16.5.2008 | 19:40
Flóttafólk
Ég geri mér algerlega ljóst að ég fæ á mig rasistastimpil yfir þessum hugleiðingum.Mér er andsk..... sama um það því þeir sem reyna að stimpla mig slíkum stimpli annað hvort vilja ekki eða geta skilið alvöru málsins Það eru nokkur atriði sem ég vil að séu alveg á hreinu áður en kemur að þessari hugleiðingu minni.Ég hef siglt mikið til landa Múslima bæði í Afríku og Asíu.Við Persaflóa og Miðjarðarhaf t.d Og ég get ekki annað en borið þeim vel söguna nema ef vera skyldi í Saudi Arabíu.
Mostaganem borg í Alsír sem ég kom oft til á skipum.Oftast með kartöflur
Ég hef mikla samúð með fólki í þessum löndum sem þurfa að þola ánauð hvers kyns og af hvers völdum hún kann að vera.Í upphafi vega í mínum siglingum ætlaði ég að vera góði strákurinn frá Íslandi sem vildi vera góður við alla í þeim löndum sem við komum í.Danskir skipsfélagar vöruðu mig við og ég lét það sem vind um eyru þjóta.En af eigin dýrkeypti reynslu sá ég það að maður varð að vera harður af sér og láta ekki góðmennskuna hlaupa með sig í gönur.
Ég bjó í 15 ár í Svíþjóð og sá það hve herfilega þeim hefur misstekist í "invandrarapólítík"sinni að mínum dómi.Þeir sitja uppi með stóran hóp af fólki aðallega frá t.d Sudan og Somalíu sem komu á fullorðins aldri til landsins ólæsir og skrifandi og verða aldrei annað en 2ars flokks þegnar þess lands vegna tungumálaörðuleika t.d og fl.Þetta fólk verður svo auðveldar bráðir eiturlyfjasala og melludólga.Ég dvaldi um tíma uppúr 1990 í bæ í Smálöndum sem Lammhult heitir.Á árum áður hafði verið mikill iðnaður í þessum bæ.
En er þarna var komið sögu var komið mikið bakslag í hann og mikið atvinnuleysi.Mikið um atvinnulausa unglinga sem voru uppá foreldra sína komnir.Ég átti þar góða vini sem ég dvaldi hjá.Í bænum voru nokkur hús sem hafði verið"hróflað"upp þegar mikill uppgangur var í bænum.Þegar ég var þarna átti að fara að rífa þessi hús.En svo kom mikið af flóttafólki frá fyrrum Júgóslavíu"Invandrareverket" tók þá þessi hús á leigu.
Gerði þau upp fyrir mikla peninga.Þegar það var búið komu bílalestir með húsgögn,heimilistækjum og sjónvörpum og þessháttar.Svo komu flóttamennirnir og fluttu inn.Uppá þetta horfðu hinir atvinnulausu unglingar á staðnum og fylltust bræði út í flóttafólkið sem fékk allt upp í hendurnar og fengu fullar bætur frá hinu opinbera.Það var ekkert gert til að útskýra þetta fyrir unga fólkinu eða reyna útrýma afbrýðisseminni eða kynna útlendingunum sænskt þjóðfélag.Þetta unga fólk varð auðveld bráð öfgahópa svokallaðra"skinheads".
Þjófnaður af snúrum og á leikföngum í húsagörðum jókst hverjum sem það var að kenna,en þetta var eignað flóttafólkinu.Það og fleira var sett á þeirra reikning.Aðdragandi þessarar hugleiðingar minnar eru væntanleg móttaka flóttafólks til Akranes.Mér skilst að í dag séu um 25 fjölskyldur á biðlista eftir félagslegu húsnæði frá bænum.
Óeirðir sem"skinheads"stóðu fyrir
Núverandi meirihluti hefur legið á bremsunum þegar um er að ræða fjölgun á félagslegum leiguíbúðum.Það sem fær mig til að setja athugasemd við þetta er bara það sem ég hef upplifað.Það er alveg á hreinu að inní þessum hóp sem hingað kemur eru einhverjir sem eru engir englar sem.geta haft ógnandi framkomu.t.d.við eldri borgara.Sem svo verða miður sín eru ekki vanir svona framkomu.Mér finnst mörgum spurningum ósvarað t.d.hvað verður gert til að þessu fólk verði kennd góð íslenska og það vel frætt um þjóðfélagsskipulags hér.
Ég hef 2svar orðið vitni að er kristin"asni"(fyrirgefið orðalagið en þetta er jafnvel meira en asnaskapur)sparkaði afturenda á múslima við bæn.Ég ætla ekki að tjá mig um afleiðingarnar. Hver tekur ábyrgð á ef svonalagað skeður þar sem ekki er til staðar neinn opinber bænastaður á Akranesi.Hvað verður um samskifti barna einstæðra foreldra sem hafa rétt til hnífs og skeiðar.Ég bendi á hér að framan afbrýðisemi unglinga í garð innflytenda.Fyrir mér vakir ekki að hafa á móti þegar fólki er komið til hjálpar í neyð.
Fólk má sjálf velja teksta við þessa mynd
En hvernig er þessu háttað hér á landi.Hvað um ungar mæður,aldraða,öryrkja sem svo sannarlega eru haldið í"flóttamannabúðum"fátæktar hér á landi.Fer ekki að koma tími á þá.Er bæjarstjórnarstjórn Akranes tilbúinn að taka við nokkrum einstæðum foreldrum,öryrkjum,eldri borgunum sem standa höllum fæti í t.d í Reykjavík????.Ég bara spyr. Það virðist vera rassismi að vekja athygli á þessu.Ég heyrði áðan í fréttum sjónvarps talað um hve vel hafði tekist með flóttafólk til Ísafjarðar.Mér finnst þetta ekki sambærilegt.Ég heyrði ekki betur en þarna hefði verið um að ræða hjón af blönduðu þjóðernum.Hjón með börn að flýja land sem þeim var gert ómögulegt að búa vegna þeirrar blöndunar og eru sennilega kristinnar trúar.Og vilja til að vinna fyrir sér.Hingað lesnir kært kvaddir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 58
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll, Ólafur.
Ég man hvað gerðist í Hafnarfirði 1998, þegar skortur var á íbúðarhúsnæði, þetta fólk er velkomið á þá á það staði sem gott framboð er á húsnæði, við getum ekki látið þá landsmenn sem vantar skjól yfir höfuðið líða fyrir heimsku og vinsældarveiðar stjórnmálamanna, í einstökum bæjarfélögum.
Fólkið á að fara þar sem nægt framboð er.
Kv, Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 16.5.2008 kl. 22:03
Takk fyrir þetta Ólafur. Ég þekki þetta mynstur eða mjög álika frá Danmörku. Það eru allir rasistar sem að nefna það að vel eigi að taka á móti innflytjendum. Hér er mikið af fólki frá öðrum löndum sem á mjög erfitt með tungumálið. Það þarf að tryggja þessu fólki betri kennslu
sérlega í yungumálinu og okkar siðum. Það er sinn siðurinn í landi hverju og ef fólk ætlar að falla inn í samfélagið verður það að blandast samfélaginu. Ég hef áhyggjur af þessum fjölda fólks sem á að flytja til Akraness. Ef allt gegnur svo vel á Akranesi af hverju er þá ekki búið að eyða þessum biðlista fyrir húsnæði ?. Það er ljótt að segja það en ég er viss um að þetta er ekki eins og þeir segja.
Stjórnmálamenn halda að það sé fínt að fá sem flesta hingað og þau vilja vera stolt af öllu innflutningi fólks. Ég hræðist þetta af slæmri reynslu dana, sem borga þeim fyrir að yfirgefa landið. Svona er nú Ísland í dag.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 16.5.2008 kl. 22:39
Sæll Ólafur og takk fyrir góðan og fróðlegan pistil.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 17.5.2008 kl. 02:10
Í upphafi skyldi endinn skoða.
Sigurjón Þórðarson, 17.5.2008 kl. 10:31
Sæll Ólafur og takk fyrir pistilinn. Ég hef lengi haldið fram svipuðu,(var búsettur á Englandi og sá daglega það sem þú lýsir), og ég vil meina að við stefnum hraðbyri inn í svipaða stöðu. Það er ekkert annað en hræsni og máttlítið samviskuyfirklór að eyða peningum í flóttafólk ef ekki er hlúð nægjanlega að innfæddum fyrst. Hver króna sem eytt er í slíka gjörninga er STOLIN frá þeim sem eru þurfandi hér. Við höfum ekkert að gera með stjórnmálamenni sem ætla að skreyta sig með hræsninsfullri yfirborðsmennsku, á kostnað framtíðarinnar.
Haraldur Davíðsson, 17.5.2008 kl. 13:57
Sæll, Ólafur. Ég held nú að það hafi nú verið óþarfi hjá þér að byrja á þessum hugleðingum þínum með því fyrirfram gefnu að fólk muni kalla þig rasista, því það er augljóst eftir lestur að svo sé ekki.
Þetta eru ágætis hugleðingar hjá þér þó ég sé nú ekki sammála öllu þar sem stendur. Það sem er vandamálið þarna, er að margir gera flóttafólkið að skotmarki í þessu máli fyrst og fremst, þó að sök á félagslegum vandamálum bæjarins ef slík eru, liggi hjá bæjaryfirvöldum Akranes þar sem Magnús Þór var nú einn af þeim sem var ekkert að leggja til málanna sem valdhafi meirihlutans. Er ekki sökin einnig hjá honum og er hann ekki að beina sjónum í burtu frá aðgerðarleysi sínu með þessu upphlaupi sínu?
AFtur á móti eru viðbrögðin sem þú lýsir í pistlinum umhugsanrverð og er einmitt það landslag hugsunar sem nasistar og öfgahægriflokkar og menn á borð við Le Pen, Geert Wilders og belgíska þjóðernisflokkinn sem spila allir á það sama, að hvað innflytjendur og múslimar eru vondir. Fólk er móttækilegra til að finna blóraböggul þegar á trumbur hræðslu og fordóma er barið stanslaust af tækifræssinuðum hatursöflum í bland við félagslegar aðsætður, og upp úr því spretta skinheads og slíkur öfognuður.
Annars hef ég verið að velta fyrir mér, að ef viðhorf bæjarbúa almennt sé eins og Magnúsar í garð múslima og flóttafólks, þá er spurning hvort það sé ekki betra að þessir einstaklingar fari eitthvert annað á landsbyggðina eins og t.d. til Grundarfjarðar þar sem fólk er víst meira en tilbúið til að aðstoða þessu fólki líkt og ég sá annars staðar. Þá sætu Akurnesingar upp með skömmina sjálfir líkt og þegar Húsavík var stimplað griðastaður nauðgara, og erlent fólk yrði hugsanlega varað við að fara upp á Skagann, það væri jú fyrirlitið þar fyrir trú og þjóðerni sitt.
AK-72, 17.5.2008 kl. 14:11
Veit ekki hvað fólk er að hugsa, en eitt er víst, að ég er sammála öllu sem Magnús Þór hefur sagt um málið.
Þorkell Sigurjónsson, 18.5.2008 kl. 04:21
Flottur pistill hjá þér.
Alveg merkilegt að sumt fólk skuli ekki fást til að líta til nágrannaþjóða okkar og sjá vandamálin þar.
Halla Rut , 18.5.2008 kl. 14:47
Sæll félagi. Ég klóra mér í hausnum yfir þessari bloggfærslu þinni. Ég er ein af þeim örfáu sem ekki er hrifin af afstöðu MÞ í þessu innflytjendamáli. Ég er hinsvegar sammála öðru í þinni grein um innflytjendapólitíkina og að vanda þurfi innflutning á vinnuafli til landsins bæði útaf markaðsmálum og velferðarmálum. Allir vita af vanda nágrannaþjóðanna í þessum efnum og enginn vill fá hann yfir sig en samt er allt opið upp á gátt. En af hverju er ég þá sammála þessu flóttamannamáli. Jú við þurfum að uppfylla ákveðnar kröfur í því efni og það hefur ekkert með " aldraða, atvinnulausa, biðlistafólk, eða íslenskt velferðarmál að gera. Ég tek undir margt í athugasemd AK-72 ( hver sem það nú er ) Mér er minnisstætt nauðgunarmálið á Húsavík og það setti vissulega svartan blett á bæinn sem kominn er til að vera og þar líða heiðvirðir íbúar bæjarins fyrir aðgerðir annarra. Þessi hópur er sérstaklega heppilegur til að uppfylla þessi flóttamannaákvæði og vil ég hæla Ingibjörgu Sólrúnu fyrir það val, ef það er frá henni komið. Þetta eru stríðshrjáðar konur sem hafa flúið heimalandið vegna ofsókna og börn þeirra. Bæjaryfirvöld á Akranesi geta haldið sínu striki í velferðarmálum burtséð frá þessu þar sem framlag frá ríkinu bætist við þeirra fjármagn vegna verkefnisins + það að etv verða þær kannski harðgiftar eftir smá tíma íslenskum öðlingum. En úr því sem komið er á að setja þær niður annarsstaðar á landinu. Ekki Akranesi. Þú ert ekki rasisti frekar en ég. ps. ég á ekki von á að þessar konur fari að reka rassinn upp í loftið hér á landi
Kolbrún Stefánsdóttir, 18.5.2008 kl. 15:07
Sæl öllsömul og þakka ykkur fyrir innlítið.Mín mjög svo kæra"bloggvinkona"Kolbrún!Það er ekki oft sem við erum ósammála.En það er faktíst partur af því lýðræði sem allavega er á pappírnum hér á landi sem við erum alin upp á.En að mega ekki tala opinskátt um þessi mál og velta því fyrir sér vegna eigin reynslu án þess að fá á sig allslags stimpla er ekki það lýðræði sem ég vildi sjá í þessu landi.Í gær líkti góður vinur minn mér og skoðanir mína á þessu einstaka máli við Hitler og skoðanir hans á gyðingum.Mér finnst athugasemd sem ég sá frá henni Höllu Rut sem komenderar hér að framan segja flest það sem þarf og ég leyfi mér að vitna í hana:”"Það sem fólk skilur ekki er að þar sem maður kemur að skal maður aðlagast staðarháttum en ekki krefja gestgjafann um breytingar””Þetta finn mér segja fleira en mörg orð um þær staðreyndir er ég haf upplifað t.d í Svíþjóð.Það komu upp mörg mál er varðaði samskiftaörðuleika.Mér er minnistætt mál sem kom upp í Helsingborg þer sem muslimar kröfðust annars matar en þess sem borin var á borð,handa sínum börnum vegna t.d.trúarbragðana.Þá risu aðrir foreldrar upp og kröfðust þess einnig að þeirra börn gætu heimta annan mat fyrir þann sem þau ekki vildu.En reglan var sú að ef barnið vildi ekki þann mat sem á borðum var þá varð það þessvegna að svelta.Ég lá einusinni á baðströndinni í Malmö og sólaði mig með 2 yngri vinum mínum.Ég vissi ekki fyrr en 3 mjög æstir karlmenn réðust á okkur með skömmum og svívirðingum og gáfu öðrum af vinum mínum blátt auga.Ástæðan,jú þeir vildu meina að við(ég lá nú með lokuð augun)værum að"svívirða konur þeirra með því að stara á þær.Ég veit ekki hve margar ungar stúlkur á Norðurlöndum hafa verið myrtar á Norðurlöndum vegna"heiðurs fjölskyldunar"Ég bendi á að þetta eru einstæðar mæður kannske með stálpaða syni uppalda í hatri á vesturlendingum og öðrum villutrúarfólki..Ég efsat um að ég myndi setja mig upp á móti ef þetta væru fjölskyldur.En þetta eru ekkjur og börn fallina manna sem féllu í hinu"Heilaga stríði"Og ég spyr af hverju ætti okkur að takast betur en nágrannalöndum okkar að nálgast þetta fólk eins og það vill.Kært kvödd öll
Ólafur Ragnarsson, 18.5.2008 kl. 16:46
Nei Ólafur það gerist ekki oft að okkur greinir á en það liggur i því að ég hef tilhneigingu til að taka málstað kvenna. Ég hef mikinn áhuga á að það sem við gerum í hjálparstarfi virki til frambúðar en ekki bara að ausa peningum í þá ógnarhít sem vandi heimsins er. Ég hef ekki trú á því, án þess að vita neitt um það , að þessar konur ali börn sín upp í hatri á vesturlöndum því þær eru þolendur öfgatrúarinnar nr. 1 þ.e. Múhameðstrúnni. Ef karlarnir þeirra eru dauðir þá eru engir til að ala á hatri á Vesturlöndum og rétti karla til að kúga konur. Ég vil ekki fjölskyldur því þá halda þau sig frá samfélaginu meira en annars. Eigum við að vara að ergja okkur yfir stimplum. Segir það ekki meira um hrópandann en þann sem fær á sig stimpilinn. Þú hefur meiri reynslu en ég í þessu og hefur eflaust rétt fyrir þér en mitt viðhorf til þessa hóps er svona. Við getum ekki heimtað að fólk aðlagi sig að okkur að öllu leiti og ættum að virða hvort annað á jafnréttisgrundvelli því öll höfum við eitthvað sérstakt fram að færa. Gott í bili minn kæri kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 18.5.2008 kl. 23:31
Heil og sæl mín kæra Kolbrún.Jæja það er mjög gott að heyra að við erum bara"pínulítið"ósammála.En hefur þú ekki séð myndir frá t.d.Palestínu af börnunum þar.Heldur þú að þeim sé t.d.kennt að bera virðingu fyrir öðrum trúarbrögðum í þessum flóttamannabúðum.Hvar sem þær eru.Ég vil líka minna á skrif M.Þ.H eftir að hann var í heimsókn ásamt öðrum þingmönnum á þessum svæðum.Annars langar mig ef þú lest þetta að biðja þig að kíkja á nýjustu bloggfærslu mína.Ég virði skoðanir fólks á þessu máli en tel að opinskárri umræðu í þessu máli nauðsynlega.Án allra stóryrða.Og að venju kveð ég þig kært vitandi að við förum þá bara"pínulítið"ósátt að sofa.
p.s. Nú veit ég að kannske stendur það og fellur hvernig þér hefur líkað við mitt síðasta blogg ef þú lest það.Sömu kveðjur
Ólafur Ragnarsson, 19.5.2008 kl. 00:06
hahaha eins og ég sé ósátt við þig þó ég sé ósammála einhverju máli.. kanntu annan? Ég skil alveg þitt sjónarmið og endurtek að þú hefur miklu víðari sín á þetta mál á heimsvísu heldur en ég. Ég hef stundum fengið að heyra að ég hafi "of stórt hjarta" og þú talaðir um að þú hefðir sjálfur upplifað bitra reynslu af fólki sem þú vildir treysta þannig að kannski er ég í þeim sporum sem þú varst í þá. Ég verð þó að segja þér að ég hef líka mjög ákveðnar skoðanir á ýmsum málum og ekki fyrir andsk. stundum að snúa mér Sjálfur kært kvaddur Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 20.5.2008 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.