Munstringar stjórnarherrana

 

Það er margt að gerast í þjóðfélaginu um þessar mundir.Margt sem fær mann til að hrista sinn gamla haus yfir.Ráðningar í ýmsar stöður.t.d.Ég satt að segja vorkenni þessum syni fv forsætisráðherra.Maðurinn sóttu um embætti og fékk það.

 

Það á á engan hátt að hafa áhrif á frama manns,hverra manna hann er.Hvorki til framdráttar eða útilokunnar.En hvernig staðið var að veitingu stöðunnar finnst mér vera fyrir neðan allar hellur.Það virðist í fljótu bragði ekki þurfa að fara eftir lögum og eða reglum í þessu þjóðfélagi nema þegar það hentar viðkomandi ráðherra.Mér fannst satt að segja réttarfarið á Íslandi ekki þola svona meðferð.Minnugur skipan 2ja hæstaréttardómara fyrir örfáum árum.

 

Og rökstuðningurinn finnst mér falla um sjáft sig.Hvað með umsækjanda um hæstaréttadómarastöðu,sem var um árabil aðstoðarmaður dómsráðherra?Aðstoðarmanns starfið var léttvægt fundið þá.Ég held satt að segja að hinn almenni borgari sé ekki trúaður á "fair"málsmeðferð í réttarkerfinu hér lengur.Þetta var ekki til að bæta það.

 

Um aðrar stöðuveitingar vil ég ekki tjáð mig þar sem ég held ekki,að í þeim málum hafi verið algerlega gengið í mót áliti neinnar ráðgefandi nefndar,En eitt er athyglisvert í málfluttningi setts ráðherra þegar hann sagði í kvöldfréttum Stövar 2 að stundum sé maður neyddur til að taka ekki mark á ráðgjöfum.Ég held að ég hafi heyrt rétt "neyddur"til að gera svo.Þá er það spurningin sem brennur á vörum:"Hver neyddi ráðherrann?"

 

Ég vona svo sannarlega að ég hafi misheyrt hvað hann sagði enda var hann á hraðferð á undan fréttakonunni.En ef það er rétt heyrt:Eru þá svo voldugir menn til í þessu þjóðfélagi bak við tjöldin að þeir geti"neytt"ráðherra til að gera eins og þeim(þessum mönnum) lystir?þá erum við illa stödd ég segi ekki annað.Þá vitum við líka hvernig verður um athugasemd frá mannréttindanefndar SÞ.Er boðskapur Friðriks J Arngrímssonar í því máli kannske skipun frá"þessum mönnum"til ráðherra sjávarútvegs um að hundsa tilmæli nefndarinnar.Það væri þá til að toppa þessa andsk..... vitleysu sem nú tröllríður allri utanríkisþjónustunni og farið er með út um allan heim með ærnum kostnaði.Að við fáum sæti í Öryggisráði SÞ.Ekki vantar pilsaþyt ráðfrúar utanríkismála í hlýrri golunni í Palestínu þegar hún kvakar þar um mannréttindi og nauðsyn á að fólkið þar fái sín mannréttindi.

 

Eða þegar sendir eru með dýrum dómum einhverskonar eftirlitsmenn  til að fylgast með kosningum t.d.í Rússlandi þar sem hámenntaður lögfræðingur er að reyna að koma skikki á dómskerfið.Og það í mikilli andstöðu hagfræðinga sem ekkert sjá annað en peninga og meiri peninga."Ja fussu svei mannaþefur í helli mínum".Er nú ekki komið nóg af hrokanum í okkur íslendingum hvað varðar að vera undanskildir ýmsum alþjóðareglum vegna smægðar okkar en ætlum svo allt að gleypa þegar út í það er farið.

 

Ef svo reynist rétt vera þá leggst þetta"hefðarfólk" í ríkisstjórn lágt.Þá verðum við neydd til að hætta að reyna að koma alvöru lýðræði á í öðrum löndum.Við með okkar"rassvasalýðræði"verðum neydd til að steinhalda kjaf...Yfir öllum öðrum sem fótumtroða hið sanna lýðræði.Og verðum neydd til að halda kjaf.. þar til að tekið verður upp virkilegt lýðræði hér.Þar sem menn fara eftir þeim lögum og reglum sem þeir hafa sjálfir verið með í að setja með lýðræðislegum hætti.Til hvers andsk.... er að setja á stofn nefndir til ráðgjafar ef ekkert er svo farið eftir þeim.

 

Ráðherra fjármála,settum ráðherra í dómsmálum í fyrrgreindri ráðningu hefur kannske talið sig brenndan af ráðleggingu ráðgafa í Grímseyjarferju málinu.Þá skilur maður kannske mannræfilinn.Mikið fjandi er maður heppinn að vera sonur ósköp venjulegum verkamannni af ósköp venjulegri ætt(að vísu íhaldsætt).Ég man eftir,þegar ég,rétt eftir að mér hlotnaðis kosninga og kjörgengi fór rallhálfur á kjördag og hitti einn framsóknarframbjóðandan í heimabyggðinni og lofaði að kjósa hann ef hann útvegaði mér pláss á"Sambandsskipi".Plássið gegn um hann fékk ég aldrei enda stóð ég ekki við orð mín og kaus"'ihaldið"ens og öll ættin.Enda höfðum við Bakkus lítið að gera saman á"Sambandsskipi"á þeim tíma.Verið ávallt kært kvödd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

  Þakka góða grein, sem ég er hjartanlega sammála.   Tókstu eftir því þegar Friðrik Argr. lagði áherslu á að Hæstiréttur væri búinn að dæma í málinu, og því væri álitið einskis virði fyrir okkur.    Já miklir menn erum við.

haraldurhar, 15.1.2008 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 536140

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband