14.5.2008 | 19:32
Margt í mörgu
Margrét Sverrisdóttir skrifaði grein í Morgunblaðið 08.10.2005 sem heitir:
"Raunverulegt fulltrúalýðræði?
Hér á landi gildir svokallað fulltrúalýðræði, þannig að þegnarnir velja sér fulltrúa til að framfylgja sínum málum. Þessir fulltrúar eru valdir af flokkslistum og úrslit kosninga ráða fjölda þeirra þingsæta sem hver flokkur fær.Þingsætin tilheyra því flokkum en ekki einstaklingunum sem boðnir eru fram í nafni flokkanna.Þess vegna særir það réttlætiskennd kjósenda(leturbreyt.mín Ó.R) þegar þingmaður, sem nær kjöri vegna stuðnings við þann flokk sem hann er fulltrúi fyrir, fer með umboð kjósenda eins og honum sýnist, fer jafnvel úr stjórnarandstöðu til að styðja stjórnarmeirihlutann á miðju kjörtímabili, eins og nýlegt dæmi sannar.
Að fylgja eigin sannfæringu
Það er ekkert óeðlilegt við það sem segir í 48. grein stjórnarskrár, að þingmaður sé einungis bundinn af eigin sannfæringu og ekki við neinar reglur frá kjósendum sínum. Það er eðlilegt að svo sé varðandi afstöðu hans til einstakra mála.Sem dæmi um slíkt er ef þingmaður er t.d. ekki sáttur við stefnu flokks síns í umhverfismálum, að þá hefur hann fullan rétt til að fylgja eigin sannfæringu.Ef kjörinn fulltrúi fólksins hefur hins vegar þá sannfæringu að hann geti ekki framfylgt þeim málum sem kjósendur ætluðu flokki hans að gera, á hann að segja ef sér svo næsti maður geti haldið þeim málstað fram. Annars virkar fulltrúalýðræðið alls ekki í reynd og svo virðist sem það sé löglegt að láta kjósa sig fulltrúa tiltekins flokks til þess eins að hlaupa strax í annan, þó allir séu sammála um að það sé siðlaust með eindæmum.
Kjósendum misboðið
Ef kjörnir fulltrúar fólksins fótum troða umboð kjósenda sinna með þessum hætti, hljóta kjósendur að krefjast þess að þeir fái þá heldur að hafa bein áhrif á framgang mála. Beint lýðræði er í raun einfaldara í framkvæmd með nútímatækni en nokkru sinni fyrr. Þannig er auðvelt að nýta tölvutækni til að þjóðin geti kosið um ákveðin málefni og umræða um þjóðfélagsmál er orðin öllum aðgengileg í fjölmiðlum og á netinu. Beint lýðræði er því augljóslega lýðræðislegra fyrirkomulag ef við viljum að lög byggi á vilja meirihluta atkvæðisbærra þjóðfélagsþegna hverju sinni.Það hefur ótvíræða kosti umfram fulltrúalýðræðið til að tryggja lýðræðið, ekki síst ef staðan er þannig í raun að kjörnir fulltrúar geta virt vilja fólksins að vettugi og fótum troðið það umboð sem þeim var veitt.
Endurskoðun stjórnarskrár
Nú, þegar endurskoðun stjórnarskrár stendur yfir, ætti að vera ærið tilefni fyrir stjórnarskrárnefnd að skoða hvort ekki megi skýra betur í stjórnarskrá skyldur kjörinna fulltrúa fólksins. Þingmaður ætti að fylgja sannfæringu sinni í einstökum málum, en treysti hann sér ekki til að starfa fyrir umbjóðendur sína að stefnu flokks síns almennt, ætti hann að segja af sér svo næsti fulltrúi geti haldið uppi merki flokksins.Það skiptir engu hvaðan núgildandi reglur koma, þær eru ranglátar og þess vegna á að breyta þeim þannig að réttur kjósenda verði tryggður""Tilv.í greinina lokið
Margrét Sverrisdóttir sú hin sama sem þetta ritaði 2005 situr nú í minnihluta Borgarstjórnar Reykjavíkur.Fyrir hvaða flokk veit enginn..Umrædd Margrét var 2 á lista FF við Borgarstjórnar kosningar 27-05-2006.Þá hafði það skeð að margumrædd Margrét hafði sagt skilið við flokk sinn FF.Og orðin varaformaður stjórnmálaflokks sem nefndist Íslandshreyfingin.
Í framboði til alþingis fyrir þennan flokk ásamt henni var maður að nafni Jakob Frímann Magnússon. Svo veiktist efsti maðurinn á listanum í Reykjavík og Margrét tekur við.Ég nenni nú ekki að rekja atburðarrásina nánar enda hlýtur hún að vera í fersku minni flestra.En nú skulum við aðeins athuga Stefnuskrá FF sem Margrét barðist fyrir í borgarstjórnarkosningum 2006 og málefnaskrá núverandi meirihluta sem hún er andstæðingur:
Úr málefnaskrá nv meirihluta:
"Sérstök áhersla verður m.a. lögð á eftirfarandi samkvæmt málefnasamningnum: Reykjavíkurflugvöllur verður sýndur í óbreyttri mynd á aðalskipulagi meðan rannsóknir standa yfir vegna nýs flugvallarstæðis á höfuðborgarsvæðinu.Ekki verður tekin ákvörðun um flutning Reykjavíkurflugvallar á kjörtímabilinu".
Úr stefnuskrá FF fyrir kosningar 2006:
"Stærsta ágreiningsmálið og um leið þýðingarmesta skipulags- og samgöngumál í Reykjavík í komandi kosningum er flugvallarmálið.Þar liggja skýrar átakalínur, þar sem F-listinn vill einn flokanna í borginni halda flugvellinum í Vatnsmýri. Það yrðu óafturkræf mistök að missa Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni. Í Vatnsmýri er flugvöllurinn vel staðsettur m. t. t. innanlands-,sjúkra- og öryggisflugs og einnig sem ómissandi varaflugvöllur fyrir millilandaflugið"
Málefnaskrá 2008:
"Leitað verður leiða til að varðveita 19. aldar götumynd Laugavegarins og miðborgarinnar eins og kostur er.
Framvæmdir hefist sem fyrst um mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og staðarvali og annarri undirbúningsvinnu vegna lagningar Sundabrautar verði lokið sem fyrst svo framkvæmdir geti hafist"
Stefnuskrá FF 2006:
"19. aldar götumynd Laugavegarins verði varðveitt F-listinn leggur nú sem áður áherslu á verndun menningarsögulegra minja.Sérstaklega ber að varðveita eldri götumyndir eins og við Laugaveginn,tengingu okkar við fortíð og rætur.Við val á útfærslu verði lögð áhersla á að tryggja vellíðan íbúa og náttúruvernd. því verði Sundabraut lögð þannig að íbúar verði sem minnst varir við umferðarþungann. Sundabraut verði í göngum með góðum tengingum við stofnbrautakerfi borgarinnar"
Úr málefnaskrá 2008:
"Einnig er gert ráð fyrir að strætisvagnagjöld verði felld niður hjá börnum, eldri borgurum og öryrkjum og almenningssamgöngurefldar.Fjölgað verður hjúkrunarrýmum og þjónustuíbúðum fyrir aldraða og samþætting heimaþjónustu og heimahjúkrunar verður efld.Tekjumörk vegna niðurfellingar fasteignaskatta fyrir elli- og örorkulífeyrisþega verða hækkuð verulega. Fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði verða lækkaðir á árinu og félagslegum leiguíbúðum fjölgað um 100 á ári.Og Orkuveita Reykjavíkur og orkulindir verða áfram í eigu almennings".
Úr stefnuskrá 2006:
"Brýnt er að efla almenningssamgöngur til að draga úr yfirþyrmandi einkabílanotkun, sliti á götum og mengun í borginni.Til að auka nýtingu almenningssamgangna ber að fella niður fargjöld í strætisvagna fyrir unglinga að 18 ára aldri ásamt öldruðum og öryrkjum. Orkuveitan og Landsvirkjun verði áfram í eigu almennings.Framboð Frjálslyndra og óháðra leggst alfarið gegn einkavæðingu Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjunar og varar við því að fleiri auðlindir almennings komist í hendur fárra. Orkuveita Reykjavíkur er mjög blómlegt fyrirtæki sem gefur góðan arð fyrir eigendur sína,Reykvíkinga, og því leggst F-listinn gegn hlutafélagsvæðingu þess eða öðrum breytingum á rekstri.""
Fyrir hvaða flokk er þá Margrét Sverrisdóttir að vinna í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fór hún ekki fram fyrir Frjálslyndaflokkinn og óháða. Hvaða flokkur er óháðir ? Er hún kannski sú eina sem er óháð á þeim lista sem stendur á bakvið F listan í Borgarstjórn Reykjavíkur?Hún sagði sig úr Frjálslyndaflokknum en hún vinnur samt í hans nafni og neitar að láta réttkjörnum varafulltrúum sæti það, sem hún ranglega situr í.Er hún ekki varaformaður Íslandshreyfingarinnar.Getur því ekki líka verið skráð sem oddviti einhvers óháð framboðs. Hvaða stjórnmálamanni sem vill láta taka mark á sér hagar sér svona.Það væri gaman að heyra álit formanns Íslandshreyfingarinnar á fyrrgreindri grein Margrétar og hegðunar hennar nú sem eftir öllum sólarmerkjum er andstæðingur Jakobs Frímanns flokksbróðir hennar og áhrifamanns í Íslandshreyfingunni í Reykjavíkurborg.Mig minnir að hinn mikli leiðtogi að margra mati,Ólafur Thors hafi eitt sinn sagt um harðan andstæðing."Hann var alltaf samkvæmur sjálfum sér og trúr sinni sannfæringu.Vegna þess virti ég hann mikils".Eiga ekki sömu lög og reglur við um fulltrúa flokka á Alþingi og í sveitarstjórnarmálum.Læt fólk eftir að dæma sjálft um þessa.Hingað lesnir kært kvödd
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:03 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 58
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð hugleiðing Ólafur og sannarlega orð í tíma töluð.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 15.5.2008 kl. 01:43
Já orð í tíma töluð!!!Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 15.5.2008 kl. 21:13
Heill og sæll 'olafur, þetta er góður pistill hjá þér maður skilur ekki alveg hugsunarháttinn hjá þessu fólki sem er að hlaupast undan merkjum. Kannski er ekki nógu vel vandað til að velja á menn eða konur á lista F listans. Merkilegt að tvær konur séu farnar í aðra flokka.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 15.5.2008 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.