23.9.2008 | 23:48
Um múslima
Múslimar hafa sótt um að fá að byggja mosku.Ég læt yfirvöldum í Reykjavík eftir hvort þeir gefa leyfi til þess eða ekki.En einhvernveginn læðist sá grunur að mér að sami helv.... tvískinnungshátturinn sé þar á ferð eins og ég upplifði í Svíþjóð.Af hverju þurfa menn að vera með einhvert andsk.....laumuspil í málefnum múslima.
Það vita allir sem vilja vita það að því miður hefur þessarar trúar fólki ekki tekist sem skildi að aðlagast sig þeim þjóðum sem þeir hafa flutt til.Þeir sem vilja meina eitthvað annað eru bara læsir á öðru auganu.Lesa allt annað út úr skýrslum en þar stendur.Að kristnir menn séu velkomnir í lönd þeirra er ekki nema hálfur sannleikur Ég kom nokkrum sinnum til Saudi Arabíu og Íran.Í þessum löndum þurfti að koma með allt sem að kristindómi laut á 1 stað þar sem hægt var að innsigla það.
Þessi litli drengur er ekki alveg viss í trúnni enn.
Í febrúar 2006 var maður að nafni Abdul Rahman tekin fastur í Afghanistan og leiddur fyrir dómara.Sökin var jú að taka krisna trú Abdul Rahman sem fæddist 1965, sat í fangelsi en var svo látin laus i 27 mars 2006 flýði land og fékk svo pólitíst hæli á Ítalíu.Þetta er nú trúfrelsið sem menn segja að sé í löndum múslima.
Þessar myndir eru frá trúarathöfn Síta muslima"Ahoura"
Og mér finnst það nöturleg aðferð hjá stjórnmálamönnum sem vilja láta taka sig alvarlega að fara undan í þessu máli í flæmingi.Mér finnst það eiginlega ábyrðarhluti af menntuðu fólki loka augunum fyrir þeim vanda þegar fólk af þessari trú á í hlut.Ég las einversstaðar að 20 % af múslimum séu svokallaðir bókstafstrúarmenn.Ég læt lesendum eftir að dæma um hve margir af þeim séu hreinir ofstækismenn.
Tökum fleiri dæmi:Heiðursmorð fyrirfinnast því miður í hinum íslamska heimi.Eftir skýrslu SÞ frá janúar 2002 eru 5000 konur myrta í þessum morðum af karlskyns ættingum þar af 1000 í Pakistan á ári hverju.Í eftirtöldum löndum hafa þessi tegund á morðum komið upp: Bangladesh, Brasilien, Ecuador, Egypten, Indien, Israel, Italien, Jordanien, Kina,Pakistan, Marocko, Storbritannien, Sverige, Turkiet och Uganda.Og eftir fg skýrslu eru þau að aukast.Árið 1997 voru 400 konur myrtar í Jemen,þó yfirvöld þar séu ósamvinnuþýð um að upplýsa um þessi mál.
Lík Samilu Sarwars sem myrt var í heiðursmorði í Pakistan
Um heiðursmorð má lesa um í skýrslu:Amesty Int.hér: http://www2.amnesty.se/krg.nsf/Webbdokument/068BF061DAACB8D2C1256C94003E2E00?opendocument og hér um Pelu og Fadime og fl: http://pelafadime.se/ Ég las eftirfarandi haft eftir Ayatollah Khomeini: An Islamic regime must be serious in every field,"explained Ayatollah Khomeini."There are no jokes in Islam. There is no humour in Islam. There is no fun in Islam."Ég vil endurtaka það hér að ég hef siglt til flestra arabalanda sem eiga land að sjó og líkað það vel með fáum undantekningum sjá framar.Og ég hef lítið tilefni til að setja mig á móti þeim í þeirra veröld í þeirra heimalöndum.
Ayatollah Khomeini erkiklerkur
Mér hefur líkað virkilega vel við fólkið þar og þeir menn sem ég hef haft samskifti við voru prýðismenn að fáum undatekningum.Sérstaklega líkaði mér vel við múslima í Famagusta á Kýpur.Og í Tyrklandi yfirleitt.En ég hafði samskifti við þetta fólk á þeirra heimaslóðum í sínu umhverfi og menningu.Mér finnst það þjóðkjörnu fólki á alþingi til ævarandi og háborinnar skammar að vilja ekki ræða þessi mál af fullri alvöru.
Allir læsir menn með meðalgreind ættu að sjá hvað þessi mál hafa misstekist herfilega í hinum vestlæga heimi.Mig langar til að mér sé bent á 1 einasta land þar sem þetta tekist vel.Þetta er báðum aðilum að kenna.Múslimar eru yfirleitt ekki fáanlegir að slaka á ýmsum trúarhefðum og í staðin yfirvöld ekki í stakk búinn að standast það.Þau virðast flest þvi marki brennd að taka ekki alvarlega þótt aðvörunarbjöllur hljómi hátt.Nýjasta dæmið er frá Finnlandi.
Ekki ætla ég mér að reyna aðklínafjöldamorðunum þar á múslima.En svona getur farið ef stjórnmálamenn hlusta ekki á aðvörunarbjöllur.Hver er í raun ábyrgur í svona málum þar sem kjörnir fulltrúar fólks í löndum daufheyrast við öllum viðvörunarbjöllum.Ég bara spyr.Mér finnst satt að sega alveg fráleitt að koma skælbrosandi í sjónvarp viku eftir að hafa tekið á móti flóttafólki frá Arabalöndum og þakka sérfrábæranárangur. Ég býð þetta fólk velkomið en ég virkilega er hugsi yfir afleiðingunum,Af því að hér virðist vera í uppsiglingu sami andsk..... tvískynnungshátturinn og hræsnin sem er í þessum málum í Svíþjóð.
Ég vona að ungir ógiftir menn á Akranesi séu ekki allir ornir nárrúrulau.... og komi til að líta á þessar föngulegu konur.Hvað getur skeð í augnabliks hálku á vegum dyggðarinnar og mærin gefur eftir.Hvernig bregst þá sonurinn við.Sonur hermanns sem féll kannske í hinu heilaga stríði eins og heittrúaðir múslimar kalla það.Ég er orðinn gamall og slitinn.Ég veit um hörmungarnar sem þetta fólk er búið að ganga í gegn um.Mér eru ógeðfelldar aðferðir t.d.USA og bandamanna þeirra í mörgum arabalöndum.Og allt heitir þetta stríð gegn hryðjuverkum.Ég hef farið nokkuð víða og upplifað margt.Mér þykir yfirhöfuð vænt um fólk hvers þjóðflokks eða trúar það er.
Þessi kenndi börnum að syngja Hey Mr Taliban, come bomb EnglandAttilla Ahmed
En mér hugnast ekki sumar trúarathafnir múslima.Því miður.Það ert okkur framandi og ógeðfelt sem þykir sjálfsagður hlutur í þeirra trú og menningu.Förum öll varlega lítum vel til allra átta í þesssum málum.Það er ekki múslimum til framdráttar að okkur mistakist í málefnum þeirra sem innflytenda hingað
Annar þekktur ofsatrúarmuslimi:"Mohammed Hamid
Ég skrifa þetta ekki til að gera lítið úr múslimum Allir geta séð þessar myndir á"netinu"og séð hvað þar er skrifað.Ég skrifa þetta til að fólk horfi raunsætt á þessi mál láti ekki sjálfumglaða spjátrunga eins og ráðherra iðnaðar slá ryki í augun á sér.Sem ætlar að nota þetta mál til að koma höggi á pólítíska andstæðinga.
Svona undirförulir menn eru lítið betri en þessir 2 sem sjást hér að framan.Þó svo að hættuminni vopn séu notuð.Það væri gaman að vera fluga á vegg á stjórnarheimilinu þegar þessi mál eru rædd og í fundarherbergum sumra flokka sem ekki þora að taka umræðuna á heilbrigðan og opin hátt.Verum öll á frjálsum guðsvegum.Förum varlega í dimmum strætum afvegaleiðslu og rangtúlkana.Af mér öll kært kvödd.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.9.2008 kl. 00:38 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek undir það Ólafur að við skyldum fara varlega.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 24.9.2008 kl. 01:38
Sæll Ólafur. Flott grein eins og við var að búast af þér þó mér finnist myndirnar heldur hrollvekjandi á allan hátt. Hvar eigum við þá að byrja á þessu verki sem er að verjast trúarofstæki? Eigum við ekki að byrja í eigin ranni og hætta að hafa ríkisrekin trúarbrögð? Er ekki einkennilegt að reka eitt trúfélag fyrir skattfé almennings en fordæma önnur? Sjálfri finnst mér að trúarbrögð ættu að vera einkamál hvers og eins og ekki svona stór þáttur í lífi fólks og þú fjallar um í þinni grein. Það kann ekki góðri lukku að stýra að kenna guði um aðgerðir sínar með tilvitnunum í aldagamlar skruddur sem menn trúa á . kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 24.9.2008 kl. 08:04
Sælar báðar tvær.Og þakka ykkur fyrir innlitið.Mín"Bestís"Kolla ég ætla að reyna að svara athugasemd þinni með nýju bloggi.Mér ættir til að teygja svo lopan í svona athugasemdum að ég held ég hafi þann þáttinn á.Séu þið báðar mínu bestu vinkonur ævinlega af mér kært kvaddar og hefið vel um hálsins í þessum fja..... bölvuðum ekki ´sen útsynningi
Ólafur Ragnarsson, 24.9.2008 kl. 11:27
Vönduð grein hjá þér Ólafur en niðurlagið er samt enn betra: "Förum varlega í dimmum strætum afvegaleiðslu og rangtúlkana".
Þessi orð eiga við hvort sem menn eru með eða móti.
Sigurður Þórðarson, 26.9.2008 kl. 00:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.