Afsökunarbeiðni m.m

Svona til að ég stöðvi ekki veðbankan sem virðist vera að komast á legg á síðunni minni byrja ég bara hér á nýju blogi.Ég vil þakka þeim Magnúsi Þ,Georg, Helga, Sigurjóni, Hönnu Birnu  að ógleymdri minni mjög svo kæru vinkonu Kolbrúnu fyrir innlitið.Um leið bið ég Helga afsökunnar á að hafa haft hann fyrir rangri sök.

 

Að vísu vissi ég ekkert um hverjum þetta væri að kenna og beindi ásökunum mínum þessvegna kannske óvart að honum án þess að vita það.Ég nenni nú ekki að rifja málið upp hér.En ég reiddist mjög þegar félagi minn til nokkra ára bar mér þessa sögu sem nú virðist vera komin frá Gróu á Leiti í morgun.

Hann vill ekki blandast í málið og er það miður.Því miður hefur það loðað við mig að ef ég reiðist þá flýg ég upp í himininn.Eða þannig.En oftast kem ég nú með næstu ferð til baka.Þegar ég sigldi með dönum hægðist töluverð á þessum reiðihimnatúrum.Mér var gersamlega ómögulegt að vera reiður á dönsku.Nú virðist þetta vera að taka sig upp.

 

Hefði þetta skeð fyrir nokkrum árum eða þegar ég var að byrja að skrifa á tölvu hefði bréfið litið einhvernveginn svona út:"okdahifvuoyew      v0'pöoð"og þá kannske aldrei farið.En með aukinni"tækni"í minni "leitið og þér munið finna"aðferð get ég verið dálítið reiður á tölvu.,á íslensku að vísu enn.Hafi ég sært einhvern í þessu"kasti"biðst ég forláts.Móðgað? ja mér er eiginlega sama um það.Sá hinn sami hefur sennilega verið mógaður fyrir.Sum af  þessu bloggi mínu átti sér ekki stoð og hef ég beðið forláts á því.En margt stend ég við.

 

Stóri sannleikurinn í  þessu mái er sá að það er ekkert gaman að vera tengdur FF í fámennu byggðarlagi í dag.Maður stendur eins og álfur út úr hól og veit ekki sitt rjúkandi ráð;Hvað verður næst,í hvern verður sparkað í fréttunum í kvöld.Það vill svo til að ég sat hér í nokkra tíma á dag fyrra á kosningaskrifstofu FF hér í Eyjum og þeir sem komu ekki í heimsókn sáu mig daglega við upp og niðurfíringar á fána flokksins.Ég var stoltur af þessu.

 

En nú er bara gert grín að manni og spurt hvernig getur þú stutt svona"ólátabelgi" Þannig er þetta orðið vegna sífeldra deilna flokksmanna í fjölmiðlum fyrir"Sunnan"Menn fyrir"Sunnan" verða að átta sig á því að einu fréttir sem hægt er að fá frá starfi flokksins eru á þessum súpufundum,hverfa fundum eða hvað þetta heitir nú allt saman og á heimasíðu flokksins.meira að segja Útvarp Saga sem hefur stundum verið hliðholl flokknum heyrist ekki hér í Eyjum nema með höppum og glöppum.Þið getið náð þessu á"netinu"segið þið fyrir"Sunnan"

 

En því miður er bara stór hluti af fólki sem hafði,ég sagði hafði áhuga á og kannske kaus flokkinn  ekki með slíkan útbúnað.Þó að ég geti kannske fylgst með beint hvað er að ske á Alþingi eru eldri borgarar margir ekki með þá rás.

Þessvegna eru einu fréttirnar af þessum flokki allavega hér í Eyjujm aðallega rifrildi flokksbræðra um stöður og völd í fjölmiðlum.Svo er maður spurður hvað er eiginlega að ske með þennan flokk.Við sem spurðir eru eru kannske fáfróðari um það en spyrjandinn því maður hefur ekki séð blað eða misst af fréttum.

 

Það var stundum sagt hjá Ríkisskip að þegar stýrimaður varð að verkstjóra í Reykjavíkurhöfn væri eins og þeir hreilega kynnu ekki að lesta skip.Af því að þeir væru sloppnir er skipi færi og þyrfu ekki að koma nálægt losunni.Ég er hreinlega farinn að einhverskonar þannig sýki sé hlaupin í menn og þeir haldi að það sé nóg að ná í titla og völd svo megi allt fara fjan.... til.Það er eins og menn umturnist við að flytja Suður.Fái einskonar fjölbýlisbrjálæði.

 

Við á landsbyggðinni erum stundum á sunnudögum kallaðir dreifarar Það mætti kannske kalla suma þreifara því þeir virðast alltaf vera að þreifa á hvar þeir geti gert sem mesta bölvun.Manni dettur oft í hug krakkar í sandkassa eða systkini rífast um súkkulaðimola.Ég segi nú bara ekki annað en að hugsa sér að þetta séu menn með allavega það mikið vit að það nægi til að komast á þing.Það er alveg á hreinu að meðan valdabarátta og framapot innan FF verður háð í fjölmiðlum og á blogsíðum tapar hann fylgi.Það þurfið þið sem kjörnir vóru af okkur í stjórnir og ráð flokksins að skilja.Ég læt þetta nægja ykkar og minni geðheilsu í bili.Ég legg til að menn skoði myndina hér að neðan vel og setji hana á minnið Förum gætilega í skammdegismyrkrinu á þess guðs vegum er við trúum og af mér ávallt kært kvödd

10


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta  var rosalega fín ádrepa hjá  þér félagi Ólafur Ragnarsson.

Ég sakna samstöðunnar og hugsjónaandans eins og þú 

Ég held samt að þetta eigi eftir að versna umtalsvert áður en það batnar en ég trúi því að við munum ná vopnum okkar en ef við erum svo miklir aular að gera það ekki vona ég að einhverjir aðrir taki upp okkar góða málstað og vinni sigur. 

Hafðu það sem allra best.

Sigurður Þórðarson, 21.9.2008 kl. 23:35

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Ólafur.

Það er meiri ósköpin sem ganga á, en mér sýnist á svörum á þræðinum hjá þér þeim síðasta að heldur hafi greinst úr deilumálunum.

Sigurður.

Upp með bjartsýnina.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 21.9.2008 kl. 23:44

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl bæði tvö.Þakka innlitið.Já Guðrún María ég var svolítið plataður og æstur upp.Siggi!minn gamli bekkjabróðir nú spyr ég fáfróður"dreifarinn"hverjir eru við???

Ólafur Ragnarsson, 22.9.2008 kl. 00:03

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl bæði tvö Guðrún og Ólafur kannski og vonandi var ég allt of svartsýnn.

 Minn ágæti bekkjarbróðir Ólafur þú lagðir spurningu fyrir  mig hverjir erum við?

Við getum verið þú, ég og hún Guðrún vinkona okkar, sem alltaf er svo bjartsýn og kát. En kannski hefur þú verið að spyrja að einhverju öðru. Við vitum að systkini og hjón geta deilt þó órjúfanlegur strengur sé á milli þeirra. Þegar á bjátar er ég vonandi ekki rétti maðurinn til að lýsa hlutunum því mér hættir til að vera svartsýnn.  Við erum hugsjónafólkfólk með réttlætiskennd sem vill afnema óréttlátt og óskynsamlegt kvótakerfi, berjast gegn spillingu og sóun á almannafé, standa vörð um almannahagsmuni til dæmis með  því að standa gegn einkavinavæðingu auðlinda landsins. Þetta viljum við vegna þess að okkur þykir vænt um landið okkar og okkur er ekki sama um komandi kynslóðir. Málið er að þó að okkur finnist okkar flokkur gallaður þá er enginn annar flokkur nær þessari stefnu. 

Sigurður Þórðarson, 22.9.2008 kl. 00:56

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sigurður.

Ég treysti á þig að tala menn saman um sættir í flokknum svo mest sem verða má, þessar deilur og erjur eru okkur til háborinnar skammar vægast sagt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.9.2008 kl. 01:34

6 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sammála ykkur , deilunum verður að linna . kv .

Georg Eiður Arnarson, 22.9.2008 kl. 09:55

7 identicon

Sæll 'Oli minn !!!  Þú skalt ekki ergja  þig yfir  FF,   Þetta er ótrúlega líkt og var það sem Borgaraflokkurinn gekk í gegnum áður en hann dó. Svona er þetta bara, góður málstaður dugar ekki.  Þegar byrjað er að  tala um " sættir í flokknum,"   þá er vond lykt af stjórnendum.  Ekki eyða púðri á svona gæðinga, sem bara hugsa um framapot....Eða?

Jóhanna Þórkatla (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 19:38

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka þér fyrir þessu góðu orð Guðrún María. Ég er langt frá því að vera saklaus sjálfur "en andinn er að sönnu reiðubúinn þó holdið sé veikt".

Þakka þér líka Georg 

Sigurður Þórðarson, 22.9.2008 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 535908

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband