Kær vinur sjómanna fellur frá

 

Ég var að ná mér á skrið eftir flensuóvætt,ofát og annan óáran sem fylgir venjulegu jólahaldi hér á landi.Þegar kunningi minn vakti athygli mína á dánartilkynningu í Fréttablaðinu í fyrradag 10-01.Þar var tilkynnt fráfall þess mæta manns Bjarna Jónssonar listmálara.Ég fékk hálfgert bakslag verð ég að viðurkenna.Ég vona að ég halli ekki á neinn þegar ég fullyrði að Bjarni Jónsson sé einn af þeim listamönnum sem gerði sjómenn og sjósókn að yrkisefni í list sinni fremur öðru.

 

Ég hefði nú aldrei haldið að ég ætti eftir að skrifa minningarorð um látinn listamann og því síður um mann sem ég hafði að eins talað við í örfáa klukkutíma.Við hittumst fyrir tilviljun á sjúkrahóteli Rauðakrossins í Reykjavík í byrjun nóvember á síðasta ári.En þar dvaldi hann til að ná sér eftir fótbrot.Þegar hann heyrði að ég væri sjómaður og byggi í Vestmannaeyjum virtist ísinn brotna og við spjölluðum mikið saman eins og við værum búnir að þekkjast í mörg ár.Við bundumst einskonar baráttuböndum,ef ég get komist svo að orði um kunningsskapinn sem tókst með okkur.Hann var mikill  áhugamaður um varðveislu gamalla skipa og fannst satt að segja lágt risið á Sjóminjasafni Reykjavíkur.Mikið vorum við sammála um örlög b/v Ingólfs Arnarssonar.Því miður er skammtíma minni mitt stundum eins og gatasikti og man ég aðeins hluta af því sem fram kom í samtali okkar.Hann var óhress með meðferð á málverkum sem hann hafði gefið(að mig minnir Sjóminjasafninu).Þau lægju undir skemmdum út um allan bæ,Að skilnaði gaf hann mér lítinn pésa með myndum af spilum sem sýndu málverk hans af sjávarháttum fyrri tíma.

 

 

Þessar myndir mætti ég"skanna"og nota í blogg eins og ég vildi.Við bundumst fastmælum um að ég bloggaði um málverkin sem honum fundust komin á"hrakhóla"Hann ætlaði að hafa samband við mig með hækkandi sól.Kannske koma til Eyja leigja sér eitthvert"viðverelsi",mála og gefa mér punta í væntanlegt blogg..Honum var sjómannadagurinn hugleikinn,og vildi veg hans sem mestan. Og yfirleitt allt sem viðkom sjómennsku lét hann sig varða.Samtök sjómanna náðu að heiðra hinn aldna velgerðarmann íslenskrar sjómennsku á Sjómanadeginum 2007 og er það mikið vel,og mátti vart tæpara standa.Megi minningu þessa merkismanns vera haldið hátt á lofti af samtökum sjómanna.

 

Og megi minning hans lýsa vel á sjötugasta afmæli Sjómannadagsins þ 1sta júni 2008.Þá skulum við líka muna að þessi dagur heitir Sjómannadagur og ekkert annað.Hvaða ónefni eins og t.d Dagur hafsins,Bryggjudagar eða hvað sem menn vilja nefna einhverjar aðrar samkomur.Ég skil satt að segja ekki orð ráðherra sjávarútvegsmála þegar henn heldur eftir farandi fram""Vel hefur tekist til við endursköpun Sjómannadagsins í Reykjavík með Hátíð hafsins. Við sjáum að þátttaka í dagskráratriðum er ótrúlega góð, þrátt fyrir að slæmt veður hafi sett sinn svip á hátíðarhöldin, síðustu tvö árin, en það eru einu skiptin sem ég hef verið í Reykjavík á Sjómannadaginn og það vegna ljúfra skyldustarfa minna sem sjávarútvegsráðherra""

Skammast fólk sín fyrir að koma á hátíðarhöld Sjómannadagsins.Þarf að skíra minningardag um störf sjómanna eitthvað annað til að fólk sæki hátíðarhöld dagsins.Ja svei segi ég bara ef svo er.En árið 1987 voru sett sérstök lög um þennan dag.Þar sem nafn hans,tímasetning hans var lögfest og settar voru reglur til að tryggja sem flestum sjómönnum frí á Sjómannadaginn.Dagurinn heitir Sjómannadagur og ekkert annað.Er það ekki lögbrot að halda hann ekki hátíðlegan.Á  öðrum stað segir f.gr ráðherra:

"""Hlutverk ykkar og þýðing sjómannsstarfsins fyrir íslenskt þjóðarbú verður aldrei ofmetið. Þakklæti okkar, annarra Íslendinga, til sjómanna er því mikið. Á þessari hátíðarstundu ber okkur líka að hafa í huga hlut fjölskyldna ykkar, maka og barna sem á margan hátt er sérstakt, ekki hvað síst vegna fjarvistanna. Því miður hefur það ár sem liðið er frá síðasta sjómannadegi ekki liðið án sjóslysa. Enn höfum við því verið minnt á hættur hafsins. Þess vegna þarf öryggi sjómanna ætíð að vera forgangsmál. Um það er örugglega mikil sátt í samfélaginu."""

 

Íslenskir sjómenn hvort sem þið eruð farmenn eða fiskimenn látið list Bjarna Jónssonar verða ykkur að leiðarljósi í baráttu ykkar fyrir að halda lög um daginn ykkar í heiðri.Munið að"En þótt tækjum sé breytt/þá er eðlið samt eitt/eins og ætlunarverkið er sjómannsins beið/(brot úr kvæði Arnar Arnarsonar,Íslands Hrafnistumenn)Bjarni minn kæri kunningi ég hef aldrei saknað kunninga sem ég hef þekkt eins lítið eins mikið,Blessuð sé minning þín.Nafn þitt mun letrað með stórum stórum stöfum í sögu sjómennsku meðan sjór verður stundaður á Íslandi.Þín er sárt saknað af þeim sem  þekktu þig.Þið sem lásuð þetta séu kært kvödd,en á annan hátt en Bjarni

 

 

 


mbl.is Andlát: Bjarni Jónsson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Ólafur og þakka þér kærlega fyrir þessi frábæru skrif um  Bjarna Jónson og Sjómannadaginn. 'Eg tek undir hvert einasta orð sem þú hefur hér skrifað. Vonandi verða mörg verk Bjarna varðveitt í Sjóminjasöfnum viðsvegar um landið þar sem þau eiga heima. Ég vil sérstaklega taka undir það hjá þér Óli að SJÓMANNADAURINN heitir SJÓMANNADAGUR  og ekkert annað, merkilegt að stéttafélög sjómanna skuli ekki verja þetta heiti betur en gert er, en vonandi sjá menn þetta með meiri umræðu.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 12.1.2008 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband