24.4.2008 | 20:48
Íslenskir Farmenn
Íslenskum Farmönnum er að blæða út.Þá meina ég sem stétt..Hverjum er um að kenna hvorki get ég eða vil dæma um.Hef verið of lengi frá landinu til að geta það af einhverju viti.En eitt er víst hverjum sem það er að kenna þá er virkilega illa komið fyrir þessari stétt.Þeirri stétt sem sigldu einhverjum fallegustu skipum sem prýddu höfin á þeim tíma.Þeirri stétt sem ekki síður flutti björg í bú íslendinga,en fiskimennirnir,með fullri virðingu fyrir þeim.
Skip sem ég sigldi á er það var nýtt.
Mér hefur oft fundist farmenn ekki fengið þann sess í sögunni sem þeim ber.Mér minnist þess að við fiskimenn töluðum stundum um"tuskibelli"(þið fyrirgefið orðbragðið)innfjarðarsjóara o.sv.fr.En farmennska krafðist ekki síður mikillar sjómennsku en fiskimennska.Allaversta ísing sem ég lenti t.d. í var um borð í farskipi.Máttarvöldin greina ekki farmenn frá fiskimönnum.Þessi misskilningur stafaði kannske af að farmennirnir sáust kannske helst við að þvo og mála í höfnum stundum hangandi í stillönsum einhverstaðar á skipinu.
Ýmis eldri skip sem byggð voru fyrir íslendinga.Esja 2,Dísarfell 1 Tungufoss 1 Lagarfoss 2
Þetta var misskilningur af sama toga og sagt var að við togarakallarnir værum alltaf fullir því að margir af okkur sáust ekki öðruvísi.Fólk sá ekki til okkar á sjó.Eins sá fólk ekki til farmanna að koma böndum á farm sem losnað hafði eða moka til í lestum og kolaboxum ef með þurfti eða þvíumlíku. Miskilningur er oft út af vankunnáttu um staðreyndir Það gæti líka hafa örlað á einhverskonar öfund það fengu færri en vildu pláss á þessum skipum.Ég komst nokkrum sinnum í farmannspláss en komst fljótlega að raun um að við félagarnir,ég og"Bakkus"áttum þangað lítið erindi.
Gullfoss stolt íslenska flotans á eftirstríðsárunum
En maður verður hugsi yfir framtíð íslenskra siglinga ekki síður en fiskveiða.Hvar endar þetta.Ný og fullkomin skip fást ekki mönnuð íslendingum.Það getur varla verið langt í að útlendir hafnsögumenn verði ráðnir við hafnir landsins.Þó ég viti um eitt dæmi að ekkiskipstjórnarlærður hafnsögumaður hafi sinnt því starfi,og það gerði hann með svo miklum sóma að frægt var út um heim.Þá meina ég hinn mikla atorkumann Jón Sigurðsson kenndan við Látra í Vestmannaeyjum.Ég hef verið að gagnrýna það að fólk sækji ekki hátðiðarhöld Sjómannadagsins og sný ekki til baka með þær skoðanir mínar.En það eru aðrir vinklarsvo maður noti nútíma orðfæri,á því máli
Dæmi um aðkeypt skip Tröllafoss tv Reykjafoss 2 th
Í fyrsta lagi mætti kannske skoða tímasetningu dagsins Júní getur stundum verið kaldur og hryssingslegur.Ég get vel skilið margrabarna feður með hóp sinn á hátíðarhöldunum.Litlu greyin hafa lítinn áhuga á ræðum og þesshátar.Það er engin Baldur og Konni eða svoleiðis til lengur.Eða eitthvað þessháttar til að skjóta inní til að halda athyli þeirra.
Dæmi um farskip sem byggð voru fyrir íslendinga á eftirstrýðsárunum. Fjallfoss 2,Skjaldbreið og Herðubreið
Svo er kannske slagveðurs rigning og kalsaveður og smáfólkið vill láta pabba halda á sér helst öll í einu af því að nú er pabbi heima.Þó komin séu einhver"tívolí"nær það skammt.Það skilur engin smábörn eftirlitslaust í þeim.Mér finnst satt að segja að það mætti endurskoða tímasetningu dagsins.Svo er 17 júní oft helgina á eftir.Dagsetningin var ákveðin á sínum tíma út frá útgerðarháttum.Vertíð lokið og síldveiðar ekki hafnar.Einnig var oft stop hjá togurunum eftir vertíð í þá daga.Að vísu er ég nú svo vanafastur að ég myndi samþykkja svona breitingu með seimingi. Ég bloggaði í gær um Reykjavíkurhöfn í kring um 1953.
Fleiri dæmi Stuðlafoss ex Hofsjökull
Og lífið við hana og talaði um að hugur margs ungs manns hefði mögulega beinst að sjómennsku við að koma þangað.Kannske við að veiða kola við Verðbúðar eða Loftsbryggju.Hvar sjá unglingar nútímans eitthvað í líkingu við það sem við sáum.Hvergi.Bryggjur,sem allavega flutningaskip liggja við eru lokuð almenningi út ef einhverri hryðuverkahræðslu lands sem fremur flest hryðjuverkin sjálft.En ekki út í þá sálma.Gullaldarskeið íslenskrar farmennsku var ekki runnið upp 1953. Það áttu glæsileg.stór og falleg íslensk farskip eftir að prýða þessa höfn.
Fegurstu"svanirnir"
Skip eins og"tvíburarnir" Selfoss og Brúarfoss sem komu 1958 og1960,.Skip sem að mínu mati eru fallegustu farskip sem prýtt hafa úthöfin.Ef mig brestur ekki minnið þá var Esja 4 1983 síðasta skipið sem byggt var sérstaklega fyrir íslendinga.Með einni undantekningu Brúarfoss?sem byggður var 1996.12 ár 1 skip og þar áður 13 ár síðan íslensku farskipi með íslenskan fána í skut hefur verið hleypt af stokkunum.
Esja ný og komin í hendur útlendinga
Brúarfoss? síðasta farskip sem byggt var fyrir Íslendinga
Ég tel ekki ferjurnar Baldur og Herjólf eða hafrannsóknarskip með.Þetta er Ísland í dag.Hér á árum árum áttu sumir ráðamenn stóra drauma,allavega á Sjómannadag um að gera Ísland að stórveldi í siglingum.Já það er sælt að láta sig dreyma en sú von hefur nú misst vængi sína,Ekkert hefur verið gert til hagræðis íslenskri farmennskiu að mínu viti.Í þjóðvísu frá Álandseyjum segir m.a."vem kan ro utan årar"Já hver getur róið án ára.
Mér finnst ekki hægt að tala um falleg skip öðruvísi en að tala um þessa 2.Freyr Re tv og Sigurður th og þeir áttu 2 bræður Víking og Maí.Sjáið þið línurnar þarna,eins og með Selfoss og Brúarfossdæmunum kunnu menn að teikna skip.
Íslensk stjórnvöld hafa ekki vilja í dag til að leggja til árarnar.Því miður.Ráðamönnum er oft tíðrætt um sjálfstæðið og siglingarnar á hátíðardegi sjómanna.Um hve þarft það sé sjálfstæðri eyþjóð að sjá um sínar siglingar.En þeir láta farmannastéttinni blæða út hægt og hægt.Þá er eins og blóðið sé frosið í þeirra eigin æðum.Það er aldrei of seint í rassinn gripið að reyna að hvetja menn til dáða.Ég hvet Íslenska sjómenn hvaða flokki sjómennsku þeir standa til að standa vörð um íslenskar siglingar hverju nafni þær nefnast.Látið ekki gamlan ríg standa í vegi fyrir því.Hingað lestnir skulu kvaddir með sumarkveðju.Í bloggi mínu í gær um höfnina féll af einhverjum ástæðum,niður smá kafli sem átti að vera þar.Hann kemur hér:"Mig langar til taka mér bessaleyfi til að breyti aðeins teksta Ása úr Bæ þegar hann yrkir um götuna sína.Breyta nafninu götu ú höfn þó það standist engin lögmál bragfræði:
Ó, gamla gatan mín, í
Ó, gamla höfnin mín,
ég glaður vitja þín,
og horfnar stundir heilsa mér.
Hér gekk ég gullin spor,
mín glöðu æskuvor
sem liðu burt í leik hjá þér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.6.2017 kl. 15:50 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll Ólafur.
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.
Já þetta er rétt hjá þér og gaman að sjá gömlu og góðu skipin sem voru hér á árum áður.
Í dag eru 4 skip með íslenskum áhöfnum að hluta hjá Eimskip fyrir utan öll hin sem eru með erlendum áhöfnum á smánarlaunum ennfremur eru öll þessi skip skráð undir þæginda fána einskonar þrælaflaggi sem ég kalla Því áhafnir gera ekkert meira enn stendur í samningum. Þá komum við að þessum viðskiptum sem útgerðamenn eru tilbúnir að greiða fyrir. það er að ganga frá farmi, lesa af gámum og önnur verkefni sem snýr að halda skipinu á floti. Að lokum í ákveðni höfn erlendis kemur maður um borð með búnt að dollurum og gerir upp fyrir túrinn sem þeir hafa unnið fyrir. þetta hefur viðgengis lengi. Hvort þetta sé gefið upp til skatts skal ósatt sagt Nýlega hefur Eimskip fært íslenska stýrimenn á milli skipa og sett Færeyinga um borð á betri launum enn þeim íslensku sem skýtur skökku við því útgerðamenn kaupskipa hafa ætíð barist fyrir því að útríma íslensku áhöfnum enda sækja stýrimenn og hásetar ekki skóla í því sambandi enda enginn furða. því framtíðar horfur eru ekki nokkrar í þeim efnum. Samskip með 2 skip með íslenskum áhöfnum að hluta síðan er sama lögmálið erlendir þrælar á þrælasamningum sem viðgengst hér á landi..
Já Ólafur framtíðarhorfur eru ekki glæsilegar í þessum efnum varandi farmenn. Eins og sú segir eru farmenn að syngja sitt síðasta. Hvernig væri statt fyrir hjúkrunarfræðingum ef hingað kæmu láglaunafólk frá þriðjaheiminum og myndi taka störfin af þeim hjúkrunarfræðingum sem væru frá íslandi. Ég er ansi hræddur um að það myndi vera miklar athugasemdir við þær ráðningar.
Eins og allir vita getum við fengið hingað ódýrara fólk hvaðan sem er. Sem gætu leyst marga framkvæmdarstjóra og forstjóra af það er ekki málið. Til þess verður að vera hugafars breyting hjá eigendum fyrirtækja. þetta væri gert til að lækka kostnað á dýru fólki eins og þessu ofurfólki sem ég kalla.
Ólafur þetta er frábært innlegg í málið. Kærar þakkir að fjalla um þetta mál mættu vera fleiri sem væru með skoðun eins og þú sjálfur.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 25.4.2008 kl. 00:57
Sæll Ólafur og takk fyrir samveruna í gærkveldi.
Stórgóður pistill og fróðlegur og sannarlega til umhugsunar um.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 26.4.2008 kl. 23:02
Tek undir þetta með þér, Ólafur. Þetta er stóralvarlegt ástand og ráðamönnum ekki til frægðar að hafa leyft þessu að gerast; þeir virðast ekki hafa sterka taug til sumra launastétta né smárra atvinnurfekenda – leyfa frekar fákeppninni að taka allt yfir og þeim stóru að drottna, svo í sjóflutningum sem í landflutningum og með sérstökum hentifánaaðferðum til að komast hjá því að reiða sig á góða, íslenzka sjómannastétt.
Jón Valur Jensson, 27.4.2008 kl. 00:31
Heill og sæll Ólafur.
Mér virðist fáir skilja þessa umræðu sem þú bendir á. Enn athugasemdir hjá Jóni Vali Jenssyni eru réttar og sýnir hvernig þetta ástand er varðandi farmenn. Ég sé fyrir mér að íslenskir farmenn verð ekki til eftir 2-3 á. þá mun þessi stétt líða undir lok og við verðum háðir útlendingum á farskipum sem eftir verður og með því hverfur öll þekking og vit..
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 27.4.2008 kl. 19:52
Sæl öll sömul og takk fyrir innlitið.Sömuleiðis Guðrún María!Hefði geta heppnast betur.En gengur ekki"Útsvarið"alltaf fyrir.???Já Jón Valur og Jóhann Páll!Þetta ástand er umhugsunarvert líka í ljósi alls þessa blaðurs í gegn um árin með sjálfstæðið og siglingarnar.En þetta virðist vera hinn beiski sannleikur.Því miður.Kært kvödd
Ólafur Ragnarsson, 27.4.2008 kl. 20:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.