Axlabandaábyrgð

Það er mikið tala nú um stundir um að einhver axli ábyrgð.Ég er viss um að engin setning er eins misnotuð nú og setningin:"að axla ábyrgð"Það er vont að vera slæmur í öxlunum.Þær geta sigið svo að axlaböndim hætta að virka og buxurnar detta niður.það er svo kallað „að vera með allt niðrum sig"

 

Svona er farið um marga svokallaða auðmæringa stjórnmálamenn og ráðherra.þeir hafa axlað svo rosalega mikla ábyrð að þeir hafa misst allt niðrum sig.þessir menn standa nú algerlega "berrassaðir"og með þann líkamshluta beint upp í vindinn.Kaldir norðanvindar næða um þennan viðkvæma líkamsluta.Hlýjir stólar ráðuneyta og banka duga ekki til að ylja hann upp.Helfrosnir eru þessara manna rassar.Auminga mennirnir.

 

 

Mig langar að spyrja hvar er ráðherra fjármála í öllu þessu ölduróti?Af honum sést ekkert nú um stundir.Er hann komin á kaf í kýrrassa?Þar sem hann væri sennilega best,já nóg um það.Mig langar til að Geir Harde yfirkokk þessa bullum sulls sem borið er daglega á borð fyrir okkur,svari einfaldri spurningu.Hvaða maður ráðherra,ekki ráðherra hefur axlað ábyrgð í þessari svokallaðri krísu ?,

 

 

Mottó ráðherra er orðið"Frestaðu þess ekki til morguns sem þú getur frestað til þarnæsta dags"Fræg er vísan er varð til er 1sti formaður Sjálfstæðisflokksins smíðaði eitt versta axarskaft íslenskrar sjávarútvegssögu fram að kvótaafsalinu.:"Stór er tíðum og stundum dýr/ stjórnarpennaglöpin/Þjóðin sem við þetta býr/þarf að borga töpin/Þetta skeði þegar Jón Þorlákson hækkaði gengi  krónunar 1925.Þannig að fiskverð lækkaði um 35% og neyddi mörg útgerðarfélög í gjaldþrot.Jafnvel bæjarfélög stóðu höllum fæti eins og t.d. Ísafjörður sem missti alla 11 stærstu báta sína.Landið var ekki búði að jafna sig eftir fyrristríðsárimn er þetta brast á.

 

 

Margir hafa velt þessari ákvörðun Jón Þorlákssonar sem var talin flufgáfaður og hafði átt glæsilegan stjórnálaferil fyrir sér.Geta menn blindast svo af valdahroka að þeir geri sér ekki grein fyrir afleiðingunum.Nú dynur á okkur almennum borgurum sem ekkert höfum til sakar unnið sí og æ þessi tugga :"Nú er um að gera að snúa saman bökum og standa saman"Og svo láta þessi úrþvætti út úr sér"nú erum við öll í sama bát"Þetta þýðir á góðri íslensku:"Nú erum við stýrimennirnir en þið róið"

 

 

Ja fussu svei.Ef vel ætti að vera ætti íslendingar að gera allsherjarverkfall í svona viku.En því miður kæmi það verst niður á þeim sem eiga enga sök á hvernig komið er.Eitt er þó takandi sem einskonar ljós einhverstaðar í enda gangnana.Það voru orð ráðherra félagsmála(ef það er þá bara ekki aukaréttur á sullum bullum matseðli Geirs)í kvödfréttum RUV um endurskoðin stjórnarsamstarfs.Og þá brottvikningu þeirra ráðherra sem hafa gert sig óhæfa í öllum þessum darraðardansi.Bæði í orðum og með gerðum.Það hlýtur að liggja beint fyrir.Hvernig er t.d. með ráðherra menntamála?

 

Getur hún á ríkisstjórnarfundi,tekið afstöðu til Kaupþings hlutlaust ef það mál kemur til umræðu þar?Það er furðulegt hvernig hlutdrægnismat ráðamanna er þegar það varðar ýmis alvarleg mál.En svo eru menn kannske látnir víkja sæti í einhverjum titlingsksíts málum.Hver fái að verja hvern fyrir hverjum t.d.

En hvað um það,það er ekkert svo létt að það sé ekki þyngra að gera það óviljugur,Hafi einhver nennt að lesa þetta kveð ég þann sama kært.Farið gætilega leggið ykkar meinigar á voga skálina.Voltaire á að hafa sagt einhvern tíma"ekkert er eins óþægilegt eins og að vera hengdur í þögninni"Förum öll á þess guðs vegum sem við trúum á.Lifið heil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 536222

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband