4.11.2008 | 19:46
Hristi hann höfuðið???
Ég gat ekki betur séð en Ólafur Thors fv flokksformaður Sjálfstæðisflokksins hafi hrist höfuðið þegar ráðherra menntamála var að tala við fréttamenn á tröppum ráðherrabústaðarins í kvöld.
Að vísu er sá sómamaður dáinn fyrir mörgum árum,en stytta af honum blasir við af ummræddum tröppum.Og ég gat ekki betur séð en höfuð styttunar hreyfðist einusinni er það var í mynd.Ætli sá"gamli"sé svo óánægður með forustuna á flokknum sem hann var með í að stofna 1929 þar sem hann sat í 1stu miðstjórn og stjórnaði frá 1934-1961 að jafnvel styttan af honum hafi tekið undir óánægjuna.
Eða var þetta kannske jarðskálftakippur við Tjörnina.Ég held að margt eldra XDfólk sé farið að gefast upp á endalausum undanbrögðum við spurningar og þrásetu sumra ráðherra og fv flokksforinga þótt stærstur hluti þjóðarinnar vilji þá burt.Læt þetta nægja.Séuð þið öll kært kvödd
Menntamálaráðherra geri hreint fyrir sínum dyrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:50 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring: 43
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ólafur. Það hafa víst önnur eins undur og stórmerki litið dagsins ljós á undangengnum mánuði eins og að styttan af Ólafi Thors hrylli sig yfir ósköpunum. Ég er þeirrar skoðunar að næsta hrun verði hjá Sjálfstæðisflokknum. Mér finnst einsýnt að Þorgerður er að kljúfa flokkinn í herðar niður enda fylgir hún banka-og viðskiptaarminum sem stólar á að innganga í ESB leysi allan vanda og ef til vill feli það sem vert er að skoða í starfsemi bankanna. Eins og einn af okkar þingmönnum bendir á er hún bullandi vanhæf til að taka ákvarðanir um meðferð mála í bankageiranum. Mér hefur fundist hún líklegri foringi fyrir Samfylkinguna en Sjálfstæðisflokkinn eins og hann hefur verið og það getur, eins og þú bendir á, valdið því að alvöru xd fólk gefist upp á flokknum. Nú verður spennandi að vita hver verður valdamesti leiðtogi vestanhafs. Ég veðja á gamla sorry grána en vona að blakkur hafi það kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 4.11.2008 kl. 23:18
Sæl vinkona.Þakka innlitið.Er sammála þér að vanda.Nú er kl 0011.Ég á voða bágt með að trúa að bandaríkamenn kjósi blökkumann fyrir forseta.Og að litlar blakkar telpur hlaupi um Hvíta húsið.En allt getur gerst.Ég hefði viljað hann.En ef hann verður kosinn verður hann skotinn.Því miður held ég.Er þetta kannske fullmikil bölsýni í gömlum sérviskupúka????.Kannke of djúpt í árina tekið???Spyrjum að leikslokum.Sértu ávallt kært kvödd
Ólafur Ragnarsson, 5.11.2008 kl. 00:20
Ég er svo hjartanlega sammála Kolbrúnu í ályktunum hennar um stöðuna í Sjálfstæðisflokknum. Auk þess setti að mér hlátur þegar hún lýsti pólitískri stöðu Þorgerðar Katrínar og að hún væri trúverðugri leiðtogi Samfylkingarinnar en Flokksins. Þetta er ótrúlega snjöll skilgreining og um leið broslega sönn.
Og af því mér finnst að nú sé ástæða til að leyfa þjóðinni að brosa að pólitíkinni á Íslandi legg ég til að þessi ályktun hennar Kollu verði á forsíðu Moggans í fyrramálið.
Kveðja!
Árni Gunnarsson, 7.11.2008 kl. 18:24
Guð hjálpi þér Árni... veistu ekki hvað ég er feimin. Ég hef nú verið með þessa skilgreiningu áður á bloggi hjá samfylkingarmanni fyrir norðan sem taldi Þorgerði svo rosalegan leiðtoga af því hún var farin að tala fyrir aðalmáli Samfylkingarinnar þ.e. ESB. Hann eyddi þeirri færslu sinni enda kom það ekki vel út fyrir Ingibjörgu Sólrúnu. Ég endurtek það að Þorgerður er alveg búin að mála sig út í horn að mínu mati. Ekki að ég syrgi það neitt sérstaklega Okkur varð að ósk okkar með foringjann í Bandaríkjunum Ólafur minn, vonandi rætist ekki bölsýnisspá þín-sérviskupúki-besta kveðja til ykkar beggja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 7.11.2008 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.