"Er kakan að falla?"

Það er nú kannske að æra óstöðugan að skrifa um þennan óróa i FF.En ég var að fletta Morgunblaðinu frá í dag og sá þar frétt um fund FF í gærkveldi.Einn fundargesta úthellri þar visku sinni og líkir GAK formanni við skipstjóra sem sé með fáa útvalda með sér í brúnni í stórsjó og væri sama þótt einum og einum manni úr áhöfn skolaði fyrir borð.

PP B/V Páll Pálsson sem GAK stjórnaði við mikla farsæld í 20 ár að mig minnir 

Mér finnst nú sú samlíking brosleg að hann sé eins og skipstjóri í ólgusjó sem safnaði að sér fáum útvöldum í brúnni.Það vill svo til að ég hef verið skipstjóri með skip í ofviðri og þá vildi ég helst engan hafa nálægt mér aðra en þá menn sem ég gat treyst 100% á og ég gat stólað á ef mér fipaðist eitthvað.Mig langaði ekki að hafa hálfhræddda menn sem komu með sínar skoðanir hvað gera skildi sem bara ruglaði mann.

GHÁ þessum bát"Gunnhildi"ÍS byrjaði GAK sinn farsæla skipstjóraferli.Hann uppskar skammir frá útgerðarmanni sínum þegar hann fór aftur út í vitlaust veður á þessum bát eftir að hafa landað og barið ís af eigin bát til að leita að týndum félögum.Mér finnst það lýsa manninum vel.

Í framhaldi á þessari"snilldar"tilvitnun finnsts mér vegið að heiðri formannsins.Að saka hann um að hafa ekki áhyggjur af sinni skipshöfn.Í  þessu máli á víst"skipshöfnin"að tákna hinn almenna flokksmann.Mér hlotnaðist sá heiður að vera í skipsrúmi hjá formanninum og hann er einn af þeim albestu skipstjórum sem ég hef siglt með.Fáir skipstjórar létu sér öryggi manna sinna hvort það var til sjós eða lands eins miklu máli skipta og hann.Og hann er einn af gegnheilustu mönnum sem ég hef kynnst.

GAK og Guðni Í góðum félagsskap??? 

Og ég þekki GAK það vel að ég veit að hann hefur í dag miklar áhyggur af hinum almenna flokksmanni í öllum þessum darraðardansi sem viðgengst í flokknum.Leitt þætti mér ef rétt reynist það sem bylur í frumskóartrommunum nú um stundir,að sumir kannske með meiri slægð og kannske eitthvað meiri skilning á mannlegt eðli sé að láta aðra vinna fyrir sig skítverk.Láti gamla vini berjast.

Ásmundur sáttasemjari Ásmundur á sáttafundi

Ég vona bara að það sé slúður kannske af sama tagi sem ég varð fyrir barðinu á um daginn.Ekki á ég heitari ósk en stríðandi fylkingar leggi niður vopn og setjist niður og leiti sátta.Hvenig væri að fá Ásmund sáttasemjara ríkisins til að miðla málum.Honum hefur tekist að brúa bil sem þóttu óbrúanleg.Að lokum langar mig að rifja upp smásögu frá B/V Páls Pálssonar veru minni.Addi var skipst.og Leifur Pálsson sonur þess Páls sem skipið heitir eftir var kokkur.Við vorum að"kippa"eins og kallað er.Þ.e.a.s.voru að færa okkur milli miða.

LPLeifur heitinn Pálsson fv skipstjóri hinn mikli öðlingur sem leysti stundum af sem kokkur á Páli Pálssyni 

Svo koma einhverjar fréttir af afla og Addi breitir stefnunni í átt að þeim stað sem fréttirnar komu frá.Við höfðum verið á"lensi"og skipið hreifðist lítið.Og Leifur setti köku í ofninn.En við stefnubreitinguna fengum við vind og sjó á hlið svo skipið fór að velta.Kemur þá Leifur alveg snarvitlaus því kakan í ofninum hafði fallið saman og eyðilagst.Kannske sjá einhverjir kökuna sína vera að falla við stjórn GAK á flokknum.

Old friendsGamlir vinir berjast.Skopmynd af Taft og Roosevelt.Sam frændi fylgist með. 

En ég held að menn verði átta sig á að ef GAK verður hrakinn úr formannssæti þá er flokkurinn búinn að vera.Þá verður hann eins og Albertslaus Borgaraflokkur.Kæra flokksfólk slíðrið sverðin og snúið bökum saman um að framganga flokksins verði sem mest í komandi kosningum.Menn þurfa oft að brjóta odd af oflæti sínu til að góðir samningar takist.Látum það ske og hrósum happi að kosningum loknum sem gengið verður til með einhug.Verið ávallt kært kvödd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Frábært hjá þér Óli eins og alltaf . Kær kveðja .

Georg Eiður Arnarson, 26.9.2008 kl. 22:51

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sælir félagar.

Þrátt fyrir hin ýmsu skoðanaskipti á fundinum í gær þá var þar að finna  mikinn og sterkan stuðning við Guðjón Arnar sem formann flokksins, frá nær öllum ræðumönnum.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 27.9.2008 kl. 00:09

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll kæri vinur, þetta er frábær pistill hjá þér og ég tek undir það með þér að Guðjón Arnar er gegnumheill maður sem maður getur treyst. Hræddur er ég um að ekki verði mikið úr FF ef hann verður flæmdur úr emmbætti með einhverjum skítaklækjum. Vona samt að menn sjái að sér í tíma, það er gott að heyra þetta frá Guðrúnu Maríu  að en  sé mikill stuðningur við Guðjón Arnar, það skiptir öllu máli.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 27.9.2008 kl. 21:41

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það var margt spaklegt (skynsamlegt) skrifað í þessum pistli Ólafur.  Guðjón er drengur góður og hefur sýnt það að hann var að ýmsu leyti framsýnn stjórnmálamaður og betur væri að ýmsar hugmyndir hans hefðu náð fram að ganga. Við erum öll þakklát honum fyrir framlag hans til flokksins og hugsjóna hans. En þú gerir þig samt sekan um kórvillu þegar þú samsamar Borgaraflokkinn við FF.   Borgaraflokkurinn var stofnaður af Albert Guðmundssyni vegna þess að hann fór halloka í viðskiptum við forystu Sjálfstæðisflokksins. Borgaraflokkurinn var ekki stofnaður af hugsjón heldur um eina persónu. Frjálslyndi flokkurinn var stofnaður af hugsjón af fólki sem  vildi ekki að frumburðaréttur fólksins við sjávarsíðuna væri tekinn af því. Guðjón var ekki meðal stofnfélaga enda tók hann þá þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, þar sem hann lenti í þriðja sæti og var síðar færður neðar af kjörnefnd. Áður en Guðjón kom til liðs við flokkinn sýndu kannanir að FF kæmi örugglega einum manni inn á Vestfjörðum.  Flokkurinn er grundvallaður á hugsjón en ekki persónudýrkun.

Sigurður Þórðarson, 4.10.2008 kl. 09:51

5 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll félagi Siggi Þórðar.Ég er ekkert að bera saman FF og Borgaraflokk ef þú lest þennan pistil.En ég sagði aðeins að Guðjónslaus FF væri eins og Albertslaus BB.Og þá skoðun höfum við nörg.Sértu alltaf velkominn til að hringa en þá um önnur samtalsefni og síðast.Og sértu alltaf kært kvaddur 

Ólafur Ragnarsson, 5.10.2008 kl. 08:05

6 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Þarna átti nú að standa mörg ekki nörg

Ólafur Ragnarsson, 5.10.2008 kl. 08:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 535908

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband