Gamlir"kunningar"

Þegar maður er orðinn gamall með ónýtt bak og til einskins nýtur þá er gott að hafa,á ljótri íslensku sagt eitthvert"hobbý"Sumir spila golf.það kann ég ekki aðrið fara í hressandi gönguferðir eða sund.en það leyfir ekki bakið á mér.Ég er eiginlega bestur sitjandi í góðum stól sem verður þá að vera neð góðu baki,sem sagt öfugt við mitt.Þess vegna sit ég oft við tölvuna og kíki inn á"Veraldarvefinn"Segir maður ekki svo þegar maður vil vera gáfulegur í orðum/skrifum.

 

Ég hef stundum verið að rífa kja..yfir öllu mögulegu hér á blogginu.En minnugur minar fyrstu ferðar sem skipstjóri á strandferðaskipi þá held ég að svona kjaftrífelsi sé allsekki gott fyrir hina andlegu heilsu.Sú líkamlega er farinn fjan... til svo það er lítið hægt að gera við hana.Ég minntist á mína fyrstu ferð.Og minnistæðast við hana var lesefnið sem ég greip með mér.Það voru 2 eða 3 bindi úr ritsafni Steinars J Lúðvíkssonar:"Þrautgóðir á Raunastund" og svo endurminningar Theódórs Friðriksonar:"Í Verum"Fyrsta höfn var Ólafsvík svo voru þar á eftir Vestfjarðahafnir.Allt gekk að óskum.En ég skildi ekkert í að eftir að höfnunum fjölgaði án óhappa óx mér einhverskonar kvíði.Þetta var eiginlega í öfugu hlutfalli við veruleikan.

 

En svo laust niður í hausinn á mér:"Hvað ert þú að lesa góði maður"Jú ég var að lesa um óhöpp og slysfarir sem mér miklu færari menn höfðu lent í.Ég henti bók Steinars og byrjaði að lesa bók Theódórs.Og viti menn kvíðinn hvarf.Þessvegna held ég að mér henti ekki að vera alltaf að rífa kja.. og velta mér úr því sem mér finnst fara aflaga.Það er kannske gott um helgar en að halda sig á mjúku nótunum svona"hvurndags"Ég hef verið að vafra svolítið á heimasíðum með skipamyndum og oft tekur hjartað kipp er maðu sér"gamlan"kunninga.Innlenda og útlenda.

 

Bæði sem maður sigldi sjálfur á eða sá oft hér við land.Ég hef sent fyrirspurnir á nokkra staði út af"copýréttindum"og mér skilst að maður megi birta myndirnar ef maður notar þær án þess að hafa hagnað af.Og svo held ég að minn lesendahópur að fjölda til,geri ekki stóran skurk í þeim málum.Þessvegna langar mig að leyfa öðrum að njóta þessa með mér ef einhver hefur áhuga.Ég hætti hérna skrifelsinu en læt myndirnar tala,svona að mestu:

HOLMUR1929 Hólmur færeyist flutningaskip sem bar beinin við Ólafsfjörð.Hafði verið togari en var svo breytt í flutningaskip

Caterine Þessi ber nafnið Caterina.Hét í upphafi Esja(Var fysta strandferðaskipið sem ég leysti af sem skipstjóri á)síðan komu nöfnin"Kistufell.Lesja,Sonja,Sonja Helen,Helen og svo Caterina(2004)

 

Baltic Fjord Þessi hét fyrst Fjord síðan Ísberg(þarna leysti ég af sem skipstj og stm)síðan Stuðlafoss,Ice Bird.Sfinx,Fjord,Baltic Fjord,Endalok þessa skips urðu þau það kviknaði í því í dokk í Tallin 2006 og það var rifið þar sama ár.

Baroy 1 Þessi heitir Baroy.Hét fyrst Polstraum síðan Vela svo Hekla(ég var þar stm og afleysningaskipstj.)svo eftirfarandi nöfn:Búrfell,Katla,Nour Han,Lena,Baroy(2001)

Gullholm Þessi heitir Gullholm,Hét fyrst Lynx svo Askja,Lynx aftur og síðan Gullholm(1999)

Saga 2 Þessi hét fyrst Baltique svo:Summore,Frengenfjord,Saga I,Hvitanes,Ljósafoss (2001)Frekari afdrif veit ég ekki.

Maya Reefer Þessi hét í upphafi Hofsjökull,Síðan Stuðlafoss(þá var ég á honum undir stjórn Þórs Elíssona þess mikla heiðursmanns)Síðan hét skipið Malu,Miss Xenia.Maya Reefer,Skipið endaði sína daga í skipakirkjugarðinum í Alang(Indlandi)2003

IB í eigu Grikkja 2 þessi hét fyrst Dorrit Hoyer.Síðan Sverre Hund,Grímsey.Iris Borg,(ég var skipstj,á skipinu um tíma undir því nafni)Lindenes,Winco Mariner,Evripos(1995)

Sverre Hund Hérna undir nafninu Sverre Hund

HALIMAAWAL1965 ex Hvita Þessi hét þarna Halimaawal en hét einusinni Hvítá í eigu Hafskip

Jarl 01 Þessi hét upphaflega Sorte Jarl en svo Jarl(Björn Haraldson gerði skipið út með því nafni)síðan Khalaf,Ametlla,Jacky (1998)rifinn 1999.

Linz Þessi hét í upphafi Samba síðan Mambo svo Hvalvík,Hvalnes og svo1993 Linz

Nordvåg ex Blikur  Nordvik ex Lómur Þetta voru færeyisku tvíburarnir Blikur og Lómur.Þeir komu hingað til lands oft.Hér komnir undir annað flagg með önnur nöfn

Tananger Tananger var í leigu hjá Ríkisskip

463248 800 Orion er í eigu Samherja að ég held

Ocean Theresa Þetta skip hét í upphafi Coaster Betty (systurskip Coaster Emmy sem Ríkisskip hafði á"timecharter)en hét síðan Star Skandia.Skandia Aftur Star Skandia,Skandia,Green Skandia,enn og aftur Skandia og svo(2003)Ocean Theresa.Var hér á ströndinni þá í eigu Færeyinga en í"timecharter"hjá SÍS.Þarna er búið að lengja skipið.

Danstar Danstar var áður en henni var breytt í pallettuskip mikið hér á ströndinni.Og á ef mig misminnir ekki á það heldur dapra minningu af einni af Austfjarðarhöfnunum.

Fjord Ice Þessi hefur oft verið að"þvælast"hér við land.Síðast hér í Eyjum um daginn.Ég man ekki undir hvaða nafni.En hann hefur heitað mörgum.M.a:El Septimo,Septimo Reefer,Quasar,Everest,Frio Indianic,Loen Stream,Fjord Ice,Fiona(2006).Og að lokum læt ég Samphired ex Bretting fylga meðSAMPHIRE071207A ex Brettingur Með von um að þessu sé tekið með temmilegri nákvæmni hvað núverandi nöfn varðar og von um að einhver hafi haft eins gaman að sjá þessa gömlu"kunninga"og ég,þó kannske allar upplýsingar séu ekki alveg réttar kveð ég hingað lestna kært.Þetta er mest fengið"að láni"úr hinum mörgu skipsmyndaheimasíðum.Aðallega Shipspotting.Ég vil biðja menn ef þeir vita betur um einhver af þessum skipum að gera athugasemdir við þetta hjá mér..Lifið heil 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Ólafur, gaman að skoða myndirnar sem eru með þessari grein sem er góð hjá þér kall, kærar kveðjur.

Helgi Þór Gunnarsson, 9.7.2008 kl. 22:33

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þegar ég var í stýrimannaskólanum í Reykjavík fór ég einn "túr" á Coaster Emmy, þetta var öll mín sjómennska á fraktara, þessi túr tók nokkra daga skipstjórinn var Norskur en stýrimaður var Hilmar Snorrason, sem nú er skólastjóri slysavarnaskóla sjómanna.

Jóhann Elíasson, 9.7.2008 kl. 23:26

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sælir félagar.Þakka ykkur innlitið.Jóhann ég var líka á Coaster Emmy.Leysti af sem svokallaður"supercargo"Með frábærum norskum skipstjóra Bentsen að nafni.Hann varð seinna yfirmaður hjá Nosku strandgæslunni.Allavega einhverskonar sjóslysavörnum að mig minnirEn það veit Hilmar Snorra..Kært kvaddir

Ólafur Ragnarsson, 10.7.2008 kl. 20:37

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Ólafur.

Takk fyrir fróðleikinn.

Það fyrsta sem mér dettur í hug er hvað varð af islenskri farskipaútgerð ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.7.2008 kl. 00:44

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Góðan dag minn kæri bloggfélagi. Þetta er magnaður pistill hjá þér bæði heimspekilegar pælingar um lífið  og andlegt líf og heilsu. Ég hef í áratugi haldið því fram að andlegu heilsunni getum við ráðið mikið sjálf eins og þú kemur inná. Hvað erum við að lesa? Hvað erum við að fókusa á? Hvaða upplýsingar sendum við inn í heilabúið? Nú er ég ekki að segja að menn eigi alltaf að vera að skemmta sér eða sækja sér dægradvöl en það skiptir þó máli að næra sálina og hugsa um heilsuna. " líkaminn er musteri sálarinnar, sýnum honum virðingu" segir einhverstaðar. Stundum er gott að horfa á barnabörnin sín eða fagra náttúru og oft er þetta innan seilingar í okkar daglega amstri. Jæja nóg um þetta. Ég undrast alltaf hvað þú hefur mikla þekkingu á öllu er lítur að sjó og sjósókn, skipum ,bátum og mönnum. Sjálf verð ég hálf sjóveik af að hugsa um öll þessi skip  en auðvitað pikkar gamli tíminn í mann og líklega líður þér eins vel ,að sjá þessar myndir, og mér að sjá myndir af drekkhlöðnum síldarbátum en þeir eiga sérstakan sess í mínu tilfinningasafni. Elsku haltu þig við efnið þ,e, stólinn og tölvuna okkur hinum til ánægjuauka. kær kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.7.2008 kl. 12:08

6 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sælar kæru vinkonur.Ég þakka innlitið.Guðrún María þessarar spurningar ættirðu sennilega að spyrja sömu menn og eru nú að ganga af fiskimannastéttinni dauðri.Kolbrún ég þakka falleg orð í minn garð.Ég er nú enginn sérfræðingur,hvorki í sjómennsku né öðru.En ég var til sjós í rúm 50 ár og eins og ég sagði leita mér fróðleiks á netinu.Og langtímaminnið virðist ekki vera sama hripið og það sammtíma.Verið ávallt kært kvaddar

Ólafur Ragnarsson, 14.7.2008 kl. 18:15

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæll Ólafur hinn sjóbarði!

Gaman að lesa þetta og þá ekki hvað síst að Theódór frændi minn í föðurætt móður minnar, hafi reynst þér til hugarhægðar á erfiðum stundum til sjós!

En fjandi hlýtur þú að vera í baki beygður fyrst labb eða ég tala nú ekki um sund, er þér til óþurftar! Ertu viss um að kyrrsetan geri þig ekki bara verri?

Magnús Geir Guðmundsson, 14.7.2008 kl. 20:58

8 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Minn ágæti Magnús Geir.Það er ekki leiðum að líkjast að eiga atorkumanninn og skáldið Theódór Friðriksson í sínum frændgarði.Þetta með labbið,sundið og bakið er sannleikur.Ég var fyrir 3 slysum hér á árum árum þar sem ég slasaðist á baki.Meðal annars að detta niður í lest á skipi og styttast um 1 cm.Ég er búin að reyna mikið til að reyna fyrrgreindar heilsubótaleiðir en því miður.Ég hef annars verið í sjúkraleikfimi sem gerir mér gott en þær sem þjálfa okkur eru bara í sumarfríi.Sértu ávallt kært kvaddur 

Ólafur Ragnarsson, 15.7.2008 kl. 17:28

9 Smámynd: Guðjón Ólafsson

Sæll Ólafur það var gaman að lesa þessa grein frá þér um gömul íslensk skip og afdrif þeirra ég myndi vilja fá að vita afdrif þeirra skipa sem ég var á sem eru 

Eldvík

Saga (ex-Rangá)

Akranes

Saltnes

Ísnes (kæliskipið)

Mánafoss

Brúarfoss ro/ro skipið

Írafoss (ex Keflavík )

Sjóli Re-18 sem brann

reyndu að finna eitthvað um þessi skip og ekki verra að fá myndir líka

Bestu Kveðjur

Guðjón Ólafsson

Ekkjufelli

701-Egilsstaðir

Netfang : gutti62@gmail.com

Heimasíður: www.123.is/gudjono  og www.gutti.blog.is  og http://www.youtube.com/gutti62

símar : 849-9545 / 471-2103

Guðjón Ólafsson, 26.7.2008 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 536231

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband