14.2.2008 | 21:42
Æfintýri aldarinnar 2
Ég vil byrja á að þakka þeim sem lagt hafa inn góð orð til mín í athugasemdum.Ég vil taka það fram að ég er ekki að leita eftir neinni frægð heldur geri ég þetta mest fyrir mig sjálfan.Þegar aldur slys í fortíðinni og kröfuhart líferni á yngri árum seta mark sitt á skrokkinn þannig að hann verður illa hæfur til gangs og nokkurra verka annars en sitja við það þá léttir manni það lífið að geta rifjað ýmislegt upp og sett það á blað á tölvunni þó að það sé með hinnu kunnu aðferð"leitið og þér munuð finna".
Einni systirinni(Danica Green) mætt á rúmsjó
Nokkrar myndir tók maður sem ef ekki hér,kæmust aldrei fyrir sjónir neins sem vissu af hverju þær væru.Þetta brölt aftur í fortíðina gerir manni lífið svolítið léttara og tala ég ekki um ef einhver skildi hafa einhverja ánægju af.Þá finnst manni maður til einhvers nýtur.Þó ég láti stundum gamminn geysa í"kjaftrífelsi"þá er það nú bara gott í hófi eins og svo margt annað.En getur verið gott í bland.Menn hafa verið að stinga upp á að ég ætti að fá útgefanda til gefa þessi"bakföll" hjá mér út en hræddur er ég um að hann findist seint.Mér finnst nútímafólk ekki hafa áhuga á svona.Engan mann drap ég engan bankann rændi ég og yfirhöfuð ekkert"fjölmiðlavænt"gerði ég.En nú er mál að linni og held ég hér áfram frásögninni
Þarna erum við að leggja af stað á"Violet" frá Setubal, með sementið.Verkstjórinn við sementverksmiðjunnar gaf mér þessa mynd þegar ég kom þar seinna á öðru skipi
Ég átti fyrstu vakt og var búinn að standa í 3 tíma þegar"kallinn"leysti mig af.Það var búinn að vera í mér svona hálfgerður ónota beygur allan tíman frá því að við fórum af stað,svo ég sagði við"kallinn"að ég ætlaði eina ferð enn.."Kallinn"sem hafði sjálfur verið með í leitinni taldi það óþarfa,við hefðum"kembt"þetta svo vel.En ég fór eftir matinn niður í lest og viti menn finn ég ekki einn kolsvartan uppi í einum loftventlinum.Hvernig í ósköpunum það gat átt sér stað veit ég ekki,en við töldum okkur hafa leitað þar,sem og annarsstaðar.Nú voru góð ráð dýr.
Mannskrattinn var algerlega pappíralaus og þar sem við vorum búnir að"klarera út"vorum við í vondum málum.Yfirvöld i Bissaau hefðu aldrei tekið við honum þó svo við hefðum snúið við með hann.Hann var heldur ekki frá Bissau.Þannig að við hefðum setið uppi með hann,Guð veit hvað lengi.Þannig að það var ekkert annað að gera en að reyna að koma honum sjálfir í land,svo að lítið bæri á..Við urðum að að fara mjög leynt að því svo við yrðum ekki teknir fyrir smygl á mönnum.Við lögðumst við akkeri ca 2 sml frá landi undan vita sem þarna var.Við sáum í kortinu að það var smáþorp ekki langt frá vitanum þannig að hann kæmist fljótlega til manna.
Við biðum svo myrkurs.Við höfðum svokallaðan"man over board"bát eða svona lítin gúmmíbát með utanborðsmótor sem við gátum notað í þetta.Þegar dimmt var orðið "fýruðum"við svo"djöfsa"niður í bátinn.En við höfðum bundið hendur hans rækilega þegar við yfirbuguðum hann eftir að ég hafði fundið hann en hann hafði orðið alvitlaus og hélt að við ætluðum að henda honum í sjóinn.Við lögðum svo af stað með hann til lands ég og einn hásetinn.Það verð ég að segja þó ég hafi verið búinn að vera rúm 40 ár á sjó er þetta skeði hafði ég aldrei lent í öðru eins ferðalagi.Það byrjaði á því að við lentum með bátinn undir kælivatnsbununni frá aðalvélinni og hásetinn sem var um borð var ekki nógu fljótur að hala okkur frameftir en við höfðum ekki komið vélinni í gang.Við þetta hafa blotnað bæði handlampi sem ég ætlaði að nota við landtökuna og V.H.F stöð sem einnig var með.Þetta kom ekki í ljós fyrr en seinna.
Báturinn t,v er báturinn sem notaður var við landtökuna með lumufarþegann Myndin tekin við annað tækifæri..T.h M,O,B(Man over board)bátur af öðru Danica skipi
Við vorum sem sagt sambands og ljóslausir.Það var töluverð alda svo ég þorði ekki að keyra fulla ferð,einnig var botninn í bátnum ekki fullútblásinn sem dró úr sjóhæfninni.Þetta hafði ekki verið athugað í öllum hamaganginum.Við vissum heldur ekkert um hvort það voru sker og klappir eða sandur þarna við ströndina.Ég náði engu sambandi við skipið af fyrrgreindum ástæðum.Þarna vorum við sem sagt ljós og sambandslausir í kolniðamyrkri með hálfvitlausan laumufarþega á leið til lands sem við þekktum ekkert til..
Þarna erum við á"Violet"á leið til Lissabon með þessa tanka.Eftir losun á þeim lestuðum við svi sementið til Bissau
Ég hafði að vísu lítið pennavasaljós en það gerði lítið gagn.Aldan jókst þegar við nálguðumst ströndina og landtaka alls ekki árennileg..Í ljós kom að þarna var fullt af kóralskerjum . Sem betur fer lýsti vitinn upp ströndina nokkuð ört svo við höfðum mikið gagn af honum..Við fundum okkur svo smáglufu í öldunni sem við renndum okkur í og gátum lent.Það var svo mikill súgur svo að hásetinn varð að hafa sig allan í að halda bátnum svo við misstum hann ekki.Ég óð svo í land með"gaurinn".Í baslinu við að koma honum í land tapaði ég pennaljósinu og hafði ég nú ekkert ljós annað en af vitanum þegar hann blikkaði.Ég var skíthræddur um að maðurinn myndi ráðast á mig og reyna að ná bátnum þegar hann yrði laus.
Við fluttum margt á Danica skipunum tv erum við að losa "China Clay"í Alexandríu frá Englandi.T.h þarna erum við að lesta járnbrautarteina í Workington Englandi til Port Cartier í Canada
Ég hafði logið því að honum á leiðinni í land að ég væri vopnaður(stór rörtöng vafinn inn í stórt handklæði)og ég myndi skjóta hann umsvifalaust ef hann sýndi einhvern mótþróa.Ég vildi eiga það á vídeó mynd þegar ég þarna skjálfandi af hræðslu, var að reyna að leysa böndin á honum þarna í myrkrinu.Hann var níðsterkur og hafði streist á móti í byrjun og reynt að losa sig,þá hafði herst svo að hnútunum að það var næstum ógerningur að losa þá.Ég var því þarna gleraugnalaus ,hálfblindur,skjálfandi úr hræðslu í kolniðamyrkri að reyna að losa alla hnútana sem bundnir höfðu verið..Loksins hafðist það nú af og fjandi var ég nú feginn þegar"kauði"tók sprettinn eins og andsk..... væri á hælum hans og hvarf út í buskan..Það ætlaði nú ekki að ganga andskotalaust að komast frá landi aftur en það tókst að lokum eftir að við höfðum slegið"skrúfunni"í eitt af kóralrifunum sem þarna voru og skemmt hana svo mikið að litlu munaði að við kæmumst um borð aftur því að nú gekk báturinn bara "kvartferð"En sem betur fer dugði bensínið.Einnig sáum á útleiðinni fullt af netum þarna við ströndina svo að við höfðum nú verið aldeilis heppnir að fá þau ekki í skrúfuna.
T.v Kassaefni lestað i Portúgal(D,Violet.)Th Jakt lestuð á dekkið í Pireus.(D,White)
Ferðin í land hafði tekið um 1 tíma en við vorum 2 ½ tíma um borð aftur.Mikið varð nú"kallinn"feginn að sjá okkur aftur heila á húfi.Hann sagðist hafa verið orðinn drulluhræddur um okkur þar sem hann náði engu sambandi við okkur og ekki séð neinum ljósum bregða fyrir frá okkur.Það var svo ekki fyrr en við vorum komnir langleiðina um borð aftur að hann sá ljósin á björgunarvestunum sem við vorum í.Hann hefði líka ekki getað mikið aðhafst ef eitthvað hefði farið úrskeiðis.Það var líka ákveðið strax og um borð var komið,að ef við lentum aftur í svona löguðu myndum við fara allt öðruvísi að og gefa okkur meiri tíma til að athuga aðstæður og gera þetta í björtu.Ég fékk svo mikið hláturskast þegar um borð var komið og ég fór að hugsa um þegar ég var að leysa gaurinn þarna í fjörunni og allt vesenið á okkur í ferðinni að ég ætlaði varla að geta haft mig úr blauta gallanum.En það var ekki þurr þráður á okkur eftir allt volkið.
t.v Þarna eru við komnir á Karina Danica til Novorossiysk í Rússlandi(Svartahaf)með rör fyrir olíuiðnaðinn.T.h þessa var ein af erfiðustu lestunum sem ég lenti í.Granít frá Napóli til Bremen.Þarna þurfti mikið að hífa fram og til baka til að máta við o.sv fr.Aftari hrúan bíður eftir betra plássi.Einnig Karina Danica
En þarna var 30° hiti svo að ekki varð okkur kalt.En allt fór þetta vel að lokum:"allir komu þeir aftur og enginn þeirra dó"eins og þar stendur.Og eftir stendur maður reynslunni ríkari og hefur eitthvað til að segja barnabörnunum(Þegar afi var í Afríku o.sv.fr)Kallinn átti í mér hvert bein á eftir þetta og ég veit að hann gerði mikið úr mínum þætti í málinu þegar hann sagði útgerðinni af þessu öllu.En það hefði getað kostað þá stórfé ef við hefðum ekki komið honum í land.Þess ber að gæta að þetta er fyrst skrifað sem sendibréf til vinar svo að það eru um 13 ár síðan að megnið af þessu var skrifað.Þakka þeim sem lesið hafa og kveð þá kært
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:47 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 58
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir mig...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 14.2.2008 kl. 22:13
Þakka lika fyrir mig/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 14.2.2008 kl. 22:31
Óskaplega er nú gott að fá svona sögu fyrir svefninn og svo segir þú svo skemmtilega frá. Ég held að það sé misskilningur hjá þér þegar þú segir að fólk hafi engan áhuga á sögunum þínum ég held ég sé varla sá eini sem alltaf les þær og hef mjög gaman af. Ég fer oft á dag á bloggið þitt til að athuga hvort ný saga sé komin. ÞAKKA ÞÉR KÆRLEGA FYRIR.
Jóhann Elíasson, 14.2.2008 kl. 23:35
Sæll Ólafur, ég get sagt Jóhanni það að hann er ekki einn sem les þessar sögur, ég er að lesa þær í annað sinn og mér finnst þær betri í seinna skiptið. Kærar kveðjur frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 14.2.2008 kl. 23:55
Blessaður Ólafur minn. Innilegt þakklæti til þín fyrir ævintýralega frásögn. Vona bara, að ekki verði langt í eitthvað krassandi frá þér. Kveðja.
Þorkell Sigurjónsson, 15.2.2008 kl. 13:50
Það er þetta með útgáfumálin... eru þau bara ekki í fullum gangi hér á netinu ? Það er hægt að lesa hvern kafla um leið og þú sendir hann út, sama hvar í veröldinni maður er staddur...bara vera nettengdur. Er yfir nokkru að kvarta ?
Takk fyrir síðasta kafla.
Kveðja
Sævar Helgason, 15.2.2008 kl. 14:58
Þakka ykkur öllum innlitið og góð orð.Ja þú segir nokkuð Sævar.Ég þarf ekki að kvarta.Ég bloggaði í fyrra um þýðingu Kristins R Ólafssonar á bók sem heitir"Dumasarfélagið"Og viti menn Kristinn kom inn á gestabókina og þakkaði fyrir.En sáttur er ég við guð og menn ef einhverjir nenna að lesa þessi"bakföll"mín.Þá er tilgangnum náð.Ávallt kært kvaddir
Ólafur Ragnarsson, 15.2.2008 kl. 17:44
Heill og sæll Óli og þakka þér fyrir þessa frábæru sögu, hún er svo vel sögð hjá þér að maður lifir sig inn í þennan atburð og verður hálfstressaður meðan maður les. Ég er ekki hissa á að þú hafir verið hræddur þarna í kolsvartamyrkri og hafa ekki hugmynd um hvað væri framundan. Takk fyrir þessa sögu og allt sem þú ert að skrifa, síðan þín er sérstaklega skemmtileg fyrir okkur þessa gömlu sjóara sem alltaf eru með hugan við báta og skip og altt sem því fylgir.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 15.2.2008 kl. 21:46
Takk fyrir þennan og alla hina pistlana. Stórgaman að lesa. Óli, ertu búinn að sjá þetta?:
http://www.magnusthor.blog.is/blog/magnusthor/entry/450473/
Magnús Þór Hafsteinsson, 20.2.2008 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.