7.2.2008 | 00:57
Vega mann og annan
Skelfing finnst mér vegið að blogvinkonu minni Kolbrúnu Stefánsdóttir þegar athugasemd hennar á bloggi Hjartar J Guðmundssonar er misskilin og það all verulega að mínu mati.Ég hef bloggað töluvert um sjómenn og Kolbrún er ein af fáum konum sem hafa komið inn á bloggið mitt og gert athugasemdir.
Ef einhver getur lesið einhvern óvilja hjá henni til sjómanna í þeim þá veit ég ekki með hverskonar gleraugum menn lesa blogg yfirleitt.Ég held að bloggvinkona mín hafi komið,óvart að vitlausum enda þegar hún segir:"Reyndar er það mín skoðun að flestir karlar sem eru til sjós séu það af því þeir kunna og geta ekkert annað""Þarna er hún að mínu viti að tala um karla eins og t.d. mig sem hef aldrei að heitið geti starfað við annað en sjó.
"Ég kann ekkert annað"Hve oft hefur maður ekki heyrt menn komna"í land"væla um að þeir"plummi"(svo maður sletti nú aðeins)sig ekki í jobbinu.Nei eftir að hafa lesið athugasemdir Kolbrúnar á mínu bloggi er ég sannfærður um góðan hug hennar til sjómannastéttarinnar.Enda segir mér hugur um að hún hafi verið alin upp á trosi eins og mörg okkar hin.Og deilt sínum kjörum með fólkinu við sjávarsíðuna t.d.á Raufarhöfn þaðan sem ég held að hún sé ættuð.Til að fólk geti áttað sig á þessu bloggi mínu birti ég hérna með athugasemdina sem virtist fara fyrir brjóstið á sumum:
""Já finnst þér þetta ekki furðulegt :) Gott kaup og skattfríðindi sem þekkjast ekki annarsstaðar. Skyldi þetta eitthvað hafa með karlana að gera? Kemur fram í skýrslunni hvort konur hafi sótt um og verið hafnað þar sem skipstjórinn hafi kannski frekar viljað reyndan karl en eldri konu ?. Sjá grein.. ,,Ungar konur sækja því ekki í miklum mæli inn í greinina fremur en ungir menn. Þar að auki virðast konur ekki vera hvattar til þess að fara á sjóinn í sama mæli og karlar." Reyndar er það mín skoðun að flestir karlar sem eru til sjós séu það af því þeir kunna og geta ekkert annað. Skyldi ég geta fengið pláss á verksmiðjutogara? kveðja Kolbrún."
Hún Kolla hefði kannske getað notað diplómatískari orð yfir okkur þessa gaura"sem kunnum ekki annað"En í guðanna bænum ekki misskilja hana.Með kærri sjómannskveðju kvödd.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll Ólafur, ég er nú ekki alveg sammála vinkonu þinni en er sammála þér með það að hún(Kolbrún) hefði getað farið betri orðum að því hvernig við erum, ég hef róið með konum til sjós bæði á frystitogara og bátum hér í Eyjum að vísu ekki mörgum konum en nokkrum. Svo veit ég það að menn geta unnið þá vinnu sem þeim langar, en við vitum að gamall sjómaður vill bara vera á sjó. Kær kveðja.
Helgi Þór Gunnarsson, 7.2.2008 kl. 14:35
Sæll Helgi.Takk fyrir innlitið.Ég les ath.Kolbrúnar á bloggið mitt í gegn um tíðina ekki öðruvísi en að hún beri hag sjómanna fyrir brjósti.Það vil henda besta fólk þegar það reynir að taka"Shortcut"á orðum í ath.að meiningin sé ekki skilin algerlega.Ég þekki Kolbrúnu ekki að neinu öðru en góðu og þar hef ég bara ath.sem hún hefur sett inn á bloggið mitt og svo hennar eigið blogg fyrir mér í því.Ég hugsa að ég verði seint sakaður um að segja mikið með fáum orðum frekar að ég segi lítið með mörgum orðum.Ég held að hún hafi verið að grínast en réttu orðin kannske ekki verið notuð.Hún hefði sennilega ekki notað nema svona 10% af þessu skrifelsi til athugasemdar.Þú verður að fyrirgefa"skrifæðið"Sértu ávallt kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 7.2.2008 kl. 17:09
Sæll Ólafur, ég fyrirgef þér skrifæðið, það er bara gott ef einhver nennir að pikka inn nokkur orð, þetta með hana bloggvinkonu þína þá væri betra ef við sjómenn ættur fleiri bakhjarla í okkar kæra þjóðfélagi. Kær kveðja.
Helgi Þór Gunnarsson, 8.2.2008 kl. 01:45
Sæll aftur Helgi!Takk fyrir innlitið.Nú erum við 100% sammála.
Ólafur Ragnarsson, 8.2.2008 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.