8.5.2008 | 17:08
Hver á réttinn
Á hjólreiðamaður nokkurn rétt á gangbraut?Þarf hann ekki að leiða hjólið þegar hann fer yfir "gangbrautina" til að eiga rétt þar.Ég bara spyr?Ég hef ekkert á móti hjólreiðum og myndi vilja sjá meir af slíku.Og því miður höfum við alltof lítið af virkilegum hjálreiðastígum.En ég spyr aftur:hver er réttur hjólandi manns á gangbraut?Flokkast hjól ekki undir farartæki?Kært kvödd
Keyrð niður á merktri gangbraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 536135
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hárrétt hjá þér. ég stoppa aldrei fyrir reiðhjólamönnum á gangbraut nema þeir séu stignar af baki og hyggist leiða hjólið yfir. En þá stoppa ég líka undantekningarlaust.
Steini Bjarna, 8.5.2008 kl. 17:18
Hjólandi fólk hefur sama rétt og gangandi, ekki satt?
Elías Halldór Ágústsson, 8.5.2008 kl. 17:20
Samkvæmt Umferðarlögum er hjólreiðamönnum heimilt að hjóla á götum, vegum, gangstígum og gangstéttum. Sjá nánar hér:
http://www.islandia.is/lhm/greinasafn/2004/rvk_gle.pdf
"Lögin, sem samin voru með hliðsjón af norskum umferðalögum frá 1978, voru samþykkt 20 maí 1981 en samkvæmt því var heimilt "að aka á reiðhjóli og leiða reiðhjól á gangstígum og gangstéttum." Reyndar var tekið fram í athugasemdum nefndar við þetta frumvarp að "skortur á hjólreiðastígum veldur því, að hjólreiðar blandast bifreiðaumferð."
http://www.mmedia.is/~ifhk/odo-v.htm
Með kveðju,
Þorsteinn Briem, 8.5.2008 kl. 17:21
Og þar af leiðir af eðli máls að gangbrautir eru þar á meðal, ekki satt? Ég trúi því ekki að gangbrautir séu undanskildar. Það stenst bara ekki.
Elías Halldór Ágústsson, 8.5.2008 kl. 17:29
Gangbrautir og gangstéttar eru langt frá því að vera sami hluturinn.
Það væri mjög frólegt að fá úr þessu skorið.
Ef ég man rétt þá ber að reiða hjólið yfir gangstéttar en ekki hjóla á því. Það segir sig líka sjálft að annað getur skapað sórhættu á einmitt svona slysum. Það er að vísu ýmislegt sem bendir til að viðkomandi hafi verið við umferðarljós og hjólað yfir á rauðu í þessu tilfelli.
Landfari, 8.5.2008 kl. 17:35
Sömu reglur gilda um hjólreiðamenn og aðra ökumenn með þeirri undantekningu að það má hjóla á gangstéttum og stígum, þó ekki öllum sbr. t.d. hjólreiðabann á gangstéttum við Laugaveg. Þegar hjólað er með annarri akandi umferð gilda svo sömu reglur og um önnur ökutæki. Það er því ekkert sjálfgefið um jafnan rétt gangandi og hjólandi vegfarenda við mismunandi aðstæður.
Því er hæpið að gefa sér að hjólandi fólk eigi sama rétt og gangandi á gangbrautum. Þarna er uppi vafi sem væntanlega þarf að skilgreina sérstaklega.
Pétur Maack (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 17:38
Ætli maður fengi ekki gjafsókn ef maður yrði ákærður fyrir það umferðarlagabrot að hjóla yfir götu á gangbraut?
Fyrir mér er sú regla svona um það bil jafn skynsamleg og ef það væru reglur sem kvæðu á um að bílstjórar þyrftu að ýta bílum sínum yfir gatnamót, ekki aka.
Elías Halldór Ágústsson, 8.5.2008 kl. 17:38
Umferðarlög nr. 50/1987:
39. gr. Hjólreiðamenn skulu hjóla í einfaldri röð. Þar sem nægilegt rými er mega tveir þó hjóla samhliða, ef það er unnt án hættu eða óþæginda. Ef gefið er merki um framúrakstur mega hjólreiðamenn eigi hjóla samhliða, nema aðstæður leyfi eða nauðsyn krefji.
40. gr. Barn yngra en 7 ára má eigi hjóla á akbraut nema undir leiðsögn og eftirliti manns sem náð hefur 15 ára aldri.
Það er nú betra fyrir ykkur að læra fyrst Umferðarlögin með SjÖ ÁRA gömul börn í umferðinni, til dæmis á gangbrautum, herrar mínir! ÞAÐ MÁ HJÓLA Á REIÐHjÓLI Á GÖTUM OG ÞAR MEÐ TALIÐ GANGBRAUTUM, AÐ SjÁLFSÖGÐU! Leiðið þið bílana ykkar yfir gatnamót?!
Þorsteinn Briem, 8.5.2008 kl. 17:47
Það má líka benda á að af fenginni reynslu sem hjólreiðarmaður að gangandi og hjólandi vegfarendur eru ávalt í rétti hvar sem þeir eru staddir í umferðinni.
Það var nefnilega keyrt á mig þar sem ég var á reiðhjóli fyrir nokkrum árum, það varð til þess að ég komst að þessu.
MBK
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 8.5.2008 kl. 18:33
Ja hérna.Ég bjóst ekki við að þessi hugleiðing mín myndi valda svo miklum viðbrögðum.En ég velti þessu upp bara af því að ég var ekki viss um rétt hjólandi manna á gangbrautum.Ég þakka ykkur öllum snör viðbrögð og innlitið.Kært kvaddir
Ólafur Ragnarsson, 8.5.2008 kl. 18:49
kvedja til thin Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 8.5.2008 kl. 20:17
Héraðsdómur Suðurlands 19. nóvember 2007:
"Kvaðst vitnið hafa verið komið yfir gangbrautina við verslunina Lindina með yngri son sinn ... og kvaðst hafa verið að bíða eftir eldri syni sínum, tjónþola, en hann hefði verið á hjóli. Sagði vitnið tjónþola hafa verið að hjóla til sín yfir götuna þegar hann lenti í slysinu. Kvað vitnið tjónþola hafa verið kominn hálfa leið yfir gangbrautina þegar bifreið kom frá Kirkjuveginum, að vitnið minnti, og ók í áttina að gangbrautinni á Eyrarveginum. Sagði vitnið að bifreiðinni hefði ekki verið ekið mjög hratt og taldi vitnið bifreiðina hafa verið á um 10–15 km/klst. og kvað vitnið ákærðu hafa horft á sig."
"Ákærðu er gefið að sök að hafa ekið bifreið sinni án nægilegrar aðgæslu og varúðar og án þess að virða gangbrautarrétt með þeim afleiðingum að bifreið hennar hafnaði á tjónþola ..."
Dómsorð: Ákærða ... greiði 100.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dóms þessa en sæti ella fangelsi í átta daga."
http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S200700256&Domur=4&type=1&Serial=1
Þorsteinn Briem, 8.5.2008 kl. 20:21
Góð umræða hér. Um það sem skiptir máli. Áhugavert það sem þú segir, Ólafur Björn, um að hjólreiðamenn (og í enn frekari mæli gangandi geri ég ráð fyrir) séu ávallt í rétti.
Þannig er það nánast í Hollandi og Danmörku. Mér skilst að jafnvel þegar hjólreiðamaður eða gangandi sé klárlega valdir að slýsi þá ber hann bara helminginn af ábyrgðinni. Enda eru ökumenn á bílum þeir sem valda tjónunum, vegna þyngdar, stærðar og oft vegna hraða. Með þessum mætti stærðar, þyngdar og hraða fylgir ábyrgð. En talað er um að einmitt þetta fyrirkomulag sé sértsakt fyrir Danmörk og Holland.
Annars erum við hjá Landssamtökum hjólreiðamanna og Íslenski Fjallahjólaklúbburinn ( og með stjórnir HFR og Hjólamanna samstíga okkur ) að leggja áherslu á að hjólreiðar á götu hafi marga kosti. Þá er maður þar sem bílstjórar athuga varðandi hættur gegn sér ( aðrir á bílum ). Námskeiðin í Hjólafærni sem við erum bráðum að byrja á að byggja upp, taka mið af þessu og styðjast við National Cycle Training Standard frá Bretlandi
Morten Lange, 9.5.2008 kl. 01:22
Vegna þess að vitnað var í lögin í Noregi : Þar er mjög skyrt tekið fram í allri umræðu að hjólreiðamenn eiga ekki réttin á gangbraut, og þurfa að stiga af til að öðlast réttinn. En margir í "kerfinu" í Noregi vilja breyta þessu þannig að hjólreiðamenn fái sömu rétt og gangandi þegar gangbraut er notuð til að þvera götu.
Morten Lange, 9.5.2008 kl. 01:29
Ef þetta er rétt að hjóla megi út á gangbrautina og yfir er bara verið að bjóða slysunum heim. Það er víða sem hjóla og gangstígar þvera akbrautir og með þessu móti er engan vegin hægt að komast hjá slysum þegar komið er á fleygiferð á hjóli og beint afram þvert yfir götuna. Ef þannig stendur á á bílstjóir ekki möguleika á að stöðva því maður á hjóli sem er utan sjónfæris er augnabliki síðar beint fyrir framan bílinn.
Steini Briem, hvar er þetta ákvæði í lögunum að hjóla megi á gagbrautum?
Landfari, 9.5.2008 kl. 09:27
Landfari : Hef ekki tíma til að grafa þetta upp núna, en ég er nokkuð viss um að þetta standi hvergi skýrum stöfum ( á einum stað) í lögunum. Hvorki að það megi eða megi ekki hjóla eftir gangbraut til að þvera götu. Þetta verður afleitt af öðrum lagagreinum/reglum. En hjólastóll er til dæmis skilgreint sem hjólastóll í umferðarlögunum. Finnst þér líkllegt að notendur hjólastóla þurrfa að teyma stólinn yfir gangbraut ? :-)
En eitt er að mega hjóla yfir, annað er að eiga réttin. Mögulega eiga gangandi réttin á gangbraut, en ekki hjólandi ?
En svo kemur rökin inn um að sá sem er líklegastur til að valda miklum skaða, beri skylda til að fara varlega. Hjólreiðamenn gagnvart gangandi, bilstjórar gagnvart gangnadi og hjólandi. Með sömu rökum mætti segja að bilstjórar á stórum bílum, svo sem flutningabílar og strætó bera sérstaka ábyrgð. Varðandi strætó kemur þó inn að almenningssamgöngur hafa meira vægi en einkaferðir bílstjóra.
Morten Lange, 9.5.2008 kl. 11:16
Hmm. Tek aftur þetta með að hjólreiðamenn eiga hugsanlega ekki réttin. Mér sýnist á öllu að þessi dómur sem Steini vitnar í bendi nokkuð skýrt í öfuga átt.
Morten Lange, 9.5.2008 kl. 11:20
Innlit með góðri kveðju til þín.
Ásgerður Jóna Flosadóttir, 10.5.2008 kl. 17:46
Textinn hér að ofan var ætluð að hjóða : "hjólastóll er til dæmis skilgreint sem reiðhjól í umferðarlögunum".
En hér skal reyndar taka fram að þetta gildir um vélknúna hjólastóla :
"Reiðhjól:
a. Ökutæki, sem knúið er áfram með stig- eða sveifarbúnaði og eigi er eingöngu ætlað til leiks.
b. Vélknúinn hjólastóll, sem eigi er hannaður til hraðari aksturs en 15 km á klst. og verður einungis ekið hraðar með verulegri breytingu.
c. Lítil vél- eða rafknúin ökutæki, sem hönnuð eru til aksturs á hraða frá 8 km og upp í 25 km á klst. Undir þessa skilgreiningu fellur m.a. vélknúið hlaupahjól sem búið er stigbretti, er á hjólum og með stöng að framan sem á er stýri. Slíkum farartækjum má ekki aka á akbraut.
(...)
Heimilt er að hjóla á gangstétt og gangstíg, enda valdi það ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum. Hjólreiðamaður á gangstétt eða gangstíg skal víkja fyrir gangandi vegfarendum. "
Umferðarlög ( nr. 50, 1987 með síðasr breytingum )
Og svo til að forðast misskilningu ætti að taka skýrar fram að lagaklausunni í lok undirgrein c, að húngildi bara þeirri grein... Hjólreiðamenn mega að sjálfsögðu vera á akbraut, almennt séð, enda reiðhjól skilgreind sem ökutæki.
Morten Lange, 12.5.2008 kl. 17:54
Úff þetta er alltof flókið. Best að halda sig bara við bílinn kveðja til þín Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 12.5.2008 kl. 20:47
Já Kolla, eins og Hómer Simpson sagði: "If at first you don't succeed, stop and never try again!" :>
Kári
Kári Harðarson, 18.5.2008 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.