Vanhengdir og velhengdir

Það er ýmisslegt sem hefur vakið athygli mína að undanförnu.T.d. notkunin á orðinu mannasiðir.Mér eru hugleiknir 2 menn sem hinn"fínni"hluti af þjóðinni þ.e.a.s.sá hluti sem aldrei hefur í kaltvatn hendi difið og lítur niður á okkur hin þessi lítt eða ekkert menntuðu.Þessir 2 menn hafa verið að"rífa kja.."og verið með fólskulegan dónaskap á einni af hinni óháðu útvarpsstöðvum,að dómi"fína"fólksins.

 

 

Fv ráðherra rauk út úr þætti hjá öðrum þessara manna um daginn.Þoldi ekki ókurteisi þáttarstjórnandans að hans sögn(fv ráðherrans) Annar nv ráðherra og það sá æðsti skellti hurðum á sjónvarpsfréttamann sem spurði spurningar sem brann á allra vörum en komu ílla við viðkomandi ráðherra.Mér finnst þessir herramenn þ.e.a.s.ráðherran núverandi og sá fyrrverandi verða sér til stórskammar og það í"beinni"Það er víst"góðra manna siður"hér á landi að ráðamenn tali niður til fólksins í vel undirbúnum lygaþvættingi sem gaumgæfilega er æfður.Flest af þessu hy.....tala þannig til fólks að manni dettur í hug verðirnir á Bessastöðum yfir Jóni  Hreggviðsyni.Heyrir það virkilega til mannasiða að ljúga vísvitandi að almenningi í þessu landi?

 

 

Ljúga að þetta sé hinu eða þessu að kenna?.Og oftast í beinum, útsendingum rafmiðlana.Mér er minnistæður málflutningur eins af  olíugreifunum þegar Atlantsolía var að byrja að stríða þeim.Þá uppástóð hann eftir að fréttamaður spurði hann um ástæðu þess að 2-3 útsölustaðir í kring um sölustað Atlantsolíu voru að lækka verð hjá sér eftir að fyrst farmur Atlantsolíu var uppurinn.Nei nei þetta hafði ekkert með það olíufélag að gera það voru verðin á heimsmarkaðnum sem olli þessum lækkunum á 2 eða 3 olíustöðum á Kársnesinu.

 

 

Svo að mönnunum 2 þessum dónalegu.Fína fólkið þykja þeir dónar af því að þeir tala tæpitungulaust um kosningassvik,mannréttindabrot,rangar aðgerðir og spillingu á meðal  ráðherra,fjáraustur í gæluverkefni.Og ef prúðmennsku myndinni af þessum svokölluðu"fyrirfólki"er svift svo það stendur berskjaldað og verður sér til skammar í beinni sem þeir og vita  þá reyna þeir að leggja stein í götu þáttarstjórnarans og  reyna að fá hann rekinn og þátturinn tekinn úr endurflutningi.

 

Alþingismenn fara á"siðanámskeið".Til hvers?jú sennilega ef inn skildi slæðast einn af lægri menntunnarsviðinu sem ekki kynni að haga sér innan um"fína"fólkið"Fyrir mörgum árum var sýndir enskir sjónvarpsþættir sem hétu"Húsbændur og hjú"Ekki ætla ég mér að ræða þá þætti nánar..En lítum á nafnið.Það þarf að koma því ínn í hafragrautsívafinn haus"fína"fólksins sem tyllir sér í ráðherra stöður og annað hjá því opinbera að við almenningur í landinu eru húsbændurnir en"þetta fólk"eru hjúin.

 

 

Það er eins og "þessu fólki"sé heimilt að ráðskast t.d.með Ríkissjóð eins og um einkareikning  viðkomandi ráðherra sé að ræða.Hvað með alla vinavæðinguna á Keflavíkurflugvelli,hvað með Grímseyjarferjuhneykslið,söluna á ferjunni Baldri.Hvað þénuðu vinir ríkisstjórnmarinnar marga milljarða í öllu þessu"stússi".Verða þessi mál þögguð niður.Við ráherra má helst ekki tala um þau mál nema að undangennginni beiðni og þá um hvað eigi að spyrja.

 

Svo að unnt sé að skrifa einhverja lygamollu sem svo er sögð almenningi án þess að blikna.Svo koma menn eins og fg þáttagerðarmenn tala við"þetta fólk"á venjulegu klýulausu íslensku máli.Þá hrópar"þetta fólk"kjaftforir óuppdregnir dónar.Dónar,strigakjaftar,sem ekki kunna siði "fína" fólksins.En bíðum nú aðeins við,enginn hefur kallað þessa menn allavega ekki í mín eyru hræsnara.En hvað er ráðherra sem horfir í augu áhorfenda í sjónvarpi og lýgur visvitandi að þjóðinni.

En á mjög fallegu máli.Þetta fólk sem búið er að svíkja flest kosningaloforð kemur og treður í okkur lýgi hvurnsdags og ennþá meiri lýgi á helgidögum(eins og t.d.á Sjómannadaginn).Um þá mætti segja eins og Jón Hreggviðsson sem kvað þegar draugrinn var að"troða"hann er hann var í haldi hjá þýðveskum:".Dátt er einhengdum/í sal drauga/Vasa tvíhengdur/í heim of borinn/Troðum velhengdir/vanhengds negg/hugs akarn/í óhengds barmi/Troðum Hreggviðs kundar/hart móðakarn/""

 

Það mætti kannske segja að við almenningur í þessu landi séum velhengd af stjórnarherrum sem svo sannarlega eru vanhengdir.Við látum þessa vanhengdu herra troða ofan í okkur allslags lýgi og bulli sem við engin rök hafa að styðjast.Tala niður til fólksins á einhverskonar  heldrimannablíðmælgi.Og ef einhverjum dirfist að tala við þá á hreinni íslensku þó svo að það sé  út á kjarnyrðista kanti málsins hlaupa þessir herrar í baklás.

 

Ekkert gaman því þeir ráða ekki lengur leiksviðinu sjálfir.Humörinn sem menn hafa kannske gortað af að hafa, horfinn.Leikararnir tekið leikstjórnina í sínar hendur.Við skulum ekki lengur láta vanhengda menn stjórna okkur.Við skulum hafa þá"velhengda"eftir næstu kosningar.Ef einhver hefur haft nennu til lesturs á þessu rausi geðills gamals karls þá er sá hinn sami hér með kært kvaddur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Vítaverður trassaskapur og andvaraleysi hefur orðið þess valdandi að hópur vanhengdra er orðinn þjóðarplága. Nú er ekki annað verkefni brýnna dugandi fólki í þessu landi en að draga saman traustlegar spýtur á einn stað, t.d. Austurvöll og síðan í góðu veðri reisa gálga allmarga með snyrtilegum lykkjum úr netateinum. Gera sér svo dagamun og bjóða til fagnaðarins ónefndum mönnum sem yrðu svo þarna í aðalhlutverkum, (sumir þurfa ekki langt að fara) Skemmta sér svo með skvaldri og rímnasöng milli athafna. Ég skal kaupa nagla til að næla þetta saman og ég á brúklegan klaufhamar.

Bið þig af gamalli vináttu um að hafa forgöngu í málinu.

Bestu kveðjur! 

Árni Gunnarsson, 7.8.2008 kl. 18:44

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll sértu"gamle ven".Þakka innlitið.Ég á stigabút,tvöfaldan allavega nógu langan í verkið.Svo nú er bara að safna liði og hefjast handa.Sértu ávallt kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 7.8.2008 kl. 23:44

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl frænka og þakka þér"innlitið"Mig hryllir oft við þegar"þetta fólk"talar til fólksins í landinu.Talar til þess eins og það sé hvorki læst eða skrifandi.Og ef einhver"dirfist"að mótmæla eða setja út á störf þeirra er sá hinn sami sagður orðljótur dóni.Óuppdregnir ruddar,mislukkaðir lukkuriddarar eru orð sem maður heyrir oft um þá.Læt þetta nægja um þetta í bili.Sjálf ávallt kært kvödd.

Ólafur Ragnarsson, 13.8.2008 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband