Ferðasaga

 

Nú er leiðinda veður og lítið að gerast til að æsa sig upp yfir.Svo er maður búinn að fá svo mikið hól á bloggsíðunni að maður verður að passa að það láta það ekki stíga sér til höfuðs.Þessvegna er ágætt að láta hugann reika til baka.Því langar mig að tala ykkur með í smáferð.Smáferð segi ég en hún tekur ca 4 mánuði.Það má segja að ferðin byrji  um hádegi þ 9 júni árið 2000.þegar starfsmannastýra H.Folmer & co í Kaupmannahöfn hringir í mig og biður mig að fara sem stm á M/S"Danica Red"Skipið væri á leið frá Pireus(Grikklandi)til Rio de Janeiro (Brasilíu) Janúaráin,eins og ég las einhverstaðar að nafnið þýddi.En það mun stafa af því að portúgalskur landkönnuðu"Gaspar de Lemos."kom í janúar 1502 til þessa landsvæðis.

 

Skipið.þarna erum við á leið til Derince Tyrklandi með"stykkegods"til olíuiðnaðar frá Rotterdam 

En hvað um það."Danica Red"var sem sagt á leið þangað með 10,20.feta gáma með vopnum.Þið getið ímyndað ykkur peningana sem liggur í þessu alheims vopnabraski.Aðeins10 gáma alla þessa leið eða um 5600 sjm leið.Þunganum er ég búinn að gleyma.Átti ég að fara um borð í  skipið á ytrihöfninni í Gíbraltar.En þar átti skipið að hafa viðkomu til"bunkeringar"(enskusletta yfir olíutöku)og áhafnar skiftingar.En skifta átti um skipstj og stm.Eldsnemma þ 14 júni lagði ég af stað  með leigubíl frá Staffanstorp þar sem ég bjó til Malmö þar sem ég tók lestina ti Kastrupflugvallar.Á flugvellinum hitti ég minn tilvonandi skipstjóra.Minn góða vin Gunnar Foged sem ég hafði siglt með áður á sama skipi.Með honum var kona hans sem ætlaði að vera með okkur um tíma.Gunnar er einn af þessum gömlu"coasterskipperum"sem kalla ekki allt ömmu sína og hafði marga fjöruna sopið.Siglt töluvert mikið til Íslands og var mikill Íslandsvinur.Hafði verið skipper og meðeigandi hjá"Juhl & Ehrhorn".útgerðinni í Esbjerg.Var um tíma t.d.með"Elisabeth Clipper"sem Samskip hafði um tíma á"timecharter"Gunnar,þetta mikla góðmenni hafði lent í því nokkrum árum áður sem skipper á einu af Clipperskipunu m að fá um borð laumufarþega.

 Undirritaður við kafibarinn.Myndin tekin í brúnni á D.Red.Eftir brælu í allt annari ferð.Barinn hálfsubbulegur eftir bræluna 

Stýrimaðurinn heljar beljaki sem allir voru hræddir við(og Gunnar líka enda alger andstæða að burðum og skapferli) tók sig til eina nóttina þegar Gunnar svaf og fleygði laumufarþeganum fyrir borð og þar þurfti ekki að spyrja að leikslokum.Út af þessu spunnust nátúrlega málarekstur og í fyrstu umferð var stýrsi dæmdur í 3ja mánaða  fangelsi.Þá varð allt vitlaust í Danmörk yfir dómnum sem gefur að skilja.Taka átti svo málið upp aftur,en þá fann stýrimaðurinn sér góðan spotta og sterkan krók já og svo fór sem fór.

 Um borð í D.Red í ferðinni 

Gunnar misti réttindin og hlaut einhverja sekt.Svona er nú sjólögin hörð hvað ábyrgð skipstjóran varðar.Þó svo að það sé alltaf verið að"mjatla"valdið yfir á skrifstofurnar sem fyrirskipa hitt og þetta en bera svo enga ábyrgð ef ílla fer.Ég lenti í að vera stm á því skipi sem hann kom fyrst á eftir þetta allt saman en það var einmitt D.Red.En hann gat ekki hugsað sér að halda áfram hjá sinni fv útgerð svo hann seldi sitt í henni og kom yfir til H.Folmer.En þetta var nú útúrdúr.Við flugum svo með þotu Svissair til Zürich.Skiftum þar um vél og flugum svo með lítilli vél til Malaga.Þegar þangað kom í ljós að það vantaði allan farangur frúarinnar.Og fannst hann hvergi.Daginn eftir fékk hún aðra töskuna,litla tösku skifti eiginlega engu máli skifti.Efti einhverjar tafir á flugvellinum vegna þess arna fórum við svo í leigubíl til Gíbraltar.ferð sem tók að mig minnir um 2 eða 3 tíma.

   Europa Point ogYtri höfnin í Gíbraltar

 

Skipið hafði tafist og kom ekki fyrr en aðfaranótt 16 júni svo frúin fékk tíma til að kaupa sér föt.Nú svo var farið frá Gíbraltar um hádegi 16.júni.Hin taskan fannst svo en flufélagið neitaði að senda hana til S-Ameríku svo að hana sá frúin ekki fyrr en löngu seinna eða eftir að hún kom heim.Ferðin gekk sæmilega vel.En um 4200 mílur eru milli Gíbraltar og Río.27 juní fórum við yfir Miðbaug á 26°W.Þar kom Neptúnus konungur í heimsókn og við þessir óskírðu aumingar fengum skírn með viðeigandi hætti.Ég hafði fengið heimsókn sendimanns kóngsa um nóttina.Hann hafði með miklu þjósti spurt mig hvern fjand.. ég,sem meira segja væri ættaður norðan undan heimskautsbaug væri að"lufsast"á þessum slóðum og það óskírður.Ég skildi sko fá fyrir ferðina deginum eftir.Svo vildi til að 2 af 6 persónum um borð höfðu fengið skírn áður.Skipperinn og kokkurinn.

    Til vinstri sjálfur Neptúnus(sá sem kom um borð til okkar var nú líkari skipper Gunnari og meira klæddur)Th stytta af guðinum í Berlín.Myndir af netinu.

Eitthvað fannst mér nú þessi mjög svo ókurteisi sendimaður minna mig á kokkinn.Svo var það um kl14 þann 27 að fasmikill"Neptúnus"ruddist inn í brúnna stoppaði skipið og skipaði mér að "drulla" mér út á brúarvæng og bíða þar örlaga minna,meðan hann færi yfir pappíra mína.Hvort mér væri yfir höfuð heimilt að sigla þarna.Hann hefði frétt að ég hefði jafnvel"krossað"Heimskautsbaug án hans leyfis óskírður með öllu.Ég reyndi að malda í móinn og sagðist vera með heimild og vottorð frá hreppstjóranum í Grímsey um þá "krossningu"en hún væri bara heima.Hann sagðist ekkert kannast við þennan svokallaða hreppstjóra og því síður hefði hann leyfi frá sér til að gefa óskírðum apaköttum eins og mér þannig leyfi.Stuttu seinna kom hann með miklu handapati veifandi einhverjum pappírum sem við athugun var íslenska skipstjóraskírteini mitt.

  Skírnarvottorðið 

Hvurskonar"bananalýðveldis"skeinipappírar þetta séu og á hverskonar fjand... apakattamáli þeir séu.Ég reyndi að róa hann en hann ætlaði ekki að taka neinum sönsum.Skipaði hann nú aðstoðarmanninum sínum(þessum með"kokkseinkennin")að taka mig og halda mér meðan hann gæfi mér réttu meðulin til að hreinsa mig af þessum"norðurheimsrembingi"Eftir meðalatökuna  barði Neptúnus mig í hausinn(mjög nett)og helti yfir mig illa lyktandi háffgerði sósu.Síðan kvaðst hann skýra mig"Sværdfisken uden d"Sem sagt "sværfisken og geta þeir sem þekkja mig,vel skilið  þá nafngift.Nú svo var skipstjórafrúin tekin og ausið yfir hana skömmum og hún spurð"hvern fja.... hún væri að þvælast þarna hálfnakin óskírð og í algeru leyfisleysi inní heimi karlmennskunnar.Síðan fékk hún yfirhalningu frá guðinum og aðstoðar manni hans.Síðan kom svo röðin að hinum 2 undanvillingunum.

 Eftir skírnarathöfnina stungu menn sér í sjóinn 

Allir fengu skírn og vottorð upp á það að"cerimuníunni"lokinni Eftir þetta stungu flestir sér í sjóinn og svo var grillað og kvöldverður etinn út á dekki.Síðan var ferðinni haldið áfram eins og ekkert hefði ískorist.Til Río komum við svo að kvöldi 4 júlí kl 2330 að bryggju.Það tók ekki langan tíma að losa gámana 10 en um 100 manna herflokkur sá um hana.Því ver var skýjað svo að hin fræga stytta af Kristi"Christ the Redeemer"á Corcovado fjallinu sást illa.

                Hin fallega höfn í Ríó.Myndir af netinu

 En svona var skyggnið er við komum þangað

Við fórum svo frá Ríó kl 0330 þ 5 júlí.Skipið hafði verið"sluttet"með farm af hrájárni(pigiron) frá Vitoría(Brasilíu) til Mantranzas sem liggur við Rio Orinoco(Venezuela).Við komuna til Vitoria um hádegi þ 7 júlí eftir 280 mílna siglingu og lögðumst við akkeri á ytri höfninni.Meðan vil láum þar um nóttina dundu á manni köll á VHF ch 16 (neyðarbylga)og maður beðinn að koma á hinar og þessar rásir.Þetta voru hinir og aðrir næturklúbbar þar sem manni voru lofaðir,kannske ekki gulli og grænum skógum.En að losa sig við gull og fá kannske að rjála við einskonar rjóður.Jam svona er lífið á suðrænum sólskinsströndum.

  Þennan Gullmarkríl fengum við á leiðinni

Ekki komst maður upp með neitt rjál í þetta skifti því um kvöldið vorum við teknir að bryggju og strax byrjað að lesta þessi tæpu 1000 tonn sem við áttum að taka.Ég hef aldrei verið við auðveldari lestun.Þeir spurðu mig hvernig legu ég vildi hafa á skipinu.þ.e.a.s stafnhalla.Svo færðu þeir lestunargræjurnar fram og til baka uns lestun var lokið með réttri djúpristu.Lestunin tók um 3 tíma og svo var bara að kvittera pappíra og koma sér af stað.

 Á ytri höfninni í Vitoría 

Ég læt þetta nægja í bili en.Menn undra sig kannske á hve dag og tímasetningar eru nákvæmar en það stafar ekki af góðu minni(fjarri því)heldur hélt ég einskonar dagbók á almanaksspjöldum frá Hempels sem margir sjómenn kannast kannske við.

 Það var allskonar"varningur"sem við fluttum hjá H.Folmer.Hér erum við að lesta"smásnekkju"á dekkið á Danica White í Pireus til Osló.í lestinni"Bentónit"í bulk frá Milos(Grikklandi)til Karmö.

Því miður týndi ég 2 spjöldum og missti þannig úr 2 árum eiginlega.Því miður finn ég hvergi myndir af sjálfri"skírnarathöfninni)nema þessar 2 af sjóbaðinu.Og fleiri myndum hef ég týnt því miður.Einnig gerði ég teikningar af allflestum förmum sem ég var með að lesta og skrifaði hjá mér athugasemdir viðvíkandi þeim og skrifaði og teiknaði þetta í litlar"kompur"sem ég er því miður er búinn að týna nema einni og vill svo til að síðasta opnan í henni er frá farmi úr D Red rúmu ári áður.Ég læt þessar teikningar fylga með að gamni.En bókana óg myndana er sárt saknað.Þegar maður flytur eins oft og ég hef þurft að gera síðustu ár vill ýmisleg fara óvart í ruslið.Þá sem hafa haft nennu að lesa hingað kveð ég kært

                     Myndir úr"kompunni"sem er eftir Farmur í apríl 1999 Frá Swinoujscei(Póllandi)til Pasajes(Spáni)Þarna var hún töluvert"stíf"blessunin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Alltaf gaman að lesa ferðasögurnar þínar, þú hefur lag á að "lífga" þær við og það gefur þeim enn skemmtilegri blæ. 

Jóhann Elíasson, 1.12.2007 kl. 08:36

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Skemmtilegt og fróðlegt hjá þér.  Sverfiskur hahah:)

Kolbrún Stefánsdóttir, 1.12.2007 kl. 13:58

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Góð saga Ólafur og hafðu gott kvöld, kveðja.

Helgi Þór Gunnarsson, 1.12.2007 kl. 20:13

4 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

þakka fyrir innlíti.Helgi.Maður að hitta þig til að treysta böndin,Kolla mín mikð var ég feginn að sjá athugasemd frá þér aftur.Ég hélt að ég hefði gengið alveg fram af þér eftir birtinguna á viðurnefninu um daginn,hefði jafnvel gert eitthvað gert eitthvað á hlut þinn hérna á trúðarárunum í Bakkusar Cirkusnum.En þú ert komin til baka og ég fagna því og tek gleði mína aftur.Kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 2.12.2007 kl. 00:04

5 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Ólafur.

Mikið held ég að það væri gaman að fara svona ferð eins og þú lýsir mjög vel. Varðandi þessa laumufarþega er þetta orðið mikið vandamál í dag. Það er ekki langt síðan að laumufarþegi sem ætlaði sér til USA fannst við leit í skipinu og var síðan handtekin stuttu síðar á hlaupum. Frábær ferðasaga um mann sem veit hvað hann syngur.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 2.12.2007 kl. 12:23

6 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Þakka innlitið Jóhann.Ég lenti einu sinni í miklu ævintýri með laumufarþega í Guiena Bissau sem ég segi kannsle seinna frá.Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 2.12.2007 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband