Æsifréttamennska

Ég,var satt að segja steinhissa yfir fréttunum á Stöð 2 í kvöld.Þegar fréttin um M/S"Axel"kom var fullyrt að skipstjórinn myndi missa skipstjórnarrétindi sín út af gáleysi við stjórn skipsins.Hvaðan hefur Fréttastofan þetta.Ég vil skýringu á hvaðan fréttastofan hefur sínar svokallaðar heimildir.Kemur þessi frétt frá Landhelgisgæslunni?Ég veit ekki til að það sé búið að halda sjórétt í málinu.Ég á bágt með að trúa að hinir ágætu starfsmenn"Gæslunnar"láti svona frá sér fara.

 

Ég satt að segja bíð eftir yfirlýsingu frá yfirmönnum Gæslunnar um að það séu ekki þeir sem eru þessi"heimild".Og ég hef litla trú á að þetta komi frá útgerðinni.Skipstjórinn er rétt kominn í land eftir örugglega, hræðilega lífsreynslu og varla búinn að jafna sig á hlutunum þegar þessu er"dengt"yfir hann.Hverskonar fréttamennska er þetta.Hver gefur fréttastofunni dómsvald í málinu.Hvaðan í fja...... hafa þeir það t.d. að ekki hafi verið gildandi sjókort.Ég veit ekki betur en að skipstjóri sé bundinn hálfgerðum þagnareiði þar til eftir að eftir sjóréttin að beiðnum tryggingarfélaganna.Ég man að ég heyrði í einni af fyrstu fréttunum af þessu óhappi að ekki lægi ljóst fyrir hvort"drepist"hafi á aðalvélinni fyrir eða eftir strandið.

 

Ég hef aldrei heyrt frekari skýringar á því.Eins og ég skrifaði um í gær þá eru siglingar við íslensku ströndina enginn barnaleiku.Menn skulu athuga að skipstjórinn þarf stundum að taka sína ákvörðun á broti úr sekúndu.Og svo er ekkert grín að vera með menn sem maður getur ekki stólað 100% á.Vera kannske með hrædda menn sér við hlið,Ég hef svolitla reynslu af að sigla með útlenska menn hér á ströndinni.Og Hornafjarðarsvæðið er eitt af því versta hér við land.Halldór Nellet hinn mjög svo yfirvegaði og dugandi skipsherra og yfirmaður Aðgerðarsviðs Gæslunnar benti á hina miklu brotalöm sem komin er í mönnun á íslenskum kaupskipum.Ég skrifaði í gær að"útgerð"skipsins hefði ekki viljað íslenska menn en þar mun ég hafa haft rangt fyrir mér.Þeir hafa víst reynt en ekki fengið þá..En ég held að fréttastofa Stöðvar 2 ætti að biðja skipstjóran afsökunnar og láta hann svo í friði.Allavega fram yfir Sjóréttinn,þegar öll gögn í málinu eru kominn fram.

 

Og fréttastofan ætti að temja sér aðgætilegri fréttaflutning.Fréttastjórinn skal ekki halda þótt hann hafi verið aðstoðarmaður annars af 2 óvinsælustu forsætisráðherrum þjóðarinnar að hann getið valtrað yfir fólk með skítugum skónum yfir fólk eins og fyrrgreindir 2 ónafngreindu menn gerðu.Fólki sem jafnvel er nýkomið úr miklum hrakningum og hefur kannske ekki jafnað sig á hlutunum.Það er engin barnaleikur að hafa ábyrgð á 9 mannslífum auk síns eigin og fulllestuðu farmskipi,Þó að fréttamenn skilji ekki ábyrgðina á mannslífunum ætti þeir að skilja hana á verðmætunum.

 

Maður sá hve eigandanum var brugðið og hve fegin hann var að heimta menn sína og skip úr helju.Hvernig haldiði að skipstjóranum hafi liðið.Ég vil óska honum og fjölskyldu hans til hamingu með farsælan endir á hættulegum aðstæðum.En segja við fréttamenn stöðvar 2 skammist ykkar!Mér finnst þetta er æsifréttamennska af verstu gerð Kært kvödd


mbl.is Skýrsla tekin af skipverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Sá ekki þessa frétt Óli en lýsing þín er svakaleg. Það er algerlega ótrúlegt að svona frétt geti komið frá Gæslunni, en hver sem heimildin er verður að segjast að það er galið að láta svona frá sér fara á þessum tímapunkti. Það þyrfti að veita þessum fréttasnápum, sumum hverjum, ærlega ráðningu. Illa innrættir andskotar þar innanum og samanvið.....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 29.11.2007 kl. 23:29

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Mæltu manna heilastur!

Ólafur Ragnarsson, 29.11.2007 kl. 23:33

3 identicon

Mikið óskaplega er ég þér sammála Ólafur !!   En við hverju er að búast þegar vankunandi blaðaurmenn fara að tjá sig um svona hluti, fólk sem aldrei hefur þurft að glíma við náttúruöflin á norðurhjaranum, og það eitt að aka um götur 101 ósaltaðar vekur þeim skelfingu!!

Grafalvarlegt ef gæslu menn fara að tjá sig eithvað um þetta atvik áður en sjópróf hafa farið fram.

Kveðja.

S.

Sigurbjörn (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 00:10

4 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Mikið er ég innilega sammála þér Ólafur, ég fæ hroll við tilhugsun um aðstæður hjá honum Inga vini mínum og finn til með honum. Kærar kveðjur. 

Helgi Þór Gunnarsson, 30.11.2007 kl. 00:37

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ólafur mikið er ég sammála þér.  Ég reyndar varð svo gáttaður á þessari frétt í gærkvöldi, að ég tók mig til og hringdi á fréttastofu Stöðvar 2 í morgun og talaði þar við vaktstjóra, sem var Kristján Már Unnarsson og lét í ljós óánægju mína með fréttaflutninginn af þessu máli og meðal annars lét ég það fylgja að mér fyndist nú fréttatímarnir ekki vera vettvangur fyrir "Gróusögur".  Ekki gat ég betur heyrt en að menn væru nú ekki par ánægðir með það að "sauðsvartur" almúginn leyfði sér að gagnrýna störf fréttamanna.  Var mér þakkað fyrir og skellt á.

Jóhann Elíasson, 30.11.2007 kl. 10:26

6 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Ólafur Ragnarsson.

Ég tek undir orð þín þarna talar maður með þekkingu og veit hvað hann talar um. Eins er ég samála þeim Jóhanni og þeim sem skrifa hér eitt Anna þú talar um handónýtt stéttafélög ég segi ekki að þau séu handónýtt. Enn þau mættu gera betur og félagarnir að vera virkari ég nefni mitt félag sem dæmi Sjómannafélag Íslands.

Enn við erum samála um það þarf meiri umræðu um þetta. Enda hefur þessari umræðu verið gerð góð skil af þér og öðrum sem hafa bent á þetta vandamál. Þakka ykkur öllum fyrir þessi skrif ykkar. þau hafa áhrif ég veit til þess vegna þess að ýmsar rottur eru á ferðinni að koma sér saman hvernig þeir eiga að komast út úr þessu vandamáli þeirra sem eiga hlut að máli. 

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 30.11.2007 kl. 18:22

7 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Þakka ykkur öllum innlitið.Við skulum muna það að stéttarfélögin eru ekkert annað en félagarnir í þeim.Ef forustumenn þeirra fá ekki þann stuðning sem þeir þurfa þá er ekki von á góðu.Þetta veit ég að þú þekkir Jóhann.Hræddur er ég um ef,Sjómannafélag Reykjavíkur hefði ekki notið krafta þinna,Jónasar og Birgis þá væri félagið ekki það sem það er í dag.Öll stétttarfélög hafa haft sína Ármenn.En satt að segja finnst mér lítið til koma með baráttuhug annara félaga er SR nú til dags.T.d með núdagsins"Sjómannadag"Og ég ætla bara að vona að við öll hér á þessari síðu stöndum saman um að standa vörð um hann.Kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 30.11.2007 kl. 19:40

8 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Ólafur ég tek undir allt sem þú segir í þessu bloggi þínu, það má einnig gagnrýna Rannsóknarnefndina fyrir að vera að tjá sig um slysið áður en sjópróf hafa farið fram. Ég vil einnig taka undir það sem Anna segir að það er búið að útrýma þessari stétt, þeir menn sem geta komið sér í burtu frá þessu starfi gera það, og fáir leggja í að fara í Stýrimannaskólann, enda til hvers? Stýrimannaskólinn má ekki einu sinni heita sínu rétta nafni fyrir þessum líð sem öllu vill ráða.

Það er gott að sem flestir tjái sig um þetta hér á þinni SJÓMANNASÍÐU Óli minn, Takk enn og aftur fyrir það sem þú ert að blogga um sjó og sjómennsku.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 30.11.2007 kl. 21:59

9 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Þakka þér Simmi innlitið.Tek undir með þér.Ég sannarlega vona að menn tjái sig á bloggi mínu og vil benda á fleiri bloggandi fv og nv sjóara.T.d þig Jóhann Pál.Já satt að segja alla sem hér hafa sett inn athugasemd.Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 30.11.2007 kl. 22:15

10 Smámynd: Sævar Helgason

Hér talar maður með langa reynslu og verðmæta , á sjó.

Takk fyrir pistilinn Ólafur  

Sævar Helgason, 30.11.2007 kl. 22:32

11 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll, Óli.

Get ekki séð né skilið hvað vakti fyrir fréttaflutningi af þessu strandi annað en að selja þessa frétt eins og einhverja söluvöru án tillit hvað staðreyni í þessu máli væru, sérlega þegar byrjað er á því að vega niður og ærumeiða skipstjóra og áhöfn og valda tjóni á æru þessarar  áhafnarar en það er ekkert nýtt að það sé vegið að sjómannastéttinni.

Reynsla okkar á mínum vinnustað er sú að fréttamenn setji oftsar fréttir fram án þess að leita sannleikans í málinu og er stöð 2 þar engin undartekin fram yfir aðra frétteamiðl.

Kv, Sigurjón

Rauða Ljónið, 1.12.2007 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 535995

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband