Á strandstaðnum

Ég er sammála Jóni Baldvin um að ónafngreindur maður þælist fyrir á"strandstaðnum"Ég vil meina,séð frá mínu sjónarhorni að það sé ekki nóg að hann sé að þvælast fyrir á strandstaðnum heldur hafi hann"lokkað"skipið í strand.Og hver er svo sekur um strandið ef það er ekki maðurinn með villuljósin.Ég bara spyr,

 

Og af hverju má ekki finna sökudólgana strax.Er verið að stóla á,að langtíma minni í venjulegum Íslending virðist ekki ná nema ca viku aftur í tímann.Ráðherra dómsmála boðar rannsókn.En hverjir verða rannsakendurnir.Vildar vinir og kunningar??????.Menn verði búnir að gleyma staðreyndum og raunverulegir sökudólgar sleppa eins og fyrri daginn.

 

Mér finnst satt að sega Ríkislögreglustjóri ekki hafa staðið sig sem skyldi í rannsóknum sínum á hinum ýmsu málum undanfarið.Hver sýknudómurinn á fætur öðrum.Nei að rannsókn á þessu má engin innfæddur koma að.Við erum ekki nema ca 350.000 manna þjóð og allir skildir öllum.Svo eru það allslags bræðralög og stúkur sem binda menn saman út yfir ættarbönd.Innlend rannsókn getur aldrei verið hlutlaus aldrei,svo einfalt er það nú.Og það hljóta þeir að skilja sem eru nokkurn veginn læsir á íslenska tungu og hafa greind yfir 7ára barn.

 

Allir nema XD fólkið.Það lifir í einskonar "Loðvíks14" draumum um fv foringa.Sem í einu orðinu segir niður með margumræddan mann en í hinu upp með hann.Það hlýtur að fara að togna á hálsi mannskr..... með öllum þessum upphífingum í annarihvorri ræðu sem þetta fólk heldur.Sömu menn sem vöruðu við þessu mikla bankahruni eru enn sniðgengnir og fólk hvatt til að hlusta ekki á þá.

 

Og aftur og enn kemur þessi"rulla".Nú þarf þjóðin að standa saman og berjast samhent við þessa svokölluðu kreppu.Mitt minni,þótt skamtímaminni mitt sé farið að daprast þá mininst ég þess ekki að alþýðan væri kölluð að hlaðborði útrásarinnar.Hver sagði þá stöndum saman og njótum ávaxtanna.Ekki var okkur boðið t.d. í þessa snekkju:

www.largeyachtsolutions.com/pdf/boat_internationalaug08.pdf

Og ekki var okkur boðið í afmælisveislur sumra bankaræninga sem eyddu milljónum í þær.En nú erum við nógu góð til að taka á okkur skellinn.Já aftur skal alþýða þessa lands þurfa að þrífa buxurnar þegar vissir menn eru búnir að skíta í þær.Þeir láta svo fara vel um sig á himinháum eftirlaunum í allslags góðum störfum hérumlands og í útlöndum vel styrktir af auðjöfunum sem þeir gáfu lausan tauminn.Þeir þurfa ekki að kvíða þess að verða jarðaðir á kosnað hins opinbera,sem þeir verða sennilega,en þá með öfugum formerkjum.

 

Mín vegna mættu þessir menn bre... í hel..... Þetta er ekki fallega sagt en hvenær hefur þessi lýður talað fallega til alþýðumanns.Það er talað til okkar hérna niðri eins og það sé ekkert á milli eyrnana á okkur.Ég minnist þess frá nokkrum stöðum fra S-Ameríku og Afríku þar sem við vorum beðnir um að tala ekki um pólitík við infædda.Þeir máttu ekki vita hvað var að ske í heiminum utan við þeirra land.

Svo eru menntamenn að slá um sig með orðum eins og"bananalýðveldi"þegar talað er um sum lönd.En kæra fólk við erum eitt af bananalýðveldunum í dag.Og það vegna verka örfárra manna og heimskulegrar stjórnunará landinu.Förum öll á þess guðs vegum,sem efst er í huga hvers og eins.Vörum okkur á myrkviðum stjórnmálana.Hlustum nú á þá menn sem vöruðu við óláninu en sem enginn hlustaði á.Verið af mér ávallt kært kvödd

 


mbl.is Jón Baldvin: Seðlabankastjóri þvælist fyrir á strandstaðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Ólafur. Þú ert beittur eins og oft áður. Auðvitað þurfum við að standa saman að uppbyggingu nýs þjóðfélags sem byggir á heilindum og hollustu við land og lýð. Annað er ekki í boði en ekki mun ég álasa þeim sem fara í nýja útrás sem byggðist á atvinnuleit í Evrópu. Jón Baldvin er með kjaftinn fyrir neðan nefið eins og sagt er og óhræddur við að kalla hlutina þeim nöfnum sem honum sýnist. Hann er ekki eins hrifinn þegar honum er andmælt. Á Súpufundi hjá FF á laugardaginn sl. þá var fundarmaður ( einn af mörgum) sem var ekki með uppgjöfinni sem Jón boðar ( inngöngum í ESB) og kallaði Jón hann "forheimskan". Sá hélt alveg ró sinni og vísaði í lög um landráð. Því miður þekki ég ekki þennan mann en hann vakti athygli mína fyrir góðan málflutning. Á þessum fundi taldi Jón að ef Davíð yrði ekki látinn fara væru forsendur brostnar fyrir stjórnarsamstarfi Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Ég er nú ekki trúuð á að mikið mark sé tekið á Jóni í Samfylkingunni lengur. Hitt er annað að mér finnst mjög líklegt að það hafi verið rétt hjá Davíð að nú eru dagar þjóðstjórnar þó hann hafi þurft að gleypa það ofan í sig aftur. Össur er opinn og beinskeyttur og mun líklega ekki una því að við leitum til Breta með eftirlit á sama tíma og þeir hrekja okkur í þrot með hryðjuverkalögum. Mín skoðun er að það eigi að skipta um stjórn í Seðlabankanum strax og ráða Tryggva Þór Herbertsson sem seðlabankastjóra og bara hafa hann einan . Einnig á að skipta alveg um stjórn og starfsmenn í Fjármálaeftirlitinu en ég tel að þeir hafi brugðist í upplýsingagjöf til almennings um áhættu sem fólst í stöðu bankanna og ég held að ríkisstjórn, bankastjórar, og seðlabankastjórn hafi verið ljós staðan frá 2006. Þeir bera allir ábyrgð og eiga að axla hana með því að víkja. Þetta er nú að verða fulllangt hjá mér en málið er heitt og ég líka kveðja til þín minn kæri. Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 19.10.2008 kl. 19:18

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ólafur þú gefur ekkert eftir þarna /það þar að stokka uppí þessu öll/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 20.10.2008 kl. 14:03

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll kæri bloggvinur, því miður er allt of mikið til í þessu sem þú skrifar Óli minn og maður hugsar jú þessu fólki sem laug þjóðina út í þetta fen þegandi þörfina.  

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 20.10.2008 kl. 22:56

4 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl öllsömul og þökk fyrir innlitið,þótt seint sé í rassinn gripið hvað svar varðar.Já Kolla mín ég tek undir með þér.En hræddur er ég um að Tryggvi Þór sé gengin okkur úr greypum.Sumir eru nú farnir að segja að kjaf...... á Jóni Baldvin sé farinn að færast upp fyrir nefið og seint ætli hann að fara úr kennarabúningnum.Hann sé alltaf eins og hann sé að kenna í barnaskóla.Sem ég held að hann hafi þá aldrei gert fyrr.Halli minn gamli góði bloggvinur við munum nú tímana tvenna.Þegar skömmtunnarseðlar voru við lýði fyrir öllu mögulegu t.d. stofnauki nr 13 var fyrir alfatnaði.Þegar allt var étið af skepnunni í sláturstíðinni.Heilakökur blóðpönnukökur og hvað þetta hét nú alltsaman.Í mínum uppvexti í Borgarnesi var frekar lítið um nýtt fiskmeti.En vörubílstjóri á Akranesi Björgvin að nafni fyllti stundum pallinn af nýjum fiski og"skrönglaðist"svo með hann lausan á pallinum upp í Borgarnes og seldi.Þæddi  fiskinn upp á vírspotta handa hverjum og einum.Þetta var nú í"den gamle gode dage"eins og sagt er.Verið öll kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 21.10.2008 kl. 23:27

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Innlitskvitt félagi :) ég er eis og þú nenni ekki alltaf að kvitta gott hjá þer eins og alltaf

Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.10.2008 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband