Hertoginn af Edinborg

Aftur hefur mér tekist að koma ekki öllu efni í blogi sem ég hef skrifað frá mér.Þetta er kannske soddan bull sem kemur svo að það skiftir ekki máli.En af því sem ég skrifaði í gær mætti halda að Hertoginn af Edinborg Filippus væri skyldari Windsorættinni en hann er,þá ákvað ég að taka þann kafla út og skrifa sjálfstætt blog um hann

Mountbatten"Dikki"frændi"Louis Mountbatten móðurbróðir Hertogans

En sá sem kom honum eiginlega til frægðar var Montbatten lávarður,móðurbróðir hans.Montbatten nafninu var snúið til ensku úr þýska nafninu Battenberg,við"´þýskuhreinsunaraðgerðum"Georgs V 1917.Margir af fv konungum Englands höfðu t.d.aldrei mælt á enska tungu.

victoria pa150 Ættmóðirin Queen Victoria Greeting card Queen Victoria með manni? og afkomendum.3 ættliðir??? 

 

Afi Filippusar Prince Louis of Battenberg giftist dótturdóttir Victoriu drottningu.Móðurbróðir hans,Louis Mountbatten var Aðmíráll yfir breska flotanum,landstjóra á Indlandi m.a.

Prince Albert Albert drottningarmaður 

Faðir hans Andrew hafði verið atvinnuhermaður í gríska hernum en sakaður um landráð.Honum var gefið að sök að óhlýðnast skipunum og hörfað af vettfangi undir skothríð óvinanna,þegar Tyrkir gerðu innrás í Grikkland 1922.Hann sat í fangelsi og beið aftöku.

LouisofBattenberg1884Afi Filippusar Prince Louis of Battenberg.Þeir voru myndarlegir"Battenberarnir"

PrinceAndrewOfGreece2 Mamma Filippusar Foreldrar Hertogans

En þá tóku enskir ættingar hans í taumana.Þeir sendu herskipið Calypso til Grikklands til að”nema”fjölskylduna á brott.Kona hans sem var heyrnalaus hafði eignast son 18 mánuði fyrr og hélt faðirinn á syninum í tómum appelsínkassa um borð.Barnið var Filippus nú Hertogi af Edinborg.Móðursystir hans Louise giftist t.d Gustav IV Adolf Svíakonungi.

naziqueen alFayedPA0510 468x652 Naziqueen????? og Mohamed

 Al-Fayed

Ég sit stundum og vafra um"Netið"því ég hef gaman af grúski.Nýlega rakst ég á ásakanir Mohamed Al-Fayed á hendur Hertoganum af Edinborg Filippusi Drottningarmanni í Englandi um nasisma.En hann var faðir ástmanns Prinsessu Díönu sem fórst með henni í bílsslysinu sem þau lentu í.Nú vita það allir sem eitthvað hafa lesið um Windsorættina að hún er að mestu af þýsku bergi brotið.

 468px A Good Riddance   George V of the United Kingdom cartoon in Punch%2C 1917 Georg V reynir að sópa burt þýsku ætterni 1917

Á 19 öld giftist Queen Victoria,Albert of Saxe-Coburg..Og sonarsonur hennar hennar:"Charles Edward, Duke of Saxe-Coburg and Gotha"var fægur foringi í liði Nasista.Einnig voru 3 systur hans Marggrita,Theodora og Sophie giftar hásettum nasistum.T.d yngasta systir hans Sophie sem giftist Christoph Ernst August of Hesse skírði son sinn Karl Adolf í höfuðið á sjálfum foringanum.

Filippus Filippus ungur.

Með frumburðinn Með frumburðinn 

Philip með þýskum skyldmennum við úfför systur sinnar 1937  og við jarðarför systur sinnar(1937)

 

CecilieOfGreece1914%20Sophie 04 Systur Filippusar tv: Cecilie th: Sophie

Mohamed Al-Fayed gróf upp mynd sem sýnir Filippus í hópi nasista.En sannleikurinn er sá að hann er þarna 16 ára gamall(1937)við jarðaför systur sinnar Cecilie.(1911-1937).

charlesedwards2 Hér er sonarsonur Queen Victoria og "sjálfur foringinn"

Og hér ungurPrince Charles Edward

Ekki ætla ég mér að gera mér upp pólitískar skoðanir Hertogans en staðreyndin var framargreint..Svona geta menn reynt að koma sökum á menn að ósekju,að mér finnst.Ég hélt með XD 16 ára unglingur en kenni nú óvitaskap um.Kannske fæ ég á mig einhversskonar "nasistastimmpil"út af þessum skrifum.En mér er andsk..... sama.

Ég hef verið kallaður ýmsum nöfnum mismunandi góðum/slæmum og kippi mér ekki upp við það.Ég er nú kannske fyrir löngu"hrokkinn"upp af standinum.En kannske hrekk ég upp endanlega sem yfirlýstur nasisti.Ég aðhyltist Ungmennafélagsstefnuna hér í"den"Það gerði Helgi S í Keflavík líka.

388 Minnisvarði um Helga S Jónsson Skátaforinga í Keflavík

Ég lenti einu sinni í miklun vandræðum í erlendri hafnarborg út af forsíðumynd af honum í gamalli"Viku"með visst merki á arminum.En segi kannske frá þvi seinna.Ég bið þá,ef einhverjir eru,sem hafa lesið að taka þetta ekki sem neina sagnfræði heldur sem grúsk í kalli sem ekki er neinn snillingur t.d.í tungumálum en kannske eins og sagt er bara svona"me...fær" 

445px The Young Queen Victoria Málverk af Victoriu drottningu á yngri árum 

Ég var eiginlega búinn að lofa að vera ekki að birta mikið af þessu grúski mínu hér.Vera helst hér í einhverskonar kjaftbrúkelsi um daginn og veginn og það sem færi í taugarnar á mér,en láta tímaritið Heima er Best njóta grúsksins.Þar getur fólk funndið afrakstur af þessu grúski mínu í komandi framtíð,ef sá guð sem ég trúi á lokar ekki fljótlega á mér kjaf..... endanlega eða þannig.

 

En ég vona að ritstjórinn fyrirgefi mér en þetta blog í gær leiddi mig einhvern veginn út á þessa braut og það er því miður þannig með mig ef kjaf...... á mér opnast þá getur veriið erfitt að loka honum aftur.Þetta á kannske líka við um bloggið.Verum öll á þess guðs vegum sem við trúum á.Lifið heil og ævinlega kært kvödd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll Ólafur.

Predikarinn má eigi bindask við þessi skrif þín. Eftirfarandi samantekt á fjölskyldu og ætt Elísabetar II. drottningar gerði Predikarinn og birti á bloggi Jennýjar Önnu þegar einhver bloggarinn skrifaði þar að Elísabet II væri ekki Tudor. HIð sanna er leitt hér fram í því að hún er svo sannarlega Tudor þó svo að hún sé ekki afkomandi Hinriks VIII.

Þá mun sá fyrstti sem notaði Windsor sem nafn á ættinni vera Georg V.

Upptalning  þjóðhöfðingja á beinni blóðlínu Elísabetar annarrar drottningar er í númeraröð og feitletraðir. Þeir ónúmeruðu þjóðhöfðingjar  þar á milli sem eru settir með til fróðleiks eru frændfólk hennar ekki í sömu beinu línu samanber Hinrik áttundi.

Ártölin fyrir aftan vísa í árin sem viðkomandi ríkti, sem og titlar sem viðkomandi bar.

1. Wilhjálmur I , 1066-1087

Vilhjálmur II Englandskonungur , 1087-1100

2. Hinrik I , 1100-1135- Tók við af eldri bróður sínum Vilhjálmi I , 1087-1100

3. Matthildur drottning & keisaraynja hins heilaga rómverska keisaraveldis (Maud) , 1141

Dóttursonur Vilhjálms I = Stephán 1135-4/1141 & 11/1141-1154

4. Hinrik II , 1154-1189

Ríkharður “ljónshjarta”, 1189-1199

5. Jón “landlausi”, 1199-1216 Yngri bróðir Ríkharðs “ljónshjarta”

6. Hinrik III , 1216-1272

7. Játvarður I , 1272-1307

8. Játvarður II , 1307-1327

9. Játvarður III , 1327-1377

10. Lionel af Antwerpen, hertogi af Clarence ,

11. Filippa Plantagenet, af Ulster

Ríkharður II Englandskonungur, 1377-1399

Hinrik IV Englandskonungur , 1399-1413

12. Roger Mortimer, jarl af March

Hinrik V Englandskonungur , 1413-1422

13. Anna Mortimer

Hinrik VI Englandskonungur , 1422-1461 & 1470-1471

14. Ríkharður Plantagenet, hertogi af York

15. Játvarður IV , 1461-1470 & 1471-1483

Ríkharður III Englandskonungur , 1483-1485

Hinrik VII Englandskonungur , 1485-1509

Hinrik VIII Englandskonungur , 1509-1547

16. Elísabet af York (drottning Hinriks VII)

Játvarður VI Englandskonungur , 1547-1553

Játvarður V Englandskonungur , 1483

17. Margrét Tudor (drottning Játvarðs IV & dóttir Hinriks VII)

18. Jakob V af Skotlandi , 1513-1542

María (Mary) I Englandsdrottning , 1553-1558

Elísabet I Englandsdrottning , 1558-1603

19. María (Mary) Skotadrottning 1542-1567

20. Jakob I Englandskonungur , 1567-1625

21. Elísabet Stuart, (drottning kjörfurstans/konungsins í Heidelberg)

Karl I Englandskonungur , 1625-1649

22. Sóphía (drottning kjörfurstans/konungsins af Hanover)

Karl II Englandskonungur , 1649-1685

Jakob II (& VII ) Englandskonungur , 1685-1688

María II Englandsdtrottning , 1689-1694

Vilhjálmur III Englandskonungur , 1689-1702

Anna drottning Stóra- Bretlands , 1702-1714

23. Georg I konungur Stóra-Bretands , 1714-1727

24. Georg II konungur Stóra-Bretlands , 1727-1760

25. Friðrik prins af Wales

26. Georg III konungur breska samveldisins , 1760-1820

27. Játvarður Ágúst prins, hertogi af Kent og Strathearn

Georg IV konungur breska samveldisins og Hanover , 1820-1830

Vilhjálmur IV konungur breska samveldisins og Hanover , 1830-1837

28. Viktoría drottning Stóra Bretlands og keisaraynja af Indlandi , 1837-1901

29. Játvarður VII konungur breska samveldisins , 1901-1910

30. Georg V konungur breska samveldisins og keisari af Indlandi , 1910-1936

Játvarður VIII konungur Stóra-Bretlands og keisari Indlands , 1936

31. Georg VI konungur Stóra-Bretlands og keisari Indlands , 1936-1952

32. Elísabet II drottning breska samveldisins , 1952-

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.9.2008 kl. 18:36

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Gamli sjóhundur góð samantekt hjá þér var nú búnn að lesa um Þetta, en Þú færð ekki vicotorikrossinn fyrir þetta frá TÖllum fyrit þetta.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 20.9.2008 kl. 19:39

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Biðst afsökunar á að það slæddist inn ein villa við feitletrun mína, en þannig fór að ég feitletraði Georg IV konung breska samveldisins og Hanover , 1820-1830, en hann er ekki forfaðir Elísbetar annarar. Glöggir lesendur munu ekki láta það rugla sig enda ber hann ekki númer eins og aðrir í blóðlínu drottningarinnar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.9.2008 kl. 19:41

4 Smámynd: Rauða Ljónið

Föðurbróðir.

Rauða Ljónið, 20.9.2008 kl. 19:56

5 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Heilir og sælir báðir tveir og takk fyrir innlitið.Þetta átti nú bara að vera smásveyja að þessu efni sem dæmi,í öðru og aldeilis óskildu efni.En það er oft hjá mér þannig að taki músin jóðsótt þá fæðist fíll ég vona að þið skiljið hvað ég meina.En þetta er mikið áhugavert efni og skemmtilegt"að pæla í´ðí"myndu unglingarnir sennnilega segja.En aftur takk fyrir mig og ávallt kært kvaddir

Ólafur Ragnarsson, 21.9.2008 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 535992

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband