Neyðin og konurnar

Ég held að þrátt fyrir allt eigum við íslendingar við nokkuð góð kjör að búa við.Þrátt fyrir,allt allavega ennþá.Mér er minnistætt frá siglingarárunum er ég sigldi Saigon-Hong Kong-Kao-hsiung og við vorum að sigla upp Song Nah Be fljótið upp til Saigon eða niður það á leiðinni þaðan að sáum við sáum oftar en ekki barnslík fljótandi

 

Nokkrir lósanna svöruðu ekki ef maður spurði en þeir sem svöruðu sögðu þetta vera lík af nýfæddum stúlkum.Fiskimennirnir sem búa á fljótinu eru bláfátækir og búa í litlum fleytum sem ég myndi ekki taka í mál að sigla á yfir höfnina hér hvað þá annað.Ef fleiri en ein stúlka fæðist inn í fjölskylduna þá er henni jafnvel bara hent í fljótið.Það er ekkert gagn talið af þeim.Það er hroðalegt að sjá þetta og en hroðalegra að hugsa til þess að svona gerist á okkar dögum úti í hinum harða heimi.

 

Ég hugsa að ég hefði átt bágt með að trúa þessu en ég sá þetta með eigin augum.Mér er líka minnistætt mál sem kom upp í Svíþjóð um það leiti sem ég flutti þaðan(2005)en þá fannst lík af nýfæddu barni út á víðavangi en samt ekki fjarri íbúðarbyggð.Það kom í ljós að barnið var nokkra vikna gamallt og virtist hafa legið í frosti.Það kom svo í ljós að barnið hafði verið fætt af ungri móður sem ekki treysti sér til að ala það upp vegna báborinna kjara.En þetta var ekki öll sagan.Það fundust 2 önnur lík að mig minnir í frystikistu heima hjá henni.Konan átti 10-11 ára gamlan dreng, sem kom upp um málið.Hann hafði tekið barnslíkið og sett það þar sem það fannst og gengið þannig frá málum að hægt var að rekja slóðina til móður hans..

 

Drengurinn vissi um gerðir móður sinnar og hafði gripið til þessa ráðs til að koma upp um hana.Enginn virtist hafa tekið eftir ástandi konunnar eða látið sig það varða á nokkurn hátt.Hún hafði starfað á"kassa"í kjörbúð og allir báru henni vel söguna.Og allt nágrennið var slegið er upp komst um hana.Þetta skeði nú í velferðarríkinu Svíþjóð.Ég á bágt með að trúa að svona nokkuð geti skeð hér á landi.Ég held að íslendingar sem eru meira fyrir að vera með"trýnið"niðri í hvers manns"koppi"en flestar aðrar þjóðir að mínu mati létu svona aldrei ske.

 

En þetta á kannske eftir að breitast.Bæði kjör einstæðra mæðra og"nágrannahnýsnin"En ég vona bara að svo verði ekki.Svo við sjáum ekki svona dæmi hér á landi.En það er alltaf að stækka hópurinn sem ekki á fyrir lífsnauðsynjum og þar er fyrrgreindur hópur í meirihluta.Hingað lesnir kært kvaddir


mbl.is Barnslík fundust í kassa á Englandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Vá þvílíkur hryllingur. Auðvitað er erfitt fyrir sárafátæka fáfróða fólkið að bæta við einum munni að metta og eina leiðin að farga barninu. Það þekkir ekki varnirnar en hefur hvatirnar ( oj hvað ég er að verða dónaleg núna) Þessi drengur í Svíþjóð hefur verið með mikið siðferðisþrek og áttað sig á sjúkleika móður sinnar en þar er væntanlega hægt að eyða fóstrum, eins og hér, með faglegum hætti. Ég tek heilshugar undir það að við eigum að bæta kjör einstæðra mæðra en þá kemur alltaf kvakið um að verið sé að "vega að hjónabandinu" og jafnvel að " verið sé að refsa fólki fyrir að búa saman eða gifta sig" Já það er vandlifað  kveðja til þín Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.5.2008 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 536136

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband