13.1.2008 | 01:55
Björgun Bjargarmanna
Við skulum athuga forsíðu Morgunblaðsins laugardaginn 3ja janúar 1948.Stæðsta fyrirsögnin er svo hljóðandi:""Söluskattur hækkar ekki vöruverð""Undir fyrirsögn:""Ýmsar vörur lækka í veðri og einnig margsskonar þjónustu""Fyrir ofan mynd af Albert Guðmundsson knattspyrnumann stendur:"6 milljónir franka boðnar í Albert Guðmundsson.Í greininni stendur að knattspyrnklúbburinn Nancy í Frakklandi hafi verið boðnar 6 milljónir franka í Albert en þeir hafi hafnað því.Fárviðri og flóð víða um lönd er önnur fyrirsögn
En neðst til hægri á síðunni er lítil grein með fyrirsögninni."4 menn voru á m.b.Björg"Og svo segir:"Menn eru nú ornir vondaufir um að m.b.Björg frá Djúpavogi sje enn ofarsjávar.Eins og skýrt hefur verið frá hafa skip og flugvélar leitað bátsins á stóru svæði,en án árangus.Á bátnum voru fjórir menn:Sigurður Jónsson skipstjóri,Ásgeir Guðmundsson,Arnór Karlsson,og Sveinn Þórðarsson""Hér lýkur tilvitnun.m.b Björg sem var 20 tonn að stærð var í eigu Sigurðar skipstjóra og Ingólfs Kristjánssonar,hafði farið í róður að kvöldi annars dags jóla.Engin talstöð var í bátnum því hún hafði bilað og var ekki komin úr viðgerð.
Síðan líða nokkrir dagar og svo kemur"Mogginn"út á þrettándan,6 jan.Fyrirsögn yfir alla blaðsíðuna:""Skipverjar af Björgu heimtir úr helju""og undirfyrirsögn""Hittu þýskan togara skammt frá Dyrhólaey eftir mikla hrakninga og mannraunir""og næsta undirfyrirsögn:"Forspá á jóladag:"Við lendum í Reykjavík í þessum róðri""Síðan kemur lýsing á ótrúlegum hrakningum þeirra manna sem á bátnum voru:"Sigurðar Jónssonar 22 ára skipstjóra bátsins.Ásgeirs Guðmundssonar 27 ára,Arnórs Karlssonar 34 ára og Sveins Þórðarsonar 30 ára.Svo segir "Mogginn"m.a."Þýski togarinn Lappland kom hingað á ytrihöfnina í Reykjavík kl 3 aðfaranótt sunnudags.en skipverjar höfðu ekki samband við land fyrr en nokkru eftir hádegi á sunnudag að hafnsögumenn komu út í togarann.Svo var það ekki fyrr en kl hálf þrjú að það vitnaðist um hina óvæntu og gleðilega heimsókn hingað til bæjarins""
Í viðtali við Valtýr Stefánsson í "Mogganum"segir Sigurður skipstjóri m.a:""Við lögðum af stað í róður kl 11 að kvöldi annan jóladag,Við lögðum línuna útaf svokölluðum Hvítingum við Eystrahorn.Þangað er um tveggja klukkutíma ferð frá Djúpavogi.N-stormur var með frosti.En þó ekki svo hvass að veður hamlaði okkur við veiðarnar.Við höfðum lokið við að draga línuna kl 2,30 um daginn.Fengum 4 tonn af fiski.Snúum síðan til lands.Veður fór nú harðnandi.Og er við áttum eftir klukkutíma ferð heim,stöðvaðist gangvélin.Hafði þá komist sjór í olíugeyminn,sennilega þannig að leki hefir komið í þilfarið,og sjór vætlað niður í geyminn.Við höfðum með okkur olíufat.en gátum nú ekki náð til þess einsog kringumstæður voru ornar,vegna þess hve kominn var mikill sjór..Þegar komið var fram á kvöld komum við vélinni aftur í gang.En það var bara í stundarfjórðung."""Síðan hefjast hin eiginlega lýsing á hrakningunum.
Hvernig skipverjar bjarga sér með snarræði en naumlega frá strandi í Selskeri.Hvernig skipstjórinn frýs fastur við kaðalinn sem notaður var við að heysa upp seglin.Varð að rífa sig lausan og skyldi eftir skinnflysur á kaðlinum.Og hvernig með frábærum sjómannshæfileikum skipverjar sleppa úr klóm þeirra Ægis og Ránar sem allan tíman að heita má reyndi að næla í þá.Svo aftur að frásögninni:""kl eitt aðfaranótt 29 des lögðumst við á 35 fm dýpi.Lágum við þar við stjóra.Höfðum við með okkur í bátnum 4 steina 40-50 kg að þyngd og bundum þá við legufærin.Þarna liggjum við um nóttina og næsta dag fram til kl 4 síðdegis.Þá var komið fárviðri af NA.Þá slitnaði báturinn upp og rak nú til hafs..Þannig gekk í 2 daga þ.29 og 30.Við kyntum bál á þilfarinu á nokkra klukkutíma fresti.Síðan segir frá er þeir sjá ljós á skipum kynda bál en enginn virðist taka eftir þeim:Þeir töldu sig komna 35 sjm útaf Vestrahorni er þeim tekst að snúa til lands.
Reyndu að ná til Hornafjarðar en það tókst ekki.Vindur alltaf af NA.Þeir komast svo upp undir Ingólfshöfða á nýársdagskvöld.Þar sjá þeir 4 togara en enginn sinnti þeim þó þeir kæmust það nálægt að þeir sæu sjómennina á dekki togarana.Nú var kominn leki að bátnum og urðu þeir að hafa sig allan við til að ausa..Þeir ná svo að leggast aftur við akkeri á 18 fm við Ingólfshöfðan um kvöldið á nýársdag.En undir morgun slitnar sú akkerisfesti líka.Nú var komið ofsaveður af NA.og datt þeim nú í hug að hleypa í land,Víkjum að viðtalinu""Strákarnir vildu það.Og jeg gat þá ekki verið á móti því(yngstur um borð ath.mín)En áður en við sæjum til lands,voru svo ægileg brotin allt í kring um okkur.Svo við snjerum við.Og ég skil ekki hvernig við sluppum aftur lifandi út úr þeim brimgarði."""Og áfram halda hrakningarnar.Ausa kynda bál
Hrakningar m/b Bjargar um áramót 1948
Tvisvar um nóttina fá þeir á sig brot sem færir bátinn í kaf en hann klárar sig af þeim.Blaðamaðurinn spyr:"voru þið ekki orðnir hræddir um að komin væri ykkar síðasta"""Við höfðum engan tíma til að hugsa um það" svarað hinn ungi skipstjóri með hægð.Síðan segir áfram""um sex um morguninn vorum við ornir lúnir.Sjórinn fór hækkandi í bátnum.Þá sáum við skip skammt frá okkur.Þá kynndum við enn bál.Þá notuðum við dýnu til að brenna auk spýtnabraks og lóðabelgi(þá voru notaðir tjörubelgir sem nú finnast bara á sjóminjasöfnum ef þeir finnast þá þar:ath.mín),sem bundnir voru á þilfarinu.En allt sem var ekki rígbundið tók út þegar við fengum brotin á okkur um nóttina.Vættum við dýnuna og belgina í olíu.Og nú kom bál sem dugði.Það var mikið að þið skylduð geta haft eldspýtur alltaf þurrar til að kveikja með?Í þetta sinn fór líka síðasti eldspýtustokkurinn.Þá höfðum við ekki annað logandi en eina fjóslugt..
Skipshöfnin á Björgu heimtir úr Helju.Fr v Ásgeir Guðmundsson,Sveinn Þórðarson,Sigurður Jónsson skipstj.og Arnór Karlsson
Skipið var komið spölkorn frá okkur,þegar við loks höfðum komið bálinu upp.en snjeri nú strax við til okkar(Þjóðverjarnir með útkikkið í lagi ath.mín)Þá varð mjer litið niður í vjelarrúmið.Þá var kominn sjór upp á miðja vjel.""Sem sagt báturinn kominn að því að sökkva og á síðustu eldspýtunum er þeim bjargað.Og þetta var fyrir tíma gúmíbjargbáta.Þeir höfðu getað eldað sér fisk og brætt lifur sem þeir drukku og vatn hafði enst en þeir orðið að fara sparlega með það.Þegar fréttin af giftusamlegri björgun þeirra barst um byggðir landsins fagnaði öll þjóðin.Fagnaði að landikomnum hetjum sem í 7 daga börðust fyrir lífi sínu í hremmilegum átökum við óbíð náttúruöflin.Skipshöfninni á Lapplandi var launuð björgunin á margvíslegan hátt.
Og við brottför togarans sendi skipstjórinn Theodor Henning svohljóðandi tilkynningu til birtingar í íslensku dagblöðunum""Fyrir mína hönd og skipverja minna þakka ég af hrærðum huga þær miklu og ómetanlegu gjafir,sem oss hafa borist frá íslensku ríkisstjórninni og öllum almenningi víðsvegar að af landinu í peningum,fatnaði og matvælu.Svo mikið hefur oss borizt að ég mun afhenda Rauðakrossinum í Bremen til úthlutunnar það sem vér höfum fengið fram yfir vorar eigin þarfir.Ég mun þegar heim kemur,segja opinberlega frá þeirri miklu rausn og gestrisni sem við höfum mætt á Íslandi og vér erum forsjóninni þakklátir fyrir að oss skildi auðnast að bjarga hinum sjóhröktu Íslendingum.Hjartans þakkir og hugheilar óskir til Íslensku þjóðarinnar""Undir skrifað Theodor Henning Kaptain b/v Lappland.Hvort einhver af þeim 4menningum er á lífi í dag þá,háaldraðir menn veit ég ekki en gaman væri að fá uppýsingar um það í athugasemdum og eða upplýsingar um örlög þeirra.
Íslenskir sjómenn það er til að fagna svona sigrum sem unnust á þeim Ægi Rán og Nirði sem Sjómannadaginn er haldinn hátíðlegur og til að minnast þeirra sem ekki hittu sitt Lappland.Látið ekki gráðuga eiginhagsmunaseggi með gýju í augum af peningagræðgi eyðilegga þennan dag fyrir ykkur.Og þá um leið brjóta á ykkur lög.Og forustumenn í samtökum sjómanna sem látið hafa deigan síga í baráttu fyrir að lög um þennan dag séu haldin í heiðri.Hugsið ykkar gang.Skellið ekki skuldinni á peningaleysi,Forverar ykkar notuðu sennilega ekki svo mikla peninga í þetta.Stakkasund reiptog og ýmsar heimatilbúinn atriði. til hátíðarbrigða.Og svo það fólk sem heldur að þau lífsgæði sem við búum við í dag hafi komið af sjálfu sér.staldriðið við.Það voru menn eins og Bjargar menn sem ruddu brautina fyrir þau.Og þeir sem skammast sín fyrir að koma á hátíðarhöld haldin til minningar um baráttu sjómanna sigra þeirra og tap,svo að það þurfi að skíra þau eitthvað annað,skammist ykkar.Já hreint og beint skammist ykkar!!!.
Og núverandi ráðherra sjávarútvegs á Íslandi,ef þú skildi halda velli fram yfir Sjómannadaginn 1sta júni 2008 mundu að dagurinn heitir Sjómannadagur og það á ekki að koma mönnum uppá annað nafn á þessum minningardegi um starf Sjómannsins(skrifað með stórum staf),við Ísland.Hvort þeir heita far eða fiskimenn.Starf sem þú hefur sennilega aldrei snert fingri við nema á skrifstofu.
Og við unga sjómenn vil ég segja þetta.Farið eftir því sem Hilmar Snorrason og hans menn kenna ykkur en það dugar skammt ef þið tryggið ekki eigin öryggi með sjálfsathugun á hvort bjargbúnaður ykkar skips sé í lagi.Því ef svo er ekki getur farið fyrir ykkur eins og vofði yfir þeim Bjargarmönnum,þegar þeim var bjargað á síðustu eldspýtunun og andartökunum.Og þá er ekki víst að ykkar Lappland birtist.Það er ekki nóg að hafa frábæran Slysavarnarskóla,frábæra Landhelgisgæslu,frábærar björgunnarsveitir ef þið sjáið ekki sjálfir um að allt sé rétt tengt og að allur búnaður sé 100 % um borð.Því það virðist því miður ekki hægt að treysta á að svo sé, þótt 4 eða 5 aðilar eigi að sjá um slíka hluti
Sjómenn standið saman um öryggi ykkar og dag.Og sjómannskonur fylkið ykkur við hlið manna ykkar og gangið við hlið þeirra á þessum hátíðisdegi.Við skulum minnast björgunnar þeirra Bjargarmanna á Sjómannadaginn kemur.Hvers konur fögnuðu sínum mönnum.Þeirrar baráttu sem þeir háðu fyrir 60 árum.Um leið og við minnumst þeirra sem ekki komu aftur og þeirra kvenna og barna sem syrgðu.Munið líka að Samtök sjómanna eru þið sjálfir sem í þeim eru og ekkert annað,styrkið þau og eflið og takið höndum saman um kjör ykkar öryggi og daginn ykkar.Kært kvödd þið sem hingað hafið lesið
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:41 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 535996
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég allt að því klökkna við þessa lesningu Ólafur.
Menn hafa marga hlildina háð svo mikið er víst.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 13.1.2008 kl. 03:25
Þú stendur vaktina þína vinur og byrjar árið með stæl.
Þakka fyrir mig.
Árni Gunnarsson, 13.1.2008 kl. 20:07
Heill og sæll Ólafur þetta er frábær grein hjá þér og fróðleg lesning fyrir alla. Þú ert afkastamikill bloggari og heldur vonandi áfram að skrifa um sjósókn og því tengt. Takk fyrir þetta
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 15.1.2008 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.