9 mánuðir

 

Fyrir 9 mánuðum(nákvæmlega í dag)beindi þingmaður að nafni Kristján Möller fyrirspurn til þv ráðherra samgangna um kaup á ferju til Grímseyjarsiglinga.Fyrirspyrjandi fór mikinn og krafðist skýrra svara,Fv ráðherra samgangna svaraði fyrirspurn þingmanns með,að margra mati hálfloðnum svörum.Svo skiptust veður í lofti og fyrrnefndur fyrirspyrjandi varð sjálfur ráðherra samgangna.Nýji ráðherrann hafði uppi stór orð og vildi skella allri skuldinni á ónefndan skipaverkfræðing(sem að mínu áliti getur á engan hátt skotið sér undan ábyrgð)og gaf út stóryrtar yfirlýsingar.

 

En undir málsóknarhótunum neyddist svo ráðherra til að éta allt ofan í sig aftur,Það eru 9 mánuðir síðan mál no 539 á 133 löggjafarþingi var tekið fyrir þ.14/2.Í dag er vanalegur meðgöngu kvenna 9 mánuðir kominn.,Og í þessu máli enginn"krói"fæddur.Kannske tekur það meðgöngutíma fílsins til að fá þetta á hreint ef það fæst þá einhverntíma."Öll gögn upp á borðið"sagði hinn ötuli óbreytti þingmaður Kristján Möller þá.Hvorki hósti eða stuna frá hinum hlédrægna ráðherra Kristjáni Möller.Nú vildi ég að einhver þingmaður spyrði(það þýðir ekki fyrir okkur þessa óbreittu að spyrja þessa háu herra)nokkurra spurninga:

1.Í gegn um hvaða skipasala fóru kaupin fram?

2.Hvað fékk sá í þóknum ?(geri fastlega ráð fyrir að einhver skipamiðlari/sali hafi komið að málinu)

3 Af hverjum var skipið virkilega keypt?

4 Voru einhverjir íslendingar aðilar í þeim hóp ?.Ef svo er hver eru nöfn þeirra ?

5 Hvaða rök voru fyrir því að ekki voru notaður skipaverkfræðingur frá Siglingastofnun til að skoða skipið í upphafi?

6.Hvaða fyrirtæki sér um breytingarnar á skipinu fyrir ríkið og hverjir eru eigendur þess.

Svo spurningar til ráðherra í sambandi við ferjuna"Baldur"

1,Hver keypti skipið af ríkinu?

2.Hvaða skipasali kom að þeirri sölu?

3.Hvað fékk sá skipasali í sölulaun.?

4.Var aldrei athugaður sá möguleiki að nota skipið til Grímseyjarferða?

Umræddur"Baldur"uppfyllti að ég best veit kröfur EU um siglingar skipa.Ég vona að einhver er hefur nennu til að lesa þetta leiðrétti mig ef ég fer með rangt mál.Nú hef ég hvorugt skipið"barið"augum en einhvern veginn hefði ég talið"Baldur"heppilegra skip.Það hefði kannske haft einhvern kostnað í för með sér vegna hafnaraðstöðu.

 

"Baldur var meira lokaður en þessi"drulludallur"."Baldur var 39.40m að lengd ryðhrúan fv 39.60"Baldur"9.20 m breiður hinn 10.Það væri gott að almenningur fengi svör við þessum spurningum þó ekki væri nema til með að kæfa allar sögusagnir sem í gangi eru um þessi skip.Það væri gott að ráðherrann Kristján Möller yrði við kröfum hins óbreytta þingmanns Kristjáns Möller.Einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að einhvert óhreint mjöl sé í pokahorninu sem ráðherra hvorki hafi getu eða vilja til að upplýsa og það eigi að þegja þetta mál í hel.

 

Ég hef áður vitnað í kvæði Vilhjálms frá Skáholti"Úr strætinu"og ætla að gera það aftur:"Sjá margoft hefur staðið styr um þeirra nöfn/sem státa sig um nætur í veislum betri manna/og lítið hafa syndgað og lítið gist í höfn/en lifa vel á gulli og elsku borgaranna
Væri ekki gaman ef hægt væri að finna upp tæki sem fyndi út lygina í mönnum svo hægt væri að mæla hana.Eins og í leikritinu Gosi.

 

Koma tækinu fyrir í ræðupúlti Alþingis og sjá þegar nefið á ráðamönnum lengdist þegar lygavaðallinn spýtist út úr kja...... á þeim.Reikna svo út lygalengdina að hverju þingi loknu.Ég vona að einhverjir séu mér sammála um að þetta mál megi ekki þegja í"hel".Kært kvödd.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Góður pistill hjá þér félagi eins og venjulega. Það er til marks um ábyrgðarfulla umræðu þjóðarinnar að nú er búið að tala svo mikið um ferjumálið að allir virðast bara sáttir við að rífast um önnur mál sem eru nær okkur í núinu.

Ferjumálið verður afgreitt á Alþingi nokkurn veginn þegjandi og hljóðalaust.

Enginn verður ábyrgur, enda ákveðið að "við munum að sjálfsögðu fara vel yfir alla þætti þessa máls og draga af því lærdóm!"

Ens og öllum hinum 879 málunum sem stjórnvöld hafa klúðrað á síðustu árum. 

Árni Gunnarsson, 14.11.2007 kl. 00:20

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll félagi!Því miður hefur þú lög að mæla.Það tekur engin mark á nöldrinu í okkur"ómögunum"Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 14.11.2007 kl. 00:38

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jahá, þetta eru spurningar sem fróðlegt væri að fá svör við.

Sigurður Þórðarson, 14.11.2007 kl. 04:22

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta eru akkúrat spurningarnar sem venjulegir "Jónar" vilja fá svör við og hún hefur allan tímann verið æpandi þessi spurning um Baldur og hversvegna hann var ekki tekinn inní verkefnið, með að því er virðist litlum kostnaði ? 

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 14.11.2007 kl. 09:18

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Vel mælt 'Olafur ,við biðum svara/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 16.11.2007 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband