Hverjir stjórna

 

 

Ég talaði um daginn hve farið væri að saxast á limina í Þingvallasamkrulli stjórnarflokkana.Þetta segir m.a. í samkrullinu.""Samspil skatta, tryggingabóta, greiðslna úr lífeyrissjóðum og atvinnutekna einstaklinga verði skoðað sérstaklega til að tryggja meiri sanngirni og hvetja til tekjuöflunar og sparnaðar""Samfylkingarkonan Jóhanna Sigurðardóttir var stórorð um bættan hag þess sem minna mega sín á síðasta kjörtímabil og í kosningabaráttunni.Svo verður þessi baráttukona ráðherra félagsmála(tími Jóhönnu kom) og hvað skeður?

 

Jú þegar öryrki sem hefur um kring 130,000.(útborgað) TR+Líf,missir 40,000. hefur fyrrgreind Jóhanna þetta að segja (samkv dagbl"24 Stundum"30 nóv 2007): ""Ríkisstjórninni er gert erfitt að nota peningana til að bæta kjörin beint,víxlverkanir skerðinga hafa þau áhrif að ef bætt er við á einum stað er skert á móti á öðrum""Þetta stjórnarsamstarf hefur staðið í rétt rúma 6 mánuði og akkúrat ekkert hefur skeð.Í sömu grein""Jóhanna harmar að eina leiðin virðist nú vera dómstólaleiðin sem Öryrkjabandalagið hefur undirbúið""

 

Nú væri gaman að vita hver stjórnar landinu eiginlega,Seðlabankinn sem  samkvæmt lögum er undir stjórn forsætisráðherra ("Yfirstjórn Seðlabanka Íslands er í höndum forsætisráðherra og bankaráðs svo sem fyrir er mælt í lögum þessum" segir í lögum um bankann.) hækkar vexti að vild,í að því er virðist  óþökk áðurnefnds ráðherra sem samt er yfirstjórnandi hans.Ekkert ég endurtek ekkert er hægt að gera sem bæta kjör þess fólks sem segir svo um í Þingvallaþvættinginum:"" Ríkisstjórnin leggur áherslu á að styrkja stöðu aldraðra og öryrkja""Hvað með ráherra fjármála sem svo gafmildur var í sambandi við ónefndan"ryðhaug"er hann ekkert viðriðinn fyrrgreindan þvætting.

 

Jóhanna segir í fyrrgreindu viðtali í"24 Stundum"að deilan snúist um 240 milljónir en á fjárlögum hafi verið ætlaðar 100 miljónir.140 millur ég má ekki mæla.Af hverju er ráðherra fjármála allt í einu svo bundinn af fjárlögum.Er það rangminni að hann hafi allt að því verið víttur fyrir að fara ekki eftir fjárlögum. Margumrædd grein byrjar á fyrirsögninni""Bætur 1700 öryrkja lækka"Síðan segir:""Saután hundruð ILLA SETTIR(leturbr mín)öryrkjar missa bætur vegna ákvörðunnar lífeyrissjóðanna um að skerða bætur eins og boðað var.Félagsmálaráðherra Jóhanna Sigurðardóttir hefur ekki fleiri ráð í hendi sér"".Þetta finnst mér aumkunnarverð staða frú Jóhanna,ráðherra félagsmála.

 

Sem mig minnir ásamt samflokksfólki sínu hafi oft notað orðasambandið:"Ekki seinna en núna"Ég hafði satt að segja mikla trú á frúnni er hún tók sæti í þessum tiltekna stól ráðherra.Og hélt satt að segja að"tími Jóhönnu væri komin"en hún virðist vera að tapa á tíma.Einhverstaðar stendur:" Það er bara takmarkað til af morgundögum"Einnig segir í áðurnefndu"samsulli":Stimpilgjald í fasteigna viðskiptum verði afnumið á kjörtímabilinu þegar aðstæður á fasteignamarkaði leyfa.Ekki hægt segir hinn,í nokkrum vinagreiðamálum gafmildi ráðherra fjármála.En hvernig stendur á því að sumar fasteignasölur geta gert það? Margir af kunnustu hagfræðingum landsins velta fyrir sér ástæðunni fyrir hversvegna fasteignaverð sé inni vísitölunni. Hverra hagsmuna þjónar það?Nú er ekkert hægt að efna af "Þingvallasamsullinu"Hver er við stjórn á landinu?

 

Seðlabankinn,lífeyrissjóðirnir,fjárfestarnir?allavega ekki Samfylkingarfólk í ríkisstjórninni.Nú fer  að koma tími á það sem Oliver Cromwell sagði við"Long Parliament"1649 og Leo Amery endurtók við Neville Chamberlain eftir hrakfarirnar í Noregi 1940: "You have sat too long here for any good you have been doing. Depart, I say, and let us have done with you. In the name of God, go""Þetta er mín skoðun á málunum í dag.Ég vísa til kynningar setningarinnar á blogginu,""Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum""Og ég leyfi mér að hafa þessa skoðun.Ég veit að ég deili þessari skoðun með, allavega nokkrum vinum mínum.Annars hefði ég haldið steinhaldið kja... Kært kvödd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Nú er verið að ræða fjárlögin fyrir árið 2008 á Alþingi.

Formaður fjárlaganefndar Gunnar Svavarsson,  Sf. hefur boðað að við 3ju umræðu  sem fer fram mánudaginn 10. desember,að þá sé við tíðindum að búast varðandi þá sem höllumst fæti standa þ, e aldraða og öryrkja. Ég er þeirra skoðunar að okkur birtist þá fyrsta aðgerð af nokkrum sem verða á þessu kjörtímabili í þá veru að bæta fyrir þær vanrækslusyndir bæði vitandi og óafvitandi sem fyrri ríkisstjórn sl 12-16 árin við hafði í garð þessa þjóðfélagshóps--allavega dæmum ekki fyrirfram.

Það er mikilvægt að breytt verði um stefnu frá þeirri hörmung hefur verið  ríkjandi.

Þú þekkir það að það tekur tíma að breyta stefnu stórskipa.. og rétta af kúrsinn

kveðja 

Sævar Helgason, 2.12.2007 kl. 22:08

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það var viðtal við öryrkja í hádegisfréttunum á RÚV í dag, Hann sagði að það vantaði ekki að Jóhanna Félagsmálaráðherra talaði og talaði  en hún gerði bara ekkert.  Skyldi þetta vera stærsta vandmál ríkisstjórnarinnar?

Jóhann Elíasson, 2.12.2007 kl. 22:48

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Það væri nú munur ef þetta fólk léti verkin tala.

Georg Eiður Arnarson, 2.12.2007 kl. 22:58

4 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Takk fyrir innlitið strákar.Já Sævar það tekur tíma að breita stefnu stórskipa.Svo þarf líka að rétta kompásinn stundum,ekki satt.En við skulum vona að þetta verði lagað.En fólki er farið að lenga eftir árangri eftir öll stóru orðin.En talaðu manna heilastur um að dæma ekki fyrirfram.En það bara blossar svo upp í manni reiðin og svo"espast"maður upp er maður kemst fram í skrifelsið yfir óréttlætinu.Hvernig farið er með t.d eldri borgara sem kannske allatíð hafa verið heilsuhraustir,alltaf borgað sína skatta og skyldur og lítið þegið til baka.En eiga einverra hluta vegna á lítið sem ekkert á milli handana nú er það kemst á "Skammarkróksaldurinn" Ástandinu er kannske hægt sumu leiti að kenna svokallaðri"eyðslu"En hefur ekki ríkið"matað"krókinn á"eyðslunni " formi söluskatts,vörugjalda og sv.fr.

Ólafur Ragnarsson, 3.12.2007 kl. 01:56

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Ólafur.

" Hagfræðin sem ekki kann að tala  " er og hefur verið einkenni síðustu tveggja ríkisstjórna landsins og sér þar enga breytingu á þótt Samfylkinging hafi sest í ráðherrastóla með Sjálfstæðismönnum.

Andvaraleysið og ég vil segja eins og þú stjórnleysið er því miður algert.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.12.2007 kl. 02:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 536302

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband