Jaðarinn og sprungin dekk

 

Nýtt orð virðist vera að skjóta rótum í okkar"ylhýra máli."Jaðarsfólk".Þetta á eftir mínum skilningi að tákna fólk sem ekki býr í einbýlishúsi á ekki,að minnsta kosti Jeppling.Fólk sem einhverra hluta vegna  verður að treysta á"gafmildi"ríkisjóðs í formi bóta hvort er um að ræða öryrkja,gamalmenni eða fólks sem ekki hefur tekist að safna að sér auði.

 

Fólki sem ekki á bróðir eða vin sem ráðherra eða vin í ríkisgeiranum sem getur"reddað"þeim um"smáaura"ef illa gengur.Fólki sem ekki er boðið í kokteil ef einhver af menningarvitunum dettur í hug að opna kja..... af hvaða tilefni sem það nú er er.Fólk sem ekki hlustar á Kauphallarfréttir eða gengi hinna ýmsu hlutabréfa.Já fólki sem hefur verið ýtt út á ystu nöf þessa þjóðfélags.Fólki sem eiginlega er litið á sem:rumpulýð og and....... afætur.Fólki sem samt,með sínu,núna bognu og ónýtu baki kom þessum"kauphallarjörlum"í þá stöðu sem þeir eru í.Fólki sem lætur freistast að trúa lygalepjunni sem lekur út úr kjöf... á frambjóðendum fyrir kosningar og kýs þessa flokka sem,mikið rétt eru hættir að kenna sig við"alþýðuna" en kenna sig núna við "grasrót" og einhverjar fylkingar sem nú virðast fjarlægast hina virkilegu alþýðu.

 

Þessir stjórnmálamenn virðast hafa virkilega slæmt minni og standa aldrei við orð sín.Það vantar ekki að stór orð og það er barið í borð á Alþingi og  plöggum veifað.Það er von að Ellert B Schram svona sjálfskipaður talsmaður"eldri borgara" og Össur Skarphéðinsson ráðherra iðnaðar státi sig af afrekum sínum.Yfir þessum fíflalögum þar sem samþykkt hafa verið um afnám tengingar tekna 70 ára og eldri við elli og lífeyrissjóða greiðslna.Eins og segir í "Þingvalla"samsuðu"stjórnarflokkana:""" Tekjutenging launatekna 70 ára og eldri við lífeyri almannatrygginga verði að fullu afnumin sem og skerðing tryggingarbóta vegna tekna maka. Skoðað verði hvort undanskilja megi hluta af lífeyrissjóðstekjum eldri borgara skerðingum í almannatryggingakerfinu. Jafnframt skal stefnt að því að ríkissjóður tryggi ellilífeyrisþegum lífeyri að lágmarki 25 þúsund krónur á mánuði frá lífeyrissjóði. Almennt skerðingarhlutfall í almannatryggingakerfinu lækki í 35%."""  ""Ja miklir menn erum við Hrólfur minn og fallega pissar Brúnka""

 

Það á nú við um þessa herramenn.Hvernig dettur mönnum í hug að manni/konu sem hættir að vinna 67 ára vegna þessarar íllræmu tekjutengingar gangi vel að fá vinnu kannske á allt öðrum vettfangi 3 árum seinna.Bara t.d.Íslenska ríkið ræður ekki menn 70 ára og eldri.Þeir sem lafa í vinnu hjá ríkinu verða að hætta 70 ára hvað sem tautar og raular engin undanþága þar.Það er kannske ekki von um að Ellert viti þetta en Össur sem fv og nv ráðherra ætti að vara fullkunnugt um það.Ég vildi biðja þessa menn að benda mér á einhvern atvinnurekanda sem tæki þetta fólk í vinnu.Mér finnst þessi ólög móðgun við eldri borgara.Taka á þessa tekjutengingu af og ekki seinna en nú.Þá hefðuð þið Samfylkingarfólk í ríkisstjórn eitthvað til að hæla ykkur af.

 

Ég vil benda þessum herramönnum að fara niður á"Sjúkrahótel"Rauðakrossins í hádeginu og hlusta á fólkið þar hvernig virkilega er farið með þennan"Jaðarshóp í dag..Svo er það annað og kannske enn meira órættlæti sem viðgengst.Það er þegar öryrkji verður 67 þá getur hann hrapað niður í bótum.Hvað gerir það að verkum að öryrki þarf minni peninga 67 ára en 66.Einn góður félagi minn sagði mér af þegar hann missti fótinn út af veikindum þá var hann metinn með 75 % örorku svo einhverjum tíma seinna með 0%.Sem sagt fulfrískur með sinn"staurfót".En hann fékk nú einhverja úrbót á sínum málum við eftirgrenslan.En maður spyr sig eftir hvaða happa og glappa aðferðum fer þessi glæ..stofnun Tryggingarstofnun Ríkisins eiginlega.

 

Og svo á "mannvinurinn"Pétur Blöndal"að endurskoða heila klabbið.Ég segi nú ekki annað,en ég vona að ég verði komin í annan heim.Hvort hann verður í hinu efra eða neðra þegar þeirri endurskoðun líkur og hans tillögur um óréttmætar ölmusur taka gildi.Svo áfram með óréttmætið.Hvað lengi ætlar hinn svokallaði"nýi meirihluti"í Reykjavík að styðja sig við stolina hækju.Furðuleg ummæli Margrétar Hermannsdóttir í Fréttablaðinu þ 15-10 síðastliðinn:

""Það er mjög jákvætt að kjörfylgi flokkana hafi ekki minnkað.Hún segist ekki samsama sig sig fylgi Frjálslynda flokksins,en rúm þrjú prósent styðja Frjálslynda og óháða.Enda er ég farin úr þeim flokki.""Maður hlýtur að spyrja sig:"er þetta ekki valdagræðgi af 1stu gráðu?".Þarna var hún að svara blaðamanni vegna skoðunnarkönnunar sem sýndi að"Frjálslyndir og óháðir"sem fyrgreind Margrét bauð sig svo sannarlega fram fyrir hrapaði úr 10% við kosningar niður í 3,1% í skoðanakönnun.Hverskonar stjórnmálamaður lætur svona vitleysu út úr sér.Ég skil ekki Svandísi Svavarsdóttir(sem ég var farin að halda að væri upprennandi,átreystandi stjórnmálakona,en sem ég er nú farinn að efast um)skuli styðja sig við þessa hækju,sem hefur engan stuðning(eftir ummælum hennar sjálfar eftir umrædda  skoðanakönnuna)

 

Einu sinni var ég á ferðalagi í Cítróen bíl.Það fór svo fram úr okkur bíll og farþegi í þeim bíl sem benti á afturenda á okkar bíl.Þá lagði svartan reyk aftan úr bílnum okkar.Svo kom í ljós að við hefðum keyrt á sprungnu dekki í einhvern tíma.En þessi Cítróen sem við vorum á á víst að hafa haft þá eiginleika að"tékka"sig upp sjálfkrafa ef sprakk á einu hjólinu.Mér finnst"nýi meirihluti"keyra á sprungnu hjóli.Og hefur kannske aðlagað sig að sprungna dekkinu en það gengur ekki til lengdar.Mér finnst satt að segja byrjað að rjúka.Og viss er ég nú um að oft,orðheppinn faðir Margrétar hefði kallað þetta"já ef þú þorir ekki að segja það skrípaleikur"En ég er nú bara einn nöldrarinn úr"jaðarshópnum"sem enginn tekur mark á.Kært kvödd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Ólafur. Þetta er snilldar pistill hjá þér. Allt satt og rétt og ég er sammála þér með Svandísi. Hún var fljót að fölna og í reynd hálf hlægilegt allt saman hjá henni. Mér finnst að hún hefði átt að láta reyna á lögmæti fundarins. Mín skoðun er sú að þar sem allir mættu og hreyfðu ekki mótmælum um boðun fundarins  þá hafi hann verið lögmætur. Síðan gerir hún “sátt “ út úr málinu. Það er eins og hún hafi ekki haft tíma til að ná í ráðgjafa sinn fyrr en eftir að hún var búin að afgreiða málið á fundinum . Þetta er fjölmiðlamál sem ég held að ekki helmingur þjóðarinnar skilji upp né niður í. Ég las góða skýringu á REI málinu á heimasíður Kristins Péturssonar frá Bakkafirði, þess fróma manns. Varðandi Pétur Blöndal þá hefur hann það umfram marga aðra að segja það sem honum finnst og það er miklu  betra en fals og óheilindi.( þó það sé önnur skoðun en mín )  70 ára reglan sem  ríkisstjórnin kom með er bara klór í kröfu aldraðra og öryrkja sem var hávær fyrir kosningar.

Cítróen er góður bíll og mörgum kostum búinn. Ég er ekki viss um að það sama gildi um borgarstjórn REYjavíkur. Kveðja til þín snillingur Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 27.11.2007 kl. 15:27

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl Kolbrún!Þakka þér innlitið og hlý orð.Ég er sammála þér um þá félaga Kristinn og Pétur.Kristinn hefur velt mörgum athyglisverðum puntum upp á hinum ýmsu málum.Ég hef alltaf frá því ég heyrði frá honum fyrst þótt hann samkvæmur sjálfum sér og málefnalegur.Um Pétur er ég líka sammála.Hann fer ekkert kring um mál eins og köttur kring um heitan graut.En hin eiturharða frjálshygga hans gnístir gegn um merg og bein

Ólafur Ragnarsson, 27.11.2007 kl. 16:08

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Man eftir húsi á Akureyri sem hét Jaðar. Það voru oft haldin partý þar. Menn fóru stundum alveg á jaðar tilverunnar í þeim partýum!

Þorsteinn Siglaugsson, 27.11.2007 kl. 23:31

4 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll Þorsteinn.Þakka innlitið Svo var það,heimavistarskólinn Jaðar var staðsettur nálægt Heiðmörk sunnan við Rauðhóla.Jaðar sem var rekið sem skólaheimili fyrir drengi.Á mínum"sokkabandsárum"á síðutogurunum var ég með strákum sem þarna höfðu verið og eins strákum sem höfðu verið í Breiðuvík þetta voru hörkuduglegir strákar en sem einhverveginn þegar maður lítur til baka hafa sennilega tilheyrt þessum"jaðarshóp"barna sem kölluð var/er "vandræðabörn".Maður var ekkert að"velta"sér uppúr þessu á þessum tíma.Og þessir drengir voru fátalaðir um þetta.Þó man ég það að einu sinni í Cuxhaven þá var þar sonur þekkst útgerðarmanns á Íslandi í einhverskonar læri.Þessi drengur var ódæll tolldi ílla í skóla o.sv fr.Hann lenti með okkur á fylli...Þá sagði einn af "Jaðarhóps"strákunum sem var með okkur á skipinu:Ríku mennirnir senda sína"vandræðastráka"til útlanda en fátæku"vandræðastrákarnir" eru send í Breiðuvík"þessi orð komu upp í huga mér er Breiðuvíkurmálið kom upp í vor.Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 28.11.2007 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband