9.4.2008 | 20:25
Heilbrigði
Gamlir kallar mega ekki festast í einhversskonar væluhlutverki.Vera vælandi yfir öllu sem sem að þeirra mati aflaga fer.Láta ekki neikvæðnina taka öll völd.Sem betur fer er ekki allt að fara til fja.....Það eru sem betur fer ljósir puntar í lífi manns þó maður sé til lítils nýtur.
Mig langar til að segja ykkur af einum mikið ljósum punti sem við eigum hér Eyjum .Það er starfsfólk Heilsugæslunnar hér í Eyjum.Ég ætla ekki að gera lítið úr hjúkrunarfólki annarstaðar.en ég fullyrði hvað mig varðar hef ég aldrei fengið eins góða ummönnun og hér á spítalanum.Það getur vel verið að maður verði þakklátari með aldrinum hvað þetta varðar.En hvað um það það hrærir við gömlu sjóarahjarta þegar mjúk hönd strýkur mann um vangan á morgnana til að vekja mann.Þegar maður er frekar vanur við að einhver öskri á mann RÆSSSSSSS svo maður hrökkvi í alla tiltæka kúta.Þegar sagt er blíðlega við mann"Óli minn má ekki bjóða þér fram að borða"í staðin fyrir kannske"ef þú drullar þér ekki strax á fætur færðu ekkert að éta"
Mikið megum við sem á dvöl á þessari stofnun þurfum á að halda vera þakklát fyrir hve manna valið er þar gott.Og Heilbrigðisstofnnunin í Eyjum má vera stolt af sínu starfsfólki.Einhvernvegin tel ég að starf á svona almennum spítala hljóti að vera erfiðara en þar sem sérhæfing er meiri.Ég get því litið björtum augum á síðustu stundir æfinar vitandi um mjúkar hendur og hlýan hug sem að öllu óbreyttu munu hlú að mér.Ég get nú ekki annað en sagt en ég held að það sé sama hvernig heilbrigðistkerfið er rekið,bara þeir sem stjórna sjái um að fólki sem vinnur við það fái mannsæmandi laun svo að í það sæki bara úrvalsfólk í að vinna þar af sama kaliber og hér í Eyjum.Ég get nú ekki annað en þakkað þeim sem öllu veldur fyrir að ég skyldi hafa lagt skútunni minni hér í Eyjum eftir síðustu siglinguna.
Velvildinni og allri gestrisninni,sem ég hef orðið aðnjótandi hér segir mér það sem ég svo sannarlega vissi,að í Eyjum býr frábært fólk.Hér er að vaxa upp heilbrigð æska sem kemur til með að gera stóra hluti í framtíðinni.Ávallt kært kvödd
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 535908
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll Óli þetta er góður pistill hjá þér og það er gott fyrir þetta fólk að fá hrósið þegar það á það skilið. Það mættu fleiri vera svona á jákvæðu nótunum gagnvart þeim sem eru að vinna við umönnun þeirra sem eru veikir eða gamlir. Eftir hvern er teikningin ?
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 10.4.2008 kl. 11:47
Sæll Ólafur, góð mynd af þér, hún er athyglisverð greinin hjá þér, ekki veit ég hvort fólk myndi sækjast mikið í þessa vinnu við ummönnun ef launin væru mjög há því fólk sem vinnur þessa vinnu í dag gerir það af hugsjón en ekki peningahyggju, þannig að þau sem er í vinnu upp á spítala í dag hefur mikinn áhuga á vinnunni sinni, þetta er smá hugleiðing hjá mér Ólafur minn, en engu að síður á starfsfólk heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja allt hrós skilið og ekki í fyrsta skiptið, kær kveðja.
Helgi Þór Gunnarsson, 10.4.2008 kl. 18:03
Þakka ykkur báðum innlitið.Myndin er frá svona nokkurskonar inritunarbækling sem ég fékk á sjúkrahúsi í Svíþjóð.Mér fannst hún "lýsa"ástandinu á mér eftir krabbameinsuppskurðin með miklum ágætum.Ég var nokkuð sáttur við þvagpokan.Ef það voru góðar myndir í "kassanum"þá gat ég stillt nokkrum Cola Ligth á borðið bætt við 2-3 pokum og setið svo horft á myndir og þambað coke án þess að þurfa að skreppa á VCið.Tek annars undir með þér Helgi og það fólk sem nú starfar í þessu hér gerir það af heilindum og áhuga.En maður veit svo ekki hvort framtíðarfólkið lætur bjóða sé þessi lúsalaun sem ég held að lunginn af þessu fólki hafi í dag.Kært kvaddir
Ólafur Ragnarsson, 10.4.2008 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.