12.10.2008 | 04:08
Reykáss hvissið
Hvernig í ósköpunum á maður að geta áttað sig á fylgismönnum þess flokks sem kennir sig við sjálfstæði nú um stundir.Þeir koma hver á fætur öðrum í fjölmiðla bölvandi vissum manni en koma svo eins og lúbarðir hundar vælandi um ágæti þessa sama manns.
Þorsteinn Baldvinsson kemur titrandi reiður í"Kastljós"30 sept og segir þetta m.a.:" að Davíð Oddsson hafi stillt Glitnismönnum upp við vegg. Hann segir það ein stærstu mistök sem hann hafi gert lengi að leita til Davíðs um aðstoð"Littlu seinna kemur sami þorsteinn ljúfur sem lamb og ekkert annað hafi verið hægt að gera
.Í gær hélt Kjartan Gunnarsson ræðu í Valhöll :"Þar sagðist hann ekki vera ,,óreiðumaður" sem fundarmenn skildu sem svo að hann væri að höggva til vinar síns, Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra. Kjartan sagði frá því að hann hefði við fall Landsbankans tapað miklum fjármunum. Heimildir DV herma að Kjartan hafi misst tæpa tvo milljarða króna í eign í hlutabréfum bankans. Lýsti Kjartan miklum sárindum sínum vegna þess hvernig fór og að Seðlabankinn skyldi ekki koma til hjálpar.
Kjartan vék ekki berum orðum að Davíð, en flokksráðsmenn skildu orð hans með þeim hætti að trúnaðarbrestur væri orðinn milli þeirra. Lýsti Kjartan yfir stuðningi við Geir H. Haarde í því erfiða verkefni sem framundan væri. Hins vegar þyrfti landið ekki leiðtoga, sem uppnefndi menn, léti mál snúast um sjálfan sig og kallaði fólk óreiðumenn.
Samkvæmt upplýsingum (Morgun)blaðsins setti fundarmenn hljóða. Þegar Geir og Kjartan féllust í faðma í lok ræðu þess síðarnefnda, felldu margir fundarmenn tár."Nú hefur Kjartan mótmælt því að hann hafi verið að sneiða að Davíð með því að lýsa því að landið þyrfti ekki á halda leiðtoga sem uppnefndi menn, léti mál snúast um sjálfan sig og kallaði fólk óreiðumenn.
Ljúfur maður Kjartan orðinn.Eins og Þorsteinn Már. nú spyrja margir hvern meinti Kjartan.Enginn og ég meina enginn af ráðamönnum þessa lands hafa talað eins mikið um"óreiðumenn"nema seðlabankastjórinn(vanhæfi að flestra hagfræðinga dómi)Ef það fólk sem hlustaði þennan mann í því síðasta"Kastljósi"sem hann kom fram í og sem sáu Ragnars Reyáss"klippt og skorið"sveiflurnar hjá honum og eru svona sæmilega heyrandi á íslensku og hafa greindarvísitölu aðeins ofar en 10 ára barn,ef það fókl vill ekki trúa því sem sá út af stjórnmálalegri blindu þá er þessi flokkur dauðaæmdur,eða réttara sagt þá er þessu fólki ekki viðbjargandii.
Svo segir Geir hinn harði að enginn embættismaður þessarar þjóðar hefðu aldrei talað um að skuldir erlendis yrðu ekki greiddar.Allir sem sáu hviiiiisssssss fisssssss viiiiiiiiiisssssss hreifingar bankastjórans í Kastljósinu vita að þar fer sá harði ekki með rétt mál.En með hverju lemur sá eitilharði bak við tjöldin þessa menn með svo að þeir koma stuttu seinna eins ug halaklypptir hundar og eiginlega biðjast afsökunar á orðum síni.Er það kannske eiit hviiiisssss högg á hálsinn og svo fiiiisssss viiiiissss spörg á likaman þar til menn væla:"ég skal vera góður og senda yfirlýsingu".Spyr sá sem ekki veit.
Menn í þessum flokki segja oft núna:"Við breytum ekki fortíðinni"Það er satt og rétt en þeir virðast ekki gera sér grein fyrir að við getum breytt framtíðinni.Gefum þessum löngu steinrunnu og veruleikafyrtu mönnum frí og það til æviloka.Að borga þeim þesu svimandi háu eftirlaun borgar sig betur en að láta á vaða þann reyk sem þeir sem þeir virðast gera í dag.Ekki ætla ég mér að fara að hæla mér af neinni vélfræði kunnáttu.
En ég man það að einusinni sigldi ég með arfavitlausum dönskum skipstjóra sem hreinlega heyrði ekki munin þegar vélin gekk ekki á öllum.En ég heyrði það og ympraði á því við hann en hann brást hinn versti við og kvað mig,sem satt er ekki haf neitt vit á vélum.En svo kom sinna í ljós að ég hafði rétt fyrir mér Mér finnst forusta sjálfstæðismanna ekki ganga á öllum en sárafáir innan flokksins virðst heyra það.Og flokksforingarnir fallast bara grátandi í faðma af hrifningu af miklum árangri í ríkisbúskapnum.Nú verða það blaðamannafundir hvurndags og faðmagráts fundir á tyllidögum.Þar má kasta skít en þó ekki nema með leifi útsendara einræisherrana svo hann rjúki nú ekki á dyr aftur.
Og nú spyr maður sig hvað ætlar Samfylkingin að láta traðka lengur á sér.Ekki getur margumræddur maður rassskellt þeirra háttsettu menn þó þeir tali meiningu sína óvarða að kveldi.En þeim er kannske vorkunn.Vinstri Grænir ligga á hliðarlínunni með valdagræðgisslefuna vellandi ug um bæði munnvik.
Það fer nú að liðkast um skrifbeinið(það þarf ekki að liðks málbeinið það hefur alltaf verið liðugt)og heyrast í manni ef þesu andsko.... slepjuskap fer ekki að linna.Góðir síldarskipstjórar voru alltaf með hugan við veiðarfærið með hag áhafnarinnar í huga.Ef hætti að fiskast í nótina þá var hún mæld upp og lagfærð.
Menn eru svo mikið að þykast tala sjóaramál nú um stundi.Tala um stórsjói og brim og að brimskaflardynji á okkur.En nú segi ég við Geir Nótin þin er vitlaus og nótabassin ennþá vitlausari rektu hann á morgun og láttu mæla nótina og hundskastu svo út á sjó með nýuppmælda nót og nýjan nótabassa,Og vitu hvort lífið kemst þá ekki í það horf sem það getur komist.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
fín skrif hjá þér Ólafur - mjög mikið til í þessu
Jón Snæbjörnsson, 12.10.2008 kl. 07:53
Sæll félagi Ólafur. Þú setur þetta upp í skemmtilegan búning þessa hryðju áfalla sem gengið hafa yfir og birtust fyrst með frægðarför Þorsteins Más í Seðlabankann. Hann var í losti þegar hann áttaði sig á að hann gat ekki lengur ákveðið svarið sjálfur. Hann fékk ekki "já " eins og hann hefur eflaust alltaf fengið í sínum viðskiptabanka í gegnum tíðina. Það er þekkt í fjármálafræðinni að menn sem komast svona langt í áhættuviðskiptum fyllast "oföryggi" og hætta að taka mögulegar áhættur inn í mat sitt á málum. Þetta oföryggi keyrir þá fram af hengibrúninni. Í kjölfarið fylgir svo hjörðin sem elti þá í kaupferlinu og byggði upp verðbréfastabbann. Kjartan Gunnarsson hefur alltaf verið mjög kurteis maður eftir því sem ég best veit en hann hefur verið aðal varðhundur starfsemi Sjálfstæðisflokksins um árabil. Það er nú ekki furða þó hann hnjóði smávegis í Davíð ef hann var að meina hann. Bláa höndin er greinilega sterk er ekki framtíðarsýnin bara Marteinn Mosfells ríkiskvisssssssarinn.. kveðja til þín Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 12.10.2008 kl. 09:10
Flott færsla hjá þér Óli eins og alltaf.
En annað: Mikið var nú gaman að hlusta á þig hjá Jónasi á föstudagskvöldið sl.
Ég get varla beðið fram á næsta föstudag.
Bestu kveðjur frá Tálknafirði.
Níels A. Ársælsson., 12.10.2008 kl. 16:05
Sæl og takk fyrir innlitið öll.Nilli minn ekki datt mér í hug þegar beyjan við"Blakkinn"gleymdist um stund vegna ánægjulega samræðna,þegar þú kom með okkur"Vestur"hér um árið að maður ætti eftir að verða svona hálfgerð framhaldssaga í útvarpinu.Kolla mín hver getur láð manni að taka feil á þeim Ragnari Reykás,Marteini Mosdal og Davíð já þú veist hvaða Davíð ég meina.Jafn ands.... vitlausir allir allavega í mínum huga.En hvað um það,verið öll kært kvödd
Ólafur Ragnarsson, 13.10.2008 kl. 18:50
Er þetta þitt fólk?
Guðjón H Finnbogason, 13.10.2008 kl. 21:00
Sæll kæri bloggvinur.Svarið við spurningunni er nei.En þetta er okkar fólk.Ávallt kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 13.10.2008 kl. 22:53
Ólafur Ragnarsson, 13.10.2008 kl. 22:54
Þetta kom ekki rétt út en ég vona að þú skiljir þetta
Ólafur Ragnarsson, 13.10.2008 kl. 22:56
Blessaður Óli, fróðlegur þáttur hjá Jónasi á föstud.hlakka til næsta þáttar.Bestu kveðjur frá Borgarnesi, Bjössi.
Bjössi (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 23:07
Flottur pistill Ólafur.
Sé það að við tengjumst bæði í Sunnlenskar galdramannaættir he he....
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 14.10.2008 kl. 01:18
Sæll félagi. Við erum afkomendur síðasta galdramans á Íslandi Ögmundar í Auraseli og Guðrún María Óskarsdóttir bætist við.Ömmur okkar Guðrúnar voru systur mikil heiðurskona sem bjó í Vestmannaeyjum.
Guðjón H Finnbogason, 14.10.2008 kl. 17:57
Heill og sæll Bloggvinur þetta er góður pistill hjá þér og hárrétt áliktað.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 16.10.2008 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.