiknast því frá 1954(16 ára) til 1990 að ég flyt út,þá taka Svíar við.Þessi sænski hlutur er 2425 se kr per mán e.s.Íslenski hluturinn er 60.000 ísl kr e s.

 

 

Lífeyrissjóður Sjómanna borgar mér 55.246 isl kr e s..Nú er ég með skert ellilaun vegna tekna erlendis frá segi"þetta"fólk hjá TR.En þessar erlendu"tekjur" mínar er bara Svía hlutur af minum ellilífeyri þ.e.a.s. Frá 1990 -1993..Út af þessum skerta ellilífeyrir þarf ég að borga nú að mér er sagt 25.000 kr í lækniskosnað til að fá fríkort.Var 18.000 áður.Ég hef heyrt að ekkert geti skert eftirlaun nema lífeyrissjóður.Þarna finnst mér þetta stangast á.Og nú á að fara að krefja mann um 6000 kr bara við komu á spítala+ aðgerðina.

 

 

Í fyrra stóð ég frammi fyrir því staddur í Reykjavík með nokkur þúsund inna bankanum að borga ómskoðun eða sleppa matnum það sem eftir var mánaðarins.Ég valdi matinn.Það hefur komið fyrir að ég sleppi að tala við lækna,Ég náði sem betur fer ekki hámarkinu 18000 í fyrra en í hitteðfyrra gerði ég það um miðjan des og fékk afsláttarkort út árið.Mér var skapi næst að senda það til baka með vaselíni og segja þeim hjá TR að troða því uppí ra....... á sér.Ég á að fara inn á Borgarspítalan í febrúar vegna aðgerðar á nefi.En nú er ég að hugsa um að hafa bara minn kæfisvefn og kaupa oftar kjöt með hafragrautnum

Mér er sagt að TR noti sér þýðingarvillu.Þ.e.a.s þeir þýði allar eftirlaunagreiðslur hvort sem það er ellilífeyri eða lífeyrissjóðs greiðslur undir sama hatti.Að þeir vísvitandi geri ekki grein á ellilífeyri frá hvers ríki sem maður hefur búið í og lífeyrissjóðgreiðslum.Ef svona er í pottinn búið þá er ríkið eða TR búið heinlega að stela sennilega milljónum af  sumum eldri borgurum þessa lands sem hafa búið erlendis hluta af starfsævi sinni.Alþingismanninum Pétri Blöndal sem sér ekkert annað en þjófa og glæpamenn í almennatryggingarkerfinu ætti að skoða þetta með athygli.Ég birti hérna svokallaða:"Inkomstdeklaration 2007

 76ygEf myndin prentast vel sést hvernig þeir virðast nota sér "þýðingarvilluna".Þrátt fyrir að ég telji mig þarna óréttlæti beitann líður mér vel hér í"holunni"minni í Eyjahrauninu.Ég get seint þakkað það að hafa tekið þá ákvörðun að flytja hingað.Mitt líf hefur verið skreytt mörgum röngum ákvörðunum en allavega 2 voru hárréttar það var á sínum tíma að hætta samneyti við Bakkus og hitt að taka upp samneyti við það góða fólk sem byggir þessa Eyju.Caprí Norðursins.Kært kvödd


mbl.is Læknisþjónusta hækkar í verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Gylfi Jóhannsson

Sæll frændi og gleðilegt ár og takk fyrir þau gömlu.

Efti að hafa lesið pistilinn þinn er ég alveg sammála með óréttlætið sem virðist vera óskiljanlegt með öllu. Ég hef vissa löngun til að ræða smávegis við einn Borgnesing og benda honum á að lesa greinina þína, hver veit hvort eitthvað gerist. Bestu kveðjur.

Jóhannes Gylfi Jóhannsson, 3.1.2009 kl. 17:21

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Kvitt og sammála þessu /Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 5.1.2009 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 535362

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband