22.9.2008 | 03:43
Svar til Sigga
Þetta var orðið svo langt svar hjá mér svo ég bý bara nýtt blog
Sæl bæði tvö og þakka ykkur innlítið.Siggi minn við erum varla 3 í þessum viðhópi.Þú svarar m.a.í athugasemd hjá mér og ég vitna beint í svar þitt af athugasemdinni:
""Við erum hugsjónafólkfólk með réttlætiskennd sem vill afnema óréttlátt og óskynsamlegt kvótakerfi, berjast gegn spillingu og sóun á almannafé, standa vörð um almannahagsmuni til dæmis með því að standa gegn einkavinavæðingu auðlinda landsins. Þetta viljum við vegna þess að okkur þykir vænt um landið okkar og okkur er ekki sama um komandi kynslóðir. Málið er að þó að okkur finnist okkar flokkur gallaður þá er enginn annar flokkur nær þessari stefnu.Tilvitnun lýkur
Enn spyr ég hverjir aðrir en Guðrún María ég og þú eru þessir"VIÐ"?Nú bið ég þig að svara hverjir aðrir eru þessi við.Mér líkar ekki að vera dregin í einhverja dilka sem ég hef ekki hugmynd um hverjir eru.Ef þú hefur lesið blog mitt ættir þú að skilja að við t.d. erum skilin eftir jú á þessari góðu og fallegu Eyju með 0 CÍRÓ upplýsingar um hvað er að gerast bak við þau tjöld sem við fáum ekki að sjá.
Þessi þykku tjöld sem virðast umlykja þetta svokallaða stórreykjavíkursvæði,með litlum staf.Er það ekki stærra mál að lýsa vantrauti á mann í trúnaðarstöðu.Hefði Eríki Stefánssyni þótt það næganlegt að atvinnurekandinn hripaði í flýti niður vantraust/brottrekstur á trúnaðarmanni rétt áður en hann kom á samráðsfund.og fengið hans brottrekstur samþykktan vegna léglegrar mætingu frá vekamanna arminum.
Ég veit að þið hugsið að okkur hér út á landi komi ekkert við hvað þið háttsettir og háværir á stórreykjavíkursvæðinu eruð að bralla.Eiríkur fór mikinn þegar hann var að tala um kosningar fyrir nokkrum árum.Út af fundi sem svo var komin kosningarnæturmorgunninn.Og menn komnir í makk.
Er ekki Eiríkur komin svolítið út á hálan ís.Mér skils,þótt ég sé hreinlega að hætta að trúa því sem fólk úr flokknum segir mér þá hafi varafólk komið frekar frá stuðningsmönnum vantraustsins en að hinir hafi ekki passað sig.Þannig að sumum þyki maðkar hafi verið í mysunni.Ef það er lýðræði að"smeyja"vantrausttillögu á mann í trúnaðarstöðu í flokksins inn á fund sem menn vissu að væri það fáliðaður af vantraustsins andstæðingum,já þá fer nú glansinn að fara af lýðræðinu í flokknum.
Og á hinn venjulegi félagsmaður ekki rétt á að vita að svona stórt mál er í aðsigi´rum við óbreittir algerlega áhrifalausir milli landsfunda.??Margir eru að missa þolinmæðina sumir búnir að því.Reykjavík er ekki nafli alheimssin.Ef þessi flokkur á að koma að mönnum í næstu kosningum má ekki byrja seinna helst í gær að gera eitthvað að viti.Það eru eilifir fundir með frammámönnum á stórreykjavíkursvæðinu.Látið af þessum sandkassakrakka leik og farið að snúa ykkur að stjórnmálum.Skrúfið þið allir niður í Egóistahnappnum.
Sendið vel málifarið fólk hingað út á land ef þið hafið ekki tíma sjálfir.Endurvekið einhverskonar fréttabréf þar sem þið skýrið hvað þið eruð að gera á þingi,Komið þar jafnvel með ræðubúta úr ræðustól og af af nefndarstörfum.Haldiðið persónulegu níði og valdabröltiu fyrir ykkur.Þið getið rifist eins og hanar á þessum Cellusúpuhverfafélagfundum.Notið þá fundi en ekki alla fjölmiðlaflóruna til að rífast.
En leyfið okkur á landsbyggðinni að fylgast með því jákvæða sem mér finnst ég sjá mjög oft inni á þingi.En það kemst ekki til skila nema eitthvað sé gert í því.Eins og þetta er þi dag þá kemst þetta jákvæða ekki til skila á neinn hátt til fólksins allavega ekki hér það heyri ég á fólki.En þið eruð svo sannarlegir snillingar í að koma hinu neikvæða til fólks.Farið á guðsvegum í skammdeginu.Megi guð okkar flestra i samvinnu við hina guðina lýsa okkur veginn.Af mér alltaf kært kvödd
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:51 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek undir þetta með þér Ólafur . kv .
Georg Eiður Arnarson, 22.9.2008 kl. 09:58
Þakka þér kærlega fyrir þetta langa og góða bréf Ólafur. Við skiljum hvorn annan svo sannarlega vel. Við erum búnir að vera í þessu frá upphafi og ekki sparað tíma og krafta til að berjast fyrir flokkinn okkar og málstaðinn sem við trúum á. Að öðrum ólöstuðum þurfum við sem höfum verið í þessu svona lengi ekki ástæðu til að efa heiðarleika og einlægni hvers annars. Við höfum misst fólk en nýtt fólk hefur komið í staðin úr ýmsum áttum og við höfum tekið því vel og treyst því til mikilla áhrifa. Eftir á að hyggja hefðum við í einhverjum tilfellum betur leyft sumum að fá betri reynslutíma til að kynnast fólkinu og sanna sig. Með því hefðum við komist hjá hörðum og ástæðulausum árekstrum sem undu upp á sig af því að hlutirnir voru látnir danka í stað þess að kippa í lið strax. Mig langar líka að setja þér kæri vinur að það er að mínu mati rangt að skýra þetta með valdabaráttu. Mitt hlutverk hefur verið að vera vinnumaur fyrir flokkinn einkum fyrir kosningar og einu afskipti mín af valdabaráttu voru þegar ég gekk mig upp í hné til stuðnings Guðjóni Arnari Kristjánssyni og Magnúsi Þór fyrir síðasta landsþing og reyndar áður fyrir kjördæmaþingið í Reykjavík. Ég tel mig hafa sömu ef ekki meiri hollustu við flokkinn nú og þá, þegar ég samsamaði stuðning við flokkinn og forystuna. Í dag er mér ljóst að eina heiðarlega og skynsamlega afstaðan er að styðja hvern þann sem maður telur hæfastan til að framkvæma það verk sem hann er kosinn til. Þetta ætti í raun að liggja í augum uppi því hversu ágætir sem forystumenn eru og hversu vænt sem okkur kann að þykja um þá er forsenda fyrir árangri sú að við séum eitt lið þar sem allir berjast fyrir alla. Þetta rann upp fyrir mér t.d. í kosningabaráttunni sem einkenndist af sóun og skipulagsleysi. Ég gæti nefnt þér kæri við ótal dæmi um þetta en flest eru svo ljót að kýs ekki að gera það á opnu bloggi.
Þú óskar eftir upplýsingum. Þú átt rétt á þeim og ég vildi garnan verða við þessu. En hvar liggja mörkin milli þess að rægja forystuna eða segja sannleikann eins og maður veit hann réttann? Þar lítur hver sínum augum á silfrið. Þó er rétt að taka fram að enginn sjálfboðaliði í síðustu kosningum í Reykjavík, sem ég þekki, mun gera það aftur að óbreyttu.
En til þess eru vandamálin að leysa þau.
Allra bestu kveðjur til Eyja og til hamingju með að vera komnir í úrvalsdeildina. Það þýðir að ég á erindi í Eyjar næst þegar Þróttur kemur í heimsókn. Vonandi hitti ég þig þá.
Sigurður Þórðarson, 22.9.2008 kl. 21:47
Sæll minn gamli bekkjabróðir Siggi Þórðar.Þakka fyrir svarið.Ég verð nú samt að segja að ég sé enn eins og ummrenningur á illamerktum vegamótum.Hér í Eyjum erum við ekki með puttan á púlsi flokksins.Einu fréttir af starfi flokksins aðrar en rifrildi flokksmanna í fjölmiðlum eru af heimasíðu flokksins.En ekki eru allir fv kjósendur flokksins hér slíkri tækni væddir.Og þá endurtek ég maður veit ekki hvernig maður á að svara fólki hvað er eiginlega að ske.Ég efast ekki um hollustu þína við flokkinn og vinnu fyrir hann.Ég gekk í hann þegar ég bjó úti í Svíþjóð og þessvegna kom ég ekki í neina vinnu fyrir hann fyrr en fyrir síðustu kosningar eða eftir að ég flutti hingað,Ég kaus hann ekki í bæjarstjórnarkosningum hér árinu þar áður.Hafði þá ekki kynnst t.d Hönnu Birnu eða neinum af flokksfólkinu hér.Mín hollusta er bundin við formanninn GAK, þá sem sitja með honum í stjórn og aðalstefnumálið(sem ég held að sé enn) þ.e.a.s breitingar á fiskveiðistjórnun.Meðan þau sem nú skipa stjórn sitja hana og vilja sita hana áfram þá er hollusta mín 100%.Ég þarf ekki meiri orð um það.Það verður gaman að fá þig í heimsókn í sumar og ég hlakka til þess.Ef mig brestur ekki minni þá vorum við nú ekki alveg alltaf sammála í pólitíkinni í gamla daga en vonandi verðum við það í framtíðinni allavega eitthvað áleiðis fram í tímann.Sért ávallt kært kvaddur"gamle ven"og sértu ávallt velkominn í Eyjahraunið þar er ég bý.Ég er ekki svo ginkeyptur fyrir fótbolta svo ég efast um að við sjáumst á "vellinum"
Ólafur Ragnarsson, 22.9.2008 kl. 23:11
Í pólitíkinni í gamla daga ha ha. Ég var satt að segja alveg búinn að gleyma því. Þú verður að skilja að maður getur ekki útskýrt neitt á bloggi. Guðjón er frábær kall og ég skil vel að þú skulir styðja hann enda gerði ég það sjálfur í mörg ár og geri það svo lengi sem hann gegnir þessu starfi. Við guðjón eigum margt sameiginlegt fyrir utan að vera flokksfélagar og á móti fiskveiðikerfinu. Okkur þykir báðum gott að borða sel- og hvalspik, sigin fisk og harðfisk svo dæmi séu tekin. En ef við ætlum að ná árangri þurfum við líka að fá yngra fólk í lið með okkur þó sumt af því éti ómerkilegra fóður. Við þurfum líka að fá fleiri konur og við verðum að vera opin fyrir nýjum fjölmiðlum og nýjum samskiptaleiðum. Áður fóru stjórnmálamenn á sveitabæi ræddu ættfræði og borðuðu pönsur til að fá atkvæði. Núna dugar þessi aðferð skammt á móti sjónvarpi og annarri margmiðlun. Óbreytt forysta er ávísun á að flokkurinn mun deyja fyrir næstu kosningar. Ef eitthvað er að marka það hefur þróunin orðið í sömu áttina hjá okkur báðum en ég virðist vera skrefinu á undan. Ég tek þá hann Gogga með mér á völlinn ef hann verður í landi.
Sláðu endilega á þráðinn 5333222
Hafðu það sem allra best
siggi
Sigurður Þórðarson, 23.9.2008 kl. 00:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.