23.2.2008 | 23:51
Beiðavíkurbörn á einkaheimilum
Eins og hundur fell ég flatur/fyrir því á hverjum degi/.Svona hljóðaði seinnipartur vísu um brennivín.Skelfing er það orðið þreytandi að vera orðin svona gamall veiklaður.Þurfa liggja flatur fyri hverri flensuóværunni á fætur annari.Er að rísa upp úr enn einni óværunni(ekkert með brennivín að gera).Ég var að bögglast til að blogga um daginn um ástina.En ég hefði það átt að minnast orða Voltaire,þegar hann sagði.""Ástin deyr með árunum,en sjálfselskan endist út lífið""Nú er enginn til að segja"dru..... þér á lappir það er ekkert að þér"og ef maður finnur einhvern sting einhvernstaðar snýr maður sér til veggjar og hugsar"auminga ég komin aftur með flensu"og sofnar aftur.Og enginn hreyfir mótmælum(sumir fegnir,fá þá kannske ekki yfir sig margra mínútna fyrirlestur hvernig ekki eigi að stjórna málum.)Það er enginn vafi á að maður getur legið í sig einshversskonar sjálfselskukraftleysi.
En svo að allt öðru.Nú íhugar ríkisstjórnin bótagreiðslur til þolenda ofbeldist á þessu,nú fræga drengjaheimili"Breiðuvík".Þetta hýtur að vekja upp fleiri spurningar en við nokkurntíma fáum svör við.Ég ætla mér ekki að gera lítið úr því sem þarna virðist hafa viðgengist.langt frá því.En agi var alltöðruvísi framkvæmdur hér á árum áður.Og ekki alltaf notuð þau meðul sem þekkjast í dag.Eru peningar smyrsl á öll sár?Voru það bara drengir er urðu fyrir ofbeldi líku því sem nú er að upplýsast að skeði á Breiðuvík í uppeldi sínu?Hvað með börn er sett voru t.d.til"vandaðs fólks"eftir aðgerðir Barnaverndarnefnda á hinum ýmsu stöðum?.T.d. í kjölfar hernámsins á sínum tíma?
Mörg börn lenda í"vondum málum"vegna skilnaðar og eru óspart notuð sem verkfæri til að hefna sín á fv maka.Ég veit t.d af eigin reynslu hvernig er að"taka við annaramannabörnum".Stanslaus afbrýðissemi,ásakanir um stolið sæti o.sv.fr.Getur verið að ég hafi einhverntíma orðið"bótaskyldur"gagnvart barni sem ég kom illa fram við.Og ég hef líka reynslu af að vera annarar "konu sonur".Ég þekki sögu manns sem móðir setti frá sér þegar hann var 2ja ára.Hún fór með hann í fóstur til frændfólki úti á landi,sem hann hafði aldrei séð.Þessi maður man enn í dag,þann dag sem mamma hans fór frá honum og skildi hann eftir þótt komin séu nokkuð margir tugir ára síðan.
Að mínu áliti geta fáar konur tekið að sér hlutverk hinnar réttu móður(af einhverjum ástæðum sem ég skil ekki sjálfur tala ég alltaf um móðir í þessu sambandi) ef viðkomandi barn hefur þekkt eitthvað til hennar.Þarna eru sennilega margir ósammála mér.5 árum seinna var þessi maður svo tekin frá þessu frændfólki sínu til nýgifts föður síns sem hann hafði aldrei séð.Föðurs sem lítið sem ekkert skifti sér af honum sérstaklega,ekki á þeim tíma er hann þurfti hans sérstaklega á að halda vegna gerbreyttra aðstæðna.
Ég sá eitt sinn mynd frá rannsóknum sem gerða voru á einni tegund af öpum.Dæmin voru tekin af 2 ungum annar alin upp á eðlilegan hátt hinum var komið fyrir í búri hjá gerfiapaynju.(hvernig hún var útbúinn er ég búin að gleyma)En ég gleymi aldrei þegar litli móðurlausi anginn var að reyna að hjúfra sig af öllum mætti upp að gerfimömmunni til að fá einhverja ástúð og vernd.Síðan var sýnt hvernig þessi litli aumingi var titrandi af ótta við allt sem hreyfðist í átt til hans og reyndi að fá þá vernd sem honum eiginlega bar en fékk enga.
En hver hlýtur að tala út frá sinni reynslu og eða viðhorfi og sannfæringu..33 af þessum svokölluðum Breiðavíkurdrengum eru látnir.og 11 hafa ekki tjáð sig.Hvernig á að fara með þeirra mál.Um hvað er fólk eiginlega að hugsa þegar það heldur að ör eftir sár sem sett eru á litla barnssál séu bætt með peningum tugum árum seinna.Nokkurskonar lýtalækningar???.Mér finnst áhugavert að hlusta á orð Bárðar R. Jónssonar.Og mér finnst hann eiginlega hitta naglan á höfuðið þegar hann segir "að sennilega gætu velflestir farið fram á bætur bara fyrir að vera til""Mér hefur alltaf fundist Bárður vera sjálfum sér samkvæmur í öllum hans frásögnum og athugasemdum um þetta mál. Ég hef ekkert á móti að reynt sé að koma á móti þessum mönnum á einhvern hátt.
En hvað þá með önnur mál ef upp komast frá öðrum samsvarandi heimilum.Ég er viss um að þetta"Breiðavíkurmál"hefur hrært í miklu fleiri sálum en almenningur gerir sér ljóst.Ég er hræddur um að það hafi mörg dæmi hliðstæð þessu máli hafi skeð inn á"góðum"heimilum.Það séu margir sem hafi upplifað svipað en vegna þess að margir eru kannske "komnir yfir það" og líka til að forðast sárindi við gamallt fólk sem taldi sig vera að gera góða hluti láti kyrrt liggja.Hræddur er ég um að Ríkissjóður verði seint þess megnugur að bæta allan þann skaða og sársauka sem börn hlutu,og hljóta enn ef eitthvað bregst í frumbernsku.Hverju sem um sé að kenna.En látum þetta verða okkur víti til varnaðar.Með von um"flensulausa"framtíð séu þið sem hingað hafa lesið,kært kvödd
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:53 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Ólafur ég held að þetta sér mjög svo mikið rétt hjá þér og vel athugað og nauðsynlegt að íhuga.
Góðan bata til þín.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 24.2.2008 kl. 01:57
Ég fór að blogga til þess eins að koma sannleikanum í Geirfinnsmálinu í ljós. Ég hef verið að segja sannleikann í umdeildasta sakamáli Íslendinga á seinustu öld...Án þess að kerfið hafi tekið við sér.
Þetta með kerfið og okkur hin er að mínu mati afar augljós staðreynd...Stjórnmálamenn biðla til okkar á fjögura-ára fresti og lofa okkur landslýðnum gulli og grænum skógum ef við kjósum þá...Daginn eftir kosningarnar eru þeir búnir að gleyma öllum loforðunum og hnýta sig í samstarf við stæsta stjórnmálaflokkinn...til þess eins að fá völd.
Ég er hætt að kjósa fagurgalann- .Þetta er eins og fara á dansleik og falla fyrir þeim fyrsta sem vill bjóða í dans...
Breiðavíkurdrengirnir, líf þeirra og raunir...Kumbaravogsbörnin og dæmdir fyrir morð-ungmennin í Geirfinnsmálinu, þetta er allt sama sagan . Þarna fóru kerfiskarlar eftir eigin lögum og nýddust á þeim smáu og litlu..
Þessi sakamál eru ekki færð upp á yfirborðið meðan nýðingarnir eru á lífi og mér er spurn: Hvað er það í þjóðarsálinni sem ver glæpamennina frekar en þá sembrotið er á?
Guðrún Magnea Helgadóttir, 24.2.2008 kl. 05:49
Brennivín er besti matur/bragðið góða svíkur eigi/ os. frv. Upp úr bælinu með þig Ólafur þetta verður vanabindandi, þessi flensulega alla tíð. Út að hlaupa eða í ræktina með þig :) . Þetta Breiðavíkur mál er bara eitt af mörgum dæmum um hversu frumstæð og grimm við vorum sem þjóð og fáfræði og yfirmannaótti átti greiðan aðgang að okkur á þessum árum enda fátækt og atvinnuleysi oft á tíðum. Ég tók eftir að forsætisráðherrann okkar vildi greiða fjárhæð til að viðurkenna þessa valdníðslu á vegum ríkisins en ekki biðjast afsökunar. Það er eins og það sé tabú að biðjast fyrirgefningar nú til dags...nú er ég farin að hljóma eins og gömul kona og því rétt að stoppa við. kveðja til þín Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 24.2.2008 kl. 17:12
Sæll félagi. Þetta er góð saga sem fólk á að hlusta á.Einn dag í einu.
Guðjón H Finnbogason, 24.2.2008 kl. 18:02
Gvöð!!! hvað konur geta verið harbrjósta við okkur auminga karlmennina.Heyrðu þið þetta."uppúr bælinu með þig Ólafur"Gísli vinur minn á Kanarí ! Ég veit þú lest þetta.Hvað sagði ég við þig á flokksþinginu í fyrra.Þetta er kjarnake....,þegar við kusum hana.En þetta er alveg rétt hjá Kolbrúnu.Þetta er að verða vanabindandi,""Að lifa hér við andlaust ískur/og engan kraft í brjósti að geyma/nei þá er betra að fara frískur/fjandans til í neðri heima.Þetta sagði"skáldið frá Skáholti.En að öllu gríni slepptu þú hefur lög að mæla Kolbrún.Það virðist vera "tabú"í dag að fólk í stjórnunarstörfum biðjist afsökunar,þótt það geri stór og auðsæ mistök.Furðulegt.En takk fyrir innlitið.Kært kvödd
Ólafur Ragnarsson, 24.2.2008 kl. 20:05
Það mætti lengi lengi ræða skaðabætur sem Rikið væri krafið um þetta er fyrnt að lögum það er það lika frá árunum 1940--1945 þegar nokkur fiskiskip og farþegaskip Íslensk sem voru að selja fisk til Bretlands var sökkt að þjóðverjum hvað urðu mörg börn föðurlaus þá og mæður i sárri fátækt að ala þau upp/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 24.2.2008 kl. 23:14
Láttu þér batna Ólafur minn. Breiðavíkur heimilið hýsti að sögn vandræðabörn þeirra tíma. Hvað um vandræðagemlingana í pólitíkinni nú til dags, þyrfti ekki að finna gott heimili fyrir þá ? Kveðja.
Þorkell Sigurjónsson, 25.2.2008 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.