Hversu friðsöm þjóð erum við?

 

"Ölvaður maður kinnbeinsbraut lögreglumann á lögreglustöðinni við Hverfisgötu aðfaranótt aðfangadags. Um helgina var ráðist á lögreglumann á Akureyri og sparkað í bak hans og fætur. Þessar árásir á lögreglumenn eru síður en svo einsdæmi. Þær eru hluti af mynstri.Þetta segir Sveins Ingibergur Magnússon, formanns landssambands lögreglumanna"Svona byrjar leiðari Morgunblaðsina í dag og síðar:

"Lögreglan á Íslandi hefur hingað til getað gengið óvopnuð um götur.Starf lögreglumannsins getur vitaskuld verið hættulegt, en það hlýtur að vekja spurningar þegar lögreglumenn verða fyrir glórulausum árásum ofurölvi manna, sem misst hafa alla dómgreind. Þegar hafa verið gerðar breytingar á hegningarlögum sem gefa heimildir til hertra refsinga vegna brota af þessu tagi, en Sveinn spyr hvort meira þurfi að koma til og nefnir nýjar aðferðir til að fást við stjórnlausa einstaklinga, að senda megi fleiri lögreglumenn á vettvang til að róa æsingar og loks hvort ástæða sé til að bæta búnað lögreglu, t.d. með því að búa hana rafbyssum.

Það þarf alltaf að fara gætilega þegar til umræðu kemur að breyta starfsaðferðum lögreglu og þar þurfa hagsmunir borgaranna að ganga fyrir. Ef lögregla telur að hægt þurfi að vera að senda fleiri lögreglumenn á vettvang til að stilla til friðar er eðlilegt að fara eftir því. Einnig þarf lögregla að geta varið hendur sínar og hún þarf að fá þjálfun, sem gerir henni það kleift, vitaskuld með þeim hætti, sem tryggir öryggi borgaranna. Það er alltaf viðkvæmt mál þegar kemur til umræðu að vopna lögregluna. Ef til vill er ekki hægt að útiloka fyrirfram að lögreglan fái rafbyssur, en það mál þarf að skoða mjög rækilega áður en farið er af stað.

Aukið ofbeldi gegn lögreglu er alvarlegt mál og sú spurning vaknar hvar vandinn liggi? Eru tengsl á milli þess að árásum á lögreglumenn hefur fjölgað og að ofbeldi á Íslandi er orðið svæsnara en það hefur verið? Hefur átt sér stað hugarfarsbreyting á Íslandi, sem veldur þessu, og hvað liggur að baki henni? „Það er ekki hægt að stæra sig af því að við séum með vopnlausa lögreglu á meðan við fáum allt að hundrað kærur á ári um ofbeldi gegn lögreglumönnum. Þá þurfum við að spyrja okkur hversu friðsöm við erum í raun sem þjóð," segir Sveinn Ingibergur Magnússon. Þetta er góð spurning: Hversu friðsöm þjóð erum við?""Hér líkur tilvitnunni í leiðarann

"Erum við friðsöm þjóð"?spyr lögreglumaðurinn."Hverjir hvoru forfeður okkar"?spyr ég.Víkingarnir ekki satt.Voru þeir friðsamir ?.Nei ekki held ég það.Þeir fóru rænandi ruplandi um lönd rændu fólki sem þeir seldu mannsali ef þeir notuðu það ekki sjálfir sem þræla eða ambáttir.Nauðguðu konum(og kannske mönnum líka)og brenndu hús þó fólk væri inni og vörnuðu því kannske útgöngu,ef hún var reynd.

 

Satt að segja,eftir að ég varð fullorðinn og las sjálfur"Íslendingasögurnar"ómengaðar þ.e.a.s.eftir að hafa lært um þessar"hetjur"úr þeim völdu köflum þar sem"hetjudáðir"þessara manna voru hafnar upp til skýjanna í skóla,fór ég að efast um ágæti frægðar þessara forfeðra minna(.Get rakið ætt mína til Þórunnar Hyrnu dóttir Ketils Flatnefs.)Hræddur er ég um að löggæsla þess tíma ef til hefði verið,hefði þurft spjót,sverð og skildi Ég sé fyrir mér glæsimennið Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn.þannig vopnum búinn.

En að nútímanum.Mér finnst persónulega að lögreglan sé að"hasla"sér völl hvað almenningsálitið varðar.Komnir þar að stjórn menn eins og fyrrnefndur yfirlögregluþjónn og Stefán Eiríksson, lögreglustjóri.Menn sem viðurkenna að lögreglumenn séu bara venjulegir menn og geti gert misstök.Ég var í óreglu sem ungur maður og oft í vímu af öðru en víni.Þá hét: dópið:rítalín, prelódín, og dópisín.Ég man vel hve"agressífur"maður gat orðið efir nokkra daga neyslu.En ég slapp vel frá "vörðum laganna"enda var ég yfirleitt rólegheita maður.

 

En í eina alvarlega skiftið var ég hafður fyrir rangri sök..Ég var nýkominn af sjó og var komin í heimsókn hjá vinkonu minni sem bjó í"blokk"Ég var með nóg að drekka en ekkert dóp var gangi í þetta skifti.Nokkrar vinkonur vinkonu minnar voru staddar í íbúð hennar.Svo sinnast húsmóðurinni við eina af vinkonu sínum svo hún rak hana út.Hin gerði sér lítið fyrir og hringdi á lögregluna.Ég man enn  þegar fyrsti lögreglumaðurinn kom inn og leit í kring um sig og sagði eitthvað á þessa leið:nú þetta virðist bara vera friðsemdar partí.En klukkan mun hafa verið um 2200.En húsráðandinn æsti sig svo eitthvað upp frammi á ganginum,þegar hin brottvikna vinkona birtist sem sagði að hvorki hún eða börnin sín gætu sofið!!!!!(nýbúinn að yfirgefa partíið).Nú var mér skipað út af lögreglunni Ég stóð upp og ætlaði af fara að leita að sokkum(hafði verið skammaður fyrir táfýlu),skóm,og jakka.

 

"Hann fer ekki fet" segir húsmóðirinn.Ég hafði ekki sagt eitt einasta orð(kannske aldrei þessu vant,mjúkur)En settist aftur steinhaldandi kja....Veit ég þá ekki fyrri til en 2 lögregluþjónar ryðjast aftan að mér handjárna mig og er ég þannig leiddur út úr íbúðinni jakka,sokka og skóllaus út í"svörtu maríu"og í "Hverfisteininn"Hugsið ykkur ég var handtekinn fyrir þá(að mér virðist sjálfum)einu sök að setjast þegandi niður.Yfirleitt held ég að fólk fagni því þegar ég þagna og helst að ég setjist úti í horni.Ég var sem sagt handtekinn fyrir að halda kja....Daginn eftir eftir las einhver "fulltrúi"upp fyrir mér einhverja skýrslu.Þar sem ég var ásakaður um að hafa veitt móttþróa við handtöku eftir að hafa verið beðin að yfirgefa umrædda íbúð og eitthvað var um að ég hefði verið með hávaða m.m.

 

Ég mundi vel hvað hafði skeð og sagði að allt í þessari skýrslu væri lýgi nema að ég hefði verið í þessari íbúð á þessum tíma"Þá ferðu bara aftur inn og reynir að muna"var sagt við mig.Svona gekk það nokkrum sinnum en ég sagði að minni mitt væri mjög skýrt hvað þetta varðaði og ég myndi aldrei skrifa undir þessa skýrslu.Að lokum gáfust þeir upp og mér var hleypt út.Ekki fékk ég að hringja og varð að"tippla"berfættur og jakkalaus út að Hlemmi.En þá hafði Hreyfill stöð þar.Ég var svo heppinn að vinur minn var"laus"á stöðinni og skutlaði hann mér uppí Breiðholt eftir jakkanum(þar sem peningarnir voru) skónum,sokkunum að ótöldu brennivíninu sem var að mestu ódrukkið því"partíið"hafði verið til þess að gera rétt byrjað.Og svo var bara farið í annað hverfi og skemmt sér þar á öruggum stað.

 

Hvert orð í þessari frásögn er satt.(hef meira segja vitni að þessu)Hún er sett á blað vegna þess að á þessum tíma var því haldið fram af  stjórnendun lögreglunnar að hún sýndi aldrei af sér fruntaskap.Ég vissi aldrei hvað það var sem kom þeim til að  nota þenna fautaskap við mig.Sem bara virtis vera út af því að ég settist þegandi niður aftur.Á þessum árum var virðing fyrir lögreglunni lítil(það eru margir sammála mér í því)og í henni því miður nokkrir sem ekki hefðu átt að vera þar.Þetta átti,held ég töluverðan þátt í að álit á lögreglunni var ekki mikið í þá tíð

Að vísu þekki ég ekki eins mikið til lögreglunar nú og ég gerði þá en nú finnst mér málið horfa öðruvísi við.Nýjir vendi sem kannske sópa betur en þeir gömlu eru teknir við í lögreglunni.Lögreglumenn mentaðir í starfinu.Sem mig minnir að ekki hafi verið komin, er saga mín gerist. Og"dópið"orðið sterkara.Slagsmál eru ekki lengur í þeim farveg sem þau voru.Þá voru liggjandi menn yfirleitt friðhelgir.Mannfjöldinn meiri nú á götum úti á nóttinni en þá.Leiksviðið allt annað sem og leikararnir aðrir.Ég skil oft ekki þann hugsunahátt sem virðist vera hjá íslendingum.Við erum svo lítil og friðsæl þjóð þar sem allir eru svo góðir og að enginn gerir okkur mein.Við göngum bara með kertaljós niður Laugaveginn þá verða allir góðir.Ég er ekki að gera grín að fólki sem læturí ljósi friðarvilja sinn í friðargöngu.eða gera lítið úr því á neinn hátt.

 

 

Ég held að ég sé ekki minni friðarsinni en margir aðrir og gæti þessvegna gengið smáspotta í friðarskyni.En svo eru margir úr þessum hópi sem er algerlega á móti að lögreglan sé betur búinn til átaka við tryllt og kannske dópað fólk.Hér áður þekktust ekki hnífar eða hnúajárn á mönnum á skemmtistöðum,en nú mun þetta algengt.

 

Ég spyr sjálfan mig:"hef ég nokkurn tíma haft hugrekki bláedrú til að á ganga á móti snarvitlausum og uppdópuðum manni sem kannske hefði falin hníf á sér,bara með bera hnefa og spítukubb í annari hendinni,kannske með 1 eða 2 hjálparmenn mér við hlið".Mitt svar er nei.Fólk ætti að spyrja sig þessarar spurningar.Það er voða þægilegt að geta setið í öryggi heima og skrifað um að lögreglan eigi ekki að fá nein vopn til að verja sig með þeim eigi að duga hendurnar og nokkra centimetra löng spýta. 

 

Ég vona að lögreglunni takist að vinna sér meira álit hjá almenningi og að launakjör þeirra verði bætt þannig að í hana veljist menn sem virkilega eiga þar heima.Mér finnst stundum að við,sem erum undan þessum"fræknum víkingum" séum miklir"smáborgara"Þetta,að við sem erum svo fámenn og friðsæl þjóð sem þurfum ekkert að óttast,ekki eiga við í dag.Það er mín meining og öllum er leyft að hafa sínar meiningar ekki satt.Ávallt kært kvödd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Góða kvöldið Ólafur, það er mikill sannleikur í þessari grein hjá þér, við verðum að tolla í nútímanum, tímarnir breytast og mennirnir með, ekki satt? Kær kveðja. 

Helgi Þór Gunnarsson, 28.12.2007 kl. 00:13

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Óli þetta er góður pistill hjá þér, það er kannski það sem vantar að fólkið í landinu standi með lögreglumönnum en séu ekki endalaust að nýða hana niður eins og alltof algengt er.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 28.12.2007 kl. 00:17

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Ólafur.

þetta er rétt hjá þér mér er farið að blöskra framkoma þjóðarinnar við lögreglumenn. Ég hef oft bent á þessa hluti. Ég tel brýna þörf á að lögreglumönnum verði veit heimild að taka fastar á þessum ofbeldi með hundasveitum og hreinlega berja þessa einstaklinga með kilfum sem hlýða ekki fyrirmælum lögreglu og beita í leiðinni háum fé sektum. Það verður að stöðva þetta í fæðingu. Það er einnig rétt hjá Sigmari þjóðin verður að bera virðingu fyrir störfum lögreglumanna.

Jóhann Páll Símonarson. 

Jóhann Páll Símonarson, 28.12.2007 kl. 15:02

4 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Heill og sæll minn kæri... Enn og aftur fangar bloggið þitt mig, núma veltist ég í hlátri yfir óförum þínum í viðskiptum við lögguna hérna á árum fyrr... Svona var það þá en minn kæri...En núna ...

Alvarleg sakamál hafa síðan þá komið upp á yfirborðið hjá þjóðinni en rannsókn á þeim hefur verið kæfð í yfirhylmingu stjórnvalda á sakamálum og löggan virðist aðeins rannsaka þau sakamál sem ríkisstjórnin gefur grænt ljós á...Hvernig á almenningur að taka á þessum málum? Er furða að við stöldrum við?

Sjáðu til minn kæri... Í Bankastræti var núna á dögunum ráðist á mann og honum veittir alvarlegir andlitsáverkar og brotnar voru úr honum tennur...Fjöldi manns var á staðnum en, en... Enginn vildi gefa vitnisburð varðandi árásina...

Hvað er að verða um Íslenskt réttarfar og Íslenskt lýðræði...?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 29.12.2007 kl. 22:10

5 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl Guðrún Magnea!Ég hef nú oft brotið heilan yfir réttarfarinu hér á landi og hef látið mínar skoðanir í ljós hér á blogginu.Og það eru fleiri sem skilja oft illa réttarfarið í þessu landi og forgangsröðunina hjá þeim blessuðum.En svo held ég að margir hugsi"If you can´t beat them join them".Um leið og ég bið guð að gefa þér og þínum farsælt komandi ár vil ég þakka þér ánægjulega viðkynningu hér á blogginu á því liðna.Sértu ávallt kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 30.12.2007 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 535993

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband