30.12.2007 | 01:12
Langanes
Það hefur verið að veltast fyrir mér þessi flakbútur sem fannst um daginn N af Langanesi.Menn voru að velta fyrir sér Kingston Peridod og St Romanus.En það er fleirum til að dreifa t.d togaranum Lady Love LO 167 sem hvarf að ég held út af Austfjörðum 30 ágúst 1941
Álitið að skipinu hafi verið sökkt af kafbátnum U 202.Skipið var smíðað 1910 sem OPHIR H725 hjá Cook, Welton & Gemmell Ltd.Fyrir Pickering & Haldane's Steam Trawling Co Ltd, Hull.Það var 230 ts að stærð.Skipiðhafði verið notað í fyrri Heimstyrjöldinni frá 1915 - 1919 sem tundurduflaslæðarinn FY335.Gekk síðan kaupum og sölum og hét síðan Star of Moray; Ophir GY 1220 og Ophir II A 232 og síðast frá1934 í eigu Hewett Fishing Co Ltd, London og hét Lady Love LO 167.
Næsta skip sem gæti komið til greina er Princess Marie Jose FD 12 Skipið var smíðað hjá Cook, Welton & Gemmell Ltd í Beverly fyrir Armitage Steam Trawling Co Ltd, Hull og hét PRINCESS MARIE JOSE H 242.Skipið var 274 ts að stærð.Það var tekið í þjónustu Royal Navy 1915-1919 sem tundurduflaslæðarinn FY 1770. 1920 Selt til Sun Steam Trawling Co Ltd, Fleetwood (FD12).Selt1934 til Robertson & Wood, Aberdeen og skýrt FEUGHSIDE (A114).6 okt.1939 Selt til Loch Fishing Co Ltd, Hull og skýrt LOCH HOPE H220.1940 tekur Royal Navy skipið aftur í sína þjónustu sem" auxiliary patrol vessel" no FY 497.1945 Skipinu skilað aftur10 ág.1945 skipið selt til A & M Smith, Hull 11 júni1947 sekkur skipið út af austfjörðum eftir að tundurdufl sem kom í vörpu þess sprakk Einn skipverji.týndi lífi en 17 skipverjum bjargað af togaranum URKA FD289 .Þeir voru settir í land á Seyðisfirði.
Þetta er Lord Lloyd sem var smíðaður í Selby og var Daniel Quare
sömu gerðar.
Næsta skip sem kemur til greina er Daniel Quare Þetta skip var 440 ts að stærð byggt 1936 hjá Cochrane & Sons Ltd Selby sem Ocean Monarch H327.Eigandi Ocean Steam Fishing Co Ltd Hull síðan Charlson-Smith Trawlers Hull. 1938 kaupir Charlson-Smith Trawlers Hull skipið sem skýrir það STELLA CARINA alltaf sömu einkennisstafir.ÍJúni1946 kaupir Kopanes Steam Fishing Co Ltd Grimsby skipið og skýrir það Kópanes GY 279.Það sökk 7 mílur WNW af Langanesi 09 sept.1955
En það er af Lord Lloyd að segja að 14 sept kom leki að skipinu er það var að veiðum út 30 m út af Austfjörðu og byrjaði það að sökkva í slæmu veðri.Skipverjar fóru í 2 gúmmíbjörgunarbáta.Þeim var bjargað af belgískum togara.En daginn eftir og veðri slotaði var sá"gamli"enn á floti.
Tók nú togarinn Wyre Mariner skipið í tog og dró hann til Seyðisfjarðar.Tók það um 11 tíma.Þegar til Seyðisfjarðar kom var skipstjóri Wyre Mariner Percy Bedford tekinn fastur fyrir landhelgisbrot.En hann hafði verið staðinn að veiðum áður innan 12 mílnana.Lord Lloyd komst svo aftur til Fleetwood.Það kom í ljós að botnskykki við dýptarmælirinn hafði gefið sig.Llord Lloyd var síðasti kolakynti togarinn sem gerður var út frá Fleetwood.Ég hef grúskað þetta blogg af "nettinu og myndirnar eru þaðan.Aðallega frá Float-Trawlwers-Lancahire float-trawlers.Ég vil óska öllum árs og friðar.Kært kvödd
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:16 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
kolbrunerin
-
gudruntora
-
gmaria
-
dala
-
nafar
-
valmundur
-
johannesgylfi
-
gudrunmagnea
-
rheidur
-
gretarmar
-
magnusthor
-
nilli
-
georg
-
lydurarnason
-
reykur
-
johanneliasson
-
helgigunnars
-
hector
- kerfi
-
kallimatt
-
jonsnae
-
jp
-
jaj
-
hva
-
valurstef
-
sigurjonth
-
einherji
-
fiski
-
jakobk
-
harhar33
-
rs1600
-
iceman
-
thorirniels
-
kjartan
-
oliskula
-
1kaldi
-
gretar-petur
-
jon-o-vilhjalmsson
-
skulablogg
-
floyde
-
ragnarb
-
meistarinn
-
palmig
-
aevark
-
morgunbladid
-
zumann
-
jensgud
-
gutti
-
gudni-is
-
saethorhelgi
-
geirfz
-
iceship
-
fuf
-
saemi7
-
ketilas08
-
kokkurinn
-
einarorneinars
-
xfakureyri
-
siggith
-
stormsker
-
valli57
-
markusth
-
luf
-
framtid
-
vefritid
-
jakob
-
postdoc
-
jenni-1001
-
mal214
-
partners
-
iceberg
-
valdivest
-
torfis
-
gattin
-
malacai
-
benz
-
gumson
-
hildurhelgas
-
minos
-
seinars
-
skinogskurir
-
krist
-
thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.3.): 31
- Sl. sólarhring: 31
- Sl. viku: 72
- Frá upphafi: 536549
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hann er nokkuð áhugaverður þessi flakbútur sem þarna fannst. Mér skilst að þetta sé af lunningu ofan af hvalbak. Er víst að skipið sem þessi lunningarbútur tilheyrði hafi sokkið ? Er ekki möguleiki á að brotsjór hafi kúttað þennan bút af skipinu ?
Ég minnist atviks sem við lentum í á Helgafellinu í des. árið 1959 suðaustur af Nýfundnalandi í miklu óveðri og alveg tröllauknu sjólagi. Í einu brotinu rifnaði upp hluti af lunningunni frá hvalbak og afturundir formastur og snéri undin og snúin uppí loftið .
Það var ekki fyrr en veðrinu slotaði aðeins tveimur dögum síðar að við gátum skorið þennan upprifna lunningarbút frá og í hafið . Ef fiskiskip fiskaði þennan bút upp núna er líklegt að menn teldu að þarna hafi farist skip.
Mér datt þetta svona á í ,Óli.
kveðja og gleðilegt ár
Sævar Helgason, 30.12.2007 kl. 08:34
Eitthvað klúðraðist restin hjá mér.. Þarna átti auðvitað að standa
"Mér datt þetta svona í hug,Óli. "
Sævar Helgason, 30.12.2007 kl. 08:38
Sæll Sævar.Jú víst getur þetta verið lunningarbútur úr fraktskipi.Ef ég man rétt þá segir Tryggvi Bjarnason skipstjóri frá því einmitt í einni athugasemd um fréttina af þennan margumtalaða bút að hann hefði verið með því á flutningaskipi að missa hluta úr lunningu úr.Og ég minnist þess að hafa heyrt um að flutningaskip hafi lent í því.Ég var aldrei með því..Ég var nú komin á Tryggva skoðun eftir athugasemd hans hvar sem ég nú las hana.En svo fór ég að grúska í enskum skipstöpum á þessum slóðum og tapaði mér í það.En voru ekki einmitt svona kluss með festingum,á lunningum flutningaskipana til t.d að festa lektur sem lestað/losað var í/úr og svo"bunkersbáta"og jafnvel dráttarbáta.Mig minnir það.Ég hallast að tilgátu ykkar Tryggva.Gaman væri að fá álit manna á þessu.En hvað um það þetta hlýtur að vera rannsakað af réttum aðilum annað væri skömm finndist mér.Sendi þér og þínum mínar bestu óskir un farsæld á komandi árum og þakka góða viðkynningu hér á"bloggmiðunum".Sértu ávallt kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 30.12.2007 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.