13.2.2008 | 00:51
Saga úr"stríði"
Nokkrir kunningar hafa haft samband við mig út af bloggi mínu út af þessum sjónránum.Þessar bloggfærslur eiga sér 2 megin ástæður.1sta ég veit að það eru skip í smíðum fyrir íslendinga í Asíu og þau eiga sennilega eftir að fara um þessi svæði þegar þeim verður siglt heim.Og ég kannast svolítið við að sigla á svona svæðum.Og nr 2.Svo finnst mér að íslendingar geri sér ekki grein fyrir hver alvaran virkilega er þegar komið er út fyrir "túristasvæðin" Þessvegna langar mig til að segja ykkur sögu,
Iris Borg Myndin tekin í Felixstowe
1988 bauðst mér skipstjórn á flutningaskipi sem hét Íris Borg. Það var í eigu norsks fjárfestingarfélags, en íslenskir aðilar höfðu það á kaupleigu.Þetta var freistandi tilboð góð laun og frí og talið tryggt að skipið yrði í saltfiskflutn. héðan frá landinu. Ég tók við skipinu á Seyðisfirði og sigldi til Rotterdan þar sem það fór í"dokk"í viðgerð sem átti að taka tíu daga. Þessir tíu dagar urðu að þremur mánuðum og ég var úti í Rotterdam allan tímann. Ég var síðan með skipið í nokkra mánuði eftir að það kom úr dokkinni,eða þar til það var selt alveg óvænt.
Við fluttum vörur í nokkrum ferðum fyrir arabískt fyrirtæki frá Rotterdam,Antverpen og Felexstowe í Englandi niður til Famagusta á Kýpur.Svo lestuðum við yfirleitt ávexti til baka upp til Evrópu fyrir aðra aðila En í skipið hafði verið sett kæling til saltfluttningana.Í einni ferðinni vorum við líka með fragt til Beirut í Líbanon og þar lentum við heldur betur í ævintýrum, sem stöfuðu af hernaðarástandinu í borginni sem þá ríkti.
Ex Skaftá á leið út úr höfninni í Famagústa
Þegar við komum á ytri höfnina í Beirút vorum við orðnir vatnslausir og bráðlá á að fá vatn. Vatn höfðum við ekki geta fengið við þann"kæja"sem við lágum við í Famagusta og það hefði kostað nokkuð mikla peninga að færa skipi.Ég hafði deginum áður haft samband við umboðsmanninn í Beirút og hann kvað allt með kyrrum kjörum í borginni og vatn gætum við fengið strax við komu.Við komum upp að ströndum Líbanon í óskaplega fögru veðri og blankalogni.Þegar við nálguðumst ytri höfnina heyrðum við skotdrunur, sáum reyk og nokkru síðar hljómaði gelt í hríðskoðabyssum. Það voru fleiri skip þarna, sem ásamt okkur kölluðu í hafnaryfirvöld, en eina svarið í radíóinu var að höfnin væri lokuð. Um kvöldið sáum við fréttir í sjónvarpinu og þar kom fram að fylkingum hafði lostið saman í borginni og allt í hers höndum.
Næsta dag var ljóst að við svo búið mátti ekki standa;Við urðum að fá vatn. Ég náði sambandi við agentinn. Hann spurði hvort ég væri með kort af höfninni. Ég náði í það og hann ráðlagði mér að sigla inn og sagði mér hvar best væri að fara. Við sigldum nú af stað. Við vorum rétt komnir inn fyrir hafnarkjaftinn þegar hermaður kom hlaupandi eftir bryggjunni með hríðskotariffil og skaut látlaust upp í loftið og æpti til okkar. Ég hélt að hann væri að skipa okkur að leggjast að þessari bryggu sem hann var á Í þessum tilfæringum bakkaði dallurinn óvart í bakborða hjá mér þannig að ég sá ekki upp á bryggjuna. Í sömu svifum kom Atli Helgason(sá mikli heiðursmaður sem nú er dáinn fyrir nokkrum árum) hlaupandi inn í brúna, en hann var stýrimaður.
"Skipstjórinn" með hluta af áhöfninni(pólverjar allir nema skipstj og 1sti stm) á jólunum 1988 nýlagðir af stað frá Famagusta.Þá með applsínufarm þaðan til Írlands
Atli hrópaði: Þeir eru að skjóta á okkur, þeir eru að skjóta á okkur. Í þeim töluðum orðum var hrópað í talstöðina: Íris Borg, Íris Borg, út úr höfninni með þig - út úr höfninni með þig á stundinni!. Ég sneri skipinu við,og við sigldum út aftur.Ég náði að kalla í agentinn og spurði hann öskureiður hver djöf...... gengi á. Hann kvaðst ekki vita það, hann hefði verið búinn að fá öll leyfi fyrir okkur. Skömmu síðar hafði hann samband aftur, sagði okkur að slökkva á talstöðinni, líta hvorki til hægri né vinstri en koma og leggjast að ákveðinni bryggju. Sama á hverju dyndi.Það gerðum við. Skömmu síðar kom brunabíll niður bryggjuna með vatn handa okkur.
Tv skipstj th stýrimaðurinn Atli heitinn Helgason
Þegar við höfðum tekið vatnið spurði agentinn hvenær við vildum fara. Ég svaraði að það væri ekkert fararsnið á mér því við ættum eftir að skipa upp vörunum. Hann varð skrýtinn á svip og spurði hvort ég væri alveg viss um að ég vildi halda kyrru fyrir. Þegar ég stóð fastur á því sagði hann með áhersluþunga: Þú ræður því, en ég ráðlegg ykkur að vera ekki mikið á ferli eftir að fer að skyggja og alls ekki í hvítum skyrtum. Mér þótti þetta einkennilegt heilræði í fyrstu en síðar rann upp fyrir mér að auðvitað væri maður betra skotmark í myrkri ef hann væri í hvítri skyrtu.
Þarna lágum við í eina tvo daga og ekkert lát á átökum í borginni. Á þriðja degi datt hins vegar allt í dúnalogn og þá komu hin skipin inn af ytri höfninni hvert af öðru. Fyrir aftan okkur við bryggjuna lagðist rússneskt skip. Svo vildi til að hleðslutækið við loftskeytatækin okkar höfðu bilað svo ég fór um borð í rússneska skipið eftir aðstoð þar sem ég vissi að rússarnir voru alltaf með rafvirkja í áhöfninni. Ég spurði um kafteininn og var leiddur til hans.
Hann bauð upp á cola og við settumst niður. Hann horfði á mig þegjandi góða stund en sagði svo: Já, það er gaman að sjá loksins þennan fræga mann. Ég spurði í forundran hvað hann ætti við. Ja, þú ert búinn að vera aðalumræðuefnið á ytri höfninni síðustu sólarhringana, sagði hann. Menn skilja ekki úr hvaða efni taugarnar í þér eru! Þá rann upp fyrir mér, hvers konar græningi ég hafði verið. Rússinn og fleiri á skipunum(m.a A-Þjóðverjar Júguslavar og fl A-Evrópuþjóða skip)á ytri höfninni vissu hvað stríð var, ekki ég.Málið var það að svokölluð"græna lína"sem skifti Beirut í tvennt lá um þessa bryggju sem hermaðurinn kom hlaupandi og skjótandi út á.Við vorum á leiðinni inn í muslimanska hluta borgarinnar.Agerntinn tjáði mér að enginn sem ekki væri kunnugur í Beirut myndi botna nokkuð í ásandinu eins og það var þarna þá.Þarna lagði ég áhöfnina í óþarfa hættu vegna, hvað á ég að segja:"asnaháttar"Nýskriðinn út úr hreiðrinu,hinu saklausa Íslandi
Síðar fórum við á Írisi Borg til Ashdod í Ísrael Þar lestuðum við appelsínur, sem Palestínumenn á Gasaströndinni ræktuðu. Evrópubandalagið með Hollendinga í broddi fylkingar voru að hjálpa Palestínumönnunum að koma vöru sinni á markað í Evrópu og kostuðu flutninginn. Hollenska sjónvarpið fylgdist með öllu saman. Kvöldið sem við héldum úr höfn vildu þeir hafa við mig viðtal en ég vildi ekki láta sjónvarpa minni heimabrúks ensku.
Íris Borg við bryggju í Famagusta
Sama kvöld kom Hollendingurinn sem stjórnaði aðgerðum til mín og tjáði mér að Arafat hefði hringt í sig til að þakka fyrir aðstoðina og hann hefði sérstaklega beðið að heilsa skipstjóranum á skipinu sem flytti appelsínurnar upp til Evrópu.Á leiðinni þegar við vorum undan Ítalíu voru við Atli að horfa á fréttir í einni af hinum mörgu TV stöðvum þar sáum við myndir frá Beirut og nú voru það Múslimar og Kristnir sem börðust.Og skip sem lá ekki langt frá þar sem við höfðum legið stóð í björtu báli eftir tundurskeytaárás að okkur skildist.Við horfðumst í augu en sögðum ekki neitt.Atli reyndi seinna að hughreysta mig með að hann hefði gert það sama í mínum sporum.En ég gleymi aldrei.þessu augnabliki.Nú vona ég að einhverjir skilji mig hversvegna ég er að blogga um þessa hættu.Að menn viti á hverju þeir geta átt von,Og að íslensk siglingartfirvöld eigi að fylgast með og ef eitthvað er hægt gera til að forðast svona atburði þá eigi að upplýsa menn um það hér.T,d koma því ef eitthvað er inn í Slysavarnaskólann.Og ég er ekkert að meina að ég sé eini íslendingurinn sem hef verið í siglingum langt frá því,En ég held að góð vísa sé aldrei of oft kveðin hvað öryggi sjómanna varðar.Við höfum oft látið reka á reyðanum og þóttst vera einhverjar hetjur.Læt þett duga nú.Kært kvödd.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:10 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er mögnuð frásögn hjá þér Ólafur ... þú og þið hafið verið í miðri púðurtunnunni þarna suður frá og eiginlega kraftaverk að sleppa frá þessu óskaddaðir. Oft hefur komið hér fram á kommentalistanum hjá þér að þú búir yfir lífsreynslu sjómannsins (bæði fiski og farmennsku) sem eigi fullt erindi í bók. Ég tek undir þá hvatningu. Tímabilið frá árinu 1938-2008 eða 70 ár er tímabil merkilegrar sögu .. ég þekki það þetta eru þau ár sem ég hef lifað...og við báðir. Þessi saga þín er verðugt innlegg í sjómannasöguna eftir seinni heimstyrjöldina og framyfir aldamótin 2000.
Takk fyrir þessar mögnuðu frásagnir.
kveðja
Sævar Helgason, 13.2.2008 kl. 11:59
Alveg er þetta mögnuð grein hjá þér Ólafur minn og tek ég heilshugar undir með Sævari Helgasyni og vil ég bara skora á þig að fá þér útgefanda, nóg er efnið. Ég held að ég geti fullyrt það að fáir ef þá nokkrir hafa átt jafn fjölbreyttan feril og þú.
Jóhann Elíasson, 13.2.2008 kl. 17:35
Sælir félagar og þökk fyrir innlitið.Ekki yrði það nú nein"metsölubók"allavega ef maður tekur mið af"innliti"og athugasemdum. hér á blogginu.En aftur þökk fyrir hlý orð til mín.Kært kvaddir
Ólafur Ragnarsson, 13.2.2008 kl. 22:03
Frásagnir þínar eiga fullt erindi á þrykk, ekki spurning Ólafur. Eins og Jóhann nefnir, þarft að finna útgefanda og kannski góðan skrásetjara til að vinna þetta með þér....?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 13.2.2008 kl. 23:02
Sæll Ólafur, ég tek undir með strákunum hér að ofan, svo held ég að fleiri komi inná síðuna hjá þér kallin minn en athugasemdir sína, við yrðum allavega nokkrir sem mundum kaupa bókina. Kær kveðja.
Helgi Þór Gunnarsson, 13.2.2008 kl. 23:05
Sæll Ólafur. Ég ítreka það sem ég hef áður sagt að þetta er efni í bók. Bara að finna sér skrásetjara og byrja að skrifa. Útgefandinn kemur seinna. Flott hjá þér. kveðja til þín Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 13.2.2008 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.