Hvenær

 

Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann,Hvenær yfigefur maður flokk og hvenær yfirgefur maður ekki flokk.Eða kannske heldur:"hvenær yfirgefur flokkur mann og hvenær yfirgefur flokkur,ekki mann.Fyrsta setninguna leggur Kiljan Jóni Hreggviðssyni í munn er Jón ræðir við Arnas Arnæus í"Íslandsklukkunnni"

 

 

Ég hef verið að lesa"Skuldaskil"uppgjör Sverris Hermannssonar við erkifjendur sína og fv flokksmenn.Ég hnaut um nafn á einum kaflanum"Flokkurinn yfirgaf mig"Dokum nú aðeins við hvar heyrði maður þessi orð jú dóttir Sverris er hún reið og sár kenndi"flokknum"um hrakfarir sínar í kosningu til varaformanns í FF.Nú fer maður að hugsa hvernig flokkur yfirgefur menn Mér finnst orðið YFIRGEFA sé oft tvírætt

 

Manneskjur sem segja svona hljóta vera með ríkt sjálfstraust.Tökum t.d.Sjálfstæðisflokkinn sem var stofnaður 1929.Hvað skildi flokkurinn eftir hjá fv ráðherra sínum,Skildi flokkurinn öll stefnumál eftir þegar hann yfirgaf auminga Sverrir.Ég hef alltaf haldið að t.d þegar maður "yfrgefur"konu sína sitji konan eftir með börn og buru.Þegar menn yfirgefa skip verður skipið eftir með þess tækjum og tólum.Alltaf tekið orðið þannig að sá sem yfirgefi skilji flest ef ekki allt eftir hjá hinu yfirgefna.

 

Hvorki Sverrir eða Margrét hafa útskýrt orðið frekar.Mér dettur í hug framburður eins af okkar farsælasta skipstjóra sem varð fyrir óláni að skip hans rakst illilega á bryggju,fyrir sjórétti,."það var dauður sjór í skrúfunni"Þetta var látið nægja þó enginn,svo að ég viti hafi skilið svarið.En nú yfirgef ég þetta bull.

Skelfing var ég feginn þegar ekki var minnst á borgarstjórnarfulltrúa FF í sambandi við þetta írafár í sambandi við" Reykavík Energy Invest og Geysir Green Energy" Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi VG,hefur staðið sig með þeim ágætum að ég hefði óskað að FF nyti krafta hennar í Borgarstjórn.Sú sem skreytir sig með stolnum fjöðrum FF var víst svo upptekin að sinna erindum og hagsmunum Eimskips í Kína að eitt mesta hneyklismál seinni ára fór fyrir ofan garð og neðan hjá henni.

 

Nú er svo gripið í rassin mörgum dögum seinna.Komið með seinbúnar yfirlýsingar.Það hefði mátt halda á umræðunni undanfarna daga að aðeins 4 flokkar ættu kjörna fulltrúa í borgarstjórn,Þ.e.a.s Sjálfstæðismenn Framsóknarmenn Samfylking og V-Grænir.Ekki minnst á flullrtúa fleiri flokka.Hefur sú sem situr á sínum falska stól ekki neinn varamann.Hvernig er með leikkonuna,þessa sem gat ekki verið í FF útaf útlendingaandúð hjá flokknum.En amaðist svo við of mörgum útlendingum á kaffihúsum í Reykjavík.

 

FF má faktíst prísa sig sælan að þær stöllur skulu ekki bendla sig við hann undanfarið.Ekki orð frá þeim frekar en þær væru ekki til,út af sennilega stærsta hneyksli,allavega í borgarmálum í Reykjavík á þessari öld.Kært kvödd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mjög góð grein Ólafur vonandi lesa Margrét og leikkonan hana saman og fara þá jafnvel að hugsa.

Jóhann Elíasson, 9.10.2007 kl. 21:31

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Nú stendur þetta til betri vegar með stofnun öflugra kjördæmisfélaga í borginni.

Sigurður Þórðarson, 10.10.2007 kl. 00:53

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki hefur hún Margrét Sverrisdóttir hugsað mikið, kannski hefur hún ekki heldur lesið greinina þína.  Hvaðan hefur Margrét Sverrisdóttir umboð sitt tilsetu í borgarstjórn?

Jóhann Elíasson, 11.10.2007 kl. 18:15

4 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Skuldaskil Sverris er skemmtileg lesning en ekki endilega þannig að manni finnist sannleikurinn vera í letrinu frekar en milli lína. Ég hef samt þá trú að Sverrir og dóttir hans séu gott fólk. Frjálslyndi flokkurinn fékk mitt atkvæði fram að brottför hennar og Jón Magnússon og nýtt afl eða hvað þeir kalla sig eru ekki góð viðbót við flokkinn. Frjálslyndi flokkurinn var stofnaður í kringum mesta glæp Íslandssögunnar, kvótaútdeilingarinnar ásamt velferðarmálum td. aldraðra. Útlendingaandúð og umræða um vandamál vegna innflytjenda er ekki það sama og þegar flokkurinn lætur að því liggja að útlendingar séu vandamál og frekar en að hamra á því að þörf sé á umræðu um þessi mál er hann kominn á grátt svæði hjá mér.

En umboð Margrétar er ótvírætt. Hún og Ólafur  eru sammála og Ólafur var kjörinn fulltrúi. Við skulum bara vona að fyrir næstu kosningar verði þetta orðið skýrara.

Ævar Rafn Kjartansson, 12.10.2007 kl. 22:39

5 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Ævar!Við höfum verið sammála um margt.Ég ætla mér ekki að elta við þig ólar um Margréti faðir hennar eða FF.Treysti mér ekki til þess eins og er.En það var áhugaverð lesning um fyrrnefnda Margéti á:

http://andriki.is/default.asp

Þannig að það eru ekki allir á þinni skoðun á veru hennar í Borgarstjórn.Það eru 2 bækur á náttborðinu hjá mér núna Þær heita:"Skýrt og skorinort"og "Skuldaskil".Sú fyrri eftir Indriða G Þorsteinsson um Sverri Hermannsson.sú seinni eftir Pálma Jónasson um sama mann.Það er áhugavert að bera þessar bækur saman.Það skilja 14 ár þessar bækur að.Hálfgerð kuldaskil.En ég ítreka ég hef lesið margt hjá þér og er þér oft sammála.Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 12.10.2007 kl. 23:20

6 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Einu gleymdi ég Ævar.Ég hef ekki séð neitt viðtal við Ólaf þar sem hann samþykkir þennan síðasta gjörning Margrétar.Ég hef bara hennar orð fyrir því,Og því miður hefur reynsla mín af henni(hennar gjörðum)ekki vakið tiltrú mína á hennar orð.Af hverju tjáir Ólafur sig ekki um málið.Ég veit að hann er í veikindafríi en hann er vonandi ekki búinn að missa málið.Aftur kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 12.10.2007 kl. 23:29

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Ólafur. Frábær og vel skrifuð grein hjá þér. Ég leit inn á slóðina sem þú gefur upp og það er afar merkilegt að lesa þá lesningu. Hvet alla til að kíkja á það. Hafðu þakkir fyrir kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 14.10.2007 kl. 14:30

8 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Takk fyrir þetta Óli. kv.

Georg Eiður Arnarson, 15.10.2007 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 535993

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband