Kingston Peridot

 

Ég vil byrja á að birta mynd sem sýnir stöng við kluss eins og ég var að tala um á blogginu um brakið sem fanns um daginn.En þarna er allt öðruvísi kluss.

  Myndin er tekin af einu "Folmerskipinu"

Nú víkur sögunni að Kingston Peridot en hann var byggður hjá Cook Welton & Gemmell 1948 fyrir"Kingston Steam Trawling Co Ltd Hull" sem KINGSTON PERIDOT H591.1966 er hann seldur"Hellyer Brothers Ltd Hull" og heldur nafni og númeri.Þegar skipið lét úr höfn hafði það verið í 6 vikna"klössun".Það er af ferðum skipsins að segja að það kom til Reykjavíkur þ.14 jan með kokkinn William Henri Good sem fallið hafði í stiga og talin hafa rifbeinsbrotnað.Raymond Wilson skipstjóri var kappsfullur að komast sem fyrst á miðin og var ákveðinn í að fara frá Rvík kokklaus ef skilja þyrfti Good eftir.Á meðan beðið var eftir ákvörðun læknana um Good,stóð hafnsögumaðurinn Sigurður Þorgrímsson(ávallt kallaður Siggi Togga i vina og kunningahóp)tilbúinn að taka skipið út úr höfninni.

 

Kingston Peridot H591 

þá kemur íslenskur maður um borð og gefur sig á tal við Wilson skipstjóra og biður um kokksstarfið.Kvaðst vera vanur kokkur þó ekki væri hann vanur að elda ofan í Englendinga en kvað það ætti ekki að koma sð sök slíkt lærðist fljótt.Hlustaði Sigurður hafnsögumaður á samtalið.Virtist honum að Wilson skipstjóri tæki vel í að ráða íslendinginn sem sagðist enga stund vera að ná í dót sitt.Meðan enn er beðið frétta af Good,kemur umboðsmaður skipsins Geir G  Zoega um borð.Hann þvertekur fyrir að íslenski kokkurinn sé ráðinn Good verði eftir en það sé maður úti í Englandi sem bíði bara fars til Íslands sem sé ráðinn kokkur og Wilson skipstjóri geti strax látið úr höfn og tekið síðan nýja kokkinn á Ísafirði.

 

 Enskir trollarakallar aftur við"blökk"

Skipið lét svo úr höfn kokklaust í bili.Svo sérkennilega vildi til að þegar Harry Rice hinn nýi kokkur flýgur frá Reykjavík til Ísafjarðar situr hann við hliðina á hinu þekkta Slysavarnarfélagsmanni og erindreka þess félags til margra ára Hannesi Þ Hafstein.Þeir sitja aftast í vélinni spjölluðu saman á leiðinni og sagðist Rice vera að fara í veg fyrir Kingston Peridot á Ísafirði.Maðurinn sat við gluggan BB og þegar flugvélin var í aðflugi sá Hannes togaran við bryggju og benti manninum á hann og sagði"þarna er skipið þitt komið inn og liggur við bryggju.Maðurinn teygði sig yfir Hannes til þess að horfa út um gluggan stb."Ég man alltaf þegar hann settist aftur í sæti sitt og varð litið út um gluggan sín megin þá hrökk hann við það sem honum fannst að vængur flugvélarinnar væri að snerta fjallshlíðina"sagði Hannes frá seinna.

 

 Boston Weelsby sem kemur aðeins við sögu

Svo segir hann:"Þegar við kvöddumst með virktum á flugvellinum hvarlaði það ekki að mér að nokkrum dögum seinna yrði ég önnum kafinn við leit að togaranum sem maðurinn var að fara á"K.Peridot hafði samband við útgerðina þ16 jan og síðan með hinar ákveðnu upplýsingar 1nu sinni á dag.Þar til 25 jan að síðasta skeytið kom:"Erum að veiðum við Norðurströndina.Staðarákvörðun 66°°42´N og 22°15´V"Það skal tekið fram að K Pridod hafði loftskeytamann. Laust fyrir hádegi 26 jan hafði Wilson skipstjóri á K.Peridod samband við kollega sinn á togaranum Kingston Sardius frá sömu útgerð,en sá togari var að veiðum út af Langanesi.

 

Gömul mynd um borð í togara 

Kvaðst Wilson skipstjóri hafa verið að veiðum á NA horni Skagagrunns og hefði nú rifið vörpuna og hefði ákveðið að ganga frá henni og gera sjóklárt þar sem veður færi versnandi.Skipstjórinn á Kingston Sardius kvað veður hjá sér vera gott.Kvaðst þá Wilson skipstjóri ætla að koma þangað austur.Ræddust skipstjórarnir við um hálftíma og að því loknu tóku loftskeytamennirnir á skipunum tal saman en .þeir þekktust vel.Töluðu þeir saman í ca 20 mín.Í lok samtalsins sagði loftskeytamaður K.Peridot að komið væri "vitlaust"veður og töluverð"ísing"Veður tók brátt að versna á þeim slóðum sem Kingston Sardius var og undir kvöld ákvað skipstjórinn að hætta veiðum og tilkynnti loftskeytamanni sínu það kl 1945.

Mánáreyjar um sumarnótt

Loftskeytamaðurinn reyndi strax að ná í K.Peridot en án árangurs.Reyndi hann áfram allt að kl 0100 og fygldist skipstjóri hans með þessum tilraun og töldu þeir að ísing hefði sest á loftnet K.Peridot og slitið þau.Um miðjan dag sendi"Hellyers Brothers"skeyti til 3ja skipa sinna út af löndun.þeirra .Wickradio kom þessum skilaboðum til 2ja skipana en K.Peridot svaraði ekki.Strax að morgni 26 jan reyndi loftskeytamaður K.Sardius að ná sambandi við K.P.en án nokkurs árangurs og um 11 leitið sendi hann útgerðinni sitt daglega skeyti þar sem gefur upp staðsetningu.og skýrir frá auknum veðurham.Einnig segir hann í skeytinu að hann hafi verið að reyna að ná í K.Peridot frá því deginum áður en án árangurs.Fleiri skip slóust nú í þann hóp sem reyndi að ná í togaran.

.

Þar á meðal Boston Wheelsby og Kingston Andalusite(sá togari strandaði síðar þetta sama ár við Ísafjörð að ég held)En allt án árangurs.Nú víkur sögunni til Íslands.Á blaðsíðu 2 í Morgunblaðinu þriðjudeginum 30 janúar 1968 er stór fyrirsögn:""Þúsundir fugla drepast í olíu á Axarfirði.Og undirfyrirsðögn:""- Gúmmibát rak í gær við Einarsstaði-Slysavarnarfélaginu ekki kunnugt um skipstapa""Morgunblaðið náði tali af Halldóri Gunnarssyni bónda á Einarsstöðum sem sagði m.a.:""'Ég fann bátinn og dró hann upp í fjöruna svo hann færi ekki aftur í sjóinn.Hann er svartur og virðist yfir honum rauð ábreiða sem er nokkuð rifinn,einnig er einhver blár litur á henni.Við bátinn er fest einhver skonar málmhylki í gúmmíhólk og á það er m.a. skráð: A 9017 ISSUE 6 og enfremur XERIAL.Þá var rauðbrún bót á bátnum sem virtist sjálflýsandi og á henni er máð letur og gat ég greint stafina:XED.""Síðan heldur blaðið áfram að lýsa fugladauðanum og veltir fyrir sér ástæðunni.

 Gúmmíbáturinn úr Kingston Peridot

Á baksíðu blaðsins, þeirri 28undu daginn eftir er fyrirsögn prentuð með stærðsta letrinu:"" Talið að enskur togari hafi farist út af Axarfirði með 20 menn""Og undirfyrirsögn""Ókjör af fugli drepast í olíu.-Gúmmíbáturinn sem fannst í fyrradag er úr togaranum.-Bjarghringar fundust í gær""Í Englandi hafði skrifstofa Mutual Insurance Society í Hull haft samband við Hellyers og greint frá því að umboðsmaður Lloyds tryggingarfélagsins í Reykjavík haft samband og greint frá því að blöðin í Reykjavík skýrðu frá mikilli olíubrák við Axarfjörð og að þar hefði fundist rekinn mannlaus gúmmíbátur.Vöknuðu strax grumsemdir um að báturinn kynni vera af K.Peridot.Brátt kom í ljós að grunurinn um gúmmíbátinn átti við rök að styðjast.Var nú umfangsmikil leit sett í gang.Mörg skip og bátar tóku þátt í henni þrátt fyrir að veður var enn slæmt.Mjög slæm skilyrði til leitar voru við Mánareyjar enda var foráttubrim við eyjarnar.Þá bárust þær fréttir að á fjörum skammt frá bænum Skógum hefði fundist ýmislegt rekið úr skipinu.

 Tjörnesið

M.a.3 björgunarhringir,og 2 brúsa með blysum til merkjagafar og fl.Á öftustu síðu Morgunblaðsins(þar voru yfirleitt innlendar fréttir)stóð meðal annars með feitletraði fyrirsögn:""Tel allt benda til að togarinn hafi farist á Brekanum"síðan með aðeins smærra letri"Segir Guðmundur Halldórsson formaður björgunarsveita Slysavarnafélagsins Íslands á Tjörnesi.Í greininni segir hann m.a.:"Eftir þeim upplýsingum sem ég hef fengið er ég ekki í vafa um að togarinn hefur farist á Brekanum""Síðar segir í greininni m.a:""Lendi skip á Breka þessum í svona veðri,er engin von til að nokkur verði til frásagnar.Fullvíst má telja að skipið hafi borið að mjög óvænt og það brotnað þegar.Hefði skipið farist vegna ísingar eða vegna áfalls á djúpsævi eru engar líkur til að olían hefði streymt uppá yfirborðið svo að nokkru næmi.""

 

 Mynd af félögum á einum af þeim elstu líklega 

Þarna lýkur frá sögn blaðsins.4-5 skip munu hafa farist á þessum slóðum(Úr bók Steinars J Lúðvíkssonar"Þrautgóðir á Raunastund"skrifaðri 1985)þ.á.m frönsk skúta og togarinn Julianne sem talið var að farist hafi á þessum slóðum 1934.En hvað um það aldrei upplýstist það hvort Kingston Peridot s"steytti"á "Mánárbrekanum eða ekki.Leitinni var formlega hætt  3 febrúar 1968,en þá höfðu t.d. varðskipsmenn höfðu komist í land á Lágey og rannsakað hvað ölli miklu"hrafnageri"á eyjunni.En ekkert markvert fannst..

 

 Togarinn Karlsefni RE 24 

 

Nú víkur sögunni að okkur Halldóri Inga Hallgrímssyni.Eins og ég sagði var ég 1sti stm á B/V Karlsefin undir stjórn Halldórs Inga.Seinnipart janúar vorum við að veiðum út af vestfjörðum.Veðurfarið var risjótt en þó höfúm við það af að"tutla" nóg upp í dallinn til að sigla með.Vorum við svo á leið til Reykjavíkur.Þá dettur Inga í hug að taka 1 hol á Eldeyjarbankanum. Gefur hann mér sín fyrirmæli um það.Svo kem ég nú að þeim stað svona c.a sem hann hafði gefið fyrirmæli um.Ingi kom upp þegar ég stoppaði en fannst við vera frekar á gráu svæði hvað landhelgina varðaði en það gæti ekki skeikað svo miklu og átti ég bara að toga mig út í öryggið.Við sáum skip ekki svo mjög langt frá okkur.

 Á enskum fiskmarkaði 

Við töldum þetta fiskibát því hann sýndi okkur bara 1 toppljós og hliðarljós.Svo köstum við.Þegar við erum að taka í blökkina erum við ekki"baðaðir"í ljósum.Þarna er þá á ferðinni varðskipið Óðinn.Hann skipar okkur að hífa sem við og gerðum.Koma þeir svo og sækja Halldór Inga.Leið svo góður tími uns þeir koma með hann til baka og segir hann mér að málið sé í athugun á"æðri"stöðum og ættum við að bíða fyrirmæla.Um 1 klukkutíma sinna komu svo boðin farið bara ykkar leið það verður ekkert gert,en þið voruð alveg á línunni en fáið að njóta vafans.Héldum við nú til Reykjavíkur en Óðinn hélt á N-eftir.

 T.v v/s Óðinn T.h Notts County klakabrynjaður á strandstað,eftir óveðrið

Þegar við erum svo að nálgast Vestmannaeyjar eftir viðkomu í Reykjavík skellur á fárviðrið mannskæða þegar m/b Heiðrún ÍS fórst.og Ross Cleveland hvolfti og Notts County strandaði sem allt skeði í Ísafjarðardjúpinu.Varðskips mönnum af Óðni tókst með harðfylgi að bjarga 18 mönnum af 19 manna áhöfn Notts County 1 var dáinn af vosbúð er varðskipamenn komust út í flakið.Mönnum sem heyrðu síðasta kall Phil Gay skipstjóra á Cleveland munu minnistæð orð hans:

" I am going over. We are laying over. Help me. Iam going over. Give my love and the crew`s love to the wives and families".

.Með Ross Cleveland fórust18 menn en 1 bjargaðist.Maður getur ekki annað en leitt hugan að því ef Óðinn hefði staðið okkur að landhelgisbroti og farið með okkur til Reykjavíkur.Hvar hefði hann verið staddur er Notts County strandaði!!En eftir allar þessar hörmungar risu sjómannskonurnar í Hull upp og kröfðust úrbóta á nánast öllu er viðkom togarasjómennsku í Englandi.Þau ár sem eftir lifðu með enska togara hér við land voru að mestu mannskaðalaus fyrir þá og mátti þakka það sennilega að stórum hluta kröfum kvennana sem fengu miklar úrbætur í gegn.Það er athyglisvert að sú kona sem mest hafði sig í frammi var Lillian Bilocca sem var gift 2 vélstjóra á flutningaskipi og hafði ekki um sárt að binda hvað þessi sjóslys varðaði.Þetta finnst mér segja okkur sjómönnum töluvert mikla sögu til eftirbreytni.

Plagg sem sýnir tilkynningarskyldureiti enskra togara sem komið var á efftir sjóslysin hræðilegi 1968 

Sjómenn hvort sem þeir starfa á flutningaskipum eða fiskiskipum eiga að standa saman sem ein heild.Ég skora á sjómenn í dag að muna eftir"flutningaskips vélstjórafrúnni"sem fór fyrir hópi kynsystra sinna sem voru ekkjur eftir fiskimenn.Munið eftir Lilian Biloca.Og íslenskar sjómannskonur munið líka eftir henni og styðjið við bakið á eiginmönnum ykkar og látið í ykkur heyrast ef ykkur finnst brotið á"köllunum"ykkar t.d. í sambandi við sjómannadaginn.Að halda hann alltaf hátíðlegan og helgan.Látið ekki græðgisgróðasjónsrmiðamenn ræna deginum frá mönnum ykkar.

 Baráttukonan Lillian Cilocca (1929-1988)

Læt þetta nægja,enda átti þetta bara að vera um hvarf Kingston Peridot.Þakka þeim sem nennu hafa haft til lesturs hingað.Ég vil taka það skýrt fram að þetta er skrifað af gamlinga sem er að gera þetta mest sér til dægrastyttingar og að í þessu geta verið missagnir og bið ég menn um leiðréttingu ef þeir vita betur.Myndirnar flestar af"netinu"nema 1sta myndin(mín) og myndirnar af gúmmíbátnum af K.P Óðni og Notts County þær eru fengnar að"láni"úr bók Steinars J Lúðvíkssonar"Þrautgóðir á Raunarstund"Verið ávallt kært kvödd

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll og blessaður Ólafur, góð grein hjá þér, þakka þér fyrir kaffiboðið, það er aldrei að vita hvenær maður birtist hjá þér. Kær kveðja.

Helgi Þór Gunnarsson, 27.12.2007 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 536226

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband