5.12.2007 | 06:42
Ferðasaga 3
Ég sagði ykkur um daginn að ferðinn myndi taka 4 mán en ég misritaði það.Hún tók 5 mán.""Og fórum frá P.Lisas 0230 þ 6 ágúst""
Svona endaði síðasta færsla í þessum tilbaka hugrenningum mínum,Næsti viðkomustaður var Kingston(Jamaica)Ferðin þangað gekk vel.
T.v kort af Trinidad t.h Jamaica
Við komum til Kinston 10 ágúst og til að hafa þetta nú alveg eftir "ritulalinu"kl 1730 LMT"(eftir Hempelsspjaldinu fræga!!!)Við fengum "pilot on arrival"(maður verður nú að fá að "sletta"svolítið svo fólk sjái að maður hafi eitthvað lært á þessum flæking)og vorum strax teknir að bryggju.Lóðsinn var hægur og rólegur eldri maður sem kunni sitt fag.Búinn að vera lóðs þarna í árabil.Hann varð vinur okkar Gunnars og mun ég koma að honum aftur á eftir.Losun hófst strax..Unnið fram að miðnætti og svo byrjað aftur kl 0600.
T.v Jamaica ú lofti t.h Kingston
Á Jamaica sá ég þann mesta mun sem ég hef séð á hinum "mikið ríka"og "hinum"mikið fátæka"Það var mikill munur á hreysum hins fátæka og höllum hins ríka.Ég veit að þegar fólk hér heima t.d.hugsar um Jamaica þá er það um sól.gylltar strendur og tæran sjó.Þarna er þetta allt að vísu.
Veslanir í fátækrahverfum Kingston
En við sjómenn sjáum oft bakatil við"leiktjöldin"því að fátækrahverfin eru oftast upp af höfnunum.Því miður hef ég týnt öllum myndum sem ég tók þarna.Ég skil ekki af hverju að þær myndir sem eftir eru eru eiginlega af ekki neinu,ef ég má orða það svo.Ég held einna helst að ég hafi eitthvað verið að sortera myndir í einhverjum fluttningnum og hent vitlausum kassa.Það er eiginlega eina haldbæra skýringin.
En hvað um það ég fann nokkrar myndir af netinu en engin þeirra sýnir alverstu hreysin sem ég sá þarna.Lestunni lauk svo um 1000 þ.13 ágúst.Um hádegi voru svo landfestar leystar en nú var ekki farið langt því kl 1230 var + akker í"Port Royal Harbour"hinu frægu höfn frá tímum" Caribbean pirate"(orðið "pirate"(sjóræningi)mun vera dregið af gríska"piera"sem mun þýða:"Reyna.Ráðast á")
T.v fáni Calico Jack,t.h fáni Svartskeggs
Einn af frægari sjóræningum af þessu svæði var John Rackham (f.21, Desember 1682 í London - dáinn 17 nóv 1720 á Jamaica)kallaður"Calico Jack,"vegna litskrúðus"calico"(einhverskonar kakiefni að ég held)fata sem hann klæddist.Annar þekktur sjáræningi frá þessum tíma."Svartskeggur" (Edward Teach)f 1680[ - dáinn 22 Nóvember 1718)
Svartskeggur sem stjórnaði skipi sínu" Queen Anne's Revenge"var sá sjóræningi sem menn hræddust mest og gengu þær sögur um hann að hann hefði selt djöflinum sál sína.Hann á að hafa slitið lungun úr lifandi manni m.a.Svartskeggur var þekktur fyrir að bera 6 hlaðnar skammbyssur á sér hvert sem hann fór.Og þegar hann gerði árás á skip hafði hann lýsandi bita úr hamptógi sem dýft hafði verið í saltpéturssýru hangandi í skegginu sem gaf andlitinu dularfulla dimmu.
T.v einvígi þeirra Svartskeggs og Robert Maynard skipherra.T.h.Haus Svartskeggs hangandi í bugspjóti HMS Pearl
Robert Maynard skipherra á HMS Pearl náði Svartskeggi loks.En Svartskeggur sem ekki vildi gefa sig háði einvígi við Maynard og tapaði.Sagan segir að Svartskeggur hafi fengið 20 sverðsstungur og 5 skot í sig áður en hann hneig niður og hausin var höggvin af honum.Sagan segir að Svartskeggur hafi synt 7 sinnum kring um skipið hauslaus áður en líkið sökk..Hausin var síðan hegndur á bugspjót "Pearl"Síðan fékk Maynard þau 100 pund sterling sem Alexander Spotswood landstjóri í Virginia Bath, North Carolina hafði sett til höfuðs Svartskeggi.Haus Svartskeggs var svo settur á spjót og látið hanga til sýnis í Bath.Eftirlifandi af áhöfn Svartskeggs var svo allir hengdir eftir réttarhöld í Bath.
T.v.Gömul teikning af Port Royal Harbour.T.h Gömul kona við ströndina
Upphaf Port Royal Harbour er eiginlega byggt á misheppnaðri tilraun Oliver Cromwells að hertaka Hispañola. í december 1654.En það er nafn eyjunnar sem Haiti (vestari hlutinn) og Dominikanska Lýðveldið(eystri hlutinn)standa á.Kúba, Hispaniola, Jamaica och Puerto Rico kallast til sammans "Stóru Antillerna".En þetta var nú útúrdúr.Við lögðumst sem sagt við akker í hinni fornfræga höfn,þar sem enginn flutningur var í sikti.
Þarna lágum við svo í 12 daga.Þetta var að sumuleiti ágætis tími fyrir mig til að rétta kort og bækur.Ég nenni nú hreint ekki að fara að tala mikið um" Admiralty Notices to Mariners" og The Admiralty List of hinu og þessu"hringavitleysuna,að mínu mati.En A.N.t.O,M eru sjókorta leiðréttingar + The Admiralty List leiðréttingar í A4 hefturm sem eru sendar sjófarendum 4 sinnum í mánuði.Stundum á löngum siglingum og svo kannske vegna slæmra póstsamgangna safnast þessi hefti kannske upp svo fær maður 6-8 hefti í einu.
Í þessum skipum eins og ég var að sigla eru á milli 6-800 sjókort + The Admiralty Listarnir 6-8 stykki.Þetta á alt að vera"up to date" ef maður fær á sig þessa þessa sumstaðar bölvaða"bavíana"frá"Port State"(ég vona að vinur minn Þór Kristjánsson fyrirgefi mér orðavalið á hans kollegum sumstaðar)I.M.O virðist ekkert "pæla"í hvort stýrimennirnir(sem eiga að sjá um þessar leiðr.) sé 1 eða 5,eða hve margir yfirhöfuð séu um borð.Þetta á bara að vera leiðrétt hvernig menn fara að því virðist ekki koma þeim við,Svona var það þegar ég var í þessu,Þetta horfir sennilega allt öðruvísi við þegar menn eru með þessu rafrænu kort.En ég er viss um að skipin hjá H.Folmer í Kaupmannahöfn eru ekki komin með þau.
Og þarna espaðist ég upp og skrifaði kannske alltof mikið um þessa vitleysu.En það verður að hafa það.Lóðsinn vinur okkar kom stundum í kaffi og spjall og svo bauð hann okkur 2 svar í land.Þ.e.a.s.í fyrra skiptið,skippernum og frú og kokknum og svo mér og hásetunum.Hann keyrði okkur svolítið um og sá maður þá þennan mun sem ég minntist á í byrjun.Mér eru líka minnistæð orð hans ,þegar hann var að tala um hvernig glæpamenn kæmu og keyptu ung börn sem svo væru seld til"notkunar"í kynlífsbúllum víða um heim.Hann sagði,að allavega starfsmenn starfsmenn þessara djöfu.. pervesa kæmu kannske til barnmargrar fjölskyldu keyptu barnið á 50 US dollars,
Segðu foreldrunum að barnið myndi tekið í fóstu af ríku fólki sem myndi senda það til mennta.Barnið væri"dressað"upp tekin mynd af því sem foreldrarnir(hálfgrátandi yfir hamingjunni sem biði barnsins)héldi,Svo færi barnið með"góða"manninum í flugvél burt af eyjunni Hann sagð orðrétt"Svo kaupa þessir and...... sé frið í sálinni með því að ættleiða hvali upp við Ísland"Ímyndið ykkur djöfu.. ógeðið í þessu.Svo eru kannske menn í alþjóðlegu samhengi sem við sjáum í sjónvarpinu sem slíka bendlaðir við þennan viðbjóð.Jæja.En þarna biðum við eftir einhverri frakt.Oft komu skeyti um hvort við gætum lestað svona og svona mikið þarna og þarna og eða hvort við gætum verið á þessum og þessum stað á þessum og þessum stað.Öllu svarað af bestu getur en ekkert gekk eftir:Svo var það 25 ágúst að skeyti kom:"Lands End for order"Þ.e.a.s. að við áttum að halda af stað með stefnu á Lands End,Þetta"for order"dæmi kemur frá því er skip höfðu ekki loftskeytatæki þá voru hinir og þessir staði t,d,hafnir eða bara nes eða skagar hafðir fyrir svona"fréttapósta"
Þegar skipin yfirgáfu losunarhöfnina án nokkurs farms þá fengu þeir fyrirmæli að sigla til einhvers ákveðins staða þar sem nánari skilaboð biðu.Alltaf t.d.þegar við sigldum úr höfn án nokkurs ákveðins farms fengum við svona skilaboð,eins og þarna"Landsend End for orders","Gíbraltar for orders" o.sv fr.Nema við lögðum af stað til"Lands Ends for orders".En þetta átti allt eftir að breytast,en ég segi frá því seinna.Læt þetta duga núna.
og ekki batnar það.Það ku vera"kengur"í næturlífinu í Kingston.Ekki gaman að vera gamall og já,ekki meir um það
Ég hef sama fyrirvara á þessum skrifum og áður.Það má engin taka þetta sem hér hefur verið skrifað sem einhverja sagnfræði heldur er þetta afkvæmi hugrenningar gamals sjóara tilbaka til liðins tíma og grúsks hans.Myndirnar er í þetta sinn öllum sto... af netinu eða þannig,Hafi einhver haft nennu að lesa hingað er hann kært kvaddur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:45 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð og skemmtilega skrifuð grein eins og þín var von og vísa en það var sorglegt að lesa um afdrif barnanna.
Jóhann Elíasson, 5.12.2007 kl. 17:00
Heill og sæll 'olafur það er fróðlegt að lesa þetta þó á köflum sé þetta hálfgerð hryllingssaga, eins og kaflinn um sjórænigja og meðferðin á börnunum, en svona var þetta og svona er þetta því miður. Myndirnar eru ómissandi með svona skrifum þær segja oft jafn mikið og skrifin. Takk fyrir þetta
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 5.12.2007 kl. 21:04
Nú vill maður bara meira og meira af svona góðu frá þér Ólafur minn, hvað segir þú um það? En enn og aftur, gaman er að lesa, þrátt fyrir illsku mannanna. Kveðja til þín Ólafur.
Þorkell Sigurjónsson, 5.12.2007 kl. 22:09
Þakka ykkur innlitið drengir.Eins og ég sagði þér Þorkell þá fer það eftir tíðarfarinu,heilsufarinu,lundarfarinu og jafnvel eftir fleiri"förum"hvernig þetta síast út frá mér.Þegar maður er 15 ár að þvælast um heiminn og í samneyti við fólk af hinum ýmsu þjóðernum kemst maður ekki hjá því að upplifa ýmislegt.Ávallt kært kvaddir.
Ólafur Ragnarsson, 5.12.2007 kl. 22:29
Sæll vertu Ólafur. Þetta er bara sagnfræði hjá þér og afar skemmtileg lesning. Þú ættir bara að prenta þetta út og koma þessu á jólabókamarkaðinn ;) Ég var að hugsa um það við lesturinn hvað þú hefur lifað litríku lífi á þínum starfsferli þegar ég var lokuð á bak við skrifborð frá morgni og langt fram á kvöld. Auðvita hefur þú kynnst bæði ágjöf og lygnum sjó, og ég líka, á langri leið og ég vona að þú haldir þínum "förum" í lagi og haldir áfram að miðla þinni reynslu til okkar landkrabbanna. Takk fyrir og bless. Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 8.12.2007 kl. 10:19
Já aftur og aftur kemurðu menni áóvart/þakka fyrir þetta /Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 10.12.2007 kl. 01:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.