Röfl

Ég ætla að láta það eftir mér að röfla yfir núinu.Annars er reiðin að gerjast svo í manni að maður þyfti að fara út á"hundasvæði"og öskra duglega.Það er ekki bjart yfir íslensku þjóðlífi í dag.Og hræddur er ég um að það eigi eftir að verða dekkra.

12 2 Fólkið yfirgefur strandaða"skútuna"

Margur ellilífeyrisþeginn ásamt öryrkjum og öðrum sem  minna mega sín í þjóðfélaginu  sjá svört ský hrannast upp við sjóndeildarhringinn. Ég deili kvíða mínum með mörgum hvað varðar nánustu framtíð.Að hið svokallaða"Velferðarkerfi"verði ílla úti í hinni svokölluðu kreppu.Og ég spyr hvar eru "Símapeningarnir.Þeir eru ekki nefndir á nafn nú um stundir.

 

trim tabs were definitely working Illa stjórnað 

Margur úr þessum hópi trúir ekki á þær ráðstafanir sem stjórnvöld eru í þannveginn að gera t.d setja krónuna á flot.Hvað skeður þá með þessi svokölluðu "Jöklabréf"Fara IFM peningarnir í að borga þau.Ein óáranin er enn á ný að ganga yfir þessa þjóð.Henni er sagður bara 1/2 sannleikur eða jafnvel bara ¼ úr sannleika.Stöku hagfræðingar sem vöruðu við útrásinni eru aftur komnir í umræðuna sem óalandi og óferjandi.Og já sveinar ríkisvaldsins  vita nú allt um hvernig við eigum að tækla þessa hluti.(þið fyrirgefið slettuna)

 

Old friends Látum svikahrappa ekki fá að berjast um síðustu reyturnar

Jáararnir eru nú settir í hverja nefndina og starfshópinn á fætur öðrum.Blaðamannafundir eiga nú kænskunnar vegna aðeins að vera haldnir korteri fyrir fréttatíma svo fréttamönnum vinnist ekki tími til að velta svörunum fyrir sér og koma með athugasemdir sem svo fá okkur fólkið,hérna niður á"jörðinni"til að hugsa út frá því.Bertrand Russel (18 May 1872 - 2 February 1970),sagði eitt sinn:"Versta við veröldina er að þeir heimsku eru alltaf vissir um allt,en þeir skynsömu eru alltaf fullir efa"

 

Að faðma að sér náungan. 

Aðalefni í skilaboðum frá stjórnvöldum til almennings er"það eru miklir erfiðleikar framundan nú þurfi fólk að standa saman og faðma hvern annan".Ég segi það satt að ekki fæ ég magafylli af að faðma að mér annan andfúlan karlskratta.Að vísu verð ég heldur aldrei saddur af að faðma fallegar konur að mér.Það er á hreinu og kemur kreppunni ekkert við.Nú spyr maður af hverju var aldrei hlustað á menn eins og t.d. Þorvald Gylfason eða Ragnar Önundarson sem hafa varað við því sem skeði,á seinni árum já þið lásuð rétt,seinni árum.

 

Al Capone Verður lögum komið yfir íslenska"kollega"

Það er athyglivert að rifja upp orð nokkra manna/kvenna undanfarin ár.Þetta sagði nv seðlabankastjóri í viðtali við Ásdísi Höllu Bragadóttur árið 2000: „Menn geta gert mikinn skaða ef þeir eru í forystustörfum en hafa ekki burði til þess."" Við vitum ekki hversu arðbær rekstur bankanna er.Við vitum að þeir voru mjög arðbærir á meðan eignaverð hækkaði en nú er lítil lánaeftirspurn , hlutabréfaverð þeirra hefur fallið en ég man ekki eftir landi sem hefur búið við jafnhátt  eignarverð í hlutfalli við landsframleiðslu og komist hjá áhlaupi"Robert Z Aliber hagfræðingur í viðtali við Mbl 6 maí 2008"Við höldum að íslenska krónan eigi eftir að svekkja marga"Lars Christensen hjá"Danske Bank"í fréttum RUV sjónvarp 19 jan 2008"Ég spyr sem menntamálaráðherra hvort þessi maður Richard Thomas hjá Merrill Lynch þurfi ekki á endurmenntun að halda".Þ.K.G varaformaður Sjálfstæðisflokksins í fréttum RUV sjónvarp 25 júlí 2008.

 

 

ship rough sea 4 Holskeflan að ríða yfir

 

Í dag var vantrausttillaga á ríkisstjórnina felld.Ég er svolítið á báðum áttum hvort þetta sé rétt þ.e.a.s.hvort við ættum að kjósa nú.Eða hvort rétt sé að þeir sem eru beinlínis flæktir í spillinguna undanfarið fái frið til að hygla sínum málum.Sópa"viðkvæmum"málum undir teppi þagnar og gleymsku.Í hvaða lýðræðsríki fá þeir sem grunaðir eru um spillingu góðan tíma til að dylja slóð sína.Og þessir"dindlar"sem hafa kennt sig við alþýðu manna og predika að þetta sé einhverskonar"fellibylur"ættu að skammast sín.

disaster2002 RTG1 Höggin verða þung

Þeir hefðu betur kannske kennt sig við"Álþýðumenn" Og svo er nú t.d.að gleymast í öllu krepputalinu frármálabraskið á Keflavíkurflugvelli sem bróðir ráðherra fjármála er flæktur í.Nei ég held að utanaðkomandi menn þurfa að koma að öllu þessum málum.Í mjög fljótu bragð virðist stjórn á þessu landi vera í höndum spilltra manna og kvenna.Hvernig getur t.d. ráðherra menntamála komið að málum og rannsókn á Kaupþingsbanka þar sem eiginmaður hennar var einn af"toppunum"

 

OOW Quartermaster, What does the inclinometer say Stjórnarfleyið að sökkva

Nú er sonur forstjóra Kauphallar Íslands í varðhaldi vegna gruns um fjármálaspillingu.Með allri virðingu fyrir því að maður er ekki sekur fyrr en sekt sé sönnuð finnst mér að að faðirinn ætti að sjá sóma sinn í að víkja allavega um sinn.Nei svona dettur engum íslenskum ráðamanna í hug að gera.Enga"Toblerone" stæla hér.Það er líka komin tími á að kasta síðustu hreitum danska konungsveldis hér þ.e.a.s.forsetaembættinu fyrir róða.Þar mætti spara stóra peninga.Hvern andsk.... höfum við að gera við svona sýndarkonung á Bessastöðum.

Riverdance 3Almenningur fær að bera byrðarnar

 

Good idea, on my way to the pub, having a beer ....or two. Sumir ættu að yfirgefa skútuna

85381 800 Því að við erum á flæðiskeri stödd

Það á að breyta stjórnarskránni þannig að þjóðin á að kjósa sér forseta með einhverra ára millibili og hann á að velja sér ráðherra sem ekki sitja á Alþingi frekar en hann.Svo á hann að geta neitað að skrifa undir lög sem þá fara aftur til Alþingis og síðan sama veg og er í lögum í dag"Læt hér röfli dagsins lokið.En það kemur meira.Förum á þess guðs vegum er við trúum og biðjum til hans því að setningin"guð hjálpi mér"verður mikið notuð í hinu erfiða daglega lífi á landinu á næstunni.Kært kvödd 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

þakka fína lýsingu á hlutunum,góð grein/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 25.11.2008 kl. 21:19

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Ólafur. Þetta er skemmtileg samantekt og í þínum stíl þ.e. myndir og vísar tilvitnanir. Margir hafa velt því fyrir sér hvort vantrauststillagan hafi verið tímabær í miðri törninni og sitt sýnist hverjum. Það er allavega nauðsynlegt að stjórnarliðar átti sig á að fólk er slegið og hneykslað á þessu rétt eins og allur umheimurinn. Ég var hlynnt þjóðstjórnarhugmyndinni  þó ekki væri til annars en að sýna að menn vilja vinna að lausn án stjórnmálaágreinings  því ég veit að margir ábyrgir menn hafa verulegar áhyggjur af þjóðarheilsunni ef svo má segja. Í framhaldi af guðsumræðunni þinni langar mig að segja að ég lenti á fyrirlestri í gærkvöld um Búddisma. Þar var talað um að fólk ætti að vara sig á reiðinni og leita að því jákvæða í aðstæðum þó þær séu ekki eins og þær hafa verið. " Hvar er þitt egó" spurði fyrirlesarinn. Fáfræði, græðgi og reiði eru syndirnar sem ber að varast. Við erum þá í lokasyndinni núna ekki satt Ég skyldi nú ekki helminginn af því sem fram fór en fólk hló og virtist líða vel. Ég þarf greinilega að kynna mér þetta betur. Það er greinilega ekki auðvelt að seðja þig karlinn minn Bestu kveðjur Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 26.11.2008 kl. 18:44

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll kæri bloggvinur, já það er margt skrítið að gerast á undanförnum vikum, þetta er góður pistill hjá þér og mikið er gaman að þessum myndum sem þú skreytir þessar hugleiðingar þínar með. Hafðu það alltaf sem best og faðmaðu sem flesta

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 27.11.2008 kl. 21:08

4 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Heil og sæl öll og takk fyrir"innlitið"Halli minn þakka hlý orð,góðar kveðjur til baka.Kolla mín.Vona að þetta hitti á þig fríska.Já Búddatrú gefur fólki mikið"langlundargeð"en þó hefur það brostið hjá þeim samanber í Viet-Nam og Burma.Það er farið að skelfa mig þetta"langlundargeð"hjá sumum við suma.Og nú þegar formaður 3ja stæðsta flokksins er farin að gefa"skít"í ungliðahreyfingu flokksins þá fer nú að fjúka í flest skjól fyrir þessum einusinni stæðsta flokk landsins.Ef formaðurinn ætlar að gefa"skít"í bæði almenning og einnig sína eigin ungliða bara vegna þjónkunnar við úbrunnin fv flokksformann þá er leikurinn farinn að æsast.Ekki það að ég hafi mikið vit á gerðum þessa manns hvorki til ills eða góðs en maður er farin að skilja andstöðu almennings og flestra málsmetandi manna allavega í hagfræði bæði utanlands og innan.Já minn kæri blogvinur Sigmar.Þetta með að faðma allt og alla.Mér finnst það ekki nægja handa illastöddu fólki.Það fer nú lítið fyrir"faðmlögum"á "Viktinni"En þangað fer ég á hverjum degi mér til lækninga.Andlegrar og líkamlegrar,Torfi stjórnar þeirri andlegu með harðri hendi með ýmsum meðreiðarsveinum.T.d Tóta rafvirkja.Tryggva Sig,Ingó,Sigga Gogga svo bara fáeinir séu nefndir Nú svo er það sú líkamlega,en hún er fólkin í Merrild no 103 En eftir nýjustu rannsóknum er kaffi miklu hollara en talið hefur verið,ef taka má mark á grein í nýjasta"Jafnvægi"riti Sambands sykursjúkra.Nú svo er það frítt þarna og lækkar heimiliskostnaðinn hjá gömlum uppgjafa sjóara,sem hefur farið illa með áunna fémuni.Læt þetta nægja geðheilsu ykkar nú í"Kreppunni".Séuð þið ávallt kært kvödd 

Ólafur Ragnarsson, 29.11.2008 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 536002

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband