28.11.2007 | 16:38
Réttu megin við borðið
Hreinum móðgunum við þann hóp sem þarf að hafa samskifti við þessa ríkis reknu maf.. sem Tryggingarstofnum Ríkisins heitir,ætlar ekki að linna.Þann hóp sem er þess,hliðar við borðið sem fólk þarf að gera grein fyrir hverri krónu sem því áskotnast.Og eins og ég hef stundum tekið sem dæmi, verður hreinlega að þola að"lýst"sé upp í rassaboruna á því ef þar skildi leynast 1 eða 2 þúsundkallar sem því hefur áskotnast ólöglega að mati stofnunarinnar(þ.e.a.s ekki gefið það upp)
Og hefur kannske ætlað sér að kaupa"valið"lambakjöt eða jafnvel Lambahrygg(ja bruðlið í þessu pakki!!!!)í helgarmatinn.En svo er tannlæknir (einn úr þessum málsmetandimanna hópnum sem á fyrir hryggnum og vel það)grunaður um 200 miljóna krónu svik.Ég endurtek 200 miljóna krónu svik.Og virðist hafa geta með sviksamlegum hætti hafa leikið lausum hala í kerfinu í fleiri ár allt að 30.En 14 ár eru síðan fyrst var farið að gruna manninn.14 ár og ekkert aðhafst eða lítið.Og tryggingarsérfræðingurinn Pétur Blöndal steinheldur kja....
Ég er vissum að allt lím í heiminum hefði ekki geta komið honum í rétt hlutföll aftur hefði þetta verið manneskja úr"Jaðarshópnum"Ef eldriborgari,öryrki eða einhver úr þessum aumingahóp að hans meiningu hefði komist upp með svona svívirðu.Það hefði sko kallað á utandagsskrárumræðu í hinu háa Alþingi með umræddan Pétur sem frummælenda.En sem betur fer var þessi góði tannlæknir réttu megin við borðið.Mér finnst þetta mál svo skammarlegt fyrir Samfylkinguna(allavega Alþýðuflokks hluta hennar) sem hefur að mér best vitandi stjórnað þessari stofnun frá stofnun hennar 1936
Haraldur Guðmundsson sem stjórnaði henni 1938- 1957.Sigurður Ingimundarsson(faðir Jóhönnu nv ráðherra)1970-1978.Eggert G Þorsteinsson 1979 - 1993 og Karl Steinar Guðnason 1993-???? voru/eru allir yfirlýstir Alþýðuflokksmenn.Um hina hina 4 sem gengt hafa forstjórastarfinu er ég ekki viss.Mér finnst þetta til svo stórrar skammar fyrir ráðamenn að setja beri Karl Steinar af sem forstjóra.
Mér er alvega sama þó svo hann hafi gert athugasemd við störf þessa læknis.Þá átti hann að ganga eftir því með sömu hörku og beitt er við fólkið hinumegin borðsins að afgreiða þetta mál en ekki leyfa hinum grunaða tannlækni að"sprikla"að vild í 14 ár. eftir að grumsemdir vöknuðu.Ég minnist orða hans,þegar hann sagði hreykinn að"með þessu kerfi náist bófarnir"Þ.e.a.s þessu "rassborukerfi"En í þessu máli sem flestum öðrum málum sleppa stæstu"bófarnir"Og ekki sjáanleg nein breyting þar á
Nafni hans Steinn Steinar kvað eitt sinn:
""Það er sorglegt að heyra,þó sérhver maður/fyrir svo og svo miklu kaupi vinni/að hundrað manna í heiminum deyja/sem hafa ekki neitt fyrir útför sinni/
Já viðsjált er hlutskifti velstæðra manna,/og von er að margur upp hafi flosnað,/þegar ræflarnir lifa og ræflarnir deyja/og ræflarnir jarðast á þeirra kostnað/"""
Kært kvödd
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.11.2007 kl. 07:59 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kæri Ólafur bloggvinur, get ekki verið meira sammála.
Jóhann Elíasson, 28.11.2007 kl. 17:06
Svo sendir þetta lið okkur álnarlangar útprentanir sem enginn maður skilur og ef leitað er skýringa eftir fimm daga bið eru skýringarnar hálfu verri en upphaflegi óburðurinn.
Líklegast finnst mér að þessi aðferð hafi verið fundin upp til að koma okkur fáráðunum í skilning um að vegir Tryggingastofnunar séu eins og vegir Guðs-órannsakanlegir.
Reyndar lét Karl Steinar hafa eftir sér að kerfið sé hálfgert klúður að því leytinu til að hvorki bótaþegar né starfsfólk stofnunarinnar skilji það.
Nú þurfa aldraðir og öryrkjar að taka höndum saman og efna til sameiginlegrar kröfugerðar með ÁÞREIFANLEGUM aðgerðum.
Mér er fyllsta alvara!
Árni Gunnarsson, 28.11.2007 kl. 19:14
Þú hittir naglan á höfuðið Árni!
Ólafur Ragnarsson, 28.11.2007 kl. 19:28
Já Óli minn, þeir eru andskoti þefvísir þarna hjá Tryggingarstofnun og jafnvel þótt jafnaðarmenn séu. En svo þegar að svikum og prettum kemur, þá er eins og vökustaurarnir hafi gleymst heima.
Þorkell Sigurjónsson, 28.11.2007 kl. 21:02
Já Keli.Jú víst eru þeir þefvísir,en hún virðist bara bundin við aðra nösina.Sjáumst.Kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 28.11.2007 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.