16.1.2008 | 00:20
Áar
Föðurafi minn var mikill Sjálfstæðismaður.Ég kynntist honum ekki fyrr en ég var 7 ára gamall.Móðurafa mínum kynntist ég aldrei vegna atvika sem leiddu til aðskilnaðar míns við móður mína þegar ég var 2ja ára,En ég eignaðist(7ára) "stjúpafa"sem líka var harður Sjálfstæðismaður.Kynni mín af föðurafanum eru ekki mikil enda stóðu þau kannske stutt vegna hve gamall ég var er ég kom í hans heimabyggð og hve snemma ég tileinkaði mér lífshætti sem honum voru ekki að skapi.
En tengsl við stjúpafann voru nánari.En báðir þessir menn voru eiturharðir"Íhaldsmenn"Óli Thors var þeirra maður.Og ég átti meira að segja heima í því húsi sem sá sómamaður var fæddur í,í nokkur ár.Ég leit upp til föðurafa míns og bar óttablandna virðingu fyrir honum.Hann var t.d.í hreppsnefndinni.Stjúpafi minn var allt öðruvísi,þótti gott að fá sér neðan í því og setti kíkirinn fyrir blinda augað hvað varðaði lífsmáta minn.
En af þessum mönnum tamdist mér að líta á Sjálfstæðisflokkinn sem minn flokk.Mitt fyrsta launaða starf fyrir utan að hræra í blóðinu í sláturhúsinu sem föðurafi minn stjórnaði var að bera út"Moggan"í heimabænum.Í mínu fyrsta skipsrúmmi voru flestir ef ekki allir Sjálfstæðismenn.Ég var sem sagt alinn upp sem púra"Íhald"Og ef ég hefði verið nokkuð mörgum stigum hærri í greind og gengið menntaveginn hefði ég kannske orðið of menntaður Íhaldsmaður til að sjá hvernig forusta þess flokks "valtrar"nú yfir almenning í þessu landi.
Og það ögurvald sem þeir virðast taka sér í dag.Og hvernig þeim tekst að"mylja"undir sig samstarfsflokka.Allavega eftir yfirlýsingum samstarfsráðherrana í ríkisstjórn undanfarið.Þvert á kosningaloforð þess flokks.Og ég hefði þóttst trúa öllu sem út úr kjöf... þeirra kemur Fyrrgreindir"áar"mínir trúðu á flokk sem hafði fyrir kjörorð"Gjör rétt-þol ei órétt"Flokks sem,hvers formaður sagði á áramótum 1945 m.a:
""Við Íslendingar erum minnsta sjálfstæða þjóð heimsins.Því minni sem þjóðin er því meira á hún undir að haga svo búskap sínum, en einkum þó viðskiptunum út á við að hún með því ávinni sér virðingu annarra þjóða.""
Og svo:"" Að minnsta þjóð heimsins getur vel teflt velferð sinni og sjálfstæði í voða ef hún temur sér siðleysi í þeim efnum sem beinast blasa við sjónum annarra þjóða, og jafnvel snerta beinlínis hagsmuni þeirra, þ.e.a.s. meðferð utanríkismála sinna.""
Seinna:"" Við Íslendingar þurfum einnig að láta okkur skiljast, að við megum ekki fremur en aðrar þjóðir ætla, að við getum til lengdar vænst mikils góðs af nokkurri þjóð, umfram það, sem er í réttu hlutfalli við þá þýðingu, sem við höfum fyrir hagsmuni hennar sjálfrar. Þetta er lögmál lífsins. Eftir því skulum við hegða okkur, m.a. vegna þess, að það er frumskilyrðið til að eignast þá vináttu og virðingu annarra þjóða, sem getur, þegar mest á ríður, verið verðmætari en nokkrir fjársjóðir."""
Svona talaði formaður Sjálfsstæðisflokksins til þjóðarinnar 1945.Þetta virðist sá arftaki sem nú situr í hans stól aldrei hafa lesið.Nú á ekki að fara eftir alþjóðasamningum af því að það passar okkur ekki.Mér liggur satt að segja við að líkja rökum ráðherra Íhaldsins og þeirra LÍÚ manna við rök verjanda"Vasamannsins"í hinu ógeðfelda barnaníðingsmáli í Noregi þegar hann sagði "" «Dette er ganske beskjedne handlinger. Det er ikke all verden. Disse vil ikke ha tatt skade av dette""
Mínar fínustu taugar eru eiginlega horfnar eftir allan þann lygaþvætting sem ég lítilfjöllegur ellilífeyrisþegi verð að hlusta á koma út úr kjöf..þessara svokölluðu"ráðamanna"Hvernig ég er,ásamt mínum líkum er lítillækkaður nær því á hverjum einasta degi með því að bera slíkar lygar á borð fyrir mann sem gert er í dag.Ég hef oft sagt að það fari í mínar"fínustu taugar"hvernig menn ætlast til (hugsa ég) að fólk trúi djöfu..... lygaþvælunnu sem vellur út um kjö...... á þessum mönnum.Nú eru þessar"fínu tauga"ofurliði bornar.Og ég læt þessa lygaþvælu koma inn um annað eyrað og út um hinn.Ég hreinlega lít á þessa menn sem trúða.
.Hvaða heilvita manni með greind yfir 10 ára barn trúa því innst inni að flokksbönd hafi engu ráðið um veitingu eftirfarandi embætta:Skipun Ólafs Barkar í starf Hæstaréttardómara 1 sept 2003.Jóns Steinars í samskonar embætti 29 sept 2004.Og svo núna Þorstein Davíðsson í embætti dómara við Héraðsdóm fyrir norðan og austan.Það væri ábyggilega áhugavert að vita hve margir virkilega trúa því að engin póllitísk tengsl séu í spilinu.
Virkilega inn við beinið.Menn eiga ekki að verða fórnarlamb ættartengsla og heldur ekki að geta notað þau sér til framdráttar.Ég verð að viðurkenna að ég hef sennilega notið afa míns er ég 9 ára gamall fékk vinnu við að hræra í blóðinu í sláturhúsinu sem hann stjórnaði.Svo að mér ferst kannske ekki að tala um ættartengsl við vinnuútvegun.Kært kvödd.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:24 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stórskemmtilegur pistill Ólafur.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 16.1.2008 kl. 02:29
Einu sinni var stelpa skotin í strák og var mikið í mun að hann bæri sömu tilfinningar til hennar.
Hún fann baldursbrá og fór að tína af blóminu laufin. Með fyrsta blaðinu sem hún fjarlægði þá sagði hún : Hann elskar mig og með öðru blaði, hann mig ekki...Þessu hélt hún áfram uns hún hafði fjarlægt öll blöðin...Ekkert varð hún nær að vita um ástir síns elskaða..
Mér datt þessi saga í hug núna þegar Sjálfstæðisflokkurinn, ráðherrar innan flokksins eru orðnir svo forhertir í siðleysinu að þeir eru hættir að dyljast, því hver á að ákæra þá? Sumir velta þó enn fyrir sér hvort flokkurinn sé spilltur eða ekki...Er hann spilltur, er hann ekki spilltur
Guðrún Magnea Helgadóttir, 16.1.2008 kl. 02:50
Sæll Ólafur. Sendi þér baráttukveðju og haltu áfram að svipta hulunni af íhaldinu. Kannski verður það til að einhverjir sjá í gegn um gerningar þoku Sjálfstæðisflokksins. Kveðja.
Þorkell Sigurjónsson, 16.1.2008 kl. 06:58
Góður pistill Óli, mjög góður...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 17.1.2008 kl. 17:49
Mikið rétt Erlingur, það er meira að segja aðallega ágætisfólk í þessum flokki, með þessa rosalegu þörf fyrir foringjadýrkun, sem aftur leiðir það oft í svakalegar ógöngur. Það passar ekki öllum....
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 18.1.2008 kl. 20:38
Þið hafið lög að mæla drengir
Ólafur Ragnarsson, 20.1.2008 kl. 00:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.