Person

Í kvöld mun Bogi Ágústson ræða við Göran Person,Það verður merkilegt að fylgast með því samtali,Ekk ætla ég mér neitt að gefa mig út sem einhverskonar stjórnmálaskýrenda,en ég bjó í Svíþjóð þegar hrunið var þar.Ég man alltaf nóttina eftir hrunið varð.Var stm á dönsku flutningaskipi sem heitir Danica Violet

 

Skipstjórinn var danskur en giftur sænskri konu,og bjó í Svíþjóð eins og ég.Ég man samt ekkert hvar við vorum staddir en ég var kominn á vagt og var að hlusta á kvöldfréttir frá RUV á stuttbylgjunni.Þá koma þessar fréttir um að sænska krónan hafi fallið um ca 10% m.m.Þega ég ræsi"kallinn"um morguninn og segi að nú hefðum við fengið 10% hækkun á launum okkar um nóttina varð hann alveg hoppandi."Ég sem var að færa allt sparifé okkar hjóna í sænskan banka"sagði ´ann.

 

 

En hann huggaði sig við kauphækkunina sem við faktíst fengum.Þ.e.a.s okkur var borgað í dönskum kr inn á sænska banka.Mér langar að skjóta inn hér inn smásögu af þessum skipstjóra.Eitt sinn lestuðum við 135 km af sæstreng  frá Napóli til Seattle,Á leiðinni yfir Atlantshafið kom ég sem oftar út á dekkið um 9 leitið um morguninn.Sé ég þá að flaggað er í 1/2 stöng.Ég vék mér að næsta háseta og spyr  hvað hafi skeð."Það er einhver drottning dáinn"sagði hann.Ég fór svo upp í brú og hitti skipperinn.Þá sagði hann mér það að forsetafrúin á Íslandi væri dáimn.

 

 

Þetta hafði hann heyrt á BBC.Þetta með flaggið hafði ekkert með mig að gera þ.e.a.s.þjóðerni mitt.Skipperinn hafði bara séð frúna í ýmsum "uppákomum" hjá  Þórhildi danadrotning.En hún hafði haft margt að halda uppá um þetta leiti,Afmæli af ýmsum toga fæðingar,giftingar og stjórnunar.Skipperinn hafð horft á allar þessar galaveislur í sjónvarpinu.Við fengum allt svona efni á spólum frá"Velferðinni"Hann hafði hreinlega hrifist svo af Guðrúnu  Katrínu Þorbergsdóttir forsetafrú sem kom í þessi hóf ásamt manni sínum,að hann flaggaði heiini til heiðurs.

 

 

En þetta var útúrdúrr.Ég ætlaði að fjalla um Svíþjóð.Það gekk orðrómur um það að Mona Salin hafi ekki þótt hæfur kandídat til forsætisráðherra.Ég vil taka fram að þetta er bara spekúlasjónir sem maður las og það oft úr„gulu pressunni"Göran Person sem sóttur var í bæjarmálum út einhverju bæ út á landi.Var gerður fyrst að fjármálaráðherra og gaf svo eftir að neita því fram á síðustu stund kost á sér til formanns.

 

 

Það sem þar skeði vona ég að eigi eftir að ske hér. Þarna fór að harna á dalnum t.d hjá ýmsum bæjarfélögum En upp úr þessu hruni kom ýmislegt í ljós ,sem ekki hafði þolað það,hjá þeim.Allslags svindl og svínarí fóru að koma upp.Í öllum geirum þjóðféagsins.Bönkum ríki og bæ.Ég man t.d eftir einni bæjarstjórn sem hreinlega fauk öll í fangelsi.Velferðarráð annars bæjar komu eins og stórglæpamenn úr"vinnuferð"til Bahamas.Þeir fóru þangað til að kynna sér störf velferðarsystemisins þar.Fjölmiðlar komust í það og tóku á móti fólkinu við komuna.Og koma mætti með fleiri dæmi.Ég held satt að segja að svíar hafi grætt meiri heiðarleika í stjórnkerfi og fjármálum.Ég læt þetta nægja í bili.Kært kvödd

Göran


mbl.is Göran Persson á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 536297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband