Skip í höfninni

2 flutningaskip sá ég í dag hér í höfninni.Wilson Brest er hingað komin til að losa salt.Hitt St Ola er að"leysa"Herjólf af.Wilson Brest er rekið af:"Wilson Ship Management"sem hinn ötuli útgerðarmaður Guðmundur Ásgeirsson mun eiga hlut í.

Wilson Brest 2      Wilson Brest    Wilson Brest 1 

Það merkilega við það skip er að það er byggt 1995 hjá Slovenske Lodenice, Komarno í Slóveníu.

mapaEu500 Þarna sést hvar Wilston Brest er smíðaður eða í Slovaníu 

Það mun hafa fyrst heitið Northern Lesnes En mun hafa komið undir fyrrgreint félag 2002.Það mun vera 2446gt að stærð.Hitt skipið sem ég sá á sér mikið lengri sögu.Það heitir nú St Ola og er að "leysa" Herjólf af.

 SveaScarlet01 Svea Scarlett

Það var byggt 1971 hjá Meyer Werft, Papenburg-Ems sem Svea Scarlett. Fyrir Skandinavisk Linietrafik  og sigldi milli Landskrona(Svíþjóð) og Tuborg Havn(Danmörk)1980 var skipið selt til  A/S D/S Öresund, Danmörk, og sigldi nú á Malmö-Tuborg Havn rútunni.1982 var skipið selt til Rederi Ab Eckerö, Eckerö, Finland  og þá endurbyggt og skírt.Eckerö

 Eckero04cc Eckerö

1991 var Eckerö seld to P&O Scottish Ferries,og skírt St Ola og sigldi næstu ár milli  Stromness-Scrabster. 2002 var St Ola  seldur til Holostovi  Eistonía en rekstraraðili mun heita Saaremaa Laevakompanii Eistland þar sem skipið sigldi milli Virtsu og Kuivastu.

7109609a St Ola í Skotlandssiglingunum

2003 er skipið á leigu hjá Strandfaraskip Landsins í Færeyjum 2004 hjá Samskip Vestmannaeyjar Þorlákshöfn.Og nú aftur á þeirri rútu.Skipið er 86,31 m lgd Breidd:16,31 m Draft.4,19 m BRT 2.967 / 4.833 Vél 4 x Ruston-Paxman 6 ARM Ganghraði16 kn. Farþegar1.000 / 500 .Ekkert kojupláss mun vera í skipinu og það tekur 95 /140 bíla Heimahöfn:Roomassaare Flagg Eistland.

30 September 2002 1 30 September 2002 St Ola fer frá

Scrabster í síðasta sinn 30-09-2002

StOla1971 10en        108692 01 St Ola

Myndirnar fengnar að"láni"af netinu m.a The ferry site og Shipspotter og heimasíðu Wilson Ship Management.Læt þetta duga og kveð ykkur kært með bestu óskum um þess guðs gæslu sem hver og einn trúir á í ólgusjóum líðandi stundar.Lifið heil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Stórskemmtilegt! Það hlýtur að vera eitthvað sjóaragen í mér.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.10.2008 kl. 07:03

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll Vilhjálmur Örn.Þakka innlitið.Ekki veit ég hvort einhver sjóaragen eru að grassera í mér.En ég var til sjós í rúm 50 ár.Það sem var starf er orðið að einskonar hobbýi.Sértu ávallt kært kvaddur.

Ólafur Ragnarsson, 3.10.2008 kl. 21:05

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Ólafur, góð grein hjá þér eins og alltaf, en segðu mér þetta með kojur fyrir farþega, mér hefur verið sagt að það séu aðeins færri kojur í ST Ola en í Herjólfi, en að öðruleiti segja margir mér teigtum að það sé gott að ferðast með ST Ola, og að hann sé gott skip í sjó að leggja. Kær kveðja.

Helgi Þór Gunnarsson, 3.10.2008 kl. 23:47

4 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll félagi Helgi Þór.Þakka innlitið.Í þeim upplýsingum sem ég fann er kojupláss sagt 0.En ég hef ekki kynnt mér nánar.Ávallt kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 4.10.2008 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 536225

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband