21.12.2008 | 20:18
Lífshlaupið
Ungur maður ákvað ég að gera sjómennsku að lífstarfi mínu.Mér þótti gaman í fiskaðgerð sérstaklega flattningu.Ég tala nú ekki um á Selvogsbankanum á vorin.
Mér leiddist að standa trollvaktir.Til að sleppa við það ég svo í skóla til að handera kíkirinn og önnur tæki og læra að finna út hvar í fjand.... maður skildi vera staddur.Svo maður losnaði við trollvaktirnar
Handera kíkirinn og fl Ungur lifði maður í ýmsum dagdraumum
Manni lærðist sem stm á togara að oft fiskaðist best við ýmsa hóla og eða milli þeirra.Að ég tali nú ekki færi maður lengra niður í d.... já ekki meir um það.Margt í huganum hlýjaði manni þegar hann skall á með NA á Halanum.Að maður tali nú ekki um á landstíminu.Og svo tóku við dagar víns og rósa er í land var komið
En svo blasti blákaldur veruleikinn við aftur er á sjó var komið.
Og ekkert svona
Því síður svona hafði skeð í landlegunni
Svo liðu mörg ár.Svo datt ég niður í lest á skipi og upp úr því aftur í skóla til að vera ennþá vissari um hvar maður væti staddur.Hvort það var svo til að ég sá hvað ég hafði villst langt út af lífsins vegi veit ég ekki.En ég hafði haft mikil samskifti við Bakkus konung og látið hann varða minn veg þar.Ég náði í þá konu sem mér þótti vænt um.
Sagði upp hjá Bakkusi og fór að sigla á farskipum.Var í því í nokkur ár hérlendis.Fór svo að skifta mér af innflutningslöggjöfinni og fékk bágt fyrir.
Kom mér ónáð hjá vissum vörðum þeirrar löggjafar.Skildi við konuna og hypjaði mig til útlanda.Ekki þó til að flýja neitt.Það hugsa nú kannske margir hvað er maðurinn svo að tala um heiðarleika hjá öðrum.
Mér til afsökunnar held ég að ég hafi ekki skaðað marga því að þessar tilraunir mínar voru að mestu svæfðar í fæðingunni.Svo flakkaði ég um heiminn sá margt miður fallegt hvað fátækt varðar.Svo kom"krabbafjandinn"í heimsókn og eftir hana varð ég eins og eftir árekstur og skorsteininnin tekinn af
Svo sveik pumpan
Svo að maður varð að gleyma öllu svona
Að maður tali nú ekki um þetta
Svo að í dag stendur maður bara 1 eins og þessi
Ekki það að ég sé ekki ánægður,síður en svo.Mér líður mjög vel í litlu íbúðinni minni sem ég fékk hér í húsi tengdu Dvalarheimili aldraða hér í Eyjum.Ég þakka þeim sem að því stóðu allan velviljan í minn garð.Ég er sjálfur höfundur að lífi mínu í dag.
Komin hriplekur í síðustu höfnina
Ég valdi sjálfur að lifa hátt á tímabili og út á ystu brún.Ég hef gaman af allslags grúski og er oft að glugga á netið.Hef kannske umgengist það af óvarnfærni,en vona að mér fyrirgefist það.Þó maður hafi fengið mynd og mynd"lánaða"vona ég að enginn hafi skaðast af því.Verið kært kvödd
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.10.2017 kl. 19:10 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki hafa dagdraumarnir verið af verri endanum!
Jóhann Elíasson, 21.12.2008 kl. 22:08
Hahaha,góður!! Ertu byrjaður á bókinni ??? Bestu kveðjur úr Nesinu.
Sæa (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 22:19
Hjartans þakkir fyrir bloggvináttuna, Óli minn!
Kær kveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 23:29
þetta er hreinskilin og góð færsla,og skemmtilega samansett/Kveðja og ósk um gleðileg jól/ bloggvinur Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 21.12.2008 kl. 23:37
takk fyrir Óli minn - hafðu það sem allra allra best
Jón Snæbjörnsson, 22.12.2008 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.