4.5.2008 | 14:24
Þetta sagði ´ann þá
21. nóv. 2005 sagði nv samgönguráðherra þetta í ræðu á Alþingi:
"Þessi svakalega skattheimta ríkisins af flutningastarfsemi er náttúrlega með ólíkindum. Þegar verið er að flytja matvörur milli landshluta, í flestum tilvikum frá höfuðborgarsvæðinu og út á land, eða vörur á vegum fyrirtækja, hráefni til iðnaðarframleiðslu eða annars, eða fiskflutningar sem hafa heldur betur aukist milli landshluta til að halda uppi atvinnu á stöðunum, þá kemur þessi svakalega skattheimta ríkisins af allri flutningastarfsemi þannig að helmingur af flutningsgjöldum rennur beint í ríkissjóð, í ríkiskassann hjá hæstv. fjármálaráðherra Árna M. Mathiesen.
Á mannamáli: Ef vörur væru fluttar norður á Akureyri á einum flutningabíl og flutningsgjöldin af þeim farmi væru 200 þús. kr. rynnu 100 þús. kr. beint í ríkissjóð af þeim flutningi. Finnst hæstv. fjármálaráðherra þetta vera jafnrétti eða jafnræði? Þetta er í raun og veru eitthvert mesta óréttlæti sem viðgengst núna og engan veginn hægt að sætta sig við það. Það er heldur engan veginn hægt að sætta sig við að hæstv. byggðamálaráðherra sem talar á tyllidögum, í samkvæmisræðum og á framboðsfundum um að nauðsynlegt sé að niðurgreiða þetta gjald eða finna einhverja leið til að lækka það, kemur svo í tíma og ótíma hér í ræðustól Alþingis og segir að því miður verði bara ekkert gert. Allt bendir til þess að það sé vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn stoppi málið og vilji ekki fara þá leið. Því segi ég, virðulegi forseti, og mundi fagna því ef hæstv. fjármálaráðherra tæki undir:
Ég held að við ættum að prófa það kerfi að setja fyrst í flutningabílana aksturskubbana sem sprotafyrirtæki á Íslandi er að þróa, og er ef til vill komið hvað lengst í í heiminum, og freista þess að lækka flutningsgjöld með því að leyfa þeim bílum að keyra á ákveðnum tímum á miklu lægra gjaldi til að byrja með. Mundum við þá ekki sjá hvort við gætum lækkað flutningsgjöldin hvað það varðar? Við þessa aðferð þurfum við ekkert leyfi frá ESA eða hvað þetta apparat heitir úti í Brussel sem hæstv. byggðamálaráðherra skýlir sér stundum á bak við.""
Svo mörg voru orðin fyrir 2 1/2 ári síðan.Hvað hefur breyst.Ef eitthvað þá hefur það farið framhjá mér.Nú á að fara að selja eina olíuflutningaskipið sem við eigum eða réttara sagt höfum séð hér við land og var einusinni undir íslenskum fána.Ætlar einhver að segja mér að flutningar á olíu færist ekki allavega eitthvað meir út á vegina.Þola vegirnir öllu meiri flutninga.Ég held að það sé nóg fyrir.þarna þarf Ríkið að fara að koma að áður en allt vegakerfið fer til helv.... eins og svo margt annað hér á landi"to day"
Maður er allur að vilja gerður að reyna að vera bjartsýnn á lífið og tilveruna en það gengur hálf ílla nú um stundir.Eftirfarandi las ég enhvertíma einhversstaðar:"Öll dýr jarðar að undanskilinni manneskjunni vita að tilgangur lífsins er að njóta þess"Og þetta orti Hjálmar Jónsson núverandi Dómkirkjuprestur og fv.þingmaður til Davíðs Oddsonar þv forætisráðherra.En mér finnst þetta eiga við þann núverandi"Gáfur hefur guð þér lánað,/get ég svarið,/en eðlið hefur ekkert skánað/undanfarið"Ef einhver hefur haft nennu til að lesa þetta kveð ég þann sama kært
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:19 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir pistilinn. Endum við ekki í strandaflutningum. Spara vegina og slysin og fara með flutningana aftur út á sjó. Hvað heldur þú um það?
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 4.5.2008 kl. 16:10
Sæl Guðrún!Takk fyrir innlitið.Ég er gamall"Ríkisskipsmaður"og hef aldrei hvikað frá því að leggja niður Ríkisskip voru mikil mistök.En því miður var enginn skilningur hjá því ráðuneyti sem það heyrði undir og þar stjórnuðu menn sem ekkert vit höfðu á strandflutningum.Það var óopinber stefna Sjálfstæðismanna um árabil að koma félaginu í hendur einkaaðila.Það er allavega min skoðun.Gæfa Eimskips í byrjun var sú að í forstjórastólinn settist maður sem þekkti starfsemina sem félagið var stofnað til eins og fingurna á sér.Kært kvödd
Ólafur Ragnarsson, 4.5.2008 kl. 16:54
Sæll. Ég paufaðist í gegnum þetta til að eiga skilda kveðjuna hahah bara að stríða þér smá. Ég hef efasemdir um sjóflutninga því ég held að þeir séu of dýrir. Hitt er fínt að nota þessa kubba og láta flutningabílana keyra á nóttunni og eins hjólhýsafólkið. Þá er mun minni hætta á vegum landsins fyrir aðra og væri alveg í lagi að hækka hámarkshraðann upp í ca 110 -120 km en auðvitað alltaf með tilliti til aðstæðna og þungar sektir við að fara yfir það. Þú ert nú að verða aktívari en ég krúttið mitt, minnsta kosti á blogginu. Kveðja til þín minn kæri Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 4.5.2008 kl. 20:03
Sæl Kolla og takk fyrir innlitið.Það "kippti"mér 50 ár til baka að vera kallaður"krútt"Og um leið náttúrlega ófært að andmæla góðri bloggvinkonu sem kallar mann krútt.Þessvegna læt ég það bíða.Þetta með aktívatetin skulum við líka ræða síðar!!!!.Sértu ávallt kært kvödd
Ólafur Ragnarsson, 4.5.2008 kl. 22:29
Þessir gleymdust
Ólafur Ragnarsson, 4.5.2008 kl. 22:30
hahaha ég vildi að einhver kippti af mér 50 árum hahaha þú kannt að svara fyrir þig. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 5.5.2008 kl. 23:08
Sæl Kolla og takk fyrir innlitið.Þegar maður er kominn á minn aldur er lítill vandi að"kippa"manni til baka.T.d. myndir af gömlum skipum,konum/mönnum sem maður þekkti í"den".En hvernig er það fer ekki að koma tími á stefn.... í tæknideildinni.Þú veist hvað ég meina.Hafa svona smá dulúð yfir þessu öllusaman"eller hur"Sértu ávallt kært kvödd.
Ólafur Ragnarsson, 7.5.2008 kl. 00:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.