Upside-down

Maður verður að fylgja tískunnu,þessvegna þessi fyrirsögn.Ég skrifaði um daginn hve"blóðugt"mér þætti að sjá bara erlenda aðila sjá um að sýna okkar fallega land af sjó.Þar finnst mér einkennilega að staðið.En ég ætla mér ekki að tala um það það er víst ekki nógu fínt að tala um þess slags "túrisma"

 

Það er dálítið furðulegt að engu megi hrófla við inná hálendinu vegna þess að þangað eigi að koma erlendir ferðamenn og sjá ósnortna náttúru.En svo er á sama tíma talað um að byggja tilbúna fossa inn á hverjum firði eins og ónefnd listakona lét hafa eftir sér í fyrrnefndum Kastljósþætti og ég skrifaði um um daginn.Ekkert er hægt að gera nema að einhverjir svokallaðir listamenn komi það að.Hvorki að mótmæla neinu eða fyrirbyggja atvinnuleysi.Með þessum orðum er ég ekki að gera lítið úr  Ólafi Elíassyni eða verkum hans.

 

Ég gæti trúað að verk hans minntu á mörg listaverkin sem maður hafði oft í mánuði fyrir augunum í strandsiglingunum.En maður er löngu hættur að botna í þessum svokallaðri list.Fyrir allmörgum árum kom "mikill listamaður"á að mig minnir á Listahátið.Hann settist á þ.v Útvegsbankatröppurnar og vafði á sér liminn.Í mínu ungdæmi hefði svona verið kallað"dónaskapur".

 

Í gærkveldi á Rás 1 í útvarpinu hlustaði ég á einn listamanninn sem sagði frá að hann hefði mígið á sig fyrir stóran hóp af fólki.Þ.e.a.s. listinn fólgst í að míga í buxurnar.Þetta hefði nú verið kallaður púra aumingjaskapur í mínu ungdæmi.Þarna sést kannske best hve gamall og veruleikafyrtur maður er sennilega orðinn.En ég er farinn að íhuga að gerast listamaður.En þar sem krabbamein gerði það að verkum að taka þurfti mikilvægt líffæri úr mér get ég sennilega ekki snúið mér að vafningunum en í buxurnar get ég pissað allavega enn sem komið er ef með þyrfti.Nú er bara af fara til Finnlands ljúga einhverjum fjandanum um fortíðina og pissa svo í buxurnar fyrir fullu húsi.

 

Maður gæti tekið upp listamannsnafnið:" Olav von Pí pí"Ég sé sé mig komin á Listamannalaun strax á næsta ári og þarf ekkert á ölmusu frá Tryggingarstofnun að halda.Fer bara til Finnlands pissa þar nokkru sinnum í buxurnar fyrir fullu húsi og lifi svo eins og konungur a ströndum Caribbean.Sea þess á milli.Sem betur fer er maður hættur að drekka svo að maður þarf ekkert að standa í að gera það ókeypis.

 

Ég skrifaði í kvöld um hve hlutir geta breyst í öndverðu sína.Vestmanneyjingar að fara að selja vatn til útlanda ónafngreindur maður hættur að reykja og drekka.Og það virðist allt vera að umhverfast.Hafró stendur fast á sínum fræðum þó allir sérfræðingar utan hennar séu á öndverðum meiði.Seðlabankinn stendur fast á sínum háu vöxtum þótt allir sérfræðingar utan hans segi að það eigi að lækka þá hér og nú.

 

 

Flugstjórar hjá Icelandair fúlir út í ráðherra utanríkismála vegna hve miklu fleiri flugtíma hún fær út úr sínu starfi heldur en þeir.Ljósmæður hóta öllu íllu svo fólk er farið að spara við sig kannske það eina sem þykir verulega skemmtilegt.2 ráðherrar moka og skrifa ávísanir fyrir nýjum álverum á meðan svo samráðherra vill loka þeim áður en þau opna.NASA gerir kvörtun við ríkistjórnina vegna rusls úti í geimnum sem kom svo í ljós að var hinn íslenski ráðherra fjármála sem tapaðisr út í geim fyrir nokkru og er víst enn að þvælast algerlega ójarðtengdur og fyrir öllum njósnagervihnöttum USA svo að  þeim gengur ekkert við að drepa Talibana í Afganstan eða Al Kaidamenn  í Austurlöndum nær og fjær

 

Og erlendir fjölmiðlar farnir að spá stjórnarslitum á Íslandi.Enda hljóta allir heilvita menn sjá að glundroðinn í þessari ríkisstjórn ríður ekki við einteyming.Þegar einn ráðherrann talar í Norður kemur sá næsti og talar í Suður og svo hinir í Austu eða Vestur eftir því hvernig stendur í bæli þeirra.Forsætisráðherra orðinn önugur við fréttamenn og lætur eins og allt sé í fínasta lagi þótt allir sérfræðingar hvers fræða þeir svo eru sega allt á hraðri leið til andsk......Eitt sinn kvað maður við föður sinn:"Ég er glataður sonur göfugs manns/girndanna aumur þræll/ég er á leið til andsk...../alfarinn vertu sæll/Kannske á þetta við um nútíma Ísland.Það er kannske of stuttur vegur frá moldarkofunum sem áar okkar buggu í uppí hallirnar sem við búum í í dag.Við erum kannske að fara með hina göfugu þjóð til fjand...

 

En nú þarf ég að fara að"æfa"mig fyrir listina ,þó að í þetta sinn fari það ekki í buxurnar.Þess vegna kveð ég þá kært,ef einhverjir hafa nennt að lesa þessar vangaveltur gamals skröggs sem ekki er sáttur við allt sem fyrir augu ber og í eyrum heyrist.En þó flest.Og allt hér í Suðurhafseyju Íslands.Vestmannaeyjum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta var alveg rosalega góð grein hjá þér Ólafur en mér þætti það mjög miður ef þú þyrftir að leggjast svo lágt að verða einhver "gervilistamaður" til þess að geta lifað "þokkalegu" lífi.  En fyrst og fremst segir þessi pistill okkur hversu ginkeypt við erum orðin fyrir öllu utanaðkomandi og kunnum ekki að meta það sem er EKTA ef einhver kemur til okkar og segir að einhver fáránlegur hlutur, sem hann er að gera sé LIST, þá hlýtur þetta að vera flott og hann fer skellihlæjandi heim til sín vitandi það að hann hafði alla að fíflum.

Jóhann Elíasson, 3.7.2008 kl. 12:18

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

hahahaha ertu viss um að "Olav von dónó"  væri ekki skemmtilegra listamannanafn á þig..flottur pistill sem tekur á mörgum þáttum. kvitt og kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 3.7.2008 kl. 22:38

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Flott skrif 'Ólafur og mikið í þau spunnið!!Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 4.7.2008 kl. 00:41

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Frábær pistill Ólafur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.7.2008 kl. 02:44

5 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Ólafur, ég hef lært það í gegnum tíðina að maður eigi að bera virðingu fyrir sér eldri og reyndari fólki, og þú gamli ert varla skröggur, allavega ekki í mínum huga, þú ert reynslu bolti, gleðilega goslokahátíð.

Helgi Þór Gunnarsson, 4.7.2008 kl. 16:04

6 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Þakka ykkur öllum innlitið.Já Helgi minn það færi betur ef fleiri hugsuðu á sama hátt og þú.En þetta með að bera virðingu fyrir þeim eldri og reyndari er að mínu mati á miklu undanhaldi nú til dags.Verið öll kært kvödd og góða helgi.Og þú Helgi njóttu Gosloka helginnar vel.

Ólafur Ragnarsson, 5.7.2008 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 535995

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband