Enn og aftur

Það er sennilega að bera í bakkafullan lækinn að tala um innflytendur.Ég vil samt aðeins reyna að hugleiða málið án nokkurra fordóma að minni hálfu,en það virðist vera útilokað að mestu leiti.Því að þeir sem einhverra hluta vegna gagnrýna þessa nýustu ákvörðun í málinu eru bara afgreiddir með orðinu"rasisti"Hverskonar lýðræði er eiginlega á Íslandi í dag?

al Waleed2 Úr Al – Waleed flóttamannabúðunum

Ég vil benda hingað lestnum á blogg mitt dagana 14,16 og 18 þessa mánaðar.Ég ætla ekki að gefa mig út fyrir að vera einhvern sérfræðing í þessum málum,langur vegur þar frá.En ég fullyrði það að ég hef meira vit á hvað ég segi um þessi mál,en margur nafnleysinginn sem lætur hvað hæst"Bylur hæst í tómri tunnu"stendur einhversstaðar.Ég leifi mér að vitna enn í orð varaformanns Sjálfstæðisflokksins þegar hún ræðir mál EBE"Það er nauðsynlegt að við stjórnmála menn ræðum opinskátt um þessi mál og kynnum fólki kosti og ekki síður galla við inngöngu í EBE.Talaði um opinskáa og þroskaða umræðu um þau mál"

graphic Úr flóttamannabúðum

Af hverju má ekki tala um innflytendamál á sömu forsemdum.Er það virkilega"þroskuð"umræða sem fer fram um þessi mál".Það er staðreynd að múslimum gengur ver að að laga sig að menningu,siðum og jafnvel lögum þeirra landa sem þeir flytjast til en annara trúar fólk.Ég endurtek spurninguna:"Hvað er það sem segir að okkur íslendingum gangi betur að taka á móti muslimum heldur en nágrannaþjóðum okkar.

Ég er samþykkur því að það sé"skítnóg"af peningum til í þessu landi.Ég hafði eitthvað misskilið þetta.Ég var til sjós í rúm 50 ár og fæ eftir skatta nú í lífeyrir alls um 110,000.Hækkaði um daginn eitthvað um 2-3 þús per mán.Hélt að það væri vegna peningasleysis í sjóðum sem koma að lífeyrisgreyðslum borgaranna.En eftir að hafa komis að því að ríkið ætlar að gefa eftir 60 milljarða í óborðuðum sköttum  eftir þá sé ég að það ætti að vera nógir peningar til að byggja upp"velferðina"á Akranesi og víða.Nú skal ég fúslega viðurkenna að mér er ókunnugt um trúarbrögð þessa flóttafólks sem hingað er komið.Öllu þessu fólki að örfáum undantekningur hefur vegnað vel hér á landi.

Meal%20Together Úr flóttamannabúðum

Og ég endurtek það sem ég skrifaði í fyrra blogi.Ég hef enga ástæðu til að setja mig á móti komu þessara flóttafólks.En ég vil að nokkrum spurningum sé svarað.Hvað ætlar bæjarfélagið að gera í því að íbúar á Akranesi verði fræddir um hin ýmsu fræði múhameðstrúar og hvað þarf að varast í sambúð við þá.Því heiður fjölskyldunar er þar hafður í fyrirrúmi.Og ég endurtek úr fyrra blogi:"Nú veit ég ekki um hve gömul þessi börn eru en börn palistínumanna eru alin upp við byssur frá unga aldri.Ég spyr erum við tilbúin að taka við þessu fólki.Kenna þeim tungu og siði þessa lands þannig að þau lendi ekki á skjön við lögin.

Mosque Qibla 01 Muslimar á bæn

Eyða allri tortryggni í garð okkar hjá því.Hvað með skólamatinn?Þarf að fara að skera sauðkindina á háls svo að  kröfum muslima sé fullnægt um slátrun kinda.Svínakjöt borða þeir ekki.Geta ekki orðið vandræði með skólamatinn.Hvað nú ef prakkarar láta muslimabörn eta óhreint kjöt og stæra sig svo kannske af því.Og ég spyr hafa fulltrúar frá Akranesbæ áætlun um að heimsækja t.d.Malmö og fræðast af borgaryfirvöldum þar um umgengni við þetta fólk?Tvískinnungsháttur Svía í þessum málum fór í taugarnar á mér.Allir áttu að vera vinir og allt það,en þeir hleyptu ekki muslimunum inn fyrir dyr hjá sér.Ég sá svo ótalmörg dæmi um yfirdrifna hræsni í garð þeirra sem mig langar ekki til að sjá hér á landi

 

Taka á þannig á móti fólki að það sitji svo ekki í súpunni sem annarsflokks þegnar þessa lands þegar fram líða stundir"Ég er hlynntur múslimum og hef oft komið til landa þeirra.Í sumum löndum t.d.Saudi Arabíu og Írak var illa tekið á móti manni.Í sumum löndum eins og Alsír var okkur t.d bönnuð landganga vegna þess að yfirvöld töldu sig ekki geta tekið ábyrgð á lífi okkar.Fyrir nokkrum árum skeði það að menn dulklæddir sem tollverðir komu um borð í þýskt skip og skáru alla áhöfnina 7 eða 8 menn á háls.Þetta skeði rétt eftir að kosningar dæmdar ógildar í Alsír þegar ljóst var að ofsatrúarmenn voru að ná meirihluta.Og þetta skeði í Mostaganem bæjar sem ég kom oft til.

Children%20at%20Dusk Ungir muslimar.

Mér finnst satt að segja öðruvísi viðhorf þegar fólk af öðrum trúarbrögðum á í hlut.Við skulum glugga í skýrslu sem gerð var fyrir Flóttamannaráð Íslands af Háskóla Íslands og heitir"Reynsla og viðhorf flóttamanna á Íslandi".Þar segir m.a:„eitt af vandmálunum var að kennarar sem eru að kenna okkur íslensku tala ekki okkar mál" og allar útskýringar verða mjög erfiðar. Sú íslenskukennsla sem flóttamennirnir fengu var í fjóra tíma á dag fimm daga vikunnar í 9 mánuði.

 Þessi kennsla var samhliða vinnu þessa fólks, það er þeim var kennt 4 tíma fyrir hádegi og síðan fóru þau og unnu í fjóra tíma í þeim störfum sem þau höfðu  fengið við komu hingað.Þeir ættingjar sem komuna hingað sem ástvinir flóttamanna hafa fengið mun minna íslenskunám heldur en þau sem komu sem flóttamenn. Þau hafa tekið frá 2 mánuðum upp í að hafa lokið fjórða stigi af íslenskunámi hjá Námsflokkunum. Hópurinn sem fór til Dalvíkur var í íslensku námi í einn mánuði og síðan var frí í einn mánuð vegna sumarleyfis kennara og síðan hófst kennslan aftur. Viðmælendum fannst það erfitt. Að mati viðmælanda er lykill að öllu að tala tungumálið: „ef maður talar ekki tungumálið þá verða öll samskipti erfiðari"

 

Og svo m.a: "Viðmælendur ræddu um að koman hingað hafi verið andlega erfið, ekki bara vegna þess að hér var gróður- og veðurfar allt öðruvísi, heldur einnig vegna þess að hluti af fjölskyldunum hafi orðið eftir í stríði. Það fylgdi því ákveðin vanlíðan að vera komin hingað og vera örugg á meðan aðrir í fjölskyldunni hafi ekki verið svo heppnir.Þau störf sem fólk úr hópunum sinnir í dag eru oftast önnur en þau sem þau höfðu sinnt áður en þau fóru á flótta"

 

Og svo m.a:"Flestir viðmælendur búa yfir gífurlegri sorg eða áfalls vegna lífsreynslu sinnar. Mikil þörf er fyrir einhverskonar andlega eða sálræna aðstoð til þessa fólks. Slík aðstoð er jafnvel enn nauðsynlegri í dag en þegar viðkomandi komu til landsins. Viðmælandi útskýrir: „Fólk er kannski tilbúið mörgum árum síðar að ræða um ákveðna þætti, en ekki í upphafi. Til að nýta slíka þjónustu þurfum við betra vald á  tungumálinu eða að fá fólk sem talar okkar tungumál".Auk þess er nauðsynlegt að hafa í huga að fólkið sem kom í tveimur síðustu hópunum, hafa verið miklu lengur en hinir í hrakningum, og þurfa kannski þar af leiðandi meiri aðstoð á þessu sviði. Fólk sem hefur lifað við óstöðugt ástand og óöryggi í allt að níu ár þarf á miklum stuðningi að halda"

Það er alveg með endemum hver hlutur fjölmiðla er í þessu máli.Sjá t.d.Sölva fréttamann Stöðvar 2 hvernig hann reyndi að ná fram einhversskonar andúð Magnúsar Þórs Hafsteinssonar á muslimum í þættinum"Ísland í dag"Ég vil bara benda á greinar og viðtöl sem höfð voru við Magnús eftir för hans of fl alþingismanna til Palestínu fyrir nokkrum árum.

Fjölmiðlar leika sér að snúa út úr skoðunum fólks og hreinlega falsa staðreindir bara til að fá meiri æsing upp í fólk.Mér eru minnistæð brot úr fréttaþætti frá Þýska sjónvarpinu 12 september 2001.Myndbrotið sýndi dansandi og syngjandi muslimakonu í Palestínu.Fréttamaður sagði konuna vera að fagna atburðunum deginum áður í New York City.En þetta reyndist vera fölsuð frétt.Konan var að fagna afmæli bróðurs síns.Sjónvarpstöðin varð að biðjast afsökunnar á þessari fölsun

 

 

Því miður getur svo flóttafólk orðið fyrir allslags áróðri þess fólks sem ekki líkar við dvöl þeirra hér.Nú segja einhverjir"nú er þetta ekki púra áróður hjá þér".Það vil ég ekki meina ég reyni allavega hvernig sem það nú tekst,að færa rök fyrir þessari skoðun minni.Fyrir mér vakir bara að allir hafi það gott á Íslandi hverrar þjóðar eða trúar þeir eru.Og það er okkar hlutur sem þjóð sjá um að svo sé.En ég bara spyr erum við vandanum vaxin?Mikið vildi ég óska að svo sé.En því miður held ég að svo sé ekki.Og að lokum það það á að senda út fólk"til að velja"úr hópnum

p01 01 23106[1] Gamlar konur í flóttamannabúðum

Gaman væri að vita hver"Dagskipanin"sendinefndarinnar sé.Af hverju má t.d ekki taka á móti öldruðu fólki sem er kannske búið að vera á flótta allt sitt líf.Leyfa því að eyða æfikveldinu hér á landi.Er það kannske of dýrt.Ég bara spyr.Ég hef mestar áhyggur af að þetta séu kannske ungar konur með stálpaða drengi.Það er að mínum dómi ekki góð blanda.En vonandi tekst þetta vel alltsaman.En ég bara skil ekki það ofstæki sem preglar þessa umræðu.Þessu er snúið upp í pólitískt fjaðrafok þar sem einn stjórnmálaflokkur er að ósekju sakaður um rasisma.Fólk notar þetta alvarlega mál til að koma höggi á pólitíska andstæðinga.Mér er sama hvað öðrum finnst en mér finnst það lákúra af verstu tegund.Ef einhver hefur lesið þessar hugleiðingar mínar,kveð ég hann kært.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Ólafur góð og fróðleg grein hjá þér.

Kv,Sigurjón Vigfússon 

Rauða Ljónið, 21.5.2008 kl. 22:59

2 identicon

Mjög vel skrifað, og vekur vonandi einhverja til umhugsunar. Það virðist ekki veita af því, vegna þess að margir halda að kærleikurinn og góðmennskan ráði gerðum allra manna. 

Ólafur B. Jónsson (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 23:05

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Það er hægt að finna fjölmörg rök fyrir því að bjóða flóttamönnum ekki hingað. Aðrar þjóðir gera það samt og við höfum undirgengist að gera það líka. Það er hægt að tína til ýmis dæmi um hitt og þetta, en það er alls ekki víst að þau eigi við. Auðvitað þarf að tala um málin og reyna að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Mér finnst Magnús Þór hafa sýnt meiri ofstopa og æsing í þessu máli öllu, en andstæðingar hans.

Sæmundur Bjarnason, 21.5.2008 kl. 23:15

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Ólafur. Það vantar ekki rökfærslurnar hjá þér frekar en fyrri daginn. Okkur greinir á um hópinn og samsetningur hans. Ég vil ungar konur sem aðlagast samfélaginu en þú gamalt fólk sem kemur til með að einangra sig frekar en þær.  Annars er þetta afar vandaður pistill hjá þér og vel unnin. Bestu kveðjur Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 23.5.2008 kl. 00:11

5 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Heil og sæl öllsömul.Ég þakka ykkur kærlega innlitið.Sæmundur þú tala um að við höfum undirgengist að taka á móti flóttafólki.Það skildi þó aldrei vera út af Mannréttindasáttmála SÞ.Og ef svo þá spyr ég af hverju þurfum við að fara eftir honum í sambandi við flóttafólk en ekki í sambandi við athugasemd Mannréttindanefndar í sambandi við okkur Íslendinga sjálfa.Ég hef marg tekið fram að ég hef ekki á móti flóttafólki eða öðrum sem eiga við bágindi að búa.En ég set spurningamerki(? það lítur svona út)við þann hóp sem nú er væntanlegur.Kolla mín þú kemur einmitt inn á hversvegna ég set þetta spurninga merki við þennan hóp,því miður.Ekkjur með börn.Nú þekki ég til af afspurn svokallaðra"Hedersmord"Ég spyr t.d ef þetta eru konur á"besta"aldri með stálpaða syni.Sem aldir eru upp í flóttamannabúðum og þekkja ekkert sem heitir lýðræði.Eiga Akurnesingar svar við hvað getur skeð ef einhver íslendingur fer að gera"hosur sínar grænar"við konurnar.Þetta eru jú oft gullfallegar konur og"náttúran"er söm við sig eða hvað.Hefur fólk pælt í hvað getur skeð ef nú einn sonurinn tekur"málið"í sínar heldur.Ég hefði sennilega ekki mótmælt ef þetta hefðu verið fjölkskyldur,eða eldri borgarar.Þetta er ekki neinn hræðsluáróður,heldur hugleiðingar gamals manns sem hefur séð margt og lesið dálítið.Ég legg til hérna link sem ég bið fólk að líta á:http://www.svd.se/nyheter/inrikes/artikel_843515.svd.Séuð þið öll kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 23.5.2008 kl. 17:51

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Ólafur.

Hinn meinti " pólítíski rétttrúnaður " gamalla stjórnmálaflokka þess efnis að ræða ekki málefni innflytenda til Íslands nema í skotgröfum svart hvítrar skilgreiningar samasemmerkis milli umræðu og fordóma gerir það að verkum að hugsanlega búum við innflytjendum til landsins verri skílyrði en við vildum upplifa sjálf vegna umræðuleysis.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.5.2008 kl. 02:02

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta er góður pistill og öfgalaus. Það er mikil nauðsyn að draga fram þær hættur sem fylgja þessari ákvörðun til þess að geta undirbúið viðbrögð þegar vandinn birtist. Og það er engum greiði gerður með því að fjalla um svona viðkvæm mál með ofstopafullum upphrópunum eins og raun ber vitni.

Ég tel næstum enga hættu á að þessu fólki verði sýnd óvild af neinum toga vegna uppruna síns,menningar eða trúarskoðana.

Spurningin er fyrst og fremst sú hvort við kunnum til verka við að leiða þetta fólk inn í samfélag okkar og eins hitt hversu viljugt það verður til að semja sig að siðum okkar samfélags.

En það er bannað að ræða þessi mál undir öðrum formerkjum en þeim að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir.

Það er að sönnu góður vegvísir en engan vegin einhlít afgreiðsla.

Og orð Guðrúnar Maríu Óskarsdóttur bið ég um að megi verða mín lokaorð.

Árni Gunnarsson, 25.5.2008 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband