15.11.2008 | 00:15
Um daginn og hvað???
Maður er orðinn gamall og úrillur og hefur allt á hornum sér nú um stundir.Einu sinni átti maður drauma.Sumir rættust aðrir ekki.
Séð til fortíðar kannske frá mínum bæjardyrum
Maður kaus það sem maður taldi réttast og btrúði á.Ég átti eiginlega 3 afa og allir voru þeir sjálfstæðismenn.Allavega þeir 2 sem ég kynntist mest.Þeir trúðu á sjálfstæði þessarar þjóðar.Hún var í fjötrum er þeir fæddust.Afar mínir trúðu á það sjálfstæði sem við fengum á Þingvöllum 17 júni 1944.Þeir kusu þann flokk sem kenndi sig við sjálft sjálfstæðið.
Þetta varð nú einni stjórmálakonu að falli í Svíþjóð fyrir nokkrum árum.Það þurfti eiginlega ekki meira til.
Einn afi minn(að vísu faðir stúpu minnar sem ég kallaði afa og sem mér þótti virkilega vænt um)var 1 af fyrstu veghefilsstjórum landsins.Og hann var 1stur manna til að aka yfir Holtavörðuheiðina til Blöndós.Var eiginlega"brautryðjandi"Annar afi minn var í forustu flokksins í því sveitarfélagi sem hann lifði stærsta hluta ævi sinnar.
Gæti minnt á sjálfstæðisflokkinn í dag.Að sökkva en samt smá vélartík í gangi
Einhvern veginn held ég að þeim finndist nú að þessi flokkur hafi einhverstaðar vikið af brautinni.Hafi"rakað"stefnunni út af veginum eins og sonur veghefilsafa míns rakaði eftir hefilinn þegar afinn var að hefla.Ég minnist þess er tengdadóttir hans var að segja frá hvað hún hataði þennan"strákskratta"sem rakaði stundum mölinni út á túnið hjá pabba hennar.Sem hún þurfti svo að kasta þaðan burt.En þau giftust nú seinna og hafa lifað í sátt og samlyndi þrátt fyrir steinana.
Út af þessu kemur kannske nafnið Steinar,en sonur þeirra heitir það.En nú held ég að flokkurinn sé kominn svo afleiðis að ekki takist að kasta stefnuskrárbrotunum upp á veg fyrrum stefnu aftur.Græðgisöflin að ná völdunum.Og stjórnendur eru ornir svo veruleikfirtir að þeim sé í lófa lagið að ljúga öllum andsko.... í okkur sauðsvartan almúgan.Við séum svo heimsk að við trúum öllu sem menn/konur segja bara ef maðurinn/konan hafa ráðherratitil.Nýjasta dæmið.Dettur nokkrum íslending sæmilega læsum og með greind yfir 15 ára barn það í hug að Nato hafi einhliða ákveðið að ákveðnar æfingar breta hér á landi skildu slegnar af.
Nú ef svo er þá er það dæmi um algert skilningsleysi af hálfu okkar ráðamanna.Vitandi það að þá myndi nú hvessa á mörgum"Stórhöfðanum"hvað þjóðina varðar.Datt þeim virkilega það í hug að taka á móti bretum á eftir því sem á hefur gengð í samskiftum þessarar þjóðar.
Einhver kona,hvers nafn ég er búinn að gleyma en var titluð sagnfræðingur sagði í einhverjum ljósvakamiðlinum um daginn að bretar hefðu alltaf haft okkur eins og hund í bandi og farið sínum vilja fram eftir eigin geðþótta.Nefndi nokkur dæmi en gleymdi einu.En það var 1916 þegar þeir stórsköðuðu síldarsöltun hér á landi með því að tefja eða jafnvel stoppa tunnuskip á leið til landsins.
Og hvenær ætla bretar að aflétta hryðjuverkalögunum af hreitum Landsbankans svo íslendingar bíði ekki enn meira tjón af því máli en komið er.Þegar íslenskir ráðherrar tala um að Nato hafi stoppað æfingarnar dettur mér í hug afsakanir fólks sem upplýst varð að hafa notað hunda í kynferðislegum tilgangi.""Við höfum ekki gert neitt gegn vilja dýranna""Ja fussu svei
Nóg um það.En hvað ætla menn að láta þennan seðlabankastjóra og hans meðreiðarsveina"lafa"lengi.Men sem að sumra mati komu þessari kreppu af stað hér á landi.Menn sem eru ornir að athægi út um allan heim.Myndir af aðalmanninum ganga ljósum loga á"netinu"í einkennisbúningi miður góðra manna í seinni heimstyrjöld.Hvað ætlar flokkssystkini þessa manns að láta niðurlæginguna ganga langt.Ég er farinn að vorkenna þessum manni sem ég eitt sinn trúði á.Rúinn öllu traust nema kannske örfárra lærisveina.
Líkt og annar maður í einkennisbúningi úr sögunni. Ég man efir að hafa heyrt einn"fræðinginn"sem þóttist hafa vit á þessum málum og starfar í USA að mig minnir,segja að hefði Seðlabanki Íslands aukið gjaldeyrisforða sinn fyrr og ríkið hefði getað gripið inn í Glitnismálið þá hefði þetta ekki skeð hér.En það er best að láta"fræðingana"rífast um þetta.
Hvað er til ráða þegar allt er að fara til fjan.....????
En við"ekkifræðingar"eigum rétt á að það fólk sem kosið er af þjóðinni segi okkur rétt og satt frá hvað eiginlega er að ske.Hætta þessum andsk..... lygum og útúrsnúningum ef þeir eru krafnir svara.Eru bara eins og unga fólkið segir í dag"með stæla"við fréttamenn.nú skrökvar hann fram yfir ystu brún sagði einn gamall jaxl úr stjórnmálum um annan stjórnmálamann í vor.Þetta held ég megi segja um forsætisráðherra eigimlega eftir hvern einasta blaðamannafund.Nenni ekki að þrasa meira í kvöld.Veri þeir sem lesið hafa,kært kvaddir:Lifið heil á þess guðsvegum sem þið trúið á.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:17 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki fæ ég nú betur séð en flestir þessir "fræðingar" séu "eftirá fræðingar". Það er gott að vera vitur eftirá. Takk fyrir góðan pistil og bestu kveðjur.
Jóhann Elíasson, 15.11.2008 kl. 04:22
Sæll félagi og takk fyrir innlitið.Langt síðan þú hefur birtst hér á þessu bloggi..Þú er kannske orðin eins og ég"kíki"inn hjá fólki án athugasemd.Færðu Gunna kveðju mína Kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 15.11.2008 kl. 06:25
Jú Óli ég viðurkenni það ég læt ekki vita af mér því miður. En ég missi ekki af neinu á blogginu þínu enda eitthvað það albesta sem ég les en auðvitað ætti ég að láta vita af mér.
Jóhann Elíasson, 15.11.2008 kl. 06:34
Heill og sæll frændi. Mikið er ég sammála þér og montinn af þér hvernig þú getur sett svona saman með myndum og teksta sem allir skilja. Það þyrftu fleyri að gera. Bestu kveðjur. JGJ.
Jóhannes Gylfi Jóhannsson, 15.11.2008 kl. 13:05
Sæll Ólafur, mér hefði fundist réttast þegar Bretar settu hryðjuverkalöginn á okkur að slíta stjórnmálasambandi við þá, og stöðva allan fiskflutning til þeirra, kær kveðja úr Áshamrinum.
Helgi Þór Gunnarsson, 15.11.2008 kl. 13:51
Heilir og sælir allir.Þakka ykkur innlitið.Jóhann minn.Ég er nú með sama markinu brenndur,að kíkja inn hjá hinum og þessum án athugasemda.Og það á virkilega við um þína síðu.Ég lít alltaf á hana.Og er ánægður með það sem ég les.Gylfi minn þú þekktir þessa menn sem ég orða þarna.Annar var jú afi þinn líka.Vænt þykir mér að fá jákvætt álit þitt sem herðir mig í trúnni á að hann væri ekki sáttur við"sína menn"í dag.Eins heiðarlegur maður,hreinskiftur og samkvæmur sjálfum sér og hann var.Helgi minn þakka öll faðmlögin,kaffið bíður.Merrild 103.Bara svona svo að þú vitir að hverju þú gengur ef þú lætur sjá þig.Verið allir ávallt kært kvaddir
Ólafur Ragnarsson, 15.11.2008 kl. 17:37
Heill og sæll Ólafur þetta er góður pistill hjá þér og ég er þér sammála svona að mestu leiti, ég undrast hvar þú færð allar þessar flottu myndir af sjóslysum og óhöppum. Ég held Óli minn að við verðum svolítið að passa okkur í dæmingum á þessa blessaða ráðamenn okkar, þeir eru ekki í bestu aðstöðu og í mjög erfiðu starfi sem allavega engin meðal Jón gæti tekið við.
Verð að viðurkenna að ég er ekki nógu duglegur að setja inn athugasemdir hjá mínum bloggvinum, en ég heimsæki allflesta mína bloggvini sem setja inn ný blogg reglulega, þ.e.a.s. ef ég á annað borð fer í tölvuna mína.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 15.11.2008 kl. 22:09
Sæll Óli.
Flottar pælingar hjá þér eins og alltaf.
Ég er enn að hugsa um viðtalsþættina með ykkur Jónasi. Þú stóðst þig eins og hetja.
Ég hafði mjög ganan af spjallinu hjá ykkur og nú finnst mér ég alltaf hafa þekt þig kallinn !
Bestu kveðjur frá Tálknafirði.
Níels A. Ársælsson., 16.11.2008 kl. 00:17
Það er aldrei hægt að gera aðra athugasemd en flott hjá þér félagi svo að minna verður um athugsemdir en ætti að vera en kiki alltaf á kvöldrúntinum eins og á aðre mína blogg félaga.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 16.11.2008 kl. 11:34
Flottur Óli . kv .
Georg Eiður Arnarson, 16.11.2008 kl. 11:45
Sælir félagar.Þakka ykkur innlitið og hlý orð í minn garð.Alltaf gaman að fá línu frá ykkur.Ég hugsa að það séu margir sem"kílja"inn hver hjá öðrum án athugasemda.Simmi minn ég er sammála þér í að menn eiga að fá frið"í bili"til að gera það sem gera þarf í núinu.Það væri óvarnkárni að hrófla við hlutunum í dag,eða á næstunni.En þessir andsk.... ættu að breyta framkomu sinni við okkur alþýðuna og tala við okkur eins og talað er við fullorðið fólk.Hætta þessum fjand... útúrsnúningum og lygaþvætting.sem mér finnst tröllríða öllu í dag.Nóg af því.Já Nilli.Síðan þú stóðst hjá mér í brúni forðum og ég var rétt búinn að gleyma vissri beygju finnst mér eins og ég hafi alltaf þekkt þig.Ég fylgdist með þér í fjarlægð þau ár er ég bjó úti.Nú þarf ég nokkuð að ræða þá 2 sem eftir eru.Báður mér kærir félagar.Annar gamall vinur fv skipsfélagi og sveitungi og hinn nv sveitungi og vinur
Ólafur Ragnarsson, 16.11.2008 kl. 13:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.