21.11.2007 | 00:46
"Á sjó"
Þetta blogg er eiginlega svar til Bloggvinkonu minnar Kolbrún Stefánsdórrir vegna"comments"sem hún setti við Blogg mitt í gær.Þar sem hún spyr:""Meira að segja eru menn að hætta að halda sjómannadaginn hátíðlegan sumstaðar á landinu og þá er nú ekki mikið eftir. Hverju er um að kenna?""Það er því miður svo oft með mig ef opnast á mér kja...... þá er stundum vont að loka honum aftur.Svo ég haldi áfram með svarið til Kolbrúnar:Þú spyrð hverju þetta sinnuleysi sé um að kenna.Því er að svara að vantaði fleiri eldhuga eins og t.d Jóhann Pál hér að framan.
Menn sem voru fullir áhuga á starfi sjómannsins.Ég hef kannast við Jóhann í gegn um tíðina ef ég get sagt svo,alltaf vitað af honum.Hann var á sínum tíma óþreytandi við að vekja áhuga manna á öryggis og kjaramálum sjómanna.Þó svo að hann tilheyrði farmönnum í sjómannastéttini þá skifta öryggismálin ekki máli á hvurskonar"fjölum"maður stígur ölduna.Hún er jafnhættuleg sjómönnum hvers stéttar þeir eru.Hvað uppskar hann svo frá okkur hinum jafnvel ekki annað en háð.Þetta eru stór orð en því miður sönn.Menn eins og Jóhann úr sjómannastétt sem létu"ljós"sitt skína á opinberum vettfangi voru jafnvel spurðir"hver skrifaði þetta fyrir þig?"Kíktu í Sjómannablaðið undanfarin ár.Lítið sem ekkert skrifað um mál sem virkilega varðar sjómannastéttina.Helst forustugreinar eftir þá,Forseta Farmannasambandsins af því tagi.
Ef einhverjum datt í huga að tala um einhver öryggismál um borð í skipunum var hann oft"afgreiddur"með orðunum"ertu sjóhræddur"Því miður get ég ekki undanskilið mig þeim hóp sem svona talaði.Það er eins og þegar gleraugu manns þykkna með aldrinum að maður fer að sjá misskilninginn í þessu öllu.Þessari gervikarlmennsku sem menn sveipuðu um sig:Svo var tárfellt í"Þórskaffi"þegar sungið var"Á sjó" eða"Það gefur á bátinn við Grænland".Svo áttu allar dömurnar að liggja kylliflatar (þú fyrirgefur orðalagið Kolbrún ef þú lest þetta)ef"Bakkus"var ekki búinn að syngja sína vögguvísu.Hérna er ég að lýsa þeim heimi sem ég lifði í en sem betur fer var ekki almenn um sjómenn.En það vantaði að menn hefðu skoðun og létu þær í ljósi.Þetta mikið breytt í dag hvað öryggismálin varðar.En samt vantar svona menn eins og t.d Jóhann til að lyfta fingri og koma einhverju á blað allavega í sínu"fagblaði"Svo eru það Samtöki sjómanna sem eru orðin eins dauf og ég varð alltaf að hafa 1stu blönduna.En það er kannske ekki alveg við þá að sakast.Samtök eru bara mennirnir sem í þeim eru og ekkert annað.Ef þeir hafa ekki áhuga þá er ekki von á góðu.
Einn frammá maður í sjómannafélagi sagði mér einu sinni,að þegar beðið væri um að kosinn yrði trúnaðarmaður um borð þá væri það oft þannig að sá sem síst hafði vit hann væri kosinn og svo væri verið að"spila"með hann.Að mínu mati er Sjómannafélag Reykjavíkur sterkasta félag sjómanna á Íslandi í dag(þarna tala ég af nokkrum ókunnugleika skal ég viðurkenna )Hvers vegna held ég það.Jú af því að þar hafa verið menn sem hafa haft áhuga á starfi,kjörum og öryggismálum sjómanna eins og t.d Jóhann Pál,Birgir Hólm og Jónas Garðarsson.Menn hafa í mín eyru kvartað um að SR sé aðallega fyrir farmenn.Af hverju?jú þessir menn sem ég taldi upp eru úr farmannastétt.Fiskimenn hafa(að mínu áliti)ekkihaft áhuga.Það er kannske ekki nóg að hafa heimasíðu og blogga þar.Menn ættu að láta skoðanir sínar líka í ljós við allan almenning.Mönnum ætti ekki að verða skotaskuld úr því í dag slík er tæknin.
Ég get nú í sjálfu sér annað en brosað af tilhugsununni um að ef ég hefði í "den"haft manndóm til að skrifa greinar eins og margnefndur Jóhann, með minni"leitið og þér munið finna"ritvélar kunnátttu.En ég hvet alla sjómenn til dáða.Standir vörð um ykkar kjara-öryggismál og látið ekki þessa"gróðafíkla"stela af ykkur ykkar degi Sjómannadaginum.Ég vona að ef þú Kolbrún Stefánsdóttir lest þetta þá hafir þú einhverstaðar í þessum vaðli fundið svar við spurningu þinni.Sért þú,ef þú já og einhverjir aðrið hafið haft nennu til að lesa kært kvödd
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 58
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábær pistill Ólafur.
Allt án ef svo innilega mikið rétt og að hluta til með þeim gleraugum sem sú er þetta ritar hefir horft á málið.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 21.11.2007 kl. 02:15
Það er naumast :) Ég átti nú ekki von á að ég hrærði svona mikið upp í þér Ólafur að það kæmi bara svarpistill :) Ég þekki sjómannslífið nokkuð vel eftir 26 ára hjónaband með sjómanni sem bæði var á síld og loðnu, grásleppu og netum, línu og færaskaki. Þær lágu kylliflatar fyrir honum stelpurnar á sínum tíma ( enda var hann óhemju fallegur maður) þannig að ég þarf ekki að fyrirgefa neitt orðalag hjá þér ;) Þeir hafa nú líka lagt sitt af mörkum í umræðuna Arthúr Bogason og Örn Pálsson þó það sé nú æ minna í seinni tíð. Ég viðurkenni að ég fékk alltaf sting í hjartað þegar Þorvaldur Halldórsson söng " á sjó" Ég verð líka að geta þess að ég hef orðið svo fræg að halda hátíðarræðu á Sjómannadegi og fórst það bara ágætlega að sögn þeirra sem á hlýddu. Ég er samt á því að margir skipstjóra hafi verið hálfbrjálaðir í gamla daga og ekki skirrst við að leggja líf sitt og sinna manna í hættu, oft með hörmulegum afleiðingum. Sem sagt " fast þeir sóttu sjóinn " og allt það. Ég held að í dag hafi sjómenn það svo gott að það þurfi ekki baráttusamtök fyrir þá og þetta sé orðin lúxusvinna að mörgu leiti. Menn eru þó enn að beita og það er ekki létt verk. Ég man þegar ég var að beita, þegar maðurinn minn réri með línu á sinni trillu og hendurnar á mér voru eitt logandi sár eftir önglastungur og rauðátu í beitunni. Ég beit á jaxlinn og bölvaði í hljóði og stóð mína plikt (gervikarlmennska). Ég heimsótti í síðasta mánuði beitningarkarla í Bolungarvík og rifjaði upp þessar "logandi sáru minningar". Ég þekki ekki þennan Jóhann en er búin að fylgjast með Guðjóni Arnari í árabil í farmanna- og fiskimannasambandinu og Grétari Mar á eftir honum. ( Það var kallað tonn á móti tonni :) ) ...... hahahaha bara grín...Auðvitað les ég bloggið þitt. Gott að vera kölluð bloggvinkona. kveðja til þín Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 21.11.2007 kl. 23:36
Já Kolla min.Þakka þér"innlitin.Kannske tók ég fullmikið uppí mig.Stundum á ég það til að sjást ekki fyrir þegar ég hugsa um svona mál:Æsi mig kannske fullmikið upp.Vissulega hafa menn eins og Guðjón Arnar(gamall skipstjóri minn),Grétar Mar.Arthur Bogason og fl skrifað mikið um málefni sjómanna.Einnig má nefna til sögunnar Guðlaug Gíslason gamlan Strandamann sem var skipstjórnarmaður hjá Ríkisskip til fleiri ára síðan formaður Stýrimaður Íslands og starfsmaður þess til margra ára.Sem var mikill baráttu maður og vakinn og sofinn yfir málefnum sjómanna.Bætum Hilmari Snorrasyni já og fl í hópinn.Það var enganveginn ætlun mín að gera lítið úr þessum mönnum á neinn hátt.En ég festist kannske í því að bera okkur Jóhann Pál saman í huganum í sambandi við,gæti ég sagt?.Viðhorfum okkar til málefnanna.Jóhann er einn af sárafáum"óbreittum"úr stéttinni ef ég má orða það svo sem hefur látið í sér heyra.Ég,kannske í þeim hóp sem fannst ekki mikið til skrifa hans koma á sínum tíma.Í æsingnum málaði ég kannske"skrattan"á veggin hvað sjómenn varðaði og talaði um "gerfikarlmennsku".Þegar ég skrifaði þetta var ég í huganu að bara rifja upp mína eigin reynslu.Ég hafði til margra ára"viðurnefni"(sem ég er ekkert að rekja hér hvað er)svo var maður kominn í"Þórsskaffi"sloppinn fram hjá"útkösturunum"mismunandi valtur á fótunum,kannske með"stuðningskonur"sitt til hvorrar handar og skipsfélagarnir margir komnir í salinn og kölluðu viðurnefnið og maður náði kannske að lyfta upp annari hendinni og "Á sjó"hljómaði.Já þá þóttist maður með mönnum.En yfir höfuð er sjómennska engin"gerfikarmennska"Ef einhver hefur tekið orð mín ílla upp biðst ég afsökunar á því.Ég á það til að fara svolítið fram úr sjálfum mér og koma ekki réttum orðum að hugsunum mínum.Stundum er sagt þegar stórt er spurt er lítið um svör.Í mínu tilfeli er það stundum svo að þegar,um lítið er spurt kemur langt svar.Að lokum,ef ég hef sært einhvern og/eða einhverjum fundist að sér vegið með þessu bloggi biðst ég innilegrara afsökunar.Þetta eru bara hugrenningar gamals karls sem á stundum bágt að koma orðum að hugsunum sínum.Ávallt kært kvödd
Ólafur Ragnarsson, 22.11.2007 kl. 10:56
Nei Ólafur þú tekur ekkert of mikið upp í þig. Það leynir sér ekki aðdáun þín á Jóhanni og ég er ekki að snúa neitt út úr því. Ég er ekki viss um að þessir "gömlu"skipstjórar Guðjón og Grétar séu hrifnir af því að ég tali um hálfbrjálaða skipstjóra og etv telja þeir að ég taki of mikið upp í mig. Þetta er ekki persónulegt hjá mér en ég er alin upp á bryggjunni og þekki sjómennskuna og hef stundum æst mig yfir græðgi og metnaðargirni sem kostaði marga lífið. Nú er ég forvitin að vita hvað þú varst kallaður :) En við getum verið sammála um að hetjur hafsins eiga það skilið að heiðri þeirra verði haldið á lofti meðal þjóðarinnar ekki satt. kveðja til þín Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 22.11.2007 kl. 19:43
Þar sem ég það,sem ég blogga er ekki svo mikið lesið þá er það ekki,að maður sé að bera sig fyrir alþjóð.En ég var alinn upp í Borgarnesi og þar gat rignt eins og annarstaðar og þá blotnaði maður.Og svo var bæjarnafnið og bleytan skeytt saman og þá kom út,já alveg rétt"Borgarnesblautur"Ég get sagt þér bara svona okkar á milli eina sögu þar sem nafnið kemur við sögu.Mikið góður,nú brottgengur vinur minn sem var hallur undir"Bakkus"eins og ég var kallaður Hermann"froskur"Einu sinni varð okkur eitthvað sundurorða og ég sagði"Haltu nú kja... Hermann "froskur"Þá svaraði hann af sinni alkunnu ró:"Þú ættir ekki að segja mikið Ólafur maður er nú ekki kallaður eftir heilu þorpi eins og þú"En þetta er bara milli okkar Kolla mín.Ævinlega kært kvödd
Ólafur Ragnarsson, 22.11.2007 kl. 20:33
Þarna átti náttúrlega að standa"brottgenginn vinur minn"
Ólafur Ragnarsson, 22.11.2007 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.