Slor og kúaskí...

 

Það er stundum furðulegt að heyra þegar menn tala um hluti sem hafa svo mikið menningar/sögulegt gildi að það beri að varðveita þá.Aðallega eru þetta eldgömul háfhrunin hús. og/eða einhversskonar"kuml"sem grafin hafa verið upp.

   

Myndir af málverkum Bjarna Jónssonar

 

Ekki ætla ég mér að gerast svo djarfur að reyna að meta hvenær eitthvað hefur menningarlegt gildi.Hef ekki þá vitsmuni er virðist þurfa til að velta sér uppúr hverskonar menningu.En sögulegt gildi.Ég ætla að leifa mér að hafa skoðun á því,þó ég kannske upplýsi fávisku mína um leið.Ég hef verið sjómaður lungan af mínu lífi.Eftir lestur á æfiminningabókum hinna ýmsu manna hef ég staðið í þeirri trú að Ísland í dag sé að stórum hlut byggt á sjósókn.Sjósókn teygði sig líka inn í sveitir þar sem bændur stunduðu hana meðfram búskapnum.Sjósókn telst sennilega ekki með"menningu"í augum hinna ýmsu"menningarvita"og þess vegna þarf litlu að kosta til að varðveita neitt sem tilheyrði henni.Að vísu er víst kominn vísir að Sjóminjasafni  í Reykjavík.

 

Bátar með sögu.Til v er M/B"Aðalbjörg"RE 5 og var 1 af 4 bátum sem Reykjavíkurborg lét smíða til atvinnuaukningar á"Kreppuárunum"Þessi bátur er varðveittur á Árbæjarsafni.Hver aðkoma "Sjóminjasafnin" í Reykjavík er að bátnum veit ég ekki,En þessi bátur á sér langa og farsæla sögu Undir áralangri stjórn Einars Sigurðssonar úr Oddgeirsbæ í Reykjavík.Og mig minnir að það hafi verið synir Einars sem áttu til þann stórhug að varðveita bátinn Báturinn til hægri er svona"týpískur"Svíþjóðarbátur af minni gerðinni,Hét í upphafi"Sæmundur SK1.En hét síðast"Gunnfaxi"KE Hann sökk 16 mars 1964 undir því nafni.Mannbjörg varð

 

 

Einnig munu víst einhverjum gripum tilheyrandi hinni hniknandi stétt haldið til haga á ýmsum stöðum út á landi.Ég hef nú ekki heimsótt Sjóminjasafnið í Reykjavík,en ekki fannst mér heimasíða þess bjóða upp á slíka heimsókn.Það virðist algerlega hafa farið framhjá stjórnendum þess að 17 febúar í ár voru 60 ár síðan að fyrsti nýsköpunartogarinn Ingólfur Arnarsson sigldi fánum prýddur inn á höfnina í Reykjavík.Þá var Ingólfur fullkomnasta fiskiskip í heimi.Hann var t.d fyrsta fiskiskip í heimi með ratsjá.Um þetta merkisskip er þetta að finna á heimasíðu safnsins:" Fyrsti landnemi nýsköpunarinnar, Ingólfur Arnarson RE 201, kom til landsins í febrúar 1947. Togarinn var 654 brl. Að stærð, búinn 1000 hestafla gufuvél og reyndist mikið happaskip"Búið.Hann var afgreiddur með tæpum 2 línum í einhverju sem nefnist "Togarar í 100 ár"Meiri sómi var honum nú ekki sýndur.Að þessu finnst mér skömm.

 

2 Frumkvöðlar.Til vinstri hið mikla happaskip B/V Ingólfur Arnarsson sem sigldi með stolti fánum prýddur inn í Reyljavíkurhöfn 17/2 1947 þá sem fullkomnasta fiskiskip í heimi,en sem aðstandendur Sjómynjasafns létu nægja 2 línur í umfjöllun sem hét "Togarar í 100 ár"Til hægri nafni hans dæmigerður"Svíþjóðabátur"stærri gerð.Þeim gamla hefur sennilega þótt nóg að hafa 1 alnafna á Landnámsjörðinni því örlög þessa"Ingólfs Arnarsonar"RE 19 urðu þau að hann strandaði v-við Þjórsárósa 14/3 1950 og eyðilagðist.En mig minnir að stýrishúsið hafi náðst heillegt og notað á M/B"Heimaskaga" AK85 sem byggður var á Akranesi 1951.Sem svo seinna varð"Elliðaey"Ve 45.

 

Án þess að á neinn hátt að fella dóm á störf forstöðukonu safnsins(til þess hef ég enga þekkingu á hennar störfum þar)er ég að velta fyrir mér hvað í hennar fyrri störfum gerir hana hæfa til að stjórna sjóminjasafni.Svo eru þarna 2 sviðstjórar annar titlaður sviðstjóri miðlunarsviðs hvað sem það nú þýðir og 2 safnverðir.Svo er þarna stjórn og vara stjórn 9 manns og eitthvað sem heitir fulltrúaráð 15 menn.Sumir í þessu fulltrúaráði eru líka í stjórn eða vara stjórn t.d Helgi Pétursson og Álfheiður Ingadóttir.Svo má ekki gleyma hinum ómissandi Alfreð Þorsteinssyni sem er í fulltrúaráðinu.Það virðist ekki hafa verið hægt að stofna nefnd eða stjórn í Reykjavík öðruvísi en að hafa hann innanborðs.Nú er það svo að vegna fjarveru minnar frá landinu hef ég ekki fylgst með,en einu sjómennirnir allavega sem ég kannast við í þessum hópi eru Birgir Hólm og Guðjón Ármann fv skólastjóri.Ég vona að ég verði leiðréttur hvað það varðar fari ég með rangt mál.Ég þekki Guðjón Ármann að öllu góðu og kannast við Birgir að hinu sama.Þessvegna kom kom það mér á óvart þegar ég um daginn hitti Bjarna Jónsson listmálara og hann sagði mér af málverkum sem hann hefur málað og eru í eigu safnsins að þau skulu liggja einhverstaða í geymslu út í bæ.Þessi málverk eru tengd sjósókn á fyrri tímum.Ég hefði haldið að"Sjóminjasafn"vildi hafa svona myndir hangandi uppi hjá sér.

 Myndir af málverkum B J

Mér hefur þótt það til ævarandi skammar fyrir íslensk yfirvöld í sjávarútvegi og peningamálum að hið mikla afla og happaskip"Ingólfur Arnarsson" skyldi seldur í heilu lagi í brotajárn.Að allavega eitthvað af honum skyldi ekki varðveitt.Brúin t.d þó ekki hefði verið annað.Það virðist vera svo að íslendingar hreinlega skammist sín fyrir sitt raunverulega bakland.Eftir stríð áttum við alfullkomnasta fiskiskipaflota í heimi með  togaran"Ingólf Arnarsson" í  fararbroddi.Síðan koma hinir svokölluðu"Svíþjóðarbátar"og að endingu"Landsmiðjubátarnir".Nú bið ég um leiðréttingu ef ég fer með ragnt mál.En það er ekkert að viti  sem er til minja um þessa skipaflokka.Mér er það til efs að sé sjómaður spurður í dag um hvað "Svíþjóðarbátur"sé þá viti þeir það ekki..Vita það ekki að um er að ræða báta sem leystu af hólmi,úrsér genginn bátaflota landsmanna fyrir c.a 60 árum síðan.Báta sem almenningur leit á sem stórvirki á þeim tíma en myndi lítið tilkoma í dag..Það er ekki von að svokallað sjóminjasafn láti sig svona ómenningarlega hluti sig varða.En um að gera að allslags menningarvitar séu í forsvari fyrir þessa stofnun.Ég ætla mér ekki að gera lítið úr nöfnum eins og Helgi Péturson,Álfheiður Ingadóttir eða Alfreð Þorsteinsson en ég set stórt spurningarmerki við hvað þetta fólk á erindi í stjórn á Sjóminjasafn.Það er á fleiri sviðum sem þessi"mennningarþjóð"hefur svikið fortíðina.

     Grafskipið"Vestmannaey að störfum.Lengst til v á myndinni tv sés í"Léttir"í kunnuglegu umhverfi.

 

Í sumar var rifið í Vestmannaeyjum grafskipð"Vestmannaey"Gerir fólk sér grein fyrir yfirhöfuð hvaða saga liggur að baki þessu skipi.Gerir fólk sér grein fyrir allri þeirri vinnu sem þetta skip og áhafnir þess hafa lagt af mörkum í uppbyggingu þessa lands í þau rúmu 70 ár sem það vann að dýpkunrar störfum í Vestmannaeyjum.Þó að skipið hafi verið staðsett að mestu leiti í Vestmannaeyjum þá hefur Verstmannahöfn verið einn af hornsteinum þess þjóðfélags sem þrífs í dag á aðaleyjunni.Þá mun "Vestmannaey"hafa komið að síldveiðum í Faxaflóa 1947 og að hafnargerðinni í Rifi.Skift var um vél í skipinu  1977.Þá var sett í skipið Caterpillar 336 hö í staðin fyrir hina gömlu Tuxham 210 hö.Hlutum úr gömlu vélinni var pakkað víst sæmilega vel inn og átti að varðveitast en svo komust skammsýnir menn að því að"þetta drasl"væri bara fyrir og því var hent.Nú er víst ekkert til í hendi(að ég best veit)til minningar um þetta fræga skip sem í rauninni gerði Vestmannaeyjahöfn að því sem hún er í dag.

               T v Vestmannahöfn 1945 t h 1991

Eitt frægt skip er til en.En það er hafnsögubáturinn"Léttir"sem enn er hægt er að forða frá"áramótabrennuvörgum"Mér er sagt að þegar skipt var um vél í bátnum 1975  hafi Caterpillarverksmiðjurnar falast eftir vélinni(vegna sögulegrar tengsla) sem var í en fékk ekki.En þá mun hafa staðið til að varðveita vélina.En hún mun hafa dagað uppi í"ruslahaugnum"sem menn kölluðu þessa sögulegu gripi eins og hlutina úr vél Grafskipsins og verið samferða þeim í bræðslukatlana.

 tv nýleg mynd af"Léttir"t h"Lóðsinn 1"

 

Þetta skip á sér merka sögu í hjörtum margra annara en Vestmannaeyinga sjálfra.Þessi bátur á sér stað í hjörtum margra sjómanna bæði innlendra og erlendra sem lífgafi.Hversu oft fór ekki þessi bátur út til að sækja veika og slasaða sjómenn og koma þeim undir læknishendur sem björguðu lífi þeirra.Haraldur Ólafsson kunnur farskipaskipstjóri hér á árum áður sagði í blaðagrein 1956(mbl 23/2)" Á þessari litlu skel,sem hefur verið happafleyta fram að þessu,eiga hafnsögumenn Vestmannaeyja að leggja út í brimlöðrið við Vestmannaeyjakletta,næstum í hvaða veðri sem er allan ársins hring,,,Ég get ekki séð annað en hafnsögumenn Vestmannaeyja séu í sífeldum sjávarháska á bátnum a.m.k. 4-5 mánuði ársins""Síðan lýsir Haraldur í greininni hvernig"Léttir"brýst út í skip hans M/S"Lagarfoss"með Jón Sigurðsson hafnsögumann sem nær skipinu inn milli kviða áður en höfnin lokaðsis alveg í eina 2 daga.Fyrir bar að skipstjórar stærri skipa t.d.togara neituðu að fara í land á Létti litla.

 

    Til v höfnin eins og hún lét út um þær mundir er Grafskipið var keypt t h höfnin í byrjun síðustu aldar

Síðan kom svo"Lóðsinn"í apríl 1961(5 árum eftir grein Haraldar)sem tók við erfiðustu verkunum af"Létti"ef maður getur orðað það svo.Það væri verðugt verkefni að fyrir vel ritfæran mann að skrifa sögu þessara 3ja skipa,Grafskipsins "Vestmannaey" ,hafnarbátsins"Léttirs"og"Lóðsins 1"Mér finnst með eindæmum hvernig tókst með mannaráðningar á þessi skip.Útsjónarsemi þeirra og dugnað.Hvernig menn að öllum öðrum ólöstuðum  eins og Jón Sigurðsson,Ólafur Ólafsson.Og Einar Sv Jóhannesson"smellpössuðu" í þau störf sem þeir sinntu.Þetta eru bara nokkur nöfn af mörgum sem skrifað hafa nöfn sín á spjöld sögu Vestmannaeyja.Þeim er að nokkru leiti gerð skil í Bókum Haraldar Guðnasonar,"Við Ægisdyr"og þangað hef ég sótt efni í þennan hluta bloggsins.Og ég geri mér grein fyrir að ég hafi reist mér burðaás um öxl með þessum skrifum og að betur upplýstur maður um sögu þessara 3ja skipa kæmist betur frá þessu.En fyrir mér vakir aðeins það,að mér finnst margt hafa menningarsögulegt gildi fyrir framtíðar Íslendinginn en bara einhverjir húshjallar sem einhvert frægt skáld svaf kannske 1 eða 2 nætur í.Stóð ekki einhverstaðar að"bókvitið"yrði aldrei í askana látið.Sem betur fer eru augu fólks að opnast fyrir að fá að sjá og þreyfa kannske á hlutum sem eiga mikla sögu að baki sér.

 

 T v Vonarstjarnan VE sem upphaflega hét"Baldur"SH og var dæmigerður"Landsmiðjubátur af stærri gerðinni.Einar Sv Jóhannesson "saup"marga fjöruna á þessum bát í Þorlákshafnarferðum.T h  Hafdís IS 75 síðar Ve.Dæmigerður Sviþjóðarbátut af svokallaðri"Bárðarteikningu"Hafdís brann og sökk á Selvogsbanka 10/2 1960

Í dag er lítið sem minnir á"Nýsköpunartogara" "Svíþjóðabáta" "Landsmiðjubáta".Við höfum ekki alltaf lifað af bókum(þótt við á hörmungarárum fyrr á öldum hafi kannske étið frægustu handritin)það færi lítið fyrir"menningu"þessa lands og öllum hennar"vitum"ef engin hefðu verið fyrrnefnd skip.Það er haft eftir einum af merkustu útgerðarmönum þessa lands þegar dóttir hans hafði komið til dyra og vinnuklæddur sjómaður hafði bankað upp."Hleyptu manninum inn stelpa"á útgerðarmaðurinn að hafa sagt"já en hann er svo slorugur á dóttirin að hafa haldið fram:Slor það er það sem við lifum á telpa mín,mundu það"á sá gamli að hafa sagt.Það er nefnilega það,það var slor ásamt kannske kússkít hversu sú blanda fer nú vel í nefi landans í dag,sem kom okkur til álna og vel það.Við áttum líka"fraktskip"með sögu en flest af þeim voru seld með haus og hala úr landi.Ekkert af þeim endaði í stórbrennum áramótanna.Svo ættu stjórnvöld að sjá sóma sinn að varðveita V/S Óðinn.Stjórn og fulltrúaráð sjóminjasafns Reykjavíkur ættu að sjá til þess.Að síðustu vil ég taka fram þó að ég nafngreini fólk í sambandi við sjóminjasafnið vil ég taka fram að ég er ekki að gera lítið úr störfum þess fyrir þetta safn en ég sjálfur set stórt spurningamerki við setu þessa fólks í stjórn á safni tengdu sjómennsku.Það er mín prívata skoðun.Hvað nafngreiningu á mönnum varðandi Vestmannaeyjar veit ég vel að þar eru fáir útvaldir.Það er hreint með einsdæmum að lesa sögu þessara manna sem völdust í störf á þessum skipum án nokkurar reynslu á sambærilegum störfum,hvernig allir smellpössuðu í þessi störf.Hvernig handaflið og hugvitið virtust passa vel saman á árdögum þessa starfa.Það koma margir fleiri við sögu þessara mála sem of langt væri að telja upp.Þessa sem ég nafngreindi eru kannske þarna því að ég kannaðist við þá og sá til þeirra í starfi.Ég er ekki á neinn hátt að reyna að gera lítið/minna úr hinum.

 Myndir af málverkum B J

Eins og ég sagði áðan hef ég hef mikið stuðst við bækunar"Við Ægisdyr"eftir Harald Guðnason heitins fræðimanns og bókavarðar,Myndir eru sumar fengnar að láni með góðfúslegu leyfi sonar Haraldar Áka.Myndir af málverkum eftir Bjarna Jónssonar eru fegnar að láni úr Bæklingi sem heitir"Sjávarspilin"með góðfúslegu leyfi málarans sjálfs..Aðrar myndir eru m.a úr bókunum "Þrautgóðir á Raunarstund "ritverki Steinars L Lúðvíkssonar og/eða frá ýmsum stöðum á"Netinu"Kært kvödd

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Ólafur Ragnarsson.

Hreint út sagt frábært að taka þetta upp. Ég sé þarna gamla lóðsbáta sem minna mig á lífið þegar við vorum að koma til (Suðurhafseyja) þá er átt við Vestmanneyjar ég man þegar okkar gamli Jón lóðs lét sér nægja að stökkva frá borði í allskonar veðrum. Þetta léku ekki allir eftir honum. Eins þegar gosið var þar á ég margar minningar þegar ég var á m/s Dettifossi.

Enn og aftur frábært framtak hjá þér og fróðlegar minningar um gamla tíma. Ekki veitir af að halda því uppi.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 18.11.2007 kl. 21:36

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Kvitt til þin Ólafur,en og aftur kemur þú manni á óvart með þessum meiningarviðburðum sem er okkar sjafarutgerð og vinnan við það, svo og þessar mynjar allar,ekkert hefur toppað þetta gamla ennþá/Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 19.11.2007 kl. 00:07

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það eina sem ég vil segja er einfaldlega þetta: Þú ert snillingur!

Sjóminjasafnið er pólitískt framtak og kostað af almannafé. Líklega þarf engan að undra þó það hafi verið gert að athvarfi fyrir uppgjafa pólitíkusa og maka þeirra. Við búum nú einfaldlega á Íslandi og þekkjum ekki annað.

En ég þakka fyrir þennan ágæta pistil.

Árni Gunnarsson, 19.11.2007 kl. 00:35

4 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Þakka ykkur falleg orð til mín og er feginn að fleiri en ég skuli hafa þessa skoðun á málinu.Ég fagna því að þú Jóhann skulir vera sammála mér.Ég hef fylgst með skrifum þínum um öryggismál sjómanna og fl og veit að þú berð hag stéttarinnar mjög fyrir brjósti.og yfirleitt verið þér sammála allavega í öryggismálunum.Og við hinir höfum nú verið sammála um flest.Kært kvaddir

Ólafur Ragnarsson, 19.11.2007 kl. 01:15

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég á bara ekki til nógu og sterk orð til að lýsa hrifningu minni á þessari grein.  Þakka þér kærlega fyrir.

Jóhann Elíasson, 19.11.2007 kl. 10:50

6 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Þakka ykkur innlitið Jóhann og Þorvaldur.Þarna kemur þú með góðan punt Þorvaldur.Kannske líka af því að ég held hreinlega að Sigurður & co hafi verið síðustu síðutogarar sem byggðir voru,allavega í Þýskalandi.Maður hrífst enn af myndum af þessum skipum.Hversu fallegar línur voru í þessum þeim,og maður sé enn móta fyrir þeim í Sigurði.Þó hann sé töluvert breyttur frá upphaflegu útliti.Það er talað um að varðveita Gullborgina sem er víst að grotna niður í Reykjavíkurhöfn.Ef af því yrði sem mér þykir ólíklegt myndi ég vilja að henni yrði sá sómi sýndur að byggja hana upp eins og hún leit út lungan úr tímanum sem Binni í Gröf var með hana,Þetta stýrishús sem á henni er í dag er af öðrum Eyjabát,Atla sem var úreltur á sínum tíma en var einn af mörgum svokölluðum"blöðrubátum"sem keyptir voru notaðir frá Svíþjóð eftir stríð og voru partur af uppbyggingu vélbátaflotans á nýsköpunarárunum.En allt kostar þetta peninga.En ég veit að í Danmörk og Svíþjóð hafa menn hreinlega stofnað félög um að varðveita hvert einstakt skip sem áhugi hefur verið á að varðveita.T.d.gamlar skútur,dráttarbáta og o.sv f´.Þegar ég sigldi hjá dönum man ég að menn stofnuðu félag um eitt af síðustu svokölluðum "Carolinerum"en það voru litlir"Costerar"byggðir hjá H.C.Christensen Stålskibsværft á árunum milli 1960-70.Það voru svo sjálfboðaliðar sem komu skipinu í stand og síðan gamlir sjómenn komnir á eftirlaun sem sigldu svo"dallinum"með stykkjavöru og korn á ströndinni,Nú held ég að þessi félagsskapur sé kominn með 2 af þessum"Carolinerum"í sínu upprunalega útliti..En þetta er nú útúrdúr,þarna eru allt aðrar aðstæður og miklu meiri saga að baki.Hversu duglegir danir hafa verið við að varðveita sín fiskiskip veit ég satt að segja ekki.En mér er að detta í hug eitthvað svona með t.d."Sigurð"og"Óðinn"Ríkið hlypi undir bagga með að starta málinu svo væri hægt að nota skipin í einhverskonar"túrisma"á sumrin og sem söfn á veturna.Einhverntíma las ég að engin stór sannindi  byrjuðu ekki sem fráleit og engar stórar framkvæmdir byrjuðu ekki með því að heita óframkvæmanlegar.Kært kvaddir

Ólafur Ragnarsson, 19.11.2007 kl. 22:50

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Ólafur. Ég á heldur ekki nógu sterk orð til að lýsa hrifningu minni á greininni þó mér litist ekki á hvað hún var löng áður en ég hóf lesturinn :)  Ég fékk svona "flash back" þegar ég las hana. Ég hafði mikla ánægju af því að horfa á Aðalbjörgina RE 5 í hvert skipti sem ég keyrði til vinnu minnar upp á Höfðabakka en ég vissi ekki um sögu þessara fjögurra skipa . Hún minnti mig bara á gömlu góðu dagana. Hvað varðar Bjarna Jónsson listmálara þá eru verkin hans alveg einstök og lýsa vel gamla tímanum. Þegar ég var útibússtjóri á Hellissandi þá kom hann með sýningu þangað og ég lét útibúið kaupa eitt verk sem átti að gerast í Keflavíkinni á Hellissandi og svo keypti ég sjálf eitt sem heitir "Einn réri út á báti." Ég er sammála þér að það ríkir mikil deyfð yfir sögu sjósóknar við Íslandsstrendur að  minnsta kosti í augum amatörs eins og ég er. Meira að segja eru menn að hætta að halda sjómannadaginn hátíðlegan sumstaðar á landinu og þá er nú ekki mikið eftir. Hverju er um að kenna? Af hverju ert þú ekki í forsvari fyrir sjóminjar á Íslandi ? ;) Frábær grein og skemmtilegar myndir.  Með þakklæti og góðri kveðju Kolbrún.

Kolbrún Stefánsdóttir, 19.11.2007 kl. 23:22

8 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæll Ólafur. Þetta er frábær lesning hjá þér. Sammála er ég flestu því, sem þú setur fram í bloggi þínu. 

Þorkell Sigurjónsson, 20.11.2007 kl. 16:42

9 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Takk fyrir þetta Ólafur.kv.

Georg Eiður Arnarson, 20.11.2007 kl. 18:42

10 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Ég þakka innlitið Þorkell og Georg.Svar mitt til þín Kolbrún var orðið svo langt að ég ákvað að gera það að heilstæðu bloggi.Kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 21.11.2007 kl. 00:07

11 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Ólafur, vegna anna hef ég ekki haft tíma fyrr en nú að lesa þetta blogg þitt, þú átt heiður skilið fyrir þetta. Ég hafði gaman af að lesa þessa frábæru grein og er þér hjartanlega sammála. Það er með ólíkindum að ekki skuli vera settir peningar í að varðveita grafskipið og þessa hluti  sem þú nefnir í grein þinni. Það væri gaman ef hægt væri að varðveita Léttir.             En það er oft þannig að það þarf forustumenn til að koma svona málum áfram, það væri t.d. ekki stórt byggðarsafn í Vestmannaeyjum ef menn eins og Þorsteinn Vílundsson og Eyjólfur Gíslason hefðu ekki unnið að því að safna hlutuunum saman á sínum tíma. Því miður eru ekki svona kallar til í dag, og þó. Við eigum einn góðann mann sem er að gera góða hluti og það er Þórður Rafn Sigurðsson sem hefur verið að koma upp myndarlegu tækjasafni úr skipum og fleiru, Þetta er virkilega flott hjá honum og hann á heiður skilið fyrir það.   Að endingu þakka þér fyrir þessa samantekt og haltu áfram á sömu braut,

kær kveðja

'Eg er sammála þér með málverkin hans Bjarna þau eiga heima á Sjómynjasafninu, sjálfur fór ég á sýningu hjá honum og flest þau málverk frá sjósókn og sjóslysum eiga heima á safninu. Hvað varðar konuna sem stýrir safninu í RVK þá held ég að hún standi sig ágætlega í að koma þessu upp enda hefur hún mikin áhuga á þessu, en það vantar peninga í þetta. Ég held að Reykjavíkurborg styðji þetta um 10 miljónir en það er hirt aftur í húsaleigu.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 22.11.2007 kl. 22:03

12 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll kæri bloggvinur Sigmar!Ég var farinn að sakna athugasemda frá þér svo ég spurði sameiginlegan vin okkar hér í Eyjum:"getur verið að ég hafi móðgað hann með einhverju"."Nei ábyggilega ekki" sagð ´ann."Hann hefur það breitt bak"Ok nú er ástæðan ljós.Hvað um það.Eins og ég sagði í blogginu get og er ég ekkert að gagnrýna störf forstöðukonunar Sjóminjasafnsins.Nema að ég set spurningarmerki við hvað í hennar störfum hér áður hefðu gert hana svo hæfa í þetta starf.Og nú spyr ég líka var ekki starfið aquglýst og var hún eini umsækenda.Eða er þetta bara skipað af Borgarstjórn Reykjavík,Svona lítur nafnalisti út um stjórn,varastjórn og"svokallað"Fulltrúaráð"Flest nöfn sem ég kannast við eru nöfn á fólki sem á einhvern hátt tengast borgarstjórn Reykjavíkur og þá R listans sáluga,með nokkrum undantekningum þó.Td Guðjón Ármann og Birgir H

Aðalastjórn:

Árni Þór Sigurðsson,Vihjálmur Þ. Vilhjálmsson,Kristín Guðmundsdóttir,Ágúst Ágústsson,Helgi Pétursson

Varastjórn:

Álfheiður Ingadóttir.Kjartan Magnússon.Þór Magnússon,Dóra Magnúsdóttir

Fulltrúaráð safnsins

Alfreð Þorsteinsson, Helgi Pétursson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Guðný Gerður Gunnarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Bergur Þorleifsson, Rúnar Geirmundsson, Ólafur R. Jónsson, Bjarni Ármannsson, Höskuldur H. Ólafsson, Ingibjörg Björnsdóttir, Birgir Hólm Björgvinsson, Guðjón Ármann Eyjólfsson, Hjörtur Gíslason, Þórunn Sveinbjörnsdóttir

Þetta er kannske allt ágætisfólk.en ég set spurningumerki við nöfn allra í stjórn og aðalstjórn.

Á heimasíðu safnins er þáttur um "Togarar í 100 ár"Mér fannst sá/sú ekki hafa haft mikinn skilning á togaraút gerð á Íslandi.Ég er búinn að útskýra hlut fyrsta nýsköpunartogaran"Ingólfs Arnarsonar í þættinum og hérna er hvað"Síðan"hafði um hina stórglæsilegu togara sem smíðaðir í þýskalandi um 1960 að segja:""Innan skamms bættust sex togarar í flota landsmanna, en nýju togararnir voru feiknastórir þar sem gerð þeirra og stærð tók mið af þeim mokafla sem var á fjarlægum miðum árið 1958. Fjórir þeirra, Maí GK 346, Víkingur AK 100, Freyr RE 1 og Sigurður ÍS 33 voru tæpar 1000 brl., en sá fimmti, Narfi RE 113, var tæpar 900 brúttórúmlest""Ekki einasta mynd hvort sem var það var af nýsköpunartogurum eða þeim síðastnefndum.Bara að"Síðan"hefði birt nokkrar myndir með þessari skrifum um togara í hundrað ár.Myndir hefðu sennilega dregið að ungt fólk sem getur ekki ímyndað sér hvernig þessi skip litu út,Mér finnst sjórnedur safnsins eða/og höfundar síðunnar hreinlega ekki sýnt þessu máli sem skilning sem hefði þurft.En þetta er mín prívat skoðun sem kannske þarf ekki að vera neinn"stórisannleikur".Líka mín skoðun: "frammistaða safnsins í máli listaverka Bjarna Jónssonar fynnst mér vera því til skammar "Jæja nú verð ég að éta svolítið ofan í mig og kannske ekki í síðasta skiftið hvað þetta safn snertir.Mér yfirsást þegar ég las þennan pistil um"Togara í 100 ár"þetta smáa lertur hér:"(pdf-skjal 1,3 MB) Ef þú hleður þessu plöggum ínn þá eru nokkrar myndir frá togarasjómennsku og mynd af heilsíðu morgunblaðsins þ 18 febr 1947 þar sem sagt er frá komu Ingólfs.En það gerir mig þá meira undrandi á að ekkert skyldi vera gert af hálfu safnsins vegna þessara tímamóta fyrst þeir hafa haft þennan pata af atburðinum.Og svo til að sleppa ekki alveg hendinni af röflinu þá voru á þessum skjölum engar myndir af að framan upptöldum nýsmíðum frá Þýskalandi um 1960

Kært kvaddur 

Ólafur Ragnarsson, 23.11.2007 kl. 09:35

13 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Ólafur, jeg er alveg sammála þér að þetta fólk sem þarna er á listanum fyrir utan Guðjón Armann er kannski ekki þekkt fyrir að hafa sérstakan áhuga á Sjósókn og gömlum sjóminjum, en ég verð að viðurkenna að ég þekki þetta fólk ekki neitt. Ég hef aftur á móti tvisvar farið að skoða safnið, og hafði gaman af því. Þar er mikill áhugi fyrir því að gera það vel úr garði, en það vantar peninga  til að gera það sem þarf. 'i þessum nafnalista sem þú nefnir hér að ofan eru menn sem geta beitt sér fyrir fjárframlögum ef þeir hafa fyrir því áhuga, við skulum ekki dæma þetta fólk 'oli minn eftir heimasíðuni, það er mikið verið að gera við sjálft safnahúsið að utan núna og vonandi verður þetta gott safn í framtíðinni.

kær kveðja

Við Guðjón Ármann söfnuðum saman öllum þeim Sjómannadagsblöðum Vestmannaeyja sem við gátum og gáfum safninu og var það þegið með þökkum.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 24.11.2007 kl. 15:39

14 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Þá á auðvitað að vera Ég en ekki jeg

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 24.11.2007 kl. 15:40

15 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll minn mjög svo kæri bloggvinur Simar Þór.

Ég ætla mér ekki að gera lítið úr störfum forstöðukonu Sjóminjasafnsins í Reykjavík enda sagði ég í blogginu um hana:""Án þess að á neinn hátt að fella dóm á störf forstöðukonu safnsins(til þess hef ég enga þekkingu á hennar störfum þar)er ég að velta fyrir mér hvað í hennar fyrri störfum gerir hana hæfa til að stjórna sjóminjasafni""Og svo kom síðar:""Að síðustu vil ég taka fram þó að ég nafngreini fólk í sambandi við sjóminjasafnið vil ég taka fram að ég er ekki að gera lítið úr störfum þess fyrir þetta safn en ég sjálfur set stórt spurningamerki við setu þessa fólks í stjórn á safni tengdu sjómennsku.Það er mín prívata skoðun""Þessa"prívata skoðun"mína byggi ég á samtölum bæði við Bjarna Jónsson listmálara og Guðjón Ármann.fv skólameistara.Einnig er ég ósáttur við hvernig staðið var að þeim tímamótum sem ég nefndi um komu B/V"Ingólfs Arnarsonar"fyrir 60 árum.Það er kannske ekki við stjórnir,hvort sem er aðal eða vara nú eða fulltrúaráð Sjóminjasafnsins í Reykjavík að sakast,frekar stjórnir og ráð "Sjómannadagsins"í Reykjavík eða Sjávarútvegsráðuneytis.En að að ekkert af þessum stofnunum skildi ekki sjá sér fært þó ekki væri annað en nokkur orð í"hyllingar"ræðum á Sjómannadaginn og eða myndir úr sögu skipsins á margnefndu safni.Mér finnst að fólk sem lætur svona tímamót  framhjá sér fara,ekki hafa mikinn áhuga á sögu sjávarútvegs.Svo finnst mér svolítil lykt af bitlingaútvegun til fv borgarstjórnarmanna í Reykjavík vera af þessu.Ég veit að safnið þáði"kraftblakkargálgan"af"Valbergi"nú VE105 af eiganda skipsins.En þetta var síðasti þannig gálgi sem til er á landinu.Annað merkilegt við það skip.Þetta er síðasti"orginalinn"af þessum norsksmíðuðu síldar og vertíðarbátum sem smíðaðir voru fyrir ísl.í Noregi um 60-70 talið."Eldhamar"GK var samskonar skip sem ekkert hafði verið hreift við.Þ.e.a.s. ekki yfirbyggður var seldur til Króatíu í sumar.Eins og ég hef sagt,er ég hér að fara með mínar persónulegu skoðun,en kannske ekki neinar staðreyndir.En hvað um það ég óska Sjóminjasafninu Vík og stjórnendum þess alls hins besta á komandi árum og að fleiri áhuga menn um íslenskan sjávarútveg láti í sér heyra.Þó svo að það þurfi að vera einhverjir svokallaðir"málsmetandi"menn í stjórnum slíkra safna svo hlustað sé á þá.Þú Sigmar ávallt kært kvaddur.

Ólafur Ragnarsson, 26.11.2007 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband