Ferfalt frelsi

1941 fyrir 67 árum talaði Rossevelt forseti um:"ferfalt frelsi þjóða".Sem hann skilgreindi svo:1sta:  "Málfrelsi" 2nnað:" Trúfrelsi".3ja:"Frelsi án skorts"4ja:"Frelsi án ótta".

Sveinn Björnsson þv ríkisstjóri Íslands skrifar um þessi orð m.a í áramótaræðu 1943.Hann gerir grein fyrir hverju fyrir sig sem of langt mál væri að rifja upp hér.En ég spyr höfum við málfrelsi:jam sennilega að vissu marki.Höfum við trúfrelsi að mínu viti já.Höfum við frelsi án skorts sem Sveinn Björnsson kallaði að vísu öryggi gegn skorti.Mitt svar er nei.Meðhöndlun ríkisvaldsins á ellilífeyrisþegum og öryrkjum segir mér það.Þar er skortur á lífsviðurværi. fyrir þá.Höfum við frelsi án ótta.Sem ríkisstjórinn kallaði öryggi án ótta.Mitt svar er nei.Þeir sem fylgst hafa með fréttum hljóta að sjá að "bankaveldið"er að éta unga fólkið með húð og hári.

 

Fólk lifir í stöðugum ótta við það.Ég læt fólki eftir að dæma hvort ég hef rétt fyrir mér.Sveinn Björnsson segir svo seinna í ræðunni:Af því sem jeg hef sagt er ljóst að jeg tel fjögur atriðin hans Rossevelts athugunarverð einnig fyrir Íslendinga.Ákvæði strjórnarskrárinnar sem jeg hef nefnt eru auk annara ákvæða hennar ,ávöxtur hugsjóna sem miklir andans menn börðust fyrir á 18 öldinni.Þau voru lögfest víða í löndum upp úr stjórnarbyltingunni frönsku fyrir 150 árum(skrifað 1943)  

 

Svo segir ríkisstjórinn m.a og talar um árið sem var að líða":Einn góðan veðurdag var jeg að spjalla við vin minn sendiherrann breska.Talið barst að svo hversdagslegu efni sem fatnaði.Hann sagði eitthvað á þá leið að hann gengi ekki eins vel búinn og hann hefði vanist en sjer liði eigi ver fyrir því.Ástæðan var þessi:Skömmtunarseðlarnir í Bretlandi leyfðu ekki að fá sjer nema ein föt á ári.Að vísu væri hann hjer á Íslandi þar sem enginn fataskömtun væri(sagt 1943.en hún kom seinna með stofnauka nr 13 ath mín)hann gæti því klætt sig sem fyr.En þá væri hann að nota aðstöðu sína til þess að skapa sjer betri kjör um þetta en aðrir landar hans hefðu.Hann vildi heldur ganga um í fötum sem væru dálítið farin að slitna.Manni liði betur þegar maður hlýddi því"sama sem hinir"Svo mörg voru þau orð.Mikill fengur yrði okkur Íslendingum að ef einhver af okkar ráðamönnum hugsuðu eins og þessi enski"gentleman"

 

Annar"gentleman"Ólafur Thors sagði m.a.í áramótaræðu 1963,þá sem forsætisráðherra landsins,þegar hann gerið stjórnmálamenn að umræðu efni:"Hitt væri svo áreiðanlega til mikillla bóta,að allir sem við opinber mál fást reyndu að verðskulda að um þá mætti segja svipað því sem merkur erlendur blaðamaður nýlega(1963)sagði við mig um blað sitt en ummæli hans voru eitthvað á þessa leið:"Auðvita hefur blað mitt ekki alltaf á réttu að standa,en það segir aldrei annað en það sem það veit réttast og sannast"

 

Þetta sagði formaður Sjálfstæðisflokksins fyrir 45 árum.Ráðamenn flokksins í dag virðast ekki hafa lesið orð foringan mikla sem þeir svo gjarnan kalla Ólaf,allavega hafa þeir gleymt þeim.Getu við sagt þetta um ráðherra flokksins í dag.Ég segi nei.

Í áramótaávarpi þess sama árs(1963)segir þv forseti Íslands Ásgeir Ásgeirsson sögu af ríkum bónda sem missti vinnumann sinn í sjóslysi ""en báturinn rak að landi óbrotinn með öllum farviði svo að eiginlega var það bara pilturinn sem týndi lífi."" Það er margur pilturinn að týna lífi í ágirnarklóm bankanna og annara fjármálafyrirtækja.En báturinn með öllum farviðnum rekur á á þeirra fjörur.Þeir tapa engu..Fólk er hlekkt í fjötra gráðugra banka og auðmanna.Kært kvödd og lifið heil  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góður pistill til umhugsunar um Ólafur.

Það er áleitin spurning hver rær lengur undir árum réttætis og sanngirni, því sýn manna á það hið sama virðist hafa tapast við skammtímagróða sem meira og minna er tilkomin af tilfærslu auðs milli stétta í þjóðfélagi voru.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.8.2008 kl. 02:13

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll vertu Ólafur. Þetta er fínn pistill hjá þér. Forysta Sjálfstæðisflokksins verðist frekar sundurleit um þessar mundir og reyndar öll ríkisstjórnin. Geir er vorkunn að reyna að halda þessu liði saman undir einni stefnu, þ.e. ríkisstjórnarinnar og e.t.v. þyrfti að skerða málfrelsi sumra ráðherra og jafnvel athafnafrelsi líka. Mér finnst þú heldur vorkunnsamur við unga fólkið,  það bjargar sér, en það er miklu verra ástand hjá þeim sem ekki eiga möguleika á að hagræða hjá sér eins og t.d. öryrkjar og ellilífeyrisþegar sem eru alveg undir hælnum á stjórnvöldum. Ekki er sú klóin betri en bankanna og þar er um einhliða ákvarðanir að ræða en ekki samninga. Þú ert nú gentleman sjálfur kallinn minn. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 8.8.2008 kl. 18:56

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já Ólafur þetta sem Kolbrún segir er það sem maður vill sjá að eitthvað sé gert fyrir þá sem mynna meika sín mál /Halli gamli P/S Unga fólkið bjagar sér/en auðvitað er þetta vaxtastig alla að drepa!!!! sami

Haraldur Haraldsson, 10.8.2008 kl. 13:31

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll  Óli þetta er góður pistill hjá þér og hárrétt. Það er ömurlegt hvernig farið er með eldri borgara og öryrkja, en það er ekki síður alvarlegt hvernig bankarnir eru að fara með unga fólkið. Það óréttlæti á eftir að koma betur í ljós á næstu mánuðum og árum.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 11.8.2008 kl. 23:20

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl verið þið. Vaxtastigið er ekki alla að drepa Halli gamli ( flott uppnefni ) heldur bara þá sem skulda. Ég vona að Sigmar verði ekki sannspár og þetta versni ekki mikið meira. Ég velti því fyrir mér hvað gerist hjá unga fólkinu sem skuldar. Þegar dregur úr atvinnu getur það ekki lifað eins og það gerir og annaðhvort selur eða missir húsið og bílinn/bílana. Það verður að leigja sér minni íbúð eða flytja til mömmu. Það verður e.t.v. gjaldþrota og þarf að lifa af laununum því það fær ekki meiri lán. Þetta er bara það sem við þurftum að gera til að eignast hlutina smátt og smátt. Nú er það þannig að ungt fólk og ungt fólk er ekki það sama. Alltof margt ungt fólk hefur verið mjög kalt að skella sér í skuldasúpuna og skellt skollaeyrum við ráðleggingum þjónustufulltrúa sinna og þeirra sem hafa verið með aðvörunarorð. Þetta er mín reynsla og mér finnst eins og þér, minn kæri bloggvinur, þetta dapurleg staða sem þarf að laga. Kveðja til þín Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 11.8.2008 kl. 23:47

6 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl og blessuð öllsömul.Og þakka ykkur öllum"innlitið"Þið hafið sennilega öll rétt fyrir ykkur að flestu eða öllu leiti.Það sem ég er hræddur við að ske,er að bankarnir komi til með að leysa til sín t.d.lán sem fólk hefur tekið eins og mín góða vinkona Kolla bendir svo réttilega á kannske í trássi við ábendingar.Að bankarnir taki til sín t.d.húsnæði sem þeir geta svo ekki losnað við sjálfir og"leigi"svo skuldurunum gegn greiðslu á vöxtum og einhverri leigu.Þannig að fólkið verði með þennan skuldabagga út lífið.Er þetta"vitlaust"íhugað hjá mér?En ég tek því fram að ég hef aldrei haft neitt vit á peningum.Ég var á sínum tíma"seigur"í að afla þeirra en svo kannske ennþá seigari í að eyða þeim.En þrátt fyrir þessa bölsýni mína þá kveð ég ykkur öll kært

Ólafur Ragnarsson, 12.8.2008 kl. 00:21

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Ólafur. Þetta er einmitt það sem ég hef verið að tala um. Það er alveg víst að þannig verður þetta ef mál halda áfram að versna. Í rauninni skiptur það ekki miklu máli fyrir þann sem skuldar 95 til 100% í húsinu sínu til 40 ára hvort greiðslan heitir leiga eða afborgun. Munurinn er aðallega sá að ef hann borgar þetta sem leigu getur hann sagt henni upp og farið annað ef tækifæri býðst en meðan hann er skráður eigandi og bundinn húsnæðinu, sem hann getur ekki selt, getur hann ekki farið frá því. Er semsagt bundinn sínum lánadrottni. Var það ekki Bjartur í Sumarhúsum sem sagði " áður var ég frjáls nú á ég hús"  Ég var einmitt að blogga um þetta fyrir nokkru síðan áður en kreppan datt yfir okkur og þú getur séð það hér ef þú vilt. En þú ert greinilega góðhjartaður maður og ekki ætla ég að fara að skammast yfir því. bestu kveðjur til þín Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.8.2008 kl. 21:52

8 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl mín ágætasta vinkona.Ja nú"lágu danir í því"Ég hef verið að gorta mig af að lesa alltaf bloggið þitt.En þessi færsla sem þú bendir á hefur farið framhjá mér.En hvað um það þarna hafðir þú rétt fyrir þér sem og endranær.Sértu ávallt kært kvödd.

Ólafur Ragnarsson, 13.8.2008 kl. 00:37

9 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Innltskvitt félagi

Jón Aðalsteinn Jónsson, 15.8.2008 kl. 22:20

10 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

langar til að kommenta á það sem Kollbrún sagði eg er einn af þeim lansömu sem að nefnilega hlustaði ekki á þjónustufulltrúan minn þegar að hún reiknaði ut fyrir mig hvað ég gæti sparað mikið með að endurfjámagna, En ég er lika foreldri sem að barðist við börnin mín svo að þau færu ekki eftir ráðum þjónustufulltrúa og fasteignasala og steyftu sér í skuldir. Mér var ekki þakkað þá en í dag er mér þakkað  Til að standa undir húsnæði þarf að eiga 30% af verðmætinu í eigin fé annars gengur dmið ekki upp

Jón Aðalsteinn Jónsson, 15.8.2008 kl. 22:23

11 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Ólafur minn. Þér fyrirgefst nú þó það skreppi fram hjá þér ein og ein færsla hjá mér en eins og þú hefur tekið eftir er ég ekki að skrifa of oft. Mér þykir vænt um að JAJ tekur undir við minn málflutning með skuldasöfnunina. En fólk á alla mína samúð engu að síður sem er í þeirri stöðu að skulda af mikið. Mjög margir hafa endurfjármagnað eins og þessi þjónustufulltrúi hefur ráðlagt Ég hef alltaf passað mig á að halda skuldum í lágmarki og að sparifé sé á þokkalegum vöxtum til að eiga fyrir afborgunum. Það er fínt að eiga 25 til 30%  eigið fé eftir því hversu háar tekjur eru en þess meira þess betra.

Ég ráðlagði systursyni mínum að taka frekar fasta vexti (4,25 %). Hann hringdi í mig á dögunum til að þakka mér fyrir þessi ráð. Eins að ég ráðlagði honum að taka ekki meira en hann kæmist af með og leggja heldur hart að sér í ákveðinn tíma sem hann gerði og á nú töluvert eigið fé í sinni íbúð. Það er svo sem til ungt fólk sem tekur mark á þeim sem vilja hafa vaðið fyrir neðan en ekki ofan sig. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 15.8.2008 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 536304

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband