Olíuskattur,m.m

Ég er mikið hlyntur baráttu vörubílsstjóra og annara vegna skatta sem ríkið leggur á eldsneyti.En maður hýtur að spyrja sig hvað skyldu margir af þeim hafa kosið og t.d.stutt sjórnarflokkana í síðustu kosningum og skoðanakönnunum.Það virðist vera almennt samúð með þessum aðgerðum  í þjóðfélaginu.Langtímaminni íslendinga virðist oft vera lítið.Nú verður gaman að fylgjast með skoðanakönnunum á næstunni.

 

Ég fyrir mitt leyti hef ekki mikla trú á að barátta bílstjóranna við ráðherra fjármála skili nokkrum árangri .Hann er löngu búinn að hreiðra um sig í fílabeinsturni einhverstaðar svo hátt uppi að ég efast um að þotan sem forsprakkar stjórnarinnar flýðu á til Rúmeníu hefði þol í þær hæðir.Hann virðist svo gerssamlega slitinn úr sambandi við íslenskan samtíma að með endemum er.Svo veruleikafyrrtur er hann að æðstu eftirlitsstofnanir í landinu ná ekki yfir hans gjörðir,Ef sett er ofan í við hann rífur hann bara kja.En ég gæti trúað að eithvað gæti komið út frá ráðherra samgangna Kristján er enn í svona  temmilegri  flughæð ráðherra enda ungur í starfi.

 

Og þrátt fyrir óljós svör við sömu spurningu sem hann spurði með svo miklum áherslum sem raun bar vitni um á sínum tíma í ræðustól á Alþingi.Nú svo að flóttaliðinu.Lítið hefur nú ástandið í Afganistan batnað og fremur hefur ástandið á herteknusvæðunum í Palestínu versnað en hitt.Þrátt fyrir ferðir íslenska ráðherra utanríkismála.Paul Valéry á að hafa sagt einusinni“Stjórnmál er listin að koma í veg fyrir að fólk skifti sé af því sem því kemur við“

 

Á sama tíma og ráðherra fjármála hefur enga peninga til,að það fólk sem vann að því  hörðum höndum til að koma fólki,þar á meðal honum til þeirra lífskjara sem það býr við í dag sjái til sólar(bara hérlends).Þá er ekki fjárlög fyrir því á sama tíma og fleiri hundruð milljónum er hent í kolryðgaðan fúadall utan við fjárlög.Ráðherra utanríkis virðist eitthvað hafa misskilið starfsheiti sitt.Hún er utanríkisráðherra en ekki utan ríkisráðherra í ríkisstjórn Íslands og ráðuneytið er í Reykjavík.í hádegisfréttum  taldi hún kosnað við þotuflugið vera á milli 120.000 og 300.000.Það var að heyra á henni að það sé skítur á priki.Fyrri talan mánaðarlaun min f skatt.Jæja það er að koma vor á almanakinu en það er ekki vor sýnilegt hjá eldriborgurum.Ég vil benda fólki á að fara inn á eftirfarandi slóð :

http://www.lo.no/portal/page/portal/LONO/PAG_NOR_FORSIDE_HOST1

Ávallt kært kvödd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Ólafur, þetta er mikil sannindi hjá þér kallin minn, kær kveðja.

Helgi Þór Gunnarsson, 3.4.2008 kl. 15:40

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Góður Óli ,  og velkominn heim aftur . kv .

Georg Eiður Arnarson, 3.4.2008 kl. 19:53

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta var góður pistill og vonandi að einhver taki til sín, en mér þykir borin von reyndar að "dýralæknirinn" skilji sneiðina.

Jóhann Elíasson, 3.4.2008 kl. 20:45

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Flottur pistill Ólafur /Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 4.4.2008 kl. 11:10

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll og blessaður Ólafur.

Allt saman hverju orði sannarra.

Það er skömm að ráðamenn þjóðarinnar skuli verða uppvísir að flottræfilshætti á sama tíma og almenningur má herða sultarólina sem aldrei fyrr, og var þó nóg um slíkt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.4.2008 kl. 23:57

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Velkominn aftur Ólafur, ég var farinn að sakna skrifanna þinna.

Sæmundur Bjarnason, 5.4.2008 kl. 00:10

7 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Velkominn Ólafur, þú hittir naglann á hausinn eins og oftast...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 5.4.2008 kl. 21:49

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Ólafur. Gaman að sjá þig aftur á blogginu. Ég hef verið hundléleg að blogga sjálf og verið á þvælingi utan lands. Ég tek undir með þér varðandi mótmæli bílstjóranna og ég held að þau geti verið byrjun á meiru hjá landanum. Ég deili ekki með þér aðdáun á Kristjáni Möller en mér finnst hann þurfa að sanna sig betur miðað við hvað hann var yfirlýsingaglaður í kosningabaráttunni. Varðandi Afganistan þá er það einn hryllingur. Ég las nýlega bókina 1000 bjartar sólir sem fjallar einmitt um líf fólks þar. Mér finnst að þetta eigi að vera skyldulesning og nú berst ég við andúð mína á Múhameðstrúnni. Mér finnst þessi ferð til Rúmeníu bara vitleysa en ekki öllu skipta hvernig er farið. Þetta er alltaf rokdýrt. kveðja tíl þín Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 6.4.2008 kl. 00:28

9 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Þakka ykkur öllum innlitið og góð orð mér til handa.Séu þið öll ávallt kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 6.4.2008 kl. 12:51

10 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Þarna fór ég svolítið fra úr sjálfum mér em svo oft áður.Mín mjög svo kæra blogvinkona Kolla!Ekki er ég mikill aðdáandi ráðherra samgangna eins og mér sýnist þú halda.En ég held hann í meira"jarðsambandi"heldur en ráðherra fjármála.Og bílstjórarnir nái betur til hans.Vonast til að þú haldir þig hérna á "klakanum"um skeið svo maður nái sæmilega góðu kvöldspjalli við þig.Annars fer maður að halda að þú sért komin í utan  ríkisþjónustuna,Ávallt kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 6.4.2008 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 535908

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband